Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 13 FRETTIR Alþingismenn um ummæli formanns Tryggingaráðs um almannatryggingakerfíð Vilji almennt til að einfalda kerfið INGIBJORG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, segir að þó gerð verði grundvallarbreyting á al- mannatryggingunum, verði auknir fjánnunir ekki til við það eitt. Það sé hins vegar forgangsmál að bæta enn kjör þeirra sem verst séu sett- ir, en Bolli Héðinsson, formaður Tryggingaráðs, sagði í viðtali í Morgunblaðinu að nauðsynlegt væri að fram færi heildarendur- skoðun á almannati-yggingakerf- inu, sem fæli meðal annars í sér fækkun bótaflokka. Einnig kom fram að hann teldi að auka þyrfti sjálfstæði Tryggingastofnunar og að breyta fjármögnun á þjónustu sjúkrahúsa. Morgunblaðið ræddi við heilbrigðisráðherra og fulltrúa stjórnmálaflokkanna í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis um þessi sjónai-mið. Þjóðarsátt um grundvallar- atriði fyrst nauðsynleg „Vegna vangaveltna formanns Tryggingaráðs um gjörbyltingu al- mannatryggingakerfisins er nauð- synlegt að fyrst náist þjóðarsátt um grundvallaratriði velferðar- kerfisins. Þess vegna mun ég beita mér fyrir að þjóðarsátt náist um velferðarsáttmála sem verður grundvöllurinn og leiðarljósið að endurskoðun og breytingum á al- mannatryggingakerfinu," sagði Ingibjörg. Hún sagði á þessu kjörtímabili hefðu náðst fram mikilvægar rétt- arbætur fyrir aldraða og öryrkja. Þar vildi hún helst nefna aukið réttaröryggi með skipun sérstakr- ar úrskurðarnefndar almanna- trygginga, aukið svigrúm til eigin tekjuöflunar, dregið hefði verið úr jaðaráhrifum, örorka væri nú skil- gi'eind eftir læknisfræðilegum stöðlum og á kjörtímabilinu hefðu bætur hækkað umfram launavísi- tölu og almennar launahækkanir í landinu. „Formaður Tryggingaráðs veltir líka vöngum um kaup og sölu á heilbrigðisþjónustu. Til þess að hægt sé að kaupa eða selja þarf að vita nákvæmlega hvað hluturinn, í þessu tilviki þjónustan, kostar. Á síðustu 3-4 árum hefur verið unnin mjög mikil vinna inni á sjúkrahús- um og sjúkrastofnunum í kostnað- argreiningu þeirra verka sem þar eru unnin. Sú kostnaðargreining er undirstaða þess að unnt verði að breyta fjánnögnunaraðferðum í heilbrigðisþjónustunni þannig að a.m.k. hluti fjármagnsins komi fyr- ir unnin verk og afköst. Það er ekki raunhæft að taka ákvarðanir um framhaldið fyrr en þessi grundvöll- ur liggur fyrir. Ekki má gleyma því að þótt greiðsluforminu væri breytt, verða ekki til nýir peningar við það eitt,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að fylgst hefði verið mjög vel með þeirri þróun sem átt hefði sér stað í nágrannalöndum okkar, t.d. á Norðuriöndunum og annars staðar í Evrópu þar sem rekstur sjúkrahúsa hefði verið færður meira í horf þjónustusamn- inga. Það hefði gengið misjafnlega og margir hnökrai- komið upp, enda væri mjög flókið að skilgreina til hlítar starfsemi hátæknisjúkrahúsa. Fulltrúar stjórnmála- flokkanna í heilbrigðis- og trygginganefnd Al- þingis eru almennt sammála um nauðsyn endurskoðunar al- mannatryggingakerfls- ins. Hins vegar eru skiptar skoðanir um breytingar á fjármögn- un sjúkrahúsa. Ingibjörg Pálniadóttir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir „Þess vegna höfum við farið þá leið að byrja á gerð þjónustusamn- inga við þá aðila sem hafa með höndum einfaldari rekstur og hafa þegar verið gerðir slíkir samningar við hjúkrunarheimili og eitt sjúkra- hús á landsbyggðinni; Sjúkrahús Skagfirðinga. A næstu dögum verður síðan undirritaður samning- ur við Sjúkrahúsið í Stykkishólmi og fleiri samningar era á lokastigi. Á þessu kjörtímabili hefur heil- brigðisráðuneytið farið þessa leið í ríkari mæli en önnur ráðuneyti," sagði Ingibjörg einnig. Verður að gera kerfíð einfaldara og réttlátara Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ur alþingismaður, sem situr í heil- brigðis- og trygginganefnd fyrir hönd Samfylkingarinnar, segist vera alveg sammála Bolla hvað varðar það að einfalda almanna- tryggingakerfið. Það verði að gera það einfaldara og réttlátara, því kerfið sé óskapnaður eins og það sé í dag. Það geri það að verkum að fólk sem þurfi að treysta á þetta kerfi geti í rauninni ekki gert það. Hún sagði að það væri líka ann- að sem þyrfti að gera. „Það þarf að tryggja lágmarkaframfærslu fyrir þá sem era algjörlega upp á al- mannatryggingarnar komnir, þ.e. að bæturnar séu ekki undir fram- færslumörkum," sagði Ásta Ragn- heiður. Hún sagðist einnig vera alveg sammála því að skoða þyrfti sam- skipti Tryggingastofnunar og sjúkrahúsanna. Sjúkrahúsin væra bæði rekin fyi-ir framlög á fjárlög- um og hluti færi í gegnum Ti-ygg- ingastofnun. Kerfið þyrfti að vera einfaldara og skýrara. Hún sagði að eftir að hafa starf- að í Tryggingastofnun og unnið að þessum málum yi-ði henni alltaf ljósari og ljósari þörfin á einföldun kerfisins og að gera það skil- virkara. Það væri mjög brýnt að endurskoða kerfið og aðlaga það breyttum þjóðfélagsháttum, enda Sólveig Pótursdóttir Ögmundur Jónasson sé það eitt af mörgum stefnumál- um Samfylkingarinnar í velferðar- þjónustunni að taka á þessum þætti. Fólk viti almennt um rétt sinn „Ég er sammála formanni Tryggingaráðs um að þörf sé á endurskoðun almannatrygginga- kerfisins og tel hugmyndir hans at- hyglisverðar. Ég þekki sjálf vanda- málin, þar sem ég sat í Trygginga- ráði um árabil," sagði Sólveig Pét- ursdóttir alþingismaður, sem situr í heilbrigðis- og trygginganefnd fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði að þessi mál hefðu mikið verið rædd innan Sjálfstæð- isflokksins og væri til dæmis víða komið inn á þau í landsfundará- lyktunum flokksins. „Þannig er lögð áhersla á það í ályktun um ti-yggingamái að allt almanna- tryggingakerfið verði einfaldað og að skoðað verði hvernig megi breyta sjúkrati'yggingakerfinu þannig að það sýni glöggt að um raunverulegt tryggingakerfi sé að ræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil lagt það til að sjúkra- tryggingakerfið verði endurvakið. Þannig er nú ítrekað í landsfundar- ályktunum um heilbrigðismál að komið verði á kerfi sjúkratrygg- inga sem greiði fyrir þjónustu við sjúklinga í samræmi við kostnað. Eldri borgarar í Sjálfstæðisflokkn- um hafa ennfremur lagt mikla áherslu á endurskoðun og einföld- un almannatryggingakerfisins. Það er auðvitað staðreynd að hér er um afskaplega flókið kerfi að ræða sem þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar. Það er auðvitað ljóst að við þurfum að skoða vel stöðu þeirra sem njóta bóta úr al- mannatryggingakerfinu og lagfæra til dæmis með því að draga úr tekjutengingu bóta. En það er þó ekki síst mikilvægt að kerfið sé þannig úr garði gert að fólk viti al- mennt um rétt sinn ásamt því að njóta betri þjónustu,“ sagði Sólveig ennfremur. Endurskoðun löngu tímabær Ögmundur Jónasson alþingis- maður, sem er áheyrnarfulltrúi í heilbrigðis- og trygginganefnd, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði, segist sammála því að löngu sé orðið tímabært að endur- skoða almannatryggingakerfið, einfalda það og bæta. „Þessa end- urskoðun þarf að framkvæma með hliðsjón af skatta- og lífeyriskerfi. Öll þesssi kerfi þarf að samhæfa. Að öðrum kosti sitjum við uppi með niðurstöður sem era allt aðr- ar en þær sem vöktu fyrir mönn- um þegar þeir krukkuðu í kerfin hvert um sig. Dæmi um þetta eru jaðarskattar á aldraða, sem ég held að fæstir mæli bót, enda hef- ur þar keyrt úr hófi,“ sagði Ög- mundur. Hann sagði að þó menn væra sammála um það í orði væri svo ekki í reynd. „Ég vil vekja athygli á því að sú ríkisstjóm sem nú er að ljúka kjörtímabili sínu sveik fyrir- heit um heildarendurskoðun á þessum málum. Nefnd var að vísu sett á laggirnar í byrjun kjörtíma- bilsins en eftir að hún hafði komið saman einu sinni eða tvisvar var hún látin sofna svefninum langa. Þessa vinnu þarf að hefja að nýju og fylgja henni síðan markvisst eft- ir í framkvæmd," sagði Ögmundur ennfremur. Hann sagði að þótt hann væri sammála Bolla Héðinssyni um þetta atriði gæti hann ekki tekið undir það sjónarmið hans að ráð- herra skipi einn í nefndir, að það heyri sögunni til að leita eftir til- nefningum í vinnunefndir sem víðast að og úr mismunandi póli- tískum áttum. Þann ósið hafi stjórnvöld að vísu verið að taka upp í sífellt ríkari mæli á undan- förnum áram og það sé mjög í anda Margrétar Thatcher á sínum tíma en hún hefði skipað íhalds- menn í allar nefndir og öll ráð á vegum hins opinbera í sinni stjórnartíð. „Fyrir bragðið urðu til lausnir sem ekki byggðu á yfir- sýn og um þær lausnir skapaðist aldrei sátt í þjóðfélaginu. Nefndir sem eru skipaðar af einum ráð- herra era ekki lausnarorð í lýð- ræðisþjóðfélagi," sagði Ögmund- ur. Hann sagði varðandi kerfis- breytingar að öðru leyti, sem vik- ið væri að í viðtalinu við Bolla Héðinsson og þá einkum hvað varðaði kaup Tryggingastofnunar ríkisins á þjónustu sjúkrahúsa, kynni það að hafa ýmsa kosti í för með sér en einnig ókosti. „Ég tel að menn vanmeti ábyrgðarkennd sjúkrastofnana í fjárfestingum. Þær þurfa á meira fjármagni að halda, ekki meiri markaðsteng- ingu. Ég held að þær kerfisbreyt- ingar sem þarna er talað fyrir búi ekki til peninga og ég á erfitt með að sjá að þetta leiði til hagkvæm- ari nýtingar fjármagns. Hitt gæti gerst að sjúkrastofnanir for- gangsröðuðu aðgerðum og sjúk- lingum eftir því hvað þeir gefa í aðra hönd. Slíkt væri ávísun á mismunun,“ sagði Ögmundur einnig. Glæsilegur undirfatnaður í skólasíærðum AA-A-B-C-D-DD-E-F >é INTIMU IIALIANU WARNERIS QD VALENTINO INTIMO Aubade LINGERIE DE FEMME BODYSLIMMERS NANCY GANZ o ^ \M/ U __________________UNDIRFATAVERSLUN, 1. hæð Kringlunni, v— 7 sími 553 7355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.