Morgunblaðið - 16.04.1999, Page 39

Morgunblaðið - 16.04.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 39 meistaramótinu í sígildum sam- kvæmisdönsum á Italíu í sumar. Það verður að móta skýrar reglur um það hvernig skuli valið í slíkt lið, annars næst aldrei fullkomin sátt um valið. Landakeppnin fyrir yngri hópinn fór fram á miðvikudeginum. Is- lenska liðið vann til 3ju verðlauna á eftir Bretum og Ukraínumönnum. Var mjög mjótt á munum milli ís- lenzka liðsins og þess brezka sem hafnaði í öðru sæti. Hverjir komust lengst! Það vora þrjú pör sem sköruðu nokkuð framúr í flokki 12 ára og yngri. Þorleifur Einarsson og Asta Bjarnadóttir voru að gera nokkuð góða hluti og_ komust einu sinni í undanúrslit. Eg held að þetta sé þeirra bezti árangur á erlendri grundu. Friðrik Ai'nason og Sandra Júlía Bernburg hafa verið á uppleið og komust þau tvisvar í undanúr- slit. Þau voru að dansa vel og eru greinilega í góðum gír. Jónatan Arnar Órlygsson og Hólmfríður Björnsdóttii- náðu lengst yngztu paranna en þau komust alla dagana í 24 para úrslit og þrisvar sinnum í undanúrslit. Þau voru að dansa mjög vel og hafa eflaust bankað hressilega á um að komast inn í úr- slit. Það voru einnig þrjú pör í eldri flokknum sem komust áberandi lengst áfram. Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg komust tvisvar sinnum í 24 para úrslit. Þau eru tiltölulega nýbyrjuð að dansa saman og hafa verið að gei;a mjög góða hluti í vetur. I síðustu Islands- meistarakeppni unnu þau sér rétt til að keppa á heimsmeistaramótinu í sígildum samkvæmisdönsum sem fer fram á Italíu í sumar. Þau geta keppt einu sinni í viðbót í Blackpool og verður fomtnilegt að fylgjast með árangri þeirra á næsta ári. Eg hefði viljað sjá þau með í landa- keppninni! Hilmir Jensson og Ragnheiður Eii-íksdóttir komust alla dagana í 24 para úrslit og tvisvar í undanúrslit og í annað skiptið komust þau í úrslit og unnu til 6. verðlauna. Þau hafa verið í mikilli framfór að undanförnu og eru að dansa vel. Þau voru að keppa í síðasta sinn í Blackpool vegna óhagstæðra aldursreglna. Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sig- rán Yr Magnúsdóttir komust 5 dagana í 24 para úrslit, 4 dagana í undanúrslit. Tvisvar komust þau á verðlaunapall, 6. sæti í vínarvalsi og þau unnu til gullverðlaun í ji- vekeppninni. Að sögn Auðar Haraldsdóttur danskennara var keppnin ekki eins sterk núna í ár og síðastliðin ár, þó svo að keppnin hafi verið mjög sterk. Dómgæslan var að mati Auð- ar ekki eins pólitísk og verið hefur þó svo það hafi borið örlítið við, hún var sarnt í heild sinni nokkuð sann- gjörn. Arangur íslenzku keppend- anna verður að teljast nokkuð góð- ur að þessu sinni. Barna- og ung- lingakeppnin í Blackpool er einhver sterkasta danskeppni fyrir þessa aldurshópa sem haldin er í heimin- um í dag. Margir hafa sagt að erfið- ara sé að vinna til 1. verðlauna í Blackpool heldur en á heimsmeist- arakeppni. Ekki ætla ég að leggja mat á það hér, en því verður ekki neitað að keppnin er mjög sterk og árangur íslenzku paranna því góð- ur. Jóhann Gunnar Ai'narsson Loftljós ):i L Útiljós 9.443 kr. Veggljós 1.523 kr. Veggljós 1.643 kr. Veggljós 2.490 kr. Þú fíimur ljósið sem þú leitar að í ljósadeild Húsasmiðjuimar Verslanir Húsasmiðjunnar: Verslun Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Timbursala Súðarvogi 3 -5 • Sfmi 525 3000 Verslun Fossaleyni 2, Grafarvogi • Sfmi 586 2000 Verslun og timbursala Helluhrauni 16, Hafnarfirði • Sími 565 0100 Verslun og timbursala Smiðjuvöllum 5, Keflavík • Sími 421 6500 Verslun Austurvegi 4, Hvolsvelli • Sími 487 8485 Verslun Eyrarvegi 37, Selfossi • Sfmi 482 2277 Grænt númer Húsasmiðjunnar 800 6688 HÚSASMIÐJAN Vinsældum Alfa 156 á íslandi og í Evrópu má fyrst og fremst þakka glæsilegri hönnun og frábærum aksturseiginleikum. Kynntu þér þennan gullmola frá Alfa Romeo. Eigum bíla til: Verð: 1.6 T.S. 120 hestöfl. Kr.1.790.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.