Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 60

Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 60
'* 60 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Umdeild stóðhestakaup um garð gengin Galsi dýrasti hestur landsins Lokið er langri meðgöngu á kaupum þriggja hrossaræktarsamtaka á hlutum í stóðhestinum Galsa. Hesturinn er metinn á rúmar fjórtán milljónir króna og er þar með dýrasti stóðhestur sem seldur hefur verið innanlands. Valdimar Kristinsson hefur fylgst með undanfara kaupanna sem þykja umdeild í meira lagi og telja gagnrýnendur að of mikið bráðlæti hafi ráðið ferðinni. EINS OG áður hefur komið fram á hestasíðunni eru eignarhlutföllin þau að Hrossaræktarsamtök Suð- urlands munu nú eiga 21,67% í hestinum, Samtök hrossaræktenda í Austur-Húnavatnssýslu og Skag- fírðingar eiga hvorir sín 10,84%. Seljandi þessara hluta Andreas Trappe mun eiga 46,67% og Bald- vin Ari Guðlaugsson, sem sýnt hef- ur hestinn frá fyrstu tíð, mun áfram eiga 10% í hestinum. Kaupendurnir munu greiöa megnið af kaupverðinu á árinu en síðustu greiðslur verða inntar af hendi í byrjun næsta árs. Hrossa- ræktarsamtök Suðurlands hafa selt deildum innan samtakanna og ein- staklingum réttinn á þeim sextán folatollum sem koma í hlut samtak- anna árlega, til sex ára. Greiddar eru 187 þúsund krónur fyrir hvern hlut eða alls rétt tæpar þrjár millj- ónir ki-óna auk virðisaukaskatts. Með því móti telja þeir sig hafa tryggt notkun á hestinum þennan tíma. Að þeim tíma loknum eiga samtökin hestinn. Skagfirðingar og Húnvetningar eiga rétt á að leiða hvorir átta hryssur undir hestinn árlega, Trappe verður með 34 hryssur og Baldvin Ari með 7 hryssur á ári. Alls verða því 73 hryssur leiddar undir klárinn á ári. Galsi gistir um þessar mundir stóð- hestastöðina í Gunnarsholti þar sem tekið er úr honum sæði til fí-ystingar, alls 50 skammtar, en af- rakstur allrar sæðistöku fellur Andreas Trappe í skaut. Kaup á stóðhestum hafa þótt mikið áhættuspii fyrir samtök hrossai-æktenda. Mörg dæmi má nefna þar sem samtök hafa keypt unga hesta sem staðið hafa hátt í dómum en þeir síðan ekki náð vin- sældum í samræmi við þær upp- hæðir sem greiddar hafa verið fyrir hestana. Þeirri spurningu hvort samtökin eigi yfirhöfuð að vera að kaupa stóðhesta hefur oft komið upp síðustu árin. Ýmsir hafa bent á að minni áhætta sé að leigja góða hesta. I lögum flestra ef ekki allra slíki-a samtaka segir að þeim beri að sjá félögum fyiár góðum hestum á hryssur sínar. Með því að leigja hesta er vissulega tekin minni áhætta en ótryggt er að hægt sé að fá mjög góða hesta leigða sem sam- tökin vissulega kappkosta að gera eigi þau ekki slíka hesta. Það er því hægt að segja að forsvarsmenn hrossaræktarsamtaka séu oft milli steins og sleggju. Þeir þurfa að vera góðir spámenn og skynsamir í fjárfestingum. Þeir sem að kaupunum á Galsa standa eru þess fullvissir að hér hafi þeir verið að stíga gæfuríkt spor. Allir virðast þó sammála um að verðið hafi verið of hátt en þeir hafi verið neyddir til kaupanna þar sem hér sé um slíkan yfirburðahest að ræða. Þeir benda á að ferill hans í kynbótadómum og keppni sé ein- stæður og um það er ekki deilt. Þá er bent á að hann sé borinn uppi af góðum ættum og ekki sé við öðru að búast en hann muni bæta mjög íslenskt hrossakyn. En allt orkar tvímælis þá gert er og á það svo sannarlega við um Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GALSI frá Sauðárkróki er nú kominn í meirihlutaeigu íslendinga og telja kaupendur að góður fengur sé í höfn. Myndin er tekin á lands- mótinu í sumar þegar Galsi vann enn einn sigur sinn og hefur verið sagt í gamni að hann kunni ekki að tapa. Knapi er Baldvin Ari Guð- laugsson sem áfram á tíunda hlut í hestinum. kaupin á Galsa. Svo virðist sem allir aðrir en þeir sem að kaupunum standa hafi efasemdir um þessa ráðstöfun. Bent er á að staða Galsa sem kynbótahests sé afar tvíræð þessa stundina. Hann sé að vfsu nokkuð hár í kynbótamatinu en það skýrist háum einkunnum í dómi og stigaríkri ætt. Utlit og atgervi af- kvæma hans séu ekki með þeim hætti að borgandi séu slíkar upp- hæðir fyrir hestinn. Eða eins og einn viðmælandi orðaði það að sitt er hvað gæfa eða gjörvuleiki. Þá er einnig bent á að það að kaupa hest- inn nú á þessu verði rétt áður en dómar hefjast sé slíkt bráðræði að annað eins hafi varla þekkst í kaup- um á kynbótahestum innanlands. Fullyrða ýmsir að verð hestsins hefði ekki breyst þótt kaupum hefði verið frestað fram á mitt sumar. Þá hefði væntanlega verið búið að dæma einhvern fjölda afkvæma hestsins og línur því farnar að skýr- ast um raunverulegt kynbótagildi hestsins. Þá þykir sumum sem Andreas Trappe hafi sýnt hér fádæma við- skiptasnilld með því að selja hest- inn á þessu verði þegar aðeins fjög- ur afkvæmi undan Galsa hafa hlotið dóm og hann frekar slakan. Tekið er til þess að mæður allra þessara fjögurra afkvæma séu hryssur sem gefið hafa góð hross og því væntan- lega vel yfir meðallagi sem ræktun- argripir. Ætla má að fylgst verði með frammistöðu afkvæma Galsa í dóm- um í vor og sumar af miklum áhuga. Rétt er að minnast þess að það er ekki umtal manna sem ræð- ur úrslitum um gæði stóðhesta heldur frammistaða afkvæmanna. Hvort afkvæmi Galsa leggi með frammistöðu sinni í vor grunn að nýjum Sleipnisbikarhafa skal ósagt látið en ekki er annað hægt en vona hið besta úr því sem komið er. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson UNGAR og fagrar meyjar riðu á vaðið með vel heppnaðri skraut- og munsturreið og sjálfsögðu á glæstum gæðingum. ímfflimni iinilliiiiiii BlllMmilllll 1 iiiniiiiliiiiiii ; l!ZZ ZZZ » i:::::::: ■ - H *1 í r: LYNGHALS 3 Aukin þjónusta Stóraukið vöruval Afram lágt verð Opnunartímar kl. 8 -18 virka daga kl. 10 -14 laugardaga MRbúðin Lynghálsi 3 Sími: 5401125 • Fax: 5401120 Avallt í leiðinni ogferðarvirði Létt spor í Reið- höllinni ONNUR tveggja sýninga ársins í Reiðhöllinni í Víðidal var haldin um síðustu helgi. Boðið var upp á þrjár sýningar, föstudags- og laugardagskvöld og á sunnudag var sýningin sniðin fyrir börn og unglinga. Aðsókn var góð á laugardags- kvöldið en lakari á föstudag og sunnudag. Sýningarnar voru með nokkuð hefðbundnu sniði. Sýn- ingin hófst með skrautreið prúðbúinna kvenna í síðkjólum. Sýnd voru meðal annars hross frá Nýjabæ í Flóa og Eyrar- bakka. Oríon frá Litla Bergi kom fram með afkvæmum og sömuleiðis var Kveikur frá Miðsitju sýndur með afkvæm- um. Sýnd voru kynbótahross, bæði stóðhestar og hryssur. Þá komu unglingar og ungmenni fram í tveimur atriðum og Hami frá Þóroddsstöðum og Ljósvaka frá Akureyri var att saman 1 lokin. Valdimar Kristinsson flSTUnD SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 L : Austurver Sími 568 4240 sssss^ Síðasta vetrar- mótið hjá Gusti VETRARLEIKAR Gusts voru haldnir um helgina og fer nú slíkum mótum sem þessum að fækka en við taka firmakeppnir félaganna og svo íþróttamótin í framhaldi af því. Mótið hjá Gusti er síðasta mótið með vetrar-forskeytinu enda stytt- ist óðum í sumardaginn fyrsta. Mót- ið sem haldið var í Glaðheimum var opið en ekki var mikið um aðkomna keppendur. Urslit urðu sem hér segir: Opinn flokkur 1. Guðmundur Skúlason, Gusti, á Maístjörnu frá Svignaskarði. 2. Erling Sigurðsson, Fáki, á Eljari frá Guðnabakka. 3. Þorsteinn Einarsson, Andvara, á Söru frá Hrísey. 4. Jón Styrmisson, Andvara, á Adam frá Götu. 5. Bjarni Sigurðsson, Gusti, á Jarli frá Svignaskarði. Karlar 1. Róbert Einarsson, Geysi, á Guðna. 2. Hlynur Þórisson, Gusti, á Krumma frá Vindheimum. 3. Ríkharður Jenssen, Gusti, á Léttfeta frá Skipanesi. 4. Guðni Hólm, Gusti, á Geisla. 5. Sigurður Leifsson, Gusti, á Glitni frá Ögmundarstöðum. Konur 1. Oddrún Sigurðardóttir, Herði, á Náttfara. 2. Helga Júlíusdóttir, Gusti, á Hrannari frá Skeiðháholti. 3. Maríanna Bjarnleifsdóttir, Gusti, á Ljúfi frá Hafnarfirði. 4. Oddný M. Jónsdóttir, Gusti, á Kaffi Brún frá Svignaskarði. 5. Sirrý H. Stefánsdóttir, Gusti, á Kötlu frá Þverá. Heiðursmenn 1. Hilmar Jónsson, Gusti, á Toppi frá Skýbakka. 2. Victor Ágústsson, Gusti, á Funa frá Stærri Bæ. 3. Pétur R. Siguroddsson, Gusti, á Krumma frá Vatnsleysu. Ungmenni 1. Birgitta D. Ki-istinsdóttir, Gusti, á Ósk frá Refsstöðum. 2. Hildur Sigurðardóttir, Gusti, á Blesa frá Kálfholti. 3. Guðrún E. Þórisdóttir, Gusti, á Glæsi frá Reykjavík. 4. Hulda Jóhannsdóttir, Andvara, á Júpíter frá Miklholti. 5. Pála Hallgrímsdóttir, Gusti, á Kára frá Þóreyjarnúpi. Unglingar 1. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Sjöstjömu frá Svignaskarði. 2. Siginður Þorsteinsdóttir, Gusti, á Gusti frá Liltu Gröf. 3. Rakel Róbertsdóttir, Geysi, á Stöku frá Ytri Skógum. Börn 1. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Gný frá Langholti II. 2. Bjarnleifur S. Bjamleifsson, Gusti, á Tinna frá Tungu. 3. Þórhildur E. Gunnarsdóttir, Gusti, á Kolskeggi. 4. Hrafn Norðdahl, Gusti, á Óðni frá Stóra Dal. 5. Ti-yggvi Þ. Tryggvason, Gusti, á Brennu frá Lundum. Pollar 1. Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Geysi, á Hersi frá Þverá. 2. Þórhildur Blöndal, Gusti, á Þokka frá Vallanesi. 3. Guðný B. Guðmundsdóttir, Gusti, á Litla Rauð frá Svignaskarði. 4. Guðlaug R. Þórsdóttir, Gusti, á Sælu frá Reykjavík. Valdimar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.