Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 16

Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir HLJÓMSVEITIN Fflapenslarnir leikur ra.a. um kvöldið á Broadway. Siglfirðingar gera innrás á Broadway Hringur, atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar > I eigu rúmlega 70 aðila Morgunblaðið/Björn Björnsson BJARKI Jóhannsson, forstöðumaður Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Siglufirði - Siglfirðingar ætla sér að fjölmenna á höfuðborgar- svæðið föstudaginn 23. apríl, að viku liðinni, leggja undir sig Broadway og skemmta sjálfum sér og öðrum mns og þeim er einum lagið. Astæðan er fyrir- huguð Siglufjarðarhátíð sem lialdin verður á Broadway það kvöld og þar munu siglfirskir skemmtikraftar troða upp í stórum stfl. Búist er við að skemmtistaðurinn verði troð- fullur, því félagar í Siglfirðinga- félaginu í Reykjavík og ná- grenni eru fleiri en íbúar Siglu- fjarðar! Má þar nefna Kvennakór Siglufjarðar, Harmonikusveit Siglufjarðar, hina víðfrægu Fflapensla, stórhljómsveitina Storma, siglfirskt sfldarsöltun- argengi, Ragnar Pál Einarsson gítarleikara að ógleymdum sendiherra þeirra Siglfírðinga, Theodóri Júlíussyni, sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Theodór segir að nú ætli Sigl- fírðingar að leyfa höfuðborgar- búum að kynnast því fjölbreytta menningarstarfí sem blómstri fyrir norðan og með hátíðinni sé ekki bara verið að liöfða til brottfluttra Siglfírðinga heldur ekki síður til borgarbúa til að leyfa þeim að upplifa lands- byggðarstemmninguna. Margt hefur verið að gerast í menningarstarfínu á Siglufírði og ejnnig er ýmislegt framund- an. I sumar verður landsmót harmonikuunnenda haldið á Siglufírði fyrstu helgina í júlí og siðan verður Iandsmót kvenna- kóra einnig haldið á Siglufírði dagana 8.-10. október og er undirbúningur fyrir þessi mót vel á veg kominn. Sauðárkróki - Síðastliðinn fímmtu- dag var boðað til formlegrar opn- unar og kynningar á Atvinnuþró- unarfélagi Skagafjarðar en það var stofnað hinn 10. desember sl. eða fyrir tæplega fjórum mánuðum. Rögnvaldur Guðmundsson stjórnarformaður bauð gesti vel- komna og kynnti þá dagskrá sem fram fór, en gaf síðan Orra Hlöðverssyni orðið, en hann réðst til félagsins sem framkvæmda- stjóri þegar í ársbyijun. I máii Orra kom fram að félagið er á þann hátt öðruvísi upp byggt en önnur sambærileg félög, að það er ekki að meirihluta til í eigu sveitarfélagsins, heldur eru eig- endurnir nimlega sjötíu félög og einstaklingar á Skagafjarðarsvæð- inu, auk sveitarfélagsins og hafa þessir aðilar skuldbundið sig varð- andi rekstrarframlög til næstu fjögurra ára. Þá kynnti hann nafn og merki fé- lagsins, en það er Hringur, at- vinnuþróunarfélag Skagafjarðar. Sagði framkvæmdastjórinn að sá tími, sem liðinn er frá því að starf- semi hófst, hefði að mestu farið í að vinna að frekari fjármögnun og einnig áframhaldandi vinnu við verkefni sem þegar voru hafin, en nú hefði stjórn þótt vera tími til þess kominn að opna formlega og kynna hlutverk og starfsemi fé- lagsins. I meginatriðum sagði Orri að starf félagsins væri uppbygging at- vinnulífs í Skagafirði, samstarf við aðila utan svæðisins varðandi ný- sköpun og fjölgun atvinnutæki- færa, ráðgjöf við aðila á svæðinu og loks erlend samskipti og samkipti við ráðgefandi aðila í útflutningi. Nú þegar er einn starfsmaður hjá félaginu auk framkvæmda- stjóra, en stefnt er að því að starfs- menn verði fjórir: Orri sagði ánægjulegt að geta sagt frá því að nú þegar væri hafín framleiðsla hjá fyrirtækinu Click- on Iceland, en það fyrirtæki var keypt og flutt inn frá Svíþjóð og saumar töskur utan um farsíma. Undirskrifaður hefur verið sölu- samningur um 140 þúsund töskur á ári næstu þrjú ár, og fer fyrsta sendingin til Svíþjóðar nú í vik- unni. Hjá Click-on Iceland eru nú sex starfsmenn, en stefnt er að því að þeim fjölgi verulega. Þá tók til máls Þorsteinn Gunn- arsson, rektor Háskólans á Akur- eyri, og óskaði hann Skagfirðing- um til hamingju með hið nýja félag og lýsti ánægju sinni með að vera viðstaddur opnun þess. Benti hann á að menntun væri mikilvægur þáttur í allri byggðaþróun, í Skaga- fírði væru tvær öflugar mennta- stofnanir og lýsti hann góðum sam- skiptum við Bændaskólann á Hól- um og Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki. Lýsti Þorsteinn sig mjög fúsan til enn frekara samstarfs til eflingar allra þessara menntastofnana og lands- hlutans í heild. Sagðist Þorsteinn mundu leggja sig fram um að efla tengsl þessara menntastofnana og Hrings. Bjarki Jóhannesson, forstöðu- maður þróunarsviðs Byggðastofn- unar á Sauðárkróki, tók næstur til máls og taldi hér stigið stórt skref til eflingar atvinnulífs á svæðinu, og væri slíkt einnig eitt af megin- verkefnum Þróunarsviðsins að stuðla að slíkum þáttum. Þá lýsti Bjarki því að Byggðastofnun legði til Byggðabnína, til að auðvelda svo sem kostur er öll samskipti milli þeirra aðila sem koma að þessum málaflokki. Herdís Sæmundardóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Skagafjarðar, lýsti svo sem aðrir ánægju með að Hr- ingur, atvinnuþróunarfélag Skaga- fjarðar, væri nú formlega tekið til starfa, og óskaði því farsældar í framtíðinni, en að loknum ávörpum þágu gestir veitinga í boði félags- ins. Hitaveita í Dalabyggð Búðardal - Um 100 íbúar Dala- byggðar komu nýlega saman til fundar til að fara yfir hugmyndir um fyrirhugaða hitaveitu sem nýst gæti um 60% af íbúum Dalabyggð- ar. Þegar er til staðar vinnsluhola í Reykjadal um 23 km sunnan við Búðardal og skilar hún 10,5 sek- úndulítrum af 83° heitu vatni. Á fundinum voru kynntar rekstrar- og efnahagsáætlun fyrir veituna sem gerir ráð fyrir að 90% þeirra sem kost eiga á veitunni tengist henni. Til fundarins mætti hönnuður veitunnar, Úlfar Harðarson frá Flúðum, og gerði grein fyinr tækni- legum forsendum. Farið var yfir reynslu Öxfírðinga sem hafa rekið sambærilega hitaveitu í þrjú ár og gerði Jón Grímsson, stjórnarfor- maður Hitaveitu Öxarfjarðarhér- aðs, grein fyrir reynslu þeirra af hitaveitunni og þeim lífsgæðum sem henni fylgja. Umdæmisstjóri Raiik á Vesturlandi, Erling Garðar Jónas- son, sagði frá því hvernig staðið hefði verið að hitaveituframkvæmd- um á Egilsstöðum og gerði saman- burð á töxtum ýmissa hitaveitna. Bæði fundarsókn og þær um- ræður sem áttu sér stað á fundin- um bera með sér að íbúar Dala- byggðar eru áhugasamir um hita- veituframkvæmdir enda ekki vafi á því að hitaveita skapar fjölmörg tækifæri fyrir íbúana. Á næstu vik- um fer fram þátttökukönnun meðal íbúa veitusvæðisins. Ef í ljós kem- ur að þátttaka verður nægileg verður hafist handa við lagningu veitunnar við fyrsta tækifæri og vonandi sést rjúka úr heitum pott- um bakgarðanna í Dalabyggð sem allra fyrst. Samstarf um vímuefnaforvarnir á Norðurlandi vestra Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FRÁ undirritun samnings um samstarf að vímuefnaforvörnum á Blöndudsi síðstliðinn mánudag. Hyggjast draga úr neyslu grunn- skólanema Blönduósi - Heilbrigðisráðuneytið, SÁA og sveitarfélögin í Norður- landskjördæmi vestra hafa gert með sér samstarfssamning til að efla forvarnarstarf í sveitarfélög- unum með það fyrir augum að draga úr neyslu gnmnskólanema á tóbaki, áfengi og öðnim vímuefn- um. Samningur þessa efnis var undirritaður á Blönduósi á mánu- dag að viðstöddum fulltrúum áður- talinna aðila. Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, undirritaði samning- inn fyrir hönd síns ráðuneytis, Þór- arinn Tyrfíngsson fyrir hönd SÁA og fulltrúar sveitarfélaganna fyrir hönd sinna sveitarfélaga. Samning- urinn gengur út á það að SÁA skuldbindur sig til að veita fræðslu og ráðgjöf þau fímm ár sem gert er ráð fyrir að samningurinn gildi. Ætlunin er að sveitarfélögin setji sér markmið til fímm ára í samráði við fímm manna stýrihóp og SÁA. Þórarinn Tyrfingsson hjá SÁA sagði þennan samning lið í að virkja sveitarfélögin í forvarnar- málum og afar mikilvægt að byggja markvisst upp þekkingu á fikniefnavandanum. Morgunblaðið/Finnur VERÐLAUNAHAFAR með viðurkeniúngar, f.v. Nói A. Marteinsson, Guðmundur B. Þórsson, Hjalti Þ. Heiðarsson, Haukur Sigurðsson, Olga R. Bragadóttir, Ingibjörg Ó. Þórhallsdóttir og Andri M. Bjarnason. Uppskeruhátíð UMFT á Tálknafirði Tálknafírði - Hin árlega upp- skeruhátíð UMFT var haldin í íþrdtta- og félagsheimili Tálknafjarðar nýverið. For- maður félagsins setti samkom- una og bauð gesti velkomna. Veitt voru verðlaun og við- urkenningar fyrir keppnis- tímabil liðins árs. Það eru þjálfarar sem koma með til- nefningar, sem stjdrn UMFT fer svo yfír. Að þessu sinni fengu eftirtaldir íþróttamenn viðurkenningar: Guðmundur B. Þdrsson, knattspyrna, Hjalti Þdr Heiðarsson, körfubolti, Haukur Sigurðsson, sund, Olga Rannveig Bragaddttir, frjálsar íþróttir. Ingibjörg Osk Þdrhallsddttir, Bragabikar, sem veittur er fyrir framfarir og ástundun í frjálsum íþrótt- um, Andri Már Bjarnason, bik- ar sem gefinn var af Jóni Gíslasyni og Mai’gréti Sigurð- arddttur og skal veittur þeim einstaklingi, sem sýnir mestar framfarir og ástundun í sundi, Fríða Hrund Kristinsddttir, bikar sem gefínn var af Ingi- björgu Guðmundsddttur og Sigurði Magnússyni. Afi Fríðu, Ndi A. Marteinsson, tdk við bikarnum fyrir hana, en bikar- inn er veittur þeim einstak- lingi af gagnstæðu kyni, sem kemur næst þeim, sem er kjör- inn sundmaður ársins. Ur hópi þeirra fjögurra íþrdttamanna sem fá útnefn- ingu fyrir hverja grein, er síð- an kjörinn íþrdttamaður ársins hjá UMFT og nú hlotnaðist Olgu Rannveigu Bragadóttur sá heiður og er þetta annað ár- ið í röð sem hún er kjörin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.