Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 52
,52 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR INGIBJÖRG > GUÐMUNDSDÓTTIR + Ingibjörg Guð- mundsdóttir fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði 25. júní 1912. Hún andaðist á Keflavfluirspítala 6. aprfl siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Hall- dórsdóttir og Guð- mundur Jónasson. Hálfsystkini hennar eru Ásgeir Guð- mundsson, María Guðmundsdóttir, Jón B. Guðmunds- son, Snorri N. Guð- mundsson, Guðný H. Guðmunds- dóttir, Jónas Guðmundsson, Valgeir J. Guðmundsson, Val- geir N. Guðmundsson, Hámund- ur E. Björnsson, Sigurbjörg Jó- hannsdóttir og Matthías Jó- hannsson. Þrjú systkini hennar eru á lífí: Sigurbjörg, Vaigeir Norðfjörð og Hámundur. Hinn 7. júní 1930 giftist Ingi- björg Jóhanni Júlíusi Einars- syni, f. 15. maí 1901, d. 29. sept- ember 1941. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, gift Halldóri Péturs- syni, sem er látinn. Börn þeirra eru: a) Jóhann Pétur, kvæntur Ingileif Björnsdóttur. Þeirra börn eru Halldór Guðjón, Davíð og Ingi Karl. b) Júlíus. Börn hans eru: Brynjar, Sigríður, Hans, Jóhanna, Hákon, Sigríður Sunneva, og fósturdóttir, Katrín. c) Ingibjörg, gift Ólafi Guðmundssyni. Börn þeirra eru Sigríður Halldóra, Fríða Björk og Guðmundur. Barnabörnin Elsku mamma. Það er erfitt að setjast niður og trúa því að þú sért horfin því alla tíð hefur þú verið samofin lífi okkar, gast ávallt tekið þátt í gleði og sorg og gafst svo mikið af þér, og alltaf var hægt að ræða alla hluti við þig. Þú gafst ráð ef þurfti. Að við tölum nú ekki um alla kjólana og fótin sem þú saum- aðir á okkur um ævina. Það var ótrúlegt hvað þú afrekaðir í þeim eru þrjú. d) Rafn, kvæntur Huldu Har- aldsdóttur. Börn þeirra eru Alda Björg, Óðinn og Þór. Barnabörnin eru fjögur. e) Björg, gift Nigel Kerr. Sonur þeirra er Henry Hall- dór. Börn Bjargar frá fyrra hjónabandi eru Anna og Egill. f) Sig- urður, sambýliskona Jóna Bára Jónsdóttir. Barn þeirra er Jón Þór. 2) Sólborg, gift Páli Óskarssyni. Börn hennar frá fyrra hjóna- bandi eru: a) Brynja, gift Birgi Valdimarssyni. Börn þeirra eru Kolbrún og Valdimar. Hún á eitt barnabarn. b) Hrönn, gift Rögn- valdi Valbergssyni. Börn þeirra eru Þórunn, Brynjar Páll og Ra- kel. Bamabörnin em fjögur. 3) Kristján, sambýliskona Aðalheið- ur L. Gunter. Börn hans frá fyrra hjónabandi em: A) Adólf Örn, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Ólafur Helgþ lát- inn, Óskar Öm, Adólf Örn, Kristel Assa, Ólöf Helga, Einar Örn, Jóel Örn og frá fyrra hjóna- bandi Þorgeir Kristján. Þau eiga eitt barnabarn. b) Grétar, kvænt- ur Kristínu Valdimarsdóttur. Börn þeirra eru Svava Berglind, Lilja Hrönn, Eli'sa Fönn og Thelma Dögg. Þau eiga eitt barnabarn. c) Ósk, gift Guðmundi Vilhjálmssyni. Börn þeirra em Guðný Lára og Hafþór Sindri. Synir Óskar eru Anton Örn og efnum. En þú hafðir auga og yndi af saumaskap. Reiðarslagið kom þegar þú misstir nær sjónina. Þá gast þú ekki lengur saumað, en orgelið stytti þér stundir. Oft varst þú að spila þegar við komum í heimsókn. Það gast þú gert þó sjónin væri lítil. Það var oft kátt á Hringbrautinni þegar margir voru mættir og mikið rætt í gamni og alvöru. Við munum t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSTA LAUFEY GUNNARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju laugardaginn 17. apríl kl. 11.00. •% Sigurþór Sæmundsson, Gunnar Sigurþórsson, Sigurdís Baldursdóttir, Sigurður Sigurþórsson, Helga Baldursdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Ágúst Eyjólfsson, Sæmundur Sigurþórsson, María Einarsdóttir, Guðbjörg Sigurþórsdóttir, Jóhann Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS GUNNARS HELGASONAR, Unaðsdal, Snæfjallaströnd, síðast til heimilis á Skeljatanga 21, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustunnar Karitas og starfsfólks á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, deild A-3 o.fl. Salvör Stefanía Ingólfsdóttir, Elín Anna Kjartansdóttir, Hrafnkell B. Þórðarson, Helgi Kjartansson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Einar Magnússon, Ingólfur Kjartansson, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hector Breki. d) Rut, sambýlis- maður Jóhann A. Einarsson. Börn þeirra eru Andrea Eir og Oliver Isak. 4) Steinþór, kvænt- ur Sigrúnu Hauksdóttur. Börn þeirra eru: a) Helga Björg, gift Ævari Ingólfssyni. Börn þeirra eru Júlíus, Sigrún Inga, Ingólf- ur Þór og Róbert Helgi. b) Linda Björg, gift Gösta Novak. Barn þeirra er Nfls. c) Július Margeir, kvæntur Fjólu Stef- ánsdóttur. Börn þeirra eru Rúna Björg og Haukur Ingi. Sonur Júlíusar frá fyrra hjóna- bandi er Steinþór. d) Rakel, sambýlismaður Ketill Gunnars- son. 5) Jón Bergmann, kvæntur Eygló Ólafsdóttur. Börn þeirra eru: a) Edda, gift Jóni Þorkels- syni. Barn þeirra er Jóna Björg. Dóttir Eddu frá fyrra hjóna- bandi er Þórunn. b) Júlía Berg- mann, gift Jóhanni Ragnars- syni. Börn þeirra eru Berglind og Ragnar Þór. c) Finnur, ókvæntur. d) Friðrik, kvæntur Ingibjörgu Steingrímsdóttur. Börn þeirra eru Aníta, Arnór Smári og Patrekur Örn. 6) Jó- hanna Júlía, gift Friðriki Her- manni Friðrikssyni. Synir þeirra eru: a) Júlíus, kvæntur Guðrúnu Benediktsdóttur. Börn þeirra eru Stefanía, Eyþór Ingi og Jóhanna Júlia. b) Vilmundur, ókvæntur. Dóttir Jóhönnu er Inga Gerður. Sonur Ingu Gerð- ar er Ingibjörn EIís. 7) Erlingur Björnsson, sambýliskona Kol- brún Leifsdóttir. Börn þeirra ei-u a) Arni Björn, kvæntur Guðnýju Ósk Hauksdóttur. Son- ur þeirra er Anton Björn. b) Anna Ósk, ógift. Dóttir Erlings er Þórdís. Utför Ingibjargar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ætlð minnast þess tíma og geyma ást þína í hjarta okkar. Kveðja. Dæturnar þínar. Að morgni þriðudagsins 6. apríl síðastliðins barst mér sú fregn að hún tengdamóðir mín hefði kvatt þennan heim eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Mig setti hljóða og margar minningar streymdu fram í huga minn um þessa ljúfu og góðu konu. Mig langar minnast hennar í nokkrum orðum. Ingibjörg fæddist á Ljósalandi í Utfararstofa Islands sér um: ÚtfararStjóri tekur að sér umsjón útfarar f samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað i líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkkiæðum. - Undirbúa lík hins látna i kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef likbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa fslands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík. Sfmi 581 3300 - allan sólarhringinn. Vopnafirði. Þaðan fór hún til Jónas- ar fóðurbróður síns og ólst þar upp. Síðan fer hún þaðan til Vestmanna- eyja þar sem hún hittir tilvonandi mann sinn. Þau stofna síðan sitt heimili á Siglufirði og eiga börnin sín þar. Ingibjörg verður fyrir því að missa manninn sinn í sjóslysi ár- ið 1941. Nokkrum árum síðar kem- ur hún hingað suður með bömin sín og sest hér að. Það eru ekki nema nokkur ár síðan ég kynntist henni er ég fór að búa með Kristjáni, syni hennar, sem ólst ekki upp hjá þeim. Hann var tekinn í fóstur til Soffíu og Adólfs og þar með hófust okkar kynni og góður vinskapur sem hélst með okkur alla tíð. Það eru ekki all- ir eins lánsamir og ég að geta státað sig af því að eiga tvær yndislegar tengdamæður, Soffíu og Ingibjörgu. Þau kynni hef ég alltaf metið mikils síðan og vináttuna einnig. Eg minnist allra yndislegu stund- anna sem ég átti með Ingibjörgu hvort sem það var heima hjá henni eða að hún kom í heimsókn til okkar og dvaldi hjá okkur yfir helgi eða lengur yfir spjalli um ættfræði og margt annað sem á daga okkar hef- ur drifið. Þess verður sárt saknað að heyra hana hvorki né sjá. Ég sendi innilegustu samúðar- kveðjur til barna hennar, Sigríðar, Sólborgar, Kristjáns, Steinþórs, Jóns Bergmanns, Jóhönnu og Erl- ings, tengdabarna, systkina hennar, ömmubarna, langömmubarna og langalangömmubarna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Aðalheiður L. Gunter. Ég sit hér við eldhúsborið heima hjá mér og reyni að koma kveðju- orðum til þín, amma mín, á blað. Þær hrannast upp minningarnar, óskipulega og samhengislausar. Kannski ekkert allt of margar en þó nógu margar til að ylja mér um hjartarætur það sem eftir er. Það er sama hvar ég staldra við, alltaf heyri ég þig hlæja þessum óvenju- lega og skemmtilega hlátri. Þó að við hittumst ekki oft - og æ sjaldnar eftir því sem árin liðu - var alltaf gott að koma til þín. Nú síðast í janúar þegar við mættum ölL Jói og ég, Andrea Eir og Oliver Isak. Þú sýndir gamalkunna takta og „glamraðir“ eins og þú kallaðir það, á skemmtarann. „Göngum við í kringum", dóttur minni til óbland- innar ánægju. Henni fannst langamma í Keflavík soldið flott! í margar vikur eftir þessa heimsókn klæddi sú stutta sig í úlpu, stígvél, setti poka á bakið, og sagðist vera að fara að heimsækja hana Ingi- björgu langömmu sína í Keflavík. Ég dáðist að rólegri og yfirveg- aðri framkomu þinni, - og eins öðru sem eflaust flestir sem þig þekktu dáðust að, en það var þetta ótrúlega minni þitt. Þú klikkaðir ekki á fæð- ingardegi eða nafni neins afkom- enda þinna - og ekki eru þeir fáir. Eins var minni þitt óbrigðult á öðr- um sviðum. Það er undarlegt til þess að hugsa að ekki verði hægt að líta inn til þín oftar eða koma við á leiðinni upp í flugstöð eins og var orðin hefðin. Ég minnist þess að í þau skipti sem einhver fór til útlanda eða kom að utan þá var keppst um að fá að fara með „upp á völl“, því vitað var að komið yrði við hjá Ingi- björgu ömmu. Ferðimar í Keflavík urðu að miklum viðburði hjá okkur systrum, Ósk og mér, og oftar en ekki kom mamma líka með. Aldrei granaði mig annað en að við fengjum að njóta samvista við þig lengur en raun ber vitni. Þú varst með þeim merkustu konum sem ég hef kynnst og kveð ég þig með ást og virðingu. Elsku Ingibjörg amma, vertu sæl að sinni. Rut Kristjánsdóttir. Elsku amma mín, það er svo erfitt að tjá sorg mína og söknuð yf- ir að þurfa að kveðja þig. Ingibjörn sagði þegar hann fékk fréttirnar: „Nú er langamma orðin engill og hún kíkir stundum í heim- sókn þegar við sofum.“ En það er margs að minnast. Við voram svo mikið hjá þér og alltaf vorum við velkomin. Þú varst alltaf tilbúin að setjast niður með okkur og ræða allt sem okkur lá á hjarta. Þessar samverustundir munum við varðveita í huga okkar. Við erum svo heppin að hafa fengið að hafa þig og njóta nærvera þinnar og við þökkum þér allt sem þú hefur veitt og gefið okkur. Elsku amma, í dag verðurðu jarð- sett en þú lifir alltaf í hjarta okkar. Okkur þykir svo mikið vænt um þig og ég veit að þú munt fylgjast með okkur. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig í hinsta inn. Megi Guð geyma þig og varðveita. Þín Inga og Ingibjörn. Elsku amma, nú þegar þú ert farin frá okkur langar okkur barnabörnin þín til að minnast þín í nokkrum orðum. Þú reyndist okkur ávallt vel og íylgdist vel með okkur bæði í leik og starfi. Við minnumst ömmu okkar sem einstaklega geðgóðrar manneskju og með húmorinn á réttum stað. Þess vegna var oft svo gaman að hlusta á hana segja frá og stálminni hafði hún til dauðadags. Amma var mikið fyrir tónlist og spilaði hún á orgel sem hún hafði mikið yndi af, og spilaði hún oft lagið um Nínu og Geira sem hún hélt mikið upp á. Einnig var hún frábær saumakona til margra ára. Gaman var að fylgjast með henni þegar hún var að handleika efnin því allt varð að vera fullkomið. Margar flíkurnar er hún búin að sauma eða breyta fyrir okkur flest ef ekki öll í gegnum árin. Síðasta mánuðinn í lífi þínu varstu orðin mjög veik, en kvartaðir ekki. svo hógvær varstu. Þín er sárt saknað, bæði af okkur og mökum okkar, og verður ætíð. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Guð geymi þig. F.h. barnabarna þinna, Ingibjörg. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum læturhannmighvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðssálmur) Þessi sálmur kom upp í huga minn þegar mér var sagt að þú vær- ir farin úr þessum heimi, en texti hans lýsir svo vel þínu daglega lífi. Þú varst alltaf svo nægjusöm og tókst öllum hlutum með jafnaðar- geði. Þú áttir gott líf, en samt varstu búin að reyna margt. Það hefur ver- ið þungbært að missa elskaðan eig- inmann frá sex ungum börnum, en þú talaðir aldrei um orðna hluti með beiskju heldur gerðir gott úr öllu og tókst því sem að höndum bar með stillingu. Ég vil þakka þér að þú varst mér meira en frænka, síðustu 45 árin hefur þú verið ein af mínum bestu vinkonum og þó ég væri átján árum yngri fann ég ekki þann ald- ursmun því þú varst alltaf svo hress og png í anda. Á þessum tímamótum kemur margt upp í hugann, svo margt að það væri efni í margar bækur. En ferðin okkar ógleymanlega þegar von var á „stelpunum" austur, stendur upp úr og hefur oft kætt hugann. Seint munum við Sissa, Hanna og Rún gleyma síðustu „Góu- gleði“ sem var 19. febrúar, en þar barst þú af okkur, svo glæsileg og hress í anda eins og alltaf. Núna ein- um og hálfum mánuði seinna ertu farin yfir í annan heim, þar sem bíða þín eiginmaður og aðrir ástvinir sem taka þér opnum örmum. Þakka þér samfylgdina hér, elsku Ingibjörg. Ég á eftir að sakna þín mikið. Við hittumst aftur þegar minn tími kemur. Guð geymi þig. Þín Guðrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.