Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Viljayfírlýsing um að íslenskir aðalverktakar og Álftárós hefji samstarfsviðræður Morgunblaðið/Ásdís Aðalverktakar kaupi öll hluta- bréf í félaginu Á AÐALFUNDI íslenskra aðalverktaka hf., sem fram fór í gær í Listasafni íslands, var skýrt frá viljayfirlýsingu sem ÍA og byggingar- og verktakafyr- irtækið Álftáós ehf. undirrituðu í gær um að hefja formlegar viðræður um samstarf sem feli í sér kaup íslenskra aðalverktaka hf. á öllum hlutabréfum í Álftárósi ehf. og kaup eiganda Álftáróss ehf. á hluta í íslenskum aðalverk- tökum hf. Um er að ræða verktaka- og byggingarstarfsemi Álftáróss ehf. en auk hennar á Eignarhaldsfélag Álftáróss ehf. og rekur verulegar fasteignir en sú starfsemi er utan þessara viðræðna, að því er fram kom á fundinum. Myndi styrkja félagið á innanlandsmarkaði Stefán Friðfínnsson forstjóri ís- lenskra aðalverktaka sagði blaða- manni Morgunblaðsins eftir fund- inn að vonast væri til að ljúka við- ræðum fljótt og ná niðurstöðu úr þeim fyrir miðjan næsta mánuð. „Samstarf fyrirtækjanna myndi, ef af yrði, styrkja félagið á innanlands- markaði og til dæmis myndu félögin tvö ráða alls yfír lóðum til bygging- ar um 2.000 íbúða,“ sagði Stefán. Islenskir aðalverktakar eiga nú þegar meirihuta í byggingarfélag- inu Ármannsfelli og ef Álftárós bætist í samstæðuna stækkar félag- ið umtalsvert, en velta þess á síð- asta ári var rúmlega 1,3 milljarðar króna og verkefnastaða þess er mjög góð, að því er fram kom á fundinum. Hefur félagið fyrirliggj- andi verkefni til næstu 4-5 ára sem áætlað er að nemi samtals a.m.k. 5- 6 milljörðum króna. Stefán sagði aðspurður að Sam- keppnisstofnun yrði spurð álits á samrunanum og áhrifum hans en sagðist ekki eiga von á athuga- semdum úr þeirri átt. „Ármanns- fell og Álftárós veltu samanlagt um 2 milljörðum króna á síðasta ári en til samanburðar velti mannvirkja- iðnaðurinn hér á landi um 70 millj- örðum á síðasta ári. Einnig má benda á að aðgengi að byggingar- markaði er auðvelt og hann opinn hverjum þeim sem þar vill athafna sig.“ Tveir nýir stjórnarmenn Á fundinum komu tveir nýir menn inn í stjóm fyrirtækisins; Sveinn R. Eyjólfsson framkvæmda- stjóri og Tryggvi Pór Haraldsson rafmagnsverkfræðingur, en þeir tóku sæti þeirra Geirs A. Gunn- VVStærstu hluthafar íslenskra aðalverktaka hf. 15. apríl 1999 Ríkissjóður íslands 39,89% Skafl hf. 5,86% Kaldbakur ehf. 5,15% Óháði fjárf.sjóöurinn hf. 5,03% Gáspi hf. 3,67% Kaupþing hf. 1,32% Lífeyrissj. starfsm. rík. 0,79% tsl. hlutabr.sjóöurinn hf. 0,77% FBA hf. 0,75% Lífeyrissj. Lífiðn 0,74% Ingólfur Finnbogason 0,72% Sameinaði lífeyrissj. 0,71% Lífeyrissj. Framsýn 0,71% Lífeyrissj. Norðurlands 0,71% Jón Halldórsson 0,68% Garðar Halldórsson 0,68% Halldór Þór Halldórsson 0,68% Thelma Grímsdóttir 0,53% Héðinsnaust ehf. 0,53% Unnur Þorkelsdóttir 0,52% 20 stærstu samtals 73,44% Aðrir hluthafar (723) 29,56% Nafnverð hlutafjár 1.400 millj. kr. laugssonar og Jakobs Bjarnasonar. Fyrir eru í stjórn fyrirtækisins þeir Jón Sveinsson, sem er formaður hennar, Ámi Grétar Finnsson vara- forrnaður, og Bjarni Thors. í ræðu sinni á fundinum sagði Jón Sveinsson stjómarformaður IA að það væri yfirlýst stefna íslenska rík- isins, sem í dag er stærsti hluthafi ÍA með 39,9% hlut, að halda áfram að selja af hlut sínum og gera megi ráð fyrir að á seinni hluta ársins verði á þess vegum nýtt söluútboð á hlutum í Islenskum aðalverktökum hf., en eins og kunnugt er fór fram útboð og sala á nokkram hluta af hlutafé ríkisins fyrir síðustu áramót. Jón fjallaði meðal annars um horfur á verktakamarkaði og Reykjavíkurflugvöll og Vatnsmýr- ina í því samhengi. „Um þessar mundir era framtíðarhorfur á ís- lenskum verktakamarkaði betri en um langt skeið. Mikill uppgangur hefur verið í efnahagslífí þjóðarinn- ar undanfarin ár og enn er bjart framundan," sagði Jón meðal ann- ars. Jón sagði flutning Reykjavíkur- flugvallar afar æskilegan. „Stað- setning flugvallar í miðborg Reykjavíkur er í raun algjör tíma- skekkja og óvistlegt umhverfí hans engum til sóma.“ „Vatnsmýrin og umhverfi hennar er besta, hagkvæmasta og án efa eftirsóknarverðasta byggingarland sem Reykjavíkurborg á völ á fyrir íbúða- og þjónustubyggð. Það er því rík ástæða til að hvetja þá sem ráða þessum málum að sýna nú áræðni og framsýni og horfa til lengri tíma en festa ekki í sessi áframhaldandi óbreytt ástand. Landsvæðið er ein- stakt byggingarland í hjarta Reykjavíkur sem gefur nýja mögu- leika á uppbyggingu nútímalegrar og framsækinnar miðborgar, höfuð- borgar íslands." Jón sagði einnig um samrana og sameiningu fyrirtækja í verktaka- iðnaði að fá íslensk fyrirtæki ráði ein við alla þætti flókinna verkefna. „Það er eðli markaðarins að fyrir- tæki styrki sig m.a. með aukinni samvinnu og jafnvel samrana. Ekk- ert er útilokað í þeim efnum og Is- lenskir aðalverktakar hf. era ekki undanskildir í þeirri umræðu. Stjórn og stjórnendur félagsins munu í þessu efni kanna alla þá kosti sem þjóna hagsmunum félags- ins og hluthafa þess.“ Fasteignafélag á Verðbréfaþing íslenskir aðalverktakar starfa bæði innan vamarsvæða sem og ut- an þeirra. Verkefni innan vamar- svæða hafa dregist saman en verk- efni utan þeirra era mörg, sam- kvæmt Jóni Sveinssyni. Þau helstu sem standa yfir eru nýtt baðhús og fleiri verkefni fyrir Bláa lónið og Orkuver 5 í Svartsengi fyrir Hita- veitu Suðurnesja. í mars 1999 var skrifað undir samning við Reykja- nesbæ um byggingu og leigu á fjöl- nota íþróttahúsi. Með fyrrnefndum kaupum á Ár- mannsfelli hefur félagið einnig eflt hlut sinn á sviði íbúðabygginga og byggingaframkvæmda á innan- landsmarkaði. Um fasteignafélög félagsins, Landsafl hf. og Skafl hf., sagði Jón að ákveðið hefði verið að skilja fast- eignarekstur algjörlega að frá verk- takastarfsemi íslenskra aðalverk- taka hf. Einnig sagði hann að stefnt sé að skráningu fasteignafélags á Verðbréfaþing íslands. Katlabiónusta HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = Stórás 6 »210 Garðabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 Jón Sveinsson: Vatnsmýrin og nágrenni besta, hagkvæmasta og eftir- sóknarverðasta land sem Reykjavík á fyrir íbúða- og þjónustubyggð. Bréfín hækkuðu um 10% rétt fyrir aðalfund • Verð bréfa í íslenskum aðal- verktökum hf. hækkaði um 9,8% í gær, eða um 0,25 punkta og var lokaverð 2,81 við lokun á Verð- bréfaþingi. Athygli vakti að þessi hækkun varð skömmu áður en fréttir af samstarfsviðræðum IA og Álftár- óss um hugsanleg kaup IA á öll- um hlutum í félaginu, voru sagðar opinberlega á aðalfundi IA og sendar Verðbréfaþingi og fjöl- miðlum í kjölfarið. Stefán Halldórsson fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings Is- lands sagði aðspurður að starfs- menn þingsins myndu skoða or- sakú' verðbreytinganna sérstak- lega, enda skoðuðu starfsmenn þingsins það alltaf ef veralegar verðbreytingar verða á gengi fé- laga í tengslum við fréttir. Er þá verðmynstrið, áður en fréttin berst, skoðað. „Orsakir hækkunar á gengi, skömmu áður en fréttir af félagi berast, geta verið ýmsar og gjarnan alls ótengdar fréttunum. Til dæmis getur atkvæðasöfnun fyrir aðalfund leitt til aukinna viðskipta með bréf félags, eins og menn þekkja dæmi um úr við- skiptalífinu á liðnum árum, og það getur þá útskýrt eftirspurn og verðbreytingar fyrir aðalfund, þó ég sé ekki að segja að það hafi gerst þarna,“ sagði Stefán í sam- tali við Morgunblaðið. Eðlilegt að neyslulán beri háa vexti • Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri, telur eðlilegt að neyslulán líkt og þau sem Spron býður viðskiptavinum sínum nú með tilkomu veltu- kreditkortanna beri háa vexti, en að undanfornu hefur nokk- uð borið á gagn- rýni vegna hárra vaxta kortanna. Eins og greint hef- ur verið frá bera almennu veltukortin 15,9% vexti en vaxtabyrði af gullkortum er nokkru lægri eða 13,45%. Guðmundur segir vextina eðlilega þegar haft er í huga að um neyslulán er að ræða, enda hvarvetna háir vextir af slíkum lánum, hvort heldur er hér á landi eða erlendis. Hann segir vaxtabyrði af veltukreditkort- um Spron hins vegar ekki hærri en gengur og gerist og í raun lægri ef eitthvað er. „Þar af leiðandi er samanburðurinn ekki réttur, einkum og sér í lagi ef litið er til þess að kortin bera ekkert, árgjald, viðkom- andi borgar engin Iántökugjöld og engin stimpilgjöld, þannig að vextirnir eru í raun það eina sem hann greiðir fyrir utan færslugjöld. Þegar haft er í huga að vextirnir falla ekki til fyrr en á gjalddaga, sem getur verið allt að 45 dögum eftir út- tekt, eru vextirnir alls ekki há- ir því menn borga einungis vexti fyrir hluta tímans sem þeir taka fé að láni. Fyrir kort- hafa sem notar þjónustuna til að kaupa sér lilut sem hann greiðir siðan upp á 2- 5 mánuðum, er hér um afar hagstæð lán að ræða með tilliti til þess að enginn kostnaður fellur til auk þess sem menn hafa fyrsta tímabilið fram að fyrsta gjalddaga vaxtalaust." Guðmundur segir að ef þessi greiðslumáti sé til skamms tíma borinn saman við rað- greiðslusamninga eða ýmsar aðrar leiðir sem menn eru að nota við neyslulán, komi hann mjög vel út í þeim samanburði. Hann bendir jafnframt á að ef lánin eru borin saman við hefð- bundna yfirdráttarreikninga, sem bera hliðstæða vexti, reiknast vextir þar frá fyrsta notkunardegi á meðan vextir af veltukortunum reiknast fyrst frá gjalddaga. ^spran Þriðji hver banki í hættu • Netið og símaþjónusta verða til þess að þriðja hverju bankaúti- búi í Bretlandi verður lokað skv. skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu Deloitte Consulting. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að 3.600 af 11.000 bankaútibúum hverfi og þúsundir missi vinnuna. Bankar mæta samkeppni frá fleiri hliðum. Tryggingafélög hafa til dæmis komizt að raun um að lítill stofn- kostnaður fylgir því að bjóða bankaþjónustu eingöngu um síma og netið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.