Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Samfylking’in og skipu- lag miðhálendisins Rannveig og ríkisforsjáin Málflutningur Sam- fylkingarinnar um mið- hálendið er með ólík- indum. í grein sem Rannveig Guðmunds- dóttir skrifaði í Morg- .^unblaðið 8. apríl 1999 um „Skipulagsmál á miðhálendinu“ talar hún fyrir þeirri stefnu Samfylkingarinnar að slá eigi striki yfir allt það sem unnið hefur verið að skipulagsmál- um miðhálendisins frá 1993 að telja og setja málið á byrjunarreit. Lögðu þó kratar sem aðilar að ríkis- stjórn línuna um það ferli sem unnið hefur verið eftir frá þeim tíma. I stað þess að sveitarfélög í landinu komi að málinu með ríkinu vill Samfylk- ingin fela ríkinu einu að leggja línur um skipulagsmál miðhálendisins sem M,„yrði á stjórnsýslustigi ríkis og unnið af stofnunum þess í samvinnu við einstök fagráðuneyti og væru sveit- arfélög bundin af því“ eins og stend- ur skrifað í nefndaráliti fulltrúa Samfylkingarinnar, Margi’étar Frímannsdóttur og Magnúsar Árna Magnússonar í umhverfisnefnd hinn 8. mars 1999 [þingskjai 1091]. Þeir sem bera verndun miðhálend- isins fyrir brjósti ættu að hugleiða hver staðan væri ef framkvæmda- ráðuneytin í Reykjavík og stofnanir þeirra hefðu ein aðstöðu til að leggja -v línurnar. Rannveig fínnur sérstak- ' lega að því í grein sinni að í athuga- semdum við tillögu að svæðisskipu- lagi miðhálendisins sem fjallað var um á árinu 1998 hafí komið fram að sumar forsendur skipulagsins „gengju þvert á lög og stefnu stjóm- valda“. Þarna er um að ræða athuga- semdir stofnana orkuiðnaðarins, sem Hjörleifur Guttormsson vissulega töldu að sér þrengt með svæðis- skipulaginu. Það er einmitt hið jákvæða við svæðisskipulagstillög- una sem nú liggur á borði ráðherra til stað- festingar. Skipulagstil- lagan kemur til móts við verndunarsjónar- mið, þótt vissulega hefðu margir viljað sjá gengið mun lengra í því efni. Bullið í Össuri Ekki batnar mál- flutningur Samfylking- arinnar eins og hann birtist okkur í grein Össurar Skarphéðinssonar fyrrver- andi umhverfisráðherra í Morgun- Hálendið Með þjóðlendulögunum er hálendið ekki „gert að sameign þjóðarinn- ar“, segir Hjörleifur Guttormsson, heldur er þar sagt fyrir um að- ferð til að skera úr um mörk eignarlanda og almenninga, án þess að kveða fyrirfram upp úr um niðurstöðu. blaðinu 14. apríl síðastliðinn. Þar rekur hver fingurbrjóturinn annan. Þingmaðurinn virðist ekki átta sig á hvað felst í lögunum sem sett vom í fyrra um þjóðlendur. Með þjóð- lendulögunum er hálendið ekki „gert að sameign þjóðarinnar“ eins og þingmaðurinn staðhæfir, heldur er þar sagt fyrir um aðferð til að skera úr um mörk eignarlanda og almenn- inga, án þess að kveða fyrirfram upp úr um niðurstöðu. Verkefnið er lagt í hendur óbyggðanefndar og niður- staða hennar á að liggja fyrir ekki síðar en árið 2007. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra Alþýðuflokksins í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-93 taldi vel koma til greina að landinu öllu yrði skipt upp milli sveitarfélaga. Sem ráðhema lagði Össur það síðan í hendur fulltrúa héraðsnefnda sveit- arfélaga þar sem að hans sögn búa 4% þjóðarinnar að gera tillögu um svæðisskipulag miðhálendisins. Afrakstur þeirrar vinnu er nú á borði eftirmanns hans á ráðherra- stóli eftir umfangsmikið ferli þar sem allir landsmenn höfðu rétt til að gera athugasemdir. Össur rangtúlkar nýgerða breyt- ingu á skipulagslögum með því að fullyrða „að eitt örlítið sveitarfélag getur sett allt skipulag hálendisins úr skorðum með því að hafna heild- arskipulagi samvinnunefndarinnar". Þetta er rangt. Ávinningur breyt- inga á skipulagslöggjöfinni í síðasta mánuði er ekki aðeins sá að inn í samvinnunefnd miðhálendisins koma nú fulltrúar „96% íbúanna", m.a. fólks á höfuðborgarsvæðinu, heldur er miðhálendið afmarkað til fram- búðar og ekkert eitt sveitarfélag hef- ur lengur neitunarvald um svæðis- skipulag þess. Það er mikilvægt að í þessu stóra máli viti menn hvað upp snýr. Það á við um Samfylkinguna sem aðra, ekki síst þá sem voru handhafar fram- kvæmdavaldsins fyrir örfáum árum. Höfundur er alþingismaður Aust- firðinga. Erni fatast hug’arflugið ÞRIÐJUDAGINN 13. apríl sl. stakk Öm Ólafsson niður penna og hafði uppi stór orð í minn garð sem rit- stjóra Tímarits Máls og menningar. Ástæða hugarangurs Amar er sú að það hefur dregist mjög að birta grein eftir hann í tímaritinu. Það finnst honum bera vott um lélega rit- stjórn mína, en einkum þó meintan hefndar- hug minn í hans garð vegna þess að hann skrifaði eitt sinn rit- dóma úm bækur sem ég þýddi. Eg hef verið ritstjóri tímaritsins í tæp sex ár og auðvitað ekld alltaf tekist að geðjast öllum þeim sem bjóða efni til birtingar, enda felst ritstjórnarvinna m.a. í því að velja og hafna. Og því miður kemur fyrir að höfundar efnis þurfi að bíða úr hófi lengi og leggst það skiljanlega misvel í Jþá. Þessi opinbera kvörtun Arnar Ólafssonar, þar sem hann m.a. vitnar í bréfaskrif okkar á milli, er hins vegar undarlega sjálf- hverf samsuða sem ég tel mig knú- inn til að svara stuttlega. Mig langar einkum að árétta tvennt, lesendum Morgunblaðsins til upplýsingar. Annars vegar: Það er rétt að grein Arnar hefur beðið birtingar allt of lengi og úr því að hann kvart- ar opinberlega get ég líka beðið hann afsökunar á þvl opinberlega, þótt ég leggi það ekki í vana minn að ræða ritstjórnarmál á síðum dagblaða, enda eru þau yfirleitt einkalegri en svo að ég telji það við hæfi. Hins vegar: Það er gersamlega Friðrik Rafnsson út í hött hjá Erni að láta sér detta í hug að dregist hafi að birta grein hans í tímaritinu vegna þess að hann hafi að eigin sögn skrifað neikvæða rit- dóma um tvær skáld- sögur Milans Kundera fyrir nokkrum árum. Þetta er hundalógík sem ekki er sæmandi fræðimanni eins og honum, að ekki sé minnst á þá aðdróttun sem í þessu felst. Emi má finnast það sem honum sýnist um skáldsögur Milans Í' '*?’*$*& * ■' J-----------------------r 1 S K 0 G A R I S L A N D I Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl nk., verður í Morgunblaðinu sérútgáfa sem helguð verður 100 ára afmæli skipulagðrar skógræktar á íslandi og hinum fjölbreytttu verkefnum sem tengjast skógræktarmálum. Skilafrestur auglýsingapantana ertil kl. 16 mánudaginn 19. apríl. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. AUGLYSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: au Kundera mín vegna. Tímarit Máls og menningar (heimasíða: www.mm.is) er alþýð- legt bókmennta- og listatímarit sem kemur út ársfjórðungslega og Ritstjórn Þessi opinbera kvörtun ------------7------------------ Arnar Olafssonar er undarlega sjálfhverf samsuða, segir Friðrik Rafnsson, sem ég tel mig knúinn til að svara stuttlega. hefur nú verið gefið út óslitið í sex- tíu ár. Undanfarin ár hefur annað hvert hefti verið helgað sérstöku efni (Halldóri Kiljan Laxness, Nó- belsskáldinu Saramago, Berlínar- bókmenntum líðandi stundar, og nú síðast spænska skáldsagnahöfund- inum Goytisolo) og hin heftin hafa þar á móti verið með blönduðu efni, nýjum skáldskap og bókmenntaefni úr ýmsum áttum. Þannig er í senn reynt að vekja athygli á erlendum höfundum og bókmenntastraumum í samtíma okkar og leitast við að leggja rækt við menningararf okk- ar Islendinga, sbr. nýja grein um skáldkonuna Guðfinnu frá Hömrum í síðasta hefti. Auk þess hefur efni úr Tímariti Máls og menningar og í samvinnu við það birst í bók- menntatímaritum erlendis, m.a. í Þýskalandi og Frakklandi. Á þessari stuttu lýsingu má sjá að reynt er að setja markið hátt og þjóna áskrifendum TMM sem best. Það felst m.a. í því að byggja hvert hefti upp á markvissan hátt, sem því miður hefur einnig í för með sér að oft þarf efni að bíða nokkuð lengi eftir því að komast á prent. I þeim fáu tilfellum sem fólk hefur ekki getað eða viljað bíða hefur það ein- faldlega haft samband, beðið um að fá efni sitt endursent og stundum birt það annars staðar. Það finnst mér mun skynsamlegri aðferð en sú sem Öm beitir: að ryðjast foxill- ur fram fyrir alþjóð á síðum Morg- unblaðsins. Eg get vissulega skilið að Erni gremjist að grein hans skuli hafa þurft að bíða svo lengi birtingar og mér þykir miður að svo sé. Eftir stendur spurningin sem ég þyrfti að fá svar við sem fyrst þótt hann segist hættur að ræða við mig: hef- ur hann enn áhuga á því að birta ritsmíð sína í svona ægilega illa rit- stýrðu bókmenntatímariti? Morg- unblaðið er ágætt blað en e.t.v. ekki mjög heppilegur til svona sam- skipta, enda er mér mjög til efs að lesendur þyrsti í efni af þessu tagi. Mig langar því að benda Erni á fjóra kosti sem eru mun heppilegri til að Ijúka þessu máli: sími, fax, rabb yfir kaffibolla og tölvupóstur (tmmEmm.is). Höfundur er ritstjóri Tímarits Máls og.menningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.