Morgunblaðið - 16.04.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 16.04.1999, Síða 49
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 49' Látinn er heiðursmaður, Sveinn Jónsson vélstjóri, og einn af frum- kvöðlum nútíma kælitækni hér á landi. Hann var, að öllum öðrum ólöstuðum, sá maður sem aflaði sér mestrar þekkingar á þeirri kæli- tækni sem oft er kölluð freon-kæli- tækni. Hann var ennfremur, og aft- ur að öllum öðrum ólöstuðum, sá maður sem mest hefur miðlað sinni þekkingu til þeirra kælitækni- manna sem áhuga höfðu á að til- einka sér „fræðin“ eins og hann gjama nefndi kælitæknifræðin. En það sem mest er um vert, og eftir situr í minningunni, hann var góðmenni. Ekki gat hann leitað víða í smiðju hér og því hafði hann að mestu leyti aflað sinnar tækniþekkingar með lestri bóka og tæknitímarita sem hann komst yfir frá alls konar er- lendum bókaútgáfum og samtökum kælimanna, sérstaklega frá Amer- íku, en það var þar sem hlutirnir gerðust á þeim áram sem Sveinn var að byrja sitt bras við kælikerfi sem jafnframt varð hans ævistarf. Það starf er orðið langt og heilla- drjúgt fyrir íslenska kælitækni og ekki er ofmælt að flestir ef ekki all- ir núlifandi kælimenn sem eru komnir yfir miðjan aldur hafi ein- hvern tíma starfað hjá honum eða notið hans tilsagnar á einhvern hátt. Og eitt er víst, að ekki lá Sveinn á sinni þekkingu hvort sem eftir leituðu hans starfsmenn eða beinir keppinautar í viðskiptum. Undirritaður var starfsmaður Sveins níma tvo áratugi og þar af leiðandi leita ýmsar minningar á hug- ann við þessi skrif, okkar samstarf varð fljótlega náið og honum tókst að smita mig af þessari kælibakteríu þannig að hún grasserar enn. Eg nefndi brasið hans Sveins þegar hann var að byrja, auðvitað var þetta bras, ekkert til, ekkert hægt að kaupa úti í búð, allt varð að nýta, gamalt og jafnvel hálf ónýtt, sennilega skildum við yngri menn- irnh- þetta ekki og áttum oft erfitt með að átta okkur á hvers vegna allt þurfti að geyma, en það varð nú samt stundum svo að gott var að geta gripið til varahluta strax, þótt notaðir væru, því kælikerfin era nú einu sinni þannig að verði bilun, þá er gert við í dag, ekki á morgun eða eftir helgi. Þetta allt vissi Sveinn auðvitað manna best og það er mik- ill munur á deginum í dag og þegar ég byrjaði í brasinu með honum Sveini árið 1962. Sveinn vann mörg verkefni fyrir herinn á Keflavíkurflugvelli á þeim árum sem uppbygging var sem mest þar og varð hann að vinna eft- ir ströngustu kröfum hersins og sagði hann að það hafi verið sá skóli sem kenndi honum að meðhöndla kælikerfi á þann hátt sem þarf og það hafi ekki alltaf gengið þrauta- laust að fullnægja öllum kröfum um vinnulag og prófanir sem þar voru fram settar. Við sem seinna unnum hjá honum fengum stundum frá honum athugasemdir sem hann setti fram á sinn hátt, að þetta væri nú ekki eftir „amerísku reglunum". Við vissum hvað hann var að meina. Mikið starf hefur Sveinn lagt af mörkum varðandi verndun óson- lagsins og hefur hann fórnað mikl- um tíma til kynningar á nýjum kæliefnum sem mættu koma í stað hinna gömlu freon-efna og enn kom í ljós hve mikla áherslu hann lagði á að fræða kælimenn og ekki síst stjórnvöld um hin nýju efni, kosti þeirra og galla, bæði kælitæknilega séð og margbreytileg umhverfisá- hrif. En honum fannst stundum lít- ill skilningur á þessum hlutum. En hann Sveinn las ekki ein- göngu bækur um „fræðin“ áður- nefndu heldur var hann víðlesinn á aðrar bókmenntir og átti auðvelt með að vitna í ýmsar sögur og ekki síst það spaugilega sem þar var. Hann hafði gaman af að senda frá sér stökur og jafnvel heilu ljóða- bálkana, og þar er stutt í glettnina. Eg er þakklátur fyrir mína sam- vera með Sveini Jónssyni. Við fjölskylda mín sendum Ester og fjölskyldu hennar samúðar- kveðjur. Erling Hermannsson. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Guðmundur Guðmundsson fæddist á Hrauni í Grindavík 30. októ- ber 1902. Hann lést á Heilsugæslustöð Suðurnesja 11. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðlaug Sveinsdóttir, f. 24.2. 1859 á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, d. 9.7. 1914, og Guð- mundur Loftsson, f. 14.9. 1833 á Vestri Klasbarða í Land- eyjum, d. 19.1. 1920. Systkini Guðmundar voru Anna, f. 16.5. 1886, er lést 1907, Loftur, f. 2.7. 1888, er lést 1928, og Sveinn, f. 2.7. 1891, er lést 1991. Guð- mundur átti tvær hálfsystur er fóru til Kanada um aldamótin 1900, Önnu og Sólveigu Guð- mundsdætur, og létust þær þar. Guðmundur giftist 1925 Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá Akrahóli á Miðnesi, f. 12. júlí 1902, d. 6. mars 1987. Börn Guðmundar og Guðrúnar eru: 1) Kristmann, f. 30.8. 1925, maki Snjólaug Sigfúsdóttir, og eiga þau fimm börn, Sigfús, Guðmund Rúnar, Sigurlaugu, Guðrúnu og Kristján. 2) Sólveig Helga, f. 21.5. 1928, d. 30.12. 1935. 3) Guðmundur L., f. 28.10. 1929, ókvæntur og barnlaus. 4) Sigurður B., f. 6.7. 1931, maki Marta Baldvinsdóttir, og eiga þau níu böm, Guðmund, Bald- vin, Stefán Þór, Jón Gunnar, Ægi, Bjarka, Smára, Nönnu Guð- nýju og Guðrúnu. 5) Sigurbjörg, f. 24.8. 1934, maki Harald- ur Sveinsson, og eiga þau fimm börn, Guðmund Gunnar, Guðbjörgu, Sigrúnu Hjördísi, Harald Birgi og Helga. 6) Guðlaug Helga, f. 1.4. 1937, maki Kjartan Björnsson, og eiga þau þrjú börn, Þóru Jó- hönnu, Björn og Guðrúnu Guðmundu. 7) Sigrún Guðný, f. 6.8. 1938, maki Jó- hann Gunnar Jónsson (lést 1982), og áttu þau fimm börn, Guðrúnu, Jón, Kristþór, Guð- mund Guðlaug og Þjóðbjörgu. Sigrún er í sambúð með Guð- mundi H. Akasyni. 8) Sólmund- ur Rúnar, f. 20.6. 1943, í sam- búð með Perlu C. Rotruamsin, barnlaus. Guðmundur ólst upp í Grinda- vík en kom að Bala á Stafnesi á Miðnesi 1914 og var tekinn í fóstur af Daða Jónssyni og Helgu Loftsdóttur, föðursystur sinni, en þau bjuggu þá á Bala. Guðmundur bjó alla tíð síðan á Bala, þar sem hann stundaði bú- skap og sjósókn, að undanskil- inni skammri dvöl í Keflavík ásamt konu sinni og börnum um miðjan fjórða áratuginn. Utför Guðmundar fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag er til moldar borinn afi minn í móðurætt, Guðmundur Guð- mundsson frá Bala á Stafnesi. Hann lést að morgni sunnudagsins 11. apríl sl. á nítugasta og sjöunda aldursári. Með fráfalli afa hriktir umtalsvert í hinum fastari punkt- um tilverannar hvað mig snertir því ég hef átt með honum samleið allt frá því er ég man eftir mér. Hann var með áreiðanlegustu og traustustu mönnum sem ég hef fyrirhitt, hann lagði sér sínar lífs- reglur, er byggðust á bjargfastri trú, og hélt sig við þær. Það hlýtur að vera gæfa sérhvers manns að setja sér göfug markmið öðrum til eftirbreytni, einkum ef honum tekst að fylgja þeim sjálfur. Mark- mið er byggja á heiðarleika, hóg- værð, samviskusemi, sanngirni, manngæsku og reglusemi. Allt þetta og margt fleira hafði afi til að bera. Amma og afi á Bala vora afar samhent hjón. Amma, Guðrún Guðmundsdóttir frá Akrahóli í Hvalsneshverfi á Miðnesi, var jafn- aldri og fermingarsysir afa og gift- ust þau um miðjan þriðja áratug- inn. Þeirra sambúð byggðist á gagnkvæmri ást og trausti hvort á öðra og heyrði ég þau aldrei sund- urorða. Þau urðu fyrir alvarlegu áfalli í brunanum mikla á jóla- skemmtun í Keflavík um miðjan fjórða áratuginn þegar næstelsta barn þeirra, Sólveig Helga, fórst. Einnig fékk mikið á þau þegar tog- arinn Jón forseti fórst nánast uppi í landsteinum út af Stafnesi 1927. Lífið hefur því ekki alltaf verið neinn dans á rósum, en líklega hef- ur þetta þjappað þeim betur saman og gert þau að þeim einstaklega samhentu hjónum sem ég kynntist. Amma lést 1987 og held ég að það hafi orðið afa þungbær missir. En hann harkaði af sér af æðruleysi og sinni alkunnu glaðværð og jákvæða viðhorfi og hélt sínu striki. Hann var mjög heilsuhraustur alla tíð og mjög ósérhlífinn til allrar vinnu. T.d. man ég hann 92 ára á dráttar- vél að raka saman heyi af svo mikl- um krafti að hann mátti varla vera að að nema staðar og heilsa upp á dótturson sinn og nafna. Hann hafði gaman af vinnu og söng gjarnan við raust við vinnu sína. Ég man þá tíð vel þegar allir sem vettlingi gátu valdið fóra í heyskap hjá afa og ömmu á sólrík- um sumardögum og var það ætíð mikið tilhlökkunarefni okkur barnabörnunum. Þá var nú oft kátt á hjalla. Heyskapurinn var þá lítt vélvæddur og notuðust menn við hrífur og heykvíslar. Gestrisin voru afi og amma með afbrigðum og kom það sér vel að loknum kappsömum vinnudegi fyrir lúnar hendur og svanga munna. Afi stundaði bæði sjósókn og hefðbundinn landbúnað á jörð sinni á Bala á Stafnesi, ekki stórri jörð á mælikvarða íslenskra stórbúa í dag, en nægilega stórri þó til að geta framfleytt sér og sinni fjöl- skyldu. Til þess þurfti hann að beita meðfæddu hyggjuviti og þeirri útsjónarsemi og lagni sem honum var í blóð borin. Hann hélt kindur og kýr, stundaði eggjafram- leiðslu, auk þess sem hann fram- leiddi kartöflur og rófur í töluverð- um mæli, og gekk búskapurinn vel. Jafnframt þessu stundaði hann sjó- sókn. Ég fékk að taka þátt í og kynnast öllum þessum þáttum því ég naut þeirra forréttinda að fá að vera í „sveit“ hjá afa og ömmu í þrjú sumur, að vísu ekki nema í rúmlega einnar klst. göngufæri frá heimili mínu í Sandgerði. Þarna fékk ég að kynnast ýmsum starfs- háttum er tíðkast bæði til sjós og lands. Ég var fremur matvandur krakki, einkum á fisk og sjávar- fang, en afi sá við því. Hann vissi að mér þótti góð kæst skata og lagði til og verkaði nokkur skötu- börð sem ég þreifst vel á fyrsta sumarið. Og varðandi það að vilja ekki drekka beljumjólk þá setti hann mér það skilyrði að drykki ég hana ekki yrði ég umsvifalaust sendur heim. Þarna upplifði ég þrjú afar lærdómsrík og skemmti- leg sumur á Bala hjá afa og ömmu. Og ekki spillti það heldur fyrir að hafa aðgang að öðra heimilisfólki á Bala, þeim Lolla og Rúnari. Þetta voru þvílíkar perlur af manni sem við barnabörnin hændumst að í hópum. Oendanlegir möguleikar voru fyrir hendi, ganga á reka, fara á skytterí, í eggjaleit, á sjó, í bíl- ferðir, spjalla saman og svona mætti lengi telja. Einnig var afar lærdómsríkt að fá að taka til hend- inni við vinnu með þessu hörku- duglega og ósérhlífna fólki og læra af því þeirra sjónarmið og vönduð viðhorf til fjölmargra hluta. Afi var glaðvær maður og skemmtilegur, í meðallagi hár, kvikur og vel á sig kominn. Hann var prýðilega vel gefinn, fróður og vel lesinn. Hann var mikil upp- spretta upplýsinga er varða starfs- hætti og aðstöðu manna við sjó- sókn og sjávarhætti á Stafnesi allt frá upphafi þessarar aldar. Var oft leitað í smiðju hans um upplýsing- ar og eigin reynslu því að lútandi. Hann var mjög laghentur og mikill dugnaðarforkur, heilsuhraustur og féll aldrei verk úr hendi. Hann hafði alla þá kosti til að bera er prýða góðan verk- og búmann. Honum var treyst fyrir margvís- legum trúnaðarstörfum og var m.a. formaður sóknarnefndar Hvalsnes- kirkju og meðhjálpari. Afa minn kveð ég með miklum söknuði, en jafnframt mikilli ánægju og þakklæti. Trega yfir að hann skuli nú allur, en ánægju og þakklæti fyrir að hafa fengið notið návistar hans svo lengi sem raun varð vitni. Fáa menn hef ég hitt svo heilsteypta og trausta á lífs- leiðinni sem afa. Mínu takmarki í lífinu tel ég best náð ef ég get tamið mér eiginleika hans og þá þætti í fari hans sem einkenndu hann hvað mest og samferðamenn hans heilluðust af, heiðarleika, trú- mennsku og áreiðanleika ásamt góðmennsku og glaðværð og já- kvæðu viðhorfi til hlutanna. Ég er afar stoltur af að hafa átt slíkan mannkost að vini og afa sem Guð- mundur á Bala var. Blessuð sé minning afa á Bala. Guðmundur G. Haraldsson. Þeim fækkar sífellt • aldamóta- börnunum sem ég þekki. Fólkinu sem veitti mér og jafnöldram mín- um svo ómetanlegan þroska. Þetta fólk vann og vann, féll aldrei verk úr hendi og hafði ánægju af vinnu sinni. Já, það var þakklátt fyrir að geta unnið. Þetta fólk lifði hörm- ungar til lands og sjávar, skæða sjúkdóma svo sem spænsku veikina og berklana. Og það sem lifði af þessi áföll var ætíð þakklátt fyi'ir tilveru sína og nýtti sér reynsluna til þroska. Þessi kynslóð gekk ekki mörg ár í skóla eins og nú tíðkast og þykir sjálfsagt, tvö til fjögur ár þótti gott. Samt vissi þetta fólk næstum allt að manni fannst. Það las mikið, drakk í sig allar fréttir sem bárast, talaði saman og upp fræddi þannig hvert annað. Og síð- ar þegar útvarpið kom nýtti það sér menninguna sem þar var fram bor- ' in. Það lifði líka tíma mikilla fram- fara og uppbyggingar eftir stríð. Einn í hópi þessara aldamóta- barna var Guðmundur Guðmunds- son, bóndi á Bala á Miðnesi, sem nú hefur kvatt þennan heim í hárri elli. Að Bala flutti hann ungur að áram og kaus að velja heimili sínu stað á æskuslóðunum. Guðmundur var ávallt glaður í bragði, kvikur í spori og mikill eljumaður. Ég minnist áhuga hans er hann vann að endur- reisn landshafnai' á Stafnesi. Það duldist engum að þar vann hann að-t - hjartans máli, enda nokkuð merki- legt að á öldum áður komu kon- ungsskip til hafnar á Stafnesi. Guðmundur var mjög trúaður maður og einhvern vegin skynjaði ég umhverfið þannig að verkin sem hann vann fyrir kirkjuna sína á Hvalsnesi veittu honum mikla lífs- fyllingu. Þau gengu alltaf fyrir öðra hvernig sem á stóð. Honum hlotn- aðist sá heiður að finna legstein Steinunnar Hallgrímsdóttur (Pét- urssonar) þegar hann ásamt fleir- um vann við endurgerð kirkjustétt- ai'innar á Hvalsnesi 1964. A þeim tíma var hann formaður sóknar- nefndar, en því starfi gegndi hann m um árabil. Síðar tók hann við starfi meðhjálpara að föður mínum gengnum og sinnti því af alúð í nokkur ár. Ekki er hægt að minn- ast Guðmundar á Bala án þess að minnst sé á Guðrúnu konu hans, en hún lést 1987, svo samtaka voru þau alla tíð ekki síst í trúarlífinu. Þar virtust þau vera ein sál. Ég man hversu fallega hann minntist konu sinnar þegar hann afhenti minningargjöf um hana á 100 ára afmæli Hvalsneskirkju. „Það var hennar styrkur að sjá kirkjuna sína út um eldhúsgluggann á morgn- ana.“ Ég minnist úr heimahúsum gagnkvæmrar vináttu heimilanna á Bala og Hvalsnesi. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst og notið þeirr- ar hlýju sem af henni stafaði. Ég þakka af alhug þeim hjónum fyrir alla þá hjálp og styrk er þau veittu svo fúslega oft á erfiðum stundum í veikindum pabba og við fráfall hans. Og þá umhyggju sem þau síð- an sýndu mömmu meðan hún lifði. Hún taldi sig svo heppna að eiga þau að vinum. Blessuð sé minning Balahjón- anna. Iðunn Gróa Gísladóttir. GUÐRUN G UÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún Guð- mundsdóttir fæddist í Reykja- nesi í Grímsnesi 8. maí 1918. Hún lést á Landspítalanum 3. aprfl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðjónsson og Ingi- björg Hróbjarts- dóttir. Guðrún giftist Jóni Guðmunds Kri- stjánssyni árið 1958. Hann lést árið 1970. Þau eignuðust eina dóttur, Ingibjörgu. Maki hennar er Sveinbjörn Reynir Einarsson og eiga þau eitt barn, Guð- rúnu Dóru. Guðrún Guð- mundsdóttir lærði kjólasaum og fékk meistarabréf í iðn sinni árið 1946. Sama ár stofnaði hún saumastofu í Reykjavik ásamt Borghildi Magnús- dóttur. Hún vann að mestu við iðn sína alla sína starfsævi. Utför Guðrúnar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég vil hér minnast tengdamóður minnar, Guðrúnar Guðmundsdótt- ur. Þegar ég lít til baka til þess tíma er ég kynntist henni fyrst, man ég hversu vel hún tók mér. Okkur varð strax vel til vina, og hélst vinskapur okkar allt til hennar síðasta dags. Guðrún var hlýleg manneskja, glaðleg, jákvæð og trygglynd, með mikinn lífsvilja og hafði ánægju af lífinu, alltaf vinnusöm og dugleg. Hún hafði gaman af að umgangast fólk, ferðast og gera vel við sjálfa sig. Það leyfði hún sér síðustu árin. Guðrún var af þeirri kynslóð sem var mótuð af því að fara varlega og forðast tvísýnu. Að vera sjálfri sér nóg og ekki upp á aðra komin voriái hennar einkunnarorð. Alltaf var hún einstaklega hjálp- söm og bóngóð. Öllum vildi hún vel og hvers manns vanda leysa. Ég þakka góðan vinskap og ánægjulegar samverastundir og kveð með söknuði góða konu. Ég bið Guð að blessa minningu^ Guðránar Guðmundsdóttur. w Sveinbjörn R. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.