Morgunblaðið - 16.04.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 16.04.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 55"' UMRÆÐAN semjanda, endanlegri samnings- gerð og síðar eftirliti með samningi. Mjög mikilvægt er fyrir árangur af einkaframkvæmd að vandað sé til verksins. Því miður ber það við að undirbúningi og framkvæmd slíkra verkefna hafi verið ábótavant vegna lítillar forvinnu, kapps við að koma framkvæmdum af stað, fullr- ar bakábyrgðar stjómvalda og án þess að formleg samkeppni sé um verkið. Áhættustýring Því er stundum haldið fram að einkaframkvæmd fylgi sú áhætta að stjórnvöld bindi hendur sínar of langt fram í tímann. Þetta getur verið réttmæt gagnrýni og því er mikilvægt að standa vel að einka- framkvæmd sem felur í sér sam- inga til langs tíma. Hins vegar gleymist oft sú áhætta sem fylgir opinberum framkvæmdum. Við byggingu samgöngumannvirkja eða skólabygginga er sjaldan gerð góð grein fyrir þeirri áhættu sem felst í ofmati á þörf fyrir slíka fram- kvæmd. Einkaframkvæmd er til- valin leið til að koma hluta þeirrar ábyrgðar til einkaaðila sem gæti stýrt þeirri áhættu á hagkvæmari hátt. T.d. gæti skólahús verið hann- að þannig að það nýttist til annarr- ar starfssemi ef ekki reyndist þörf fyrir það að loknum samningstím- anrnn. Flestir þekkja Hvalfjarðargöng- in sem dæmi um einkaframkvæmd en þar var aðild og ábyrgð stjórn- valda á samningstímanum tak- mörkuð og framkvæmdin byggð á, beinum þjónustugjöldum. Iðnskól- inn í Hafnarfirði er annað gott dæmi um einkaframkvæmd af öðr- um toga. Þar er bygging og rekst- ur skólahúsnæðis boðinn út. Þrír aðilar voru valdir hæfir í forvali og í útboði var tilboð Nýsis ehf. tekið sem byggðist á samstarfi við ístak hf. og Islandsbanka sem sér um fjármögnun og fjárumsýslu fyrir verkið. Gerður var leigusamningur til 25 ára auk þjónustu samnings og á Iðnskólinn í Hafnarfirði for- leigurétt á húsinu að loknum þeim tíma. V Margir möguleikar Möguleikar einkaframkvæmdar eru miklir. Hins vegar er mikilvægt að vanda til verks þegar einkafram- kvæmd er ákveðin. I einkafram- kvæmd felst ekki einfold allsherjar- lausn en með opnum huga, raunsæi og vandvirkni má nota kosti einka- framkvæmdar við fjölmörg verk- efni. Dæmin sýna að íslenskir aðil- ar eru tilbúnir að standa að einka- framkvæmd og með henni má draga úr ábyrgðum stjórnvalda á fjármagnsmarkaði og auka fjöl- breytni fjárfestingarkosta. Höfundur er forstöðuimiður rann- sókna Islandsbanka. Ríkisábyrgðir Árið 1995 voru ríkisábyrgðir metnar töluvert meiri en lands- framleiðsla það ár eða um 570 millj- arðar. Um 80-90% markaðsskráðra skuldabréfa eru með ábyrgð stjóm- valda. Þessi staða hefur lengi valdið mönnum áhyggjum og í skýrslu nefndar sem fjallaði um málið fyrir fjármálai'áðuneytið kom fram sú skoðun „að stefna beri að því að draga úr ríkisábyrgðum“, enda hafa „opinberir aðilar orðið fyrir umtalsverðum skakkaföllum á liðn- um ámm vegna ábyrgða". Síðustu ár hefur orðið almennari sátt um tilfærslu framkvæmda frá stjórn- völdum til einkaaðila óháð mark- miðum stjórnvalda. Lykilatriði er að íslenski fjármagnsmarkaðurinn er tilbúinn að takast á við mun fleiri og stæmi verkefni án bakábyrgðar stjórnvalda. Skipta má verkefnum sem stjórnvöld vilja láta sinna í þrennt. I íyrsta lagi verkefni sem stjóm- völd sinna alfarið og fjármagna sjálf. í öðra lagi verkefni þar sem einkaaðili ber ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun en gerir jafnframt samning við stjórnvöld um deilingu ábyrgðar eða þjónustugjöld. I þriðja lagi verkefni sem einkaaðilar sjá alfarið um. Það má einnig líta á hvert verkefni sem óskylda verk- þætti sem skipta mætti á milli stjórnvalda og einkaaðila. Hingað til hefur verið tilhneiging til þess að ákveðin heildarverkefni séu alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Mörg slík verkefna má vel greina í ýmis smærri verkefni og þá er ekki eins augljóst og jafnvel óeðlilegt að ábyrgðin sé að öllu leyti á herðum stjórnvalda. T.d. má skipta starf- semi skóla annars vegar í kennslu og hins vegar í byggingu og rekstur skólahúsnæðis. Einkafrarnkvæmd er lykilatriði í þessu sambandi en hún felur í sér tilflutning ábyi-gðar frá ríkinu til einkaaðila á verkefn- um sem tengjast markmiðum stjórnvalda. TUbúinn Stjórnvöld sjá um framkvæmd verkefna af ýmsum ástæðum. I fyi-sta lagi vegna þess að verkefnið er of áhættusamt eða til of langs tíma til að hægt sé fyrir einkaaðila að fjármagna það, eða að fjármögn- un stjórnvalda sé einfaldlega ódýr- ari. Ekki er langt síðan íslenskur fjármagnsmarkaður var það illa Einkaframkvæmd * Islenskir aðilar, segir Tómas Ottd Hansson, eru tilbúnir að standa að einkaframkvæmd. Vönduð vinnubrögð Ef einkaaðilar geta á einhvern hátt misnotað aðstöðu sína (t.d. með einokun) eða valdið öðrum skaða, t.d. með verri framkvæmd eða þjónustu getur verið erfitt að færa ábyrgðina frá stjórnvöldum. Hins vegar er mikilvægt að greina nákvæmlega þá þætti frá sem það á við um. Einnig má spyrja á móti hvort stjórnvöld geti sjálf veitt full- nægjandi þjónustu. Vinnuferli einkaframkvæmdar má skipta í þrjú megin skref. I fyrsta lagi undirbúning, sem felst m.a. í því að skilgreina þai-fir, meta kostþ hafa samráð við markaðinn o.fl. I öðru skrefi er útboð haldið en þá þarf að ákveða stefnu, velja þátt- takendur, gera endanlega kröfulýs- ingu og framkvæma sjálft útboðið. Síðasta skrefið felst í vali á við- Tómas Ottó Hansson Drengja- buxur !HAGKAUPI Meira úrval - betri kaup Einkaframkvæmd felur í sér að hið opin- bera gerir samning um kaup á tiltekinni þjón- ustu. Venjulega er um fjárfrek verkefni að ræða og er samnings- tíminn oft langur t.d. 20-30 ár. Samningur- inn sjálfur skilgreinir hvernig ábyrgð á verk- efninu er skipt. Hið opinbera skilgreinir þá þjónustu sem það vill veita og býður verk- efnið út. I mörgum til- fellum er ábyrgð á hönnun, byggingu, fjármögnun, rekstrar- fyrirkomulagi og öðrum þáttum þjónustunnar flutt til einkaaðila. Stundum setja stjórnvöld verkefn- inu aðeins skorður með reglum og verkefnið stendur undir sér með þjónustugjöldum. Einkaaðilum er því falið að fullnægja markmiðum stjórnvalda á viðskiptalegum for- sendum. Fjármögnun einkafram- kvæmda er með ýmsu móti. Al- gengt er að lífeyrissjóðir, trygg- ingafélög og aðrir langtímafjárfest- ar leggi fram fjármagnið og oft er það gert með kaupum á skuldabréf- um sem rekstrar- og framkvæmd- araðilar gefa út. Lög um lífeyris- sjóði hér á landi þarf að endurskoða með hliðsjón af einkaframkvæmd en núverandi löggjöf virðist ekki veita nægjanlegt svigrúm til slíkra fjárfestinga. staddur að ekki kom til greina að mjög stór verkefni væra skipu- lögð og fjármögnuð af innlendum aðilum. ís- lenskur fjármagns- markaður hefur þróast hratt á síðustu áram auk þess sem aðgengi annarra aðila en stjómvalda að erlend- um fjármagnsmörkuð- um hefur aukist. Því era innlendir aðilar mun betur í stakk bún- ir að taka að sér stór verkefni en áður. Ef stjórnvöld afla ódýrari fjármögnunar en aðrir er það einfaldlega vegna þess að stjórnvöld taka áhættu af verkefn- inu. Þannig er verkefnið ekki eigin- lega ódýrara heldur er aðeins um tilfærslu ábyrgðar að ræða og stjórnvöld ættu að reikna sér kostnað vegna ábyrgðarinnar (áhættuálag). Ábyrgð stjórnvalda ræður þó ekki alltaf úrslitum um fjármögnunarkostnað. Dönsku hús- næðislánafyrirtækin njóta ekki ábyrgðar stjórnvalda en hafa svip- að lánshæfismat og t.d. ríkissjóðir ýmissa vestrænna landa. Jakkar 1995 GíasatiCBoð mr ....... Kaupir tvö glös, en færð þrjú Gildir föstudag og laugardag Bláu húsin v/Faxafen, Suðurlandsbraut 52, sími 553 6622 Fjármögnun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.