Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 63 ’'
HJÓNIN Helle Virkner og Ebbe Rode.
við borðið. Þetta var á þriðja í jól-
um.
Innan stundar koma nokkrir vin-
ir okkar og dveljast hér um áramót-
in. Eg sat við annan borðsendann
þegar gestahópurinn kom og þarna
stóð hann allt í einu hávaxinn,
stæðilegur, glæsilegur Norður-
Itali, sem horfði bara á mig frá hin-
um enda borðsins.
Helle hugsaði ég og hjartað barð-
ist í brjósti mér: Haltu þig frá þess-
um. Hann verður þér víst ofjarl.
Eg fékk lykilinn að herbergi mínu
og flýtti mér að ganga frá farangrin-
um. Morguninn eftir sat hann við
morgunverðarborðið og allir höfðu
búið sig til ferðar upp á fjallið. í lyft-
unni á leið upp stóð hann bara þarna
og Ijómaði af glæsileik í bláu fötun-
um sínum. Eg eldroðnaði í hvert
sinn sem ég leit á hann og ákvað að
horfa bara á gólfið. Skíðasport hefir
aldrei verið mín sterka hlið, svo ég
slóst í hóp með nokkrum konum
sem ætluðu að halda kyrru fyrir og
njóta sólarinnar.
Við fylgdumst með ferðafélögun-
um, sem komu brunandi niður fjall-
ið hver af öðrum þegar hann kom
með anorakkinn hirðuleysislega
bundinn um mittið og skíðagleraug-
un hangandi um hálsinn, var mér
allri lokið og við kvöldverðarborðið
á hótelinu sátum við hlið við hlið.
Hann hét Juan Carlos. Hann var
kaupsýslumaður frá La Spezia og
var nokkrum árum eldri en ég.
Eg ætlaði að eyða vikutíma í
Róm, áður en heim skyldi haldið og
við ákváðum að hittast þar. Hann
innritaði sig á Hótel Dinesen, en
þar hafði ég líka pantað herbergi.
Gamla frú Dinesen hafði búið í Róm
í fjöldamörg ár og hafði eignast sex
börn með ýmsum ítölum. Hún var
afbragðsmanneskja og hafði sann-
arlega ekki lifað neinu leiðindah'fi og
mér þótti innilega vænt um hana.
Meðal vinkvenna hennar var ein
sem hafði, þótt undarlegt megi virð-
ast, átt barn með kaþólskum kard-
ínála og ég naut þess að sitja og
hlýða á frásagnir þessara fáguðu
öldruðu kvenna er þær sögðu frá lífi
sínu meðal ítala í Róm.
Fní Dinesen var fullvel kunnugt
um hjónaband mitt og þar sem
þetta var rómaður gististaður varð
samband okkar Juans Carlos að
fara leynt. Við háttuðum af siðpiýði
hvort í sínu herbergi og læddumst
síðan hvort til annars svo við gæt-
um sofið saman. Mér leiddist að
þurfa að skilja við hann á brautar-
stöðinni í Róm. Ég sagði Ebbe ekki
frá þessu ítalska ævintýri, en það
var naumast liðinn mánuður þegai-
Juan Carlos stóð í dyragættinni á
Egernvej ásamt vini sínum. Þótt
mér brygði mjög í brún hugkvæmd-
ist mér samt að bjóða þeim inn, en
Ebbe kom inn í stofu og honum
skildist strax hvað var á seyði. Ég
bullaði eitthvað, en Ebbe var sá
heimsmaður að hann heilsaði þeim
kurteislega og yfirgaf herbergið.
Juan Carlos dvaldist í Kaup-
mannahöfn í þrjá daga og við fórum
út að borða saman, en hann vildi
ekki koma til kvöldverðar á Egern-
vej. Þetta var allt saman heldur
neyðarlegt og hann sneri heim.
Hann hafði víst vonast til þess að
ég flyttist með sér til Italíu og
stæði þar og eldaði pasta allan dag-
inn og framleiddi fjölda lítilla ítala.
Við skrifuðumst á um skeið áður en
ég gat skýrt íyrir honum að það
gæti aldrei orðið um neitt samband
að ræða okkar í milli.
Ég sá hann aldrei framar en ég
fékk raunar bréf frá honum þegar
hann hafði lesið það í ítölsku blaði
að við Jens værum gift. (Jens Otto
Krag ráðherra.) Hér er eitt þeiri-a
bréfa sem við þurfum ekki að svara,
sagði Jens þegar hann hafði lesið
bréfið frá Juan Carlos.
Það voru nokkur bréf af þeirri
sort og við þau gerði Jens sömu at-
hugasemd.“
Pétur Pétursson.
Vinnur þú
VWGOLF?
Bh
í~
Þeir farþegar sem staöfesta sumarleyfisferö meö leiguflugi SL (þ.m.t. til Kempervennen
í Hollandi) í dag fá afhentan þátttökumiða þar sem vinningurinn er glæsilegur VW
Golf. Ef þú fullgreiðir ferðina þína í dag færöu þrjá þátttökumiða og þrefaldar þar
með vinningsmöguleikana. Allir þátttökumiðar þurfa að hafa borist til Heklu í síðasta
lagi í dag. Dregið veröur úr þátttökumiðum á ferða- og bílakynningu I Hekluhúsinu
næstkomandi sunnudag kl. 13.00 -17.00.
4 Staöfestu
Á sunnudaginn drögum viö úr
þátttökumiðum í Hekluhúsinu
í beinni útsendingu á Létt FM
Austurstræti 12: 569 1010 Hótel Saga viö Hagatorg: 562 2277 Hafnarfjöröur: 565
1155 Keflavík: 421 3400 Akranes: 431 3386 Akureyri: 462 7200 Vestmannaeyjar:
4811271 ísafjöröur: 456 5390 Einnig umboösmenn um land allt.
f dag!
Samvinnuferðir
Landsýn
Á verði fyrir þigl
FORYSTA í ÁRATUGI
ÆlasCópco
LOFTÞJÖPPUR OG HAMRJXR
í áratugi hefur íslenskt atvinnulíf sett traust sitt á ATLAS
COPCO loftþjöppur og brothamra. Reynsla sem enginn
annar býr að.
SINDRI býður upp á heildarlausnir í vinnuloftskerfum.
Leitið ráðgjafar og tilboða hjá sölumönnum okkar.
SINDRI
Borgartúni 31 • 105 Rvík • sími 575 OOOO • fax 575 0010 • www.sindri.is