Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 50
"50 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA MARÍA JÓNSDÓTTIR + Helga María Jónsdóttir fæddist á Skarði á Snæfjallaströnd 2. febrúar 1898. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hólmavík 8. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Egilsson, bóndi á Skarði í Snæljallahreppi og . Hraundal í Naut- * eyrarhreppi, og kona hans Kristín Matthíasdóttir, hús- freyja. Systkini Helgu Maríu voru Guðrún, Eg- ill, Höskuldur, Veturliði, Matth- ías, Jón, Ásgrímur, Vigdís, Hjalti, Jakob, Olafur og Guðjón. Þau eru nú öll látin. Hinn 12. ágúst 1919 giftist Helga María Halldóri Þórði Halldórssyni, f. 22. nóvember 1891 d. 27. maí 1987, bónda og oddvita á Laugalandi og síðar Laugarholti í Nauteyrarhreppi. Þau eignuðust sjö böm og eru sex á lífi. Þau eru: Halldór Þórður, f. 19.9. 1920, d. 4.6. 1995, eftirlifandi kona hans er Ása Ketilsdóttir, þau eiga fjög- ur böm og þrjú barnaböm, Ingibjörg, f. 16.3. 1922, maður hennar er Ólafur S. Ólafs- son, þau eiga tvö börn, fjögur barna- börn og eitt bama- barnabarn, Ólafur Ásgríinur, f. 26.4. 1924, kona hans er Elísabet Jóna Ing- ólfsdóttir, þau eiga sjö börn, saufján barnabörn og fímm barnabamabörn, Jóhann, f. 25.1. 1927, kona hans er Guðrún Halldórs- dóttir, þau eiga tvö börn og tvö barnaböm, Kristín Steinunn, f. 12.10.1928, maður hennar er Guðmundur Magnússon, þau eiga þrjú börn og sex barna- börn, Jón Fanndal, f. 10.2. 1933, kona hans er Margrét Magnús- dóttir, þau eiga fímm böm og ellefu barnabörn, og Guðrún, f. 2.5. 1940. Helga María og Þórður bjuggu á Laugalandi frá 1918 til 1968 er þau fluttust í Laugar- holt til Guðrúnar dóttur sinnar. Utför Helgu Maríu fer fram frá Melgraseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vængjum vildi ég berast í vinda léttum blæ. Djarft um (jöll og dali og djúpan reginsæ. Vængjum iíða í lofti við ljósbjart sólarhvel. Vængjum sælum svífa med sigri yfir líf og hel. (Þýð. Steingr. Thorst.) Þetta fallega erindi var eitt af mörgum eftirlætisljóðum Helgu tengdamóður minnar. Hún söng það oft með sinni hljómfögru rödd. Samt hef ég enga manneskju þekkt jafn fasttengda sínu heimili og umhverfí. Þó segir það ekki alla sögu. Hugur og löngun getur svifíð burt óravegu þó raunsæ skynsemi og ýmsar aðstæður hindri annað. Ef við lítum til baka um hartnær heila öld til ársins 1905, þá standa yfir búferlaflutningar frá Hlíðar- húsum á Snæfjallaströnd að Hraundal í Nauteyrarhreppi. Það eru hjónin Kristín Matthíasdóttir og Jón Egilsson sem flytja með barnahópinn sinn. Þau elstu eru þá flutt að heiman en þarna er sjö ára stúlka með svarta hrokkna lokka, björt yfirlitum. Augun eru skýr og athugul og festa sér vel í minni kærar bernskuslóðir, hugurinn geymdi þær alla ævi. Þarna er Möngufoss, hár og þrumandi fellur hann af himinhárri klettabrún, þeim sömu klettum sem hafa berg- málað af söng eldri systkinanna Gunnu og Höskuldar er leiddu litlu systur með sér eftir grasigrónum hjöllum neðan hamranna. Hún sér engjateigana fram og upp af bæn- um, mógrafarlautirnar, berja- brekkurnar og svo bæjarhúsin í flæðarmálinu. Vel hlaðna grjótgarða, sjávar- megin þar sem saltfiskurinn var breiddur til þerris, og túnskákirn- Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. ar og balana sem buðu upp á að fara í eltingaleik. Á ströndinni leynist lítil slóð, ])ó leiðin sé fæstum kunn. Ég horfi á kvöldsólar, kulnandi glóð hún kastar geislum á öldunnar slóð er brotnar við bæjarins grunn. (Á.K.) En lognaldan sem leikur sér við bæjardyrnar og vaggar æðarfugl- inum rólega er ekki alltaf svona spök og meinlaus. Þeir eru orðnir margir frændur og nágrannar Hlíðarhúsahjóna sem hafa horfíð í æstar öldur Djúpsins í þrotlausri baráttu fyrir lífsbjörginni og eng- inn veit hver næstur verður. Samt er ástæðan fyrir búferlaflutningi ekki ótti við sjóinn heldur löngun í kvaðaminna og rýmra jarðnæði. Búsmalinn er rekinn um langan veg, inn Snæfjallaströnd, Bæja- hlíð, yfír Kaldalón á fjöru að Ár- múla og yfir Selá vatnsmikla og mórauða jökulá. Síðan upp í Hraundal í samnefndum dal sem liggur í átt til Ófeigsfjarðar. Býlið var á öldum áður selstaða frá Melgraseyri en var nú í eigu Jóns Halldórssonar á Laugabóli. Bús- munir og yngstu börnin hafa trú- lega verið flutt á bát að Melgraseyri og á klyfjahestum yfir Hálsinn og upp í dalinn. Við sjáum Helgu litlu á hlaðinu í Hraundal. Hún horfir til Snæfjallastrandar sem nú er um- lukt bláma fjarlægðarinnar. Fjöll- in handan Djúps, Hyrnurnar, hafa færst fjær en blasa samt við aug- um. Þarna er Æðey og kvöldsólin gyllir Möngufossinn hennar. Hún kom aldrei aftur að Hlíðarhúsum. í Hraundal bjó fjölskyldan næstu níu árin. Kristín og Jón áttu það sameiginlegt með Birni í Brekkukoti að til þeirra sótti fólk sem vildi gjarnan eyða síðustu ævidögum sínum í umsjón. Þau hjónin voru þessu fólki einkar hug- ulsöm og notaleg. Til dæmis sagði Helga að faðir sinn hefði rist ofan af smáskákum og sléttað. Það urðu þá greiðfærustu blettirnir í túninu sem var með afbrigðum ógreið- fært, stórþýft með lækjarsitrum og uppsprettuaugum. Ekki var auðhlaupið að slá og raka. En hey- ið af verstu blettunum var borið á nýju skákirnar og flekkjað þar og þá gat þetta gamla og lasburða fólk hagrætt heyinu og fundið gleði í því að vera þó enn til ein- hvers nýtt. Þar voru gömul hjón Gísli og Karólína og svo Manga gamla sem Helgu var sérstaklega minnisstæð. Hún var ættuð norðan af Ströndum og orðin gömul og slitin. Hafði verið höfð í harðbrák- inni og ekki legið í hveiti um dag- ana. Nú gat hún helst dvalið fyrir börnum. Af Möngu lærði Helga ógrynni af þulum og gömlum kveð- skap og þegar Helga Jóhannsdótt- ir og Jón Samsonarson ferðuðust um landið milli 1964-1970 og söfn- uðu þjóðlegum fróðleik, þá komu þau í Laugarholt og Helga lét sig ekki muna um að þylja fyrir þau þulur og gamlan kveðskap í heilt kvöld. Þar kom m.a. fram arfurinn af vörum Möngu. Helga fékk líka að heyra sorgarsögu Möngu þegar barnið sem hún eignaðist var tekið af henni og sett í fóstur. „Þá grét ég svo að ég hélt að ég myndi springa,“ sagði gamla konan. Drengurinn hennar varð myndar- maður en dó rúmlega tvítugur svo hún naut hans að litlu. Þessi saga greyptist í huga Helgu og alla tíð fann hún til með þeim sem minna máttu sín og hafði andúð á hinum er beittu valdi sínu. Árið 1915 verða óvænt umskipti í Hraundal. Jón Egilsson veiktist á jólaföstu, ofkældist, fékk lungna- bólgu sem dró hann til dauða. „Það voru döpur jól,“ sagði Helga. Búið var leyst upp um vorið. Kristín og Helga fóru að Hallsstöðum og þar er Helga 1918, frostaveturinn mikla. Þá kom ung stúlka í heim- sókn, Kristín Ólafsdóttir frá Skála- vík í Mjóafirði. Djúpið var allt samfrosta svo hægt var að ganga það þurrum fótum. Helga fylgdi henni áleiðist til baka og þær hvíldu sig í Borgarey. Þá sáu þær ferðamenn sem komu ríðandi frá Arngerðareyri og fóru út í Æðey. Það var í eina skiptið sem gesta- hestar voru hýstir í Æðey. Helga réð sig í vinnumennsku að Ármúla til læknishjónanna Sigvalda Kalda- lóns og frú Margrétar. Það varð hennar hússtjórnarskóli því af Margréti lærði hún matseld og önnur heimilisstörf og sú kunnátta kom að góðum notum seinna á lífs- leiðinni og sannarlega tók hún vel eftir, þvi Helga var einstaklega myndarleg og vel verki farin við hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Sigvaldi læknir kunni líka að meta hæfileika ungu stúlkunnar og oft kom það fyrir að hann kallaði á konu sína, Guggu ráðskonu og Helgu og lofaði þeim að heyra lög sem hann var að semja og lét þær svo syngja til að finna hvernig þau féllu við ljóðin. Helga söng af hjartans lyst og lög Sigvalda kunni hún og söng fram á efstu ár. Nú var Helga komin undir tvítugt og horfði til framtíðarinnar á tvennan hátt. Hún leggur árskaupið sitt í hlutabréf hins nýstofnaða Eim- skipafélags, „óskabarns þjóðarinn- ar“, og hún kaupir með aðstoð bræðra sinna „lausamennskubréf* sem veitti henni leyfi til að vera óbundin af vistarböndum. Næst gengur hún í hjónaband 12. ágúst 1919 með Þórði Halldórs- syni frá Rauðamýri sem hafði þá keypt Laugaland. Þar bjuggu þau um langan aldur og svo í Laugar- holti nýbýli úr Laugalandi. Elsta barnið fæddist 1920, sonur sem fékk nafnið Halldór og varð mað- urinn minn. Það var enginn dans á rósum að stunda búskap og ala upp sjö börn árin eftir 1920. Lífsbaráttan var hörð og vægðarlaus en hjónin á Laugalandi báru höfuðið hátt og unnu hörðum höndum í bókstaf- legri merkingu. Börnin uxu úr grasi og réttu hjálparhönd og Helga gat horft á hópinn sinn með stolti. I stuttri grein verður ekki gefin tæmandi lýsing á búskapar- sögu Laugalandshjóna Helgu og Þórðar. Hún er í stórum dráttum sú sama um allt land. Aldamóta- kynslóðin byggði upp og ræktaði allt frá grunni með aðstoð barna sinna sem nú er roskið fólk. Og þarna var lagður grunnurinn að þeirri velmegun sem nú þykir svo sjálfsögð og eðlileg en þar er öllum hollt að líta til baka og gæta að rótum sínum og uppruna. Ég spurði Helgu einu sinni að því hvernig henni hefði verið inn- anbrjósts þegar ákveðið var að rífa gamla bæinn á Laugalandi og byggja nýjan á nákvæmlega sama stað. Fólkið og verkamennirnir sváfu og héldu til í tjöldum um sumarið og eldamennskan fór fram í hlöðunni. „Það togaðist á til- hlökkun og kvíði,“ svaraði hún. Um haustið var flutt inn í neðri hæðina ófrágengna og svo byggt ofap á næsta sumar. Ég kom fyrst í Nauteyrarhrepp 1956. Fundum okkar Helgu bar saman fyi'sta daginn. Svarta hárið var orðið silfurhvítt en hún var glæsileg kona með fas og fram- komu sem hefði sæmt hverri hefð- arfrú. En það var meðfætt, ekki til- lært. Tveimur árum seinna var ég orðin tengdadóttir hennar og leiðir okkar lágu saman í rúm 40 ár. Norðaustanáttin blæs svölum vindi um Snæfjallaströnd og Skjald- fannadal þessa dagana en við vitum að „aftur kemur vor i dal“. Helga María Jónsdóttir var alla ævi vors- ins barn. Vorljóð og ættjarðarlög þótti henni vænst um og hún söng þau af innileik og tilfinningu og mundi lög og ljóð fram í andlátið, þó annað hyrfi. Hún gladdist af hjarta yfir fuglasöng og fallegum blómumi fór mjúkum höndum um lömbin á vorin sem þurftu umönn- unar við, fagnaði góðri sprettu á túnum, þegar sunnangolan bylgjaði puntinn og beygði fífukollana í mýrarsundum. Ég man hana kijúpa í rófugarðinum og þrýsta fræi í hlýja og raka mold, þar var henni sem helgiathöfn, en glöðust var hún að taka á móti fólkinu sínu, börnum og barnabörnum. Handa hverjum og einum átti hún hlýtt orð og elskulegt bros og þannig tók hún á móti gestum sínum. Reisn og virðing í viðmóti ásamt alúð. Þar hallaðist ekki á með þeim hjónum, henni og Þórði. Helga tengdamóðir mín var skapstór og hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. Hún hélt fast á því sem hún taidi rétt og breytti því ógjarnan. En hún átti líka létta lund, gamansemi og kímni, kvart og kvein var henni fjarlægt og hún varðveitti barnið í sjálfri sér ótrúlega lengi og vel. Börn hennar sögðu frá því þegar hún hjálpaði þeim að draga hesta- sleða með þungum kjálkum langt upp í brekku, svo settist allur hóp- urinn á, hún stýrði og niður fór sleðinn á harðfenninu og lengst niður á jafnsléttu, þá var mikið hlegið. Þetta var líkt og þegar Hjalti bróðir Helgu fór að sækja hey að vetrarlagi fram á Græna- hjalla sem er hátt fram í Hraundalshlíð. Hann dró sleðann á sjálfum sér um langan veg fullorð- inn maður og bóndi á Breiðabliki eða Selhúsum, hvorttveggja eyði- býli á Hraundal. En þegar hann sá þessa fallegu brekku stóðst hann ekki mátið, settist á sleðann og renndi sér niðuri! Svo varð hann að fara aftur upp en hvað gerði það til? Þetta var sá góði hæfileiki að geta glaðst og láta ekki baslið smækka sig. Ég þakka Helgu innilega fyrir samfylgdina, fyrir ástúð og um- hyggju og allt sem ég lærði af henni á einn eða annan hátt. Hún var börnunum mínum góð og elskuleg amma og samband henn- ar og Halldórs mannsins míns ákaflega innilegt. Þau voru um margt lík og tengd sterkum bönd- um. Síðustu æviárin dvaldi Helga á sjúkrahúsinu á Hólmavík. Starfs- fólkið þar lét sér ákaflega annt um hana og sýndi henni mikla hlýju og umhyggju. Fyrir það viljum við að- standendur Helgu þakka af heilum huga. Þar áður hafði Guðrún, yngsta dóttir Helgu og Þórðar, haldið heimili með foreldrum sín- um og annast þau á þann hátt að ekki varð betur gert. Nú hafa leiðir skilist um sinn en að endingu vitna ég í ljóð sem Helga söng oft: Vors með fuglum vil ég syngja vorsins blómum blómgast með. Hefjast laus við höft sem þyngja hátt að gullnum skýjabeð. Berast upp til bláloftssala baðast þar við ljóssins unn. Minni þreyttu sálu svala sælu lífs við himins brunn. (St. Thorst.) Ása Ketilsdóttir. Þegar fréttin kom um að amma væri dáin leitaði hugurinn heim í dalinn okkar og minningarnar flugu um hugann. Við vorum aftur orðnir litlir krakkar sem stöndum á vordegi á hlaðinu á Laugalandi og horfum út í Laugarholt þar sem við sjáum ömmu í eldhúsgluggan- um. Svo kemur pabbi. Við stingum lítilli hendi í lófann á honum og löbbum út í Laugarholt. Þar er amma. Hún er að þvo eggin úr hænunum hans afa og við fáum að stimpla þau, en hún er líka að fylgjast með maríuerlunni sem er að gera sér hreiður undir þak- skegginu og amma getur blístrað alveg eins og hún, svo býr amma til myndir úr vatninu sem liggur á vaskborðinu og í gluggakistunni er fugl með tveimur ungum á bakinu sem hún tálgaði úr ýsubeini. Amma gefur pabba kaffi með kamfóru, við fáum líka volgan sopa og kannski brjóstsykurskvörn. Svo setjumst við í skotið hjá frystikistunni og amma spyr hvaða orð við getum búið til úr nafninu á frystikistunni eða á eldavélinni og þannig fáum við tilfinningu fyrir því að stafa. Kannski leggur hún fyrir okkur gátu, því að hún kann margar gát- ur eða við förum i „að hverju leitar lóan“. Nú erum við orðin stór og hætt að leika okkur í eldhúsinu hjá ömmu, konunni sem var okkur svo kær en minningarnar streyma áfram um hugann og við hugsum áfram um ömmu sem lét aldrei epli í skál án þess að pússa þau þannig að maður gat speglað sig í þeim. Ömmu sem þótti svo vænt um fugl- ana og blómin. Ömmu sem setti alltaf bréf utan um blómin áður en hún henti þeim enda verður okkur alltaf hugsað til þess þegar við hendum blómum beint í ruslið og eiginlega hálfskömmumst okkar eftir á. Amma kunni mikið af vísum og þulum sem hún fór oft með fyrir okkur, en mest söng hún. Hún var einstaklega hláturmild og ef það er rétt að hláturinn lengi lífið þá er óhætt að segja að það hafi átt við um hana. I dag kveðjum við, krakkarnir hans Dóra, ömmu okkar í kirkjunni á Melgraseyi’i og þökkum sam- fylgdina og aila hlýju hennar og umhyggju og hugsum um hvað við erum rík að hafa átt hana að. Hjalti, Karl, Jóhanna og Þórð- ur. Einhvern veginn var ég farinn að halda að það stefndi í að þú yrð- ir eilíf, amma mín, ég er búinn að þekkja þig svo lengi, enda var ég ekki gamall þegar ég kom sem kúasmali til þín og afa að Lauga- landi. Fyrstu minningar mínar um þig á Laugalandi eru úr eldhúsinu, en þar réðst þú ríkjum, og fórst það vel úr hendi. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna að mikið af þeim mat sem þú bjóst til var í raun langt á undan sinni samtíð, enda hafðir þú lært þá list af danskri eiginkonu Sigvalda Kalda- lóns, læknis og tónskálds, þegar þú varst vinnukona hjá þeim hjónum. Þessa matargerðarlist kenndir þú síðan dætrum þínum og líklega einnig tengdadætrum, sem hefur orðið til þess að ég sjálfur varð strax verulega kröfuharður á bragð og framreiðslu á öllum mat. Eitt öðru fremur finnst mér styðja það hversu sérstakur matur þinn var, að ég var fyrir fáeinum stadd- ur syðst á Jótlandi á norrænum fundi, sem haldinn var á afar sér- stökum gömlum herragarði. Þar var kokkur einhver þekktasti mat- gerðarmaður Danmerkur og mikið var lagt upp úr matgerð meðan á fundinum stóð. Síðasta kvöldið átti að gera sérstaklega vel við okkur, og í aðalrétt var kálfakjöt, sem ég hafði reyndar oft fengið hjá þér. En eftirrétturinn átti að koma okk- ur öllum verulega á óvart. En hann kom gamla kúasmalanum frá Laugalandi í Skjaldfannardal við Djúp ekki á óvart, því þann eftir- rétt smakkaði ég fyrst hjá þér 40 árum áður en þessi frægi danski kokkur bar hann fram þarna úti á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.