Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ kunningja án þess að gefa gaum að tíma mínum. Hann lætur mig bara aka eftir fleiri vindlum, en það þýðir ekki annað en hlæja að því.“ Laxness hlær og tæmir glasið. „Þér hafíð þá sjálfsagt fengið yð- ur Volkswagenbíl," segi ég til að stríða. „Alls ekki, bíllinn minn er amerískur, allra nýjasta gerð, þungur og góður. Hann þarf sér- staklega gott bensín - það er bara á þröngum götum austurhlutans sem breiddin verður til óþæginda." Þungur og góður, hugsa ég, já, það er Laxness sjálfur líka orðinn - það veldur því að bæði hann og vel- gengni hans og það sem henni fylg- ir gerir þennan nána samfund áhugaverðari íyrir þann sem hefir þekkt hann sem ungan fátækan rit- höfund. Laxness ræðir um ferðaáætlun sína, hann hrósar hraðbrautum Italíu, því hann flýgur aðeins þegar tíminn leyfir ekki annan ferðamáta. Við skálum og ræðum framtíð hans. Vinur hans, Hemingway, sem nú býr á Kúbu, hefir boðið honum heim, indverska ríkisstjórnin 1ó"pizzo .m/QÍIt oó 5 ólcqqjum oq 21. of gosi 12" pizzo m/allt qó 5 áleggjum og 2 I. or gosi 12" pizzQ m/ollt qó 5 ólsggjum og 1/2 I. af gosi 16"pizzo með allt að 5 áleggjum 12"pizza meó allt aó 5 álcggjum 16"pizza m/allt aó 5 áleggjum og skammtur af brauðstöngum 12"pizza m/allt aó 4 áleggjum og skammtur of brauóstöngum 1 OQQkr. 1.199' 554 ...fín sending! 999kr. 899kr 1.499kr 1.199kr 6600 799kr Opiö allfí dagafrá 11.30 lil 23.30 IGREIN sem birtist í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins var greint frá skjótum viðbrögðum safnvarða í Amtsbókasafninu á Akureyri þegar spurst var fyrir um bók Marie Dinesen, sem opnaði faðm sinn og vistarverur er íslenskir listamenn kvöddu dyra á gistiheimili hennar í Róm. I lok þeiirai- greinar var jafnframt lýst eftir annarri bók frú Dinesen, „Marie Dinesen for- tæller“, það stóð ekki á svari. Bjöm Þ. Þórðarson læknir hringdi sam- dægurs. Kvaðst eiga bókina. Hún væri mér velkomin til aflestrar. Seint og um síðir er þakkað fyrir lán bókarinnar og lesendiun boðið að njóta hennar að því leyti, sem Island varðar. „Halldór Laxness sem er staddur í Róm í stuttu leyfi hefír gert stutt- an stans en verður að halda áfram ferð sinni. Hann neyðist til þess að taka sér far með fyrstu hraðlest til þess að komast í tæka tíð til Hels- ingfors, ef hann á að eiga þess kost að vera viðstaddur frumsýningu á leikriti sínu „Silfurtunglið", sem á að setja á svið í Þjóðleikhúsinu. Andlit Laxness ljómar er hann segir mér brosandi frá atburðum þeim sem em í vændum. Þetta er fyrsta verk hans, sem ætlað er til flutnings á leiksviði. (Ath. Straum- rof, leikrit Halldórs, var flutt 1934.) Það var fyrst flutt í Moskvu (frum- flutningur) og er enn leikið fyrir fullu húsi þó liðnir séu nær níu mánuðir. Dvölin í Finnlandi verður spenn- andi, einkum kvöldið 22. janúar þegar leikritið verður sýnt. Um nóttina verður hann hylltur í heið- urskvöldverði, „áfram með frásögn- ina,“ segi ég er ég hefi sótt kaffi og tvö glös undir Courvoiser-koníakið sem Laxness hefir fært mér að gjöf. „Já, það er jú þægilegt, að ég er alveg óþekktur á Italíu, þar sem engin bóka minna hefir ennþá kom- ið út,“ segir hann. „Og hérna í ysta horni stofunnar er ekkert sem truflar mann þó að gestirnir gangi framhjá,“ skýt ég inn í. Hægindastólarnir hafa verið endurnýaðir síðan Laxness dvaldist hér síðast, hugsa ég, því svo jarð- bundnar era hugsanir veitingakonunnar. Fyrst dvaldist hann hér á þriðja áratugn- um, síðan á fjórða ára- tugnum og seinast, ef égman, rétt, 1946. Eg nýt augnabliksins meðan ég hlýði á frá- sögn íslenska skáldsins um stutta viðdvöl hans í Stokkhólmi er hann umluktur dýrðarljóma veitti viðtöku Nóbels- verðlaunum, ég verð ekki margs vísari um langa dvöl hans, mjög langa dvöl í Sovétríkj- unum. Aðeins þoku- kennd áhrif. Þar skrif- aði hann skáldsögu sína „Sjálfstætt fólk“. (Hall- dór nefnir sjálfur aðra staði.) Hann gagntekur HALLDÓR Laxness hylltur á sviði Litla leikhússins í Moskvu að lokinni frumsýningu á leikriti hans, Silfur- túnglinu, 11. maí 1955. Markov leiksljóri er fyrir miðri mynd. Hún þekkti Halldór Kiljan þegar hann var í prjónapeysu Marie Dinesen rak gistiheimili í Róm í áraraðir og meðal gesta hennar voru rithöfundar og aðrir listamenn. Pétur Pétursson þulur rifjar upp frásögn Marie af Halldóri Laxness, sem hún kynntist fyrst þegar hann klæddist heimaprjónaðri peysu og hafði trefil úr grófu ullargarni - og flutti með sér einskonar moldarkeim úr norðri. JOHANNES Jörgen- sen danskur rithöf- undur og kaþólskur trúbróðir Halldórs sendi honum heilla- skeyti til Maríu Dinesen í Róm. mann með frásögn sinni um heimsókn sína í leikhús Moskvu, þar sem hann vann í samstari við rússneska listamenn að sviðsetn- ingu leikrits síns. Mér skilst að viðhorf Rúss- anna séu hugsjónalegri en vestræns leikhúss- fólks. Af forvitni spyr ég hvort hann geti fengið fé sitt yfirfært til greiðslu úr landi? „Peningar, pening- ar,“ svarar Laxness, „ég hef engan tíma til þess að spekúlera í efn- ishyggju. Peningamir mega vera þar sem þeir em - í Rússlandi, Finnlandi eða á Is- landi. I Þýskalandi hefi ég þýðendur mína og útgefendur í „begge zoner“ þ.e. báðum borg- arhlutum. Eg fer frjáls ferða minna hvarvetna í Berlín, keyri margoft á sama degi gegn um „Járntjaldið". Austur- þýskur samstarfsmaður minn, sem er auk þess afbragðsmaður, er sólg- inn í Havanavindla og þá get ég keypt með hægu móti í vesturhlut- anum, þann greiða geri ég honum með gleði. Hann elskar nefnilega þessa nærfellt grænu rándýra vindla (ég dreypi á glasi mínu, sem geymir einnig all- dýran drykk) og hann stráir þeim til vina og MARIE Dinesen einnig, en hann hefir lofað að lesa upp í útvarpi og koma fram í vðtals- þáttum, þessu verður að sinna áður en hann heldur á brott. Efst á list- anum er þó heimilið, býlið í ná- grenni Reykjavíkur. Og svo ætlar hann að skrifa stóra skáldsögu; það tekur a.m.k. tvö ár að ljúka henni, það gengur annars ágætlega að skrifa á hótelum að því tilskildu að þar sé sólskin og nóg pláss. „Pláss fyrir feikimikinn farangur," skýt ég inn, því ég minnist þeirra tíma, er Halldór Kiljan gekk til fara eins og aðrir norrænir listamenn. Það var áður en hann tók upp nafnið Lax- ness, og áður en hann upplifði Hollywood. Atta árum eyddi hann í Ameríku, þar sem hann stundaði nám og til þess að komast af varð hann að taka að sér einhver störf, fyrir- lestraferðir, upplestur, allt var það tengt bókmenntum. Þegar hann sagði skilið við Am- eríku var hann orðinn heimskunnur og gat nú alfarið helgað sig ritstörf- um. Bækur hans era gefnar út á öllum tungum Evrópu - og hann er í fremstu röð (bestseller). Hann kvænist og kvænist öðra sinni - og þótt hann eigi býli í sínu eigin föðurlandi ver hann helmingi ársins til ferðalaga. Nú líður að lokum, að þessu sinni, hann lítur á armbandsúrið, tekur fram hanskana: meðan hann lagar hálsbindið, þríf ég af stríðni í jakkaermina, sem er of stutt og ekki samkvæmt rómverskri tísku. Eg þreifa á góðkynja efninu, skosku tvídi, huga að vönduðu sniði klæðskerans og tek undir orð Lax- ness að menn eigi að klæðast - samkvæmt stöðu sinni. En, hugsa sér hvað hann var vel- kominn í gamla daga, þegar hann klæddist heimaprjónaðri peysu og hafði trefil úr grófu ullargami - og flutti með sér einskonar moldar- keim fjarst úr norðri. Þótt hann væri langt um yngri en Sigrid Undset og Johannes Jörgen- sen, sem bæði dvöldust hér um sama leyti, man ég að hann setti ekki ljós sitt undir mæliker, heldur ekki í þann tíð. Hann hafði líkast til eingöngu samúð með gáfuðu fólki, sem gætt var skilningi til þess að komast áfram á framabrautinni. Laxness snerist til kaþólskrar trúar, eins og bæði Undset og Jo- hannes Jörgensen, en tryggð hans við Rómarkirkjuna var skammvinn. Glös okkar era tæmd. Um leið og Laxness kveður bros- ir hann milt - hann gleðst af því að honum hefir borist símskeyti frá Johannes Jörgensen, sem óskar honum heilla vegna Nóbelsverð- launanna.“ Með þessum hætti minnist frú Marie Dinesen Halldórs Laxness í bók sinni. Frú Dinesen var rómuð í hópi listamanna. Helle Virkner gisti hjá henni, en hún las einmitt Ung- frúna góðu og húsið í danska útvarp- ið 1955-’56. Helle Virkner, danska leikkonan og ráðhemafrúin, sem hingað kom ásamt eiginmanni sínum Jens Qtto Krag er hann hélt ræðu á pressuballi, er Islendingum að góðu kunn. Hún játar fjöllyndi sitt í ástar- málum í ævisögu sinni. Helle var áð- ur gift leikaranum góðkunna, Ebbe Rode. I bók sinni segir hún frá ástar- ævintýri er hún átti í herbergi hjá frá Dinesen í Róm: „Nú var það ekki bara Ebbe, sem sló sér upp með öðr- um þegar við voram gift. Ég... og einn þeirra, sem tók mig með trompi var heillandi Norður-ftali. Við Ebbe héldum jólin hátíðleg á Egernvegi árið 1957, en daginn eftii- fór ég til Cortina d’Ampezzo, þar sem vinkona mín átti kunningja, sem dvöldust um jólin á litlu skíðahóteli: Ég ferðaðist með Holger Blom, sem ætlaði til Hamborgar og við kvöddumst á jámbrautarstöðinni eftir að hafa drakkið glas af öli á stöðinni. Síðan hélt ég áfram til Ítalíu. Morguninn eftir blasti við augum ótrálega fag- urt landslag. Heiðskírt veður og sól hátt á lofti. Hjá fjölskyldunni sem ég heim- sótti sátu 12-14 fullorðnir saman við borð, en börn og barnfóstrur við annað borð. Fjölskyldan var eins og allir ítalir eisntaklega gestrisin og mér var vísað til sætis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.