Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AKUREYRI
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Charles J. Furey, sam-
gönguráðherra Nýfundnalands, fyrír utan Stofnun Arna Magnússonar.
k
I
Sendinefnd frá
N ýfundnalandi
í heimsókn
SENDINEFND frá Nýfundna-
landi var stödd hér um helgina í
boði Halldórs Blöndals samgöngu-
ráðherra og fór Charles J. Furey,
samgönguráðherra Nýfundnalands
fyrir nefndinni. Auk ráðheiTans
voru í sendinefndinni fulltrúar
þeiiTa aðila sem standa að undir-
búningi árþúsundamótanna í
Nýfundnalandi en gert er ráð íýrir
að sigling víkingaskipsins íslend-
ings verði stór liður í hátíðahöldum
næsta árs, a.m.k. í L’Anse aux
Meadows og höfuðborginni St.
John’s.
Á fundi sendinefndarinnar með
landafundanefnd og fulltrúa for-
sætisráðuneytis var farið yfír stöðu
samstarfs landanna vegna árþús-
undamótanna, fjármál verkefnisins
og ýmislegt fíeira, segir í fréttatil-
kynningu.
Sendinefndin fundaði með for-
svarsmönnum Flugleiða en mikill
áhugi er á að efla flugsamgöngur á
milli landanna. Flugleiðir hafa ver-
ið með áætlunarflug til nágranna-
ríkis Nýfundnalands, Nova Scotia,
frá árinu 1996. Einnig hittu ferða-
málasérfræðingar nefndarinnar
fulltrúa Ferðaskrifstofunnar Vest-
fjarðaleiðar en hún bauð upp á ferð
til St. John’s á síðasta ári og er
áhugi á að bjóða upp á frekari ferð-
ir þangað.
Með sendinefndinni var Alan
Rowsell, kapteinn, sem er aðstoð-
arforstjóri kanadísku strandgæsl-
unnar. Hann skoðaði víkingaskipið
Islending sem nú er í Vestmanna-
eyjum og fór yfir fyrirhugaða ferð
með Gunnari Marel Eggertssyni,
skipstjóra víkingaskipsins. Kapt-
einninn kynnti sér einnig starfsemi
Landhelgisgæslunnar og sjálfvirka
tilkynningaskyldu en þar eru ís-
lendingar brautryðjendur.
Kristnihátíðarnefnd og Reykja-
vík - menningarborg kynntu það
sem efst verður á baugi hér á landi
á næsta ári en þeir atburðir sem
landafundanefnd stendur fyrir
verða næstum eingöngu vestan-
hafs.
Samgönguráðherra Nýfundna-
lands og Halldór Blöndal fóru
einnig í Stofnun Árna Magnússon-
ar, skoðuðu handritin og ræddu við
sérfræðinga stofnunarinnar í mál-
efnum tengdum landafundunum.
Bókasafn og leikhússalur
64 milljóna króna
tilboði var tekið
BORGARRÁÐ hefur samþykkt fyr-
ir hönd Reykjavíkurborgar að taka
tæplega 64 millj. tilboði Istaks hf. í
uppsteypu á bókasafni og leikhússal
við Kringluna. Tilboðið er 17% yfir
kostnaðaráætlun hönnuða sem er
rúmlega 54,6 millj.
í erindi borgarverkfræðings til
borgarráðs kemur fram að sam-
kvæmt samningsdrögum milli
Reykjavíkurborgar og Eignar-
haldsfélags Kringlunnar er gert
ráð fyrir að eignarhaldsfélagið
byggi °g fjármagni bókasafn og
leikhússal við Kringluna. Bent er á
að ístak hf. hafi þegar hafið fram-
kvæmdir við torgbyggingu og bíla-
geymslu samkvæmt samningi við
félagið og þvf hafi verið leitað
samninga við sama verktaka um
uppsteypu á bókasafni og leikhús-
sal við Kringluna ásamt sameigin-
legum göngum. í ljósi þess að
erfitt er fyrir annan verktaka að
koma að verkinu, framkvæmdatími
er stuttur og að um traustan verk-
taka er að ræða er lagt til að borg-
aryfirvöld samþykki fyrir sitt leyti
að Eignarhaldsfélag Kringlunnar
gangi til samninga við ístak.
Samið um allt að 80 þús-
und rúmmetra grjótnám
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
samning Innkaupastofnunar um
70-80 þús. rúmmetra viðbótarsamn-
ing við Suðurverk hf. um grjótnám í
Geldinganesi og vinnslu og frágang
grjóts vegna landgerðar- og grjót-
vamarverkefna árið 1999 fyrir um
50 millj. Borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokks í stjórn Innkaupastofnunar
og í borgarráði sátu hjá.
í erindi gatnamálastjóra til Inn-
kaupastofnunar segir að hafnar-
stjórn hafi heimilað þetta grjótnám
sem er umfram það sem áður hefur
verið fallist á. Gert er ráð fyrir að
um 50 þús. rúmmetrar fari til
Reykjavíkurhafnar en 25 þús.
rúmmetrar til ýmissa verkefna á
vegum gatnamálastjóra, t.d. grjót-
vörn við Eiðisgranda og Ánanaust.
Rætt um vanda Kópaskers á fundi með þingmönnum
Vinnsluskylda á rækju
verður að festa í sessi
FULLTRÚAR sveitarstjórnar Öx-
arfjarðarhrepps, fulltrúar verka-
lýðsfélagsins í hreppnum og fulltrú-
ar Fiskiðjusamlags Húsavíkur, FH,
héldu fund með þingmönnum Norð-
urlandskjördæmis eystra þar sem
rætt var um þann vanda sem blasir
við á Kópaskeri þegar rækjuvinnslu
FH á staðnum verður lokað í maí,
en hún verður ekki opnuð að nýju
fyrr en vetrarvertíð hefst í október.
Á fundinum var lögð áhersla á að
vinnsluskylda á þeirri rækju sem
veiðist í Öxarfirði verði fest í sessi
til lengri tíma þannig að unnt verði
að gera áætlanir lengra fram í tím-
ann. Voru þingmenn sammála því
vegna sérstöðu staðarins að ekki
væri óeðliegt að vinnsluskyldan yrði
fest í sessi og ræddu menn um mik-
ilvægi þess að það yrði til nokkurra
ára svo fyrirtækinu yrði gert hægar
um vik að gera áætlanir til framtíð-
NEMEMDUR Síðuskóla á Akur-
eyi'i stóðu sig best í árlegri
stærðfræðikeppni 9. bekkinga í
Eyjafirði sem fram fór í Verk-
menntaskólanum á Akureyri um
helgina. Þátttakendur komu úr
skólum á Akureyri, Dalvík,
Ólafsfirði, Þelamörk og Hrafna-
gili.
Páll Indriðason sigraði í
keppninni en Guðrún Þengils-
ar. Var Guðmundi Bjarnasyni, um-
hvei'fisráðhen'a og fyrsta þing-
manni kjördæmisins, falið að ræða
málið við sjávarútvegsráðherra.
Rækjuvinnslan er stærsti vinnu-
staðurinn á Kópaskeri og miklir erf-
iðleikar blasa við nú þegar henni
verður lokað, en að sögn Aðalsteins
Baldurssonar, formanns Verkalýðs-
félags Húsavíkur og starfsmanna
Verkalýðsfélags Presthólahrepps,
mun Iokunin hafa mikil keðjuverk-
andi áhrif á allt samfélagið á staðn-
um.
Ekki þorandi
að veiða meira
Rætt var um þær hugmyndir að
fá aukinn rækjukvóta úr Öxarfirði
ef það mætti verða til þess að ekki
þyrfti að loka verksmiðjunni allan
tímann milli vertíða, en var það
samdóma álit fundarmanna að
dóttir varð í öðru sæti en þau eru
bæði í Siðuskóla. Félagarnir úr
Glerárskóla, Fannar Jens Ragn-
arsson, sem varð í þriðja sæti og
Daði Kristjánsson sem varð í 4.
sæti komu þar á eftir en Hólm-
fríður Rósa Jóhannsdóttir úr
Brekkuskóla varð í 5. sæti.
Það var Junior Chamber á
Akureyri sem stóð að venju fyrir
keppuinni en Hjörtur H. Jónsson
sögn Aðalsteins að það væri ekki
þorandi. Kvótinn á vertíðinni er
1.500 tonn. Þá var komið inn á
byggðakvóta sem mikið hefur verið
til umræðu, en þingmenn sögðu
engu hægt að lofa þar um, enda
myndi slíkur kvóti ekki settur á
fyrr en í fyrsta lagi á næsta fisk-
veiðiári.
„Staðan eftir fundinn með þing-
mönnunum er óbreytt, það liggui'
ekki annað fyrir á þessari stundu en
að rækjuvinnslunni verði lokað í
maí og fram í október, en við erum
samt ekki búin að missa alla von og
trúum því enn að það takist með
einhverjum hætti að finna lausn,“
sagði Áðalsteinn. Hann sagði að
áhersla væri lögð á að unnið yrði
hratt í málinu enda stutt í lokun
verksmiðjunnar. Vegna veðurs að
undanförnu gæti vertíðin þó dregist
eitthvað fram í maí.
samdi prófið og var dómari
keppninnar. íslandsbanki og
Tæknival gáfu verðlaunin, auk
þess sem Isiandsbanki gaf happ-
drættisvinning. Eftir keppni var
nemendum boðið að þiggja veit-
ingar í boði Greifans og Olgerðar
Egils.
Á myndinni eru ungmennin
sem þátt tóku í stærðfræðikeppn-
inni að þessu sinni.
Morgunblaðið/Kristján
Nemendur Síðuskóla bestir í stærðfræði
Karlakór Eyjafjarðar
Tónleikar til styrkt-
ar minning’arsjóði
Söng-
skemmtun
í Laugaborg
KARLAKÓR Eyjafjarðarsveitar
heldur söngskemmtun í félags-
heimilinu Laugaborg í Eyjafjarð-
arsveit laugardaginn 17. apríl kl.
21. Á efnisskrá era sönglög í öllum
regnbogans litum, íslensk og er-
lend. Kórinn flytur ásamt ein-
söngvuram og hljómsveit m.a. Píla-
gn'makórinn úr Tannháuser eftir
Wagner og Prestkórinn úr aríu
Sarastros, Ó ísis og Ósíris, úr
Töfraflautunnni eftir Mozart.
Einsöngvarar era Bryngeir
Kristinsson, Hjalti Þórólfsson, Jó-
hannes Gíslason, Snorri Snorrason
og Valur Daníelsson. Auk þess
syngur Þuríður Baldursdóttir með
kórnum en hún er raddþjálfari
hans. Undirleik annast Daníel Þor-
steinsson, Eiríkur Bóasson, Hann-
es Þ. Guðrúnarson og Rafn Sveins-
son. Stjórnandi er Atli Guðlaugs-
son.
TÓNLEIKAR til styrktar minn-
ingarsjóði um Þorgerði S. Eh'íks-
dóttur verða haldnir í sal Tónlistar-
skólans á Akureyri á morgun, laug-
ardaginn 17. apríl kl.17.
Þorgerður lauk burtfararprófi
frá Tónlistarskólanum á Akureyri
og var nýkomin til Lundúna í
framhaldsnám er hún lést af slys-
förum í febrúar árið 1972. Ári síð-
ar stofnuðu aðstandendur hennar
ásamt Tónlistarskólanum og Tón-
listarfélagi Akureyrar minningar-
sjóð til að styrkja efnilega nem-
endur frá Tónlistarskólanum á
Akureyri til framhaldsnáms. Tón-
leikar eru helsti vettvangurinn til
að styrkja sjóðinn auk þess sem
hann hefur tekjur af sölu minning-
arkorta.
Á tónleikunum koma fram kenn-
arar við Tónlistarskólann á Akur-
eyri auk nemenda á efri stigum og
flytja fjölbreytta dagskrá. Á tón-
leikunum verða flutt atriði úr
„Brúðkaupi Fígarós" en óperan er
nú æfð í óperudeild skólans og
verður frumflutt 19. maí næstkom-
andi.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis en tekið er á móti frjálsum
framlögum í sjóðinn.
Qlafsfjörður
Ráðið í stöður
Ólafsífjörður. Morgunblaðið.
Á FUNDI bæjarráðs Ólafsfjarðar í
gær voru lögð fram fjögur nöfn um-
sækjenda um starf íþrótta- og
æskulýðsfulltrúa í Ólafsfirði, en þeir
era Páll Guðmundsson, Ólafsfirði,
Gunnlaugur Helgason, Reykjavík,
Ólafur Þorbergsson, Sauðárkróki
og Erlingur Arnarsson, Seltjarnar-
nesi.
Þá lágu einnig fyrir tvær um-
sóknir bæjartæknifræðings, frá
Guðjóni Ragnarssyni, Reykjavík og
Hauki Kristjánssyni, Reykjanesbæ.
Bæjarráð fjallaði um umsóknirn-
ar á fundi sínum í gær en ráðið
verður í stöðurnar fljótlega.