Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 6

Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 6
6 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfsemi Landsvirkjunar skipt í tvennt um áramót Hlutafélagsrekstur er til skoðunar Morgunblaðið/Golli FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, tókust í hendur í upphafí samráðsfundar fyrirtækis- ins í gær, en í ræðum beggja mátti greina mikinn áhuga á að orkuiðnaður hérlendis færðist nær almennum markaðslögmálum. LANDSVIRKJUN hyggst skipta starfsemi sinni um næstu áramót í framleiðslusvið annars vegar og flutningasvið hins vegar og verða sviðin með aðskilið bókhald og tvær gjaldskrár. Þetta kom fram í máli Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, á samráðsfundi fyrirtækisins í gær. Friðrik segir að á næsta ári eigi með þessari breyt- ingu að fást nægileg reynsla til að fyrirtækið geti lagað starfsemi sína að tilskipun Evrópusambandsins um aðskilnað flutnings- og aðveitu- kerfís raforku frá vinnslu og sölu á árinu 2001, þegar hún tekur gildi hér á landi eins og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. í máli Friðriks kom einnig fram að Landsvirkjun lætur um þessar mundir kanna með rækilegum hætti hvaða afleiðingar, meðal annars skattalegar, það hefði í för með sér ef fyrirtækið væri rekið í hlutafé- lagsformi. Friðrik benti á að á loka- dögum Aiþingis í vor voru gerðar breytinar á lögunum sem snerta Landsvirkjun, meðal annars í þá veru að fyrirtækið getur auk þess að eiga hlut í erlendum fyrirtækj- um, átt hlut í innlendum fyrirtækj- um sem annast rannsóknar- og þró- unarverkefni. Þá er Landsvirkjun heimilt að eiga aðild að fyi-irtækjum sem annast framleiðslu, flutning, dreifíngu og sölu orku. Viðræður eigenda undirbúnar „í lögunum felst hvorki heimild til eignaraðildar að fyrirtækjum á öðrum sviðum né til að taka að sér ráðgjöf og verktöku hér á landi í samkeppni við önnur fyrirtæki á al- mennum markaði. Engu að síður er hér um að ræða heimildir sem krefjast þess að Landsvirkjun móti skýra stefnu um framtíðarhlutverk sitt og hvernig hátta skuli þátttöku í öðnim félögum. Víða annars staðar hafa raforkuframleiðslufyrirtæki haslað sér stærri völl og fært út kví- arnar í breyttu rekstrarumhverfi og bjóða nú þjónustu á fleiri sviðum. Hvort sú verður niðurstaðan skal ósagt látið að svo stöddu," segir Friðrik. Hann kvaðst þó telja ljóst að fyr- irsjáanlegar breytingar á raforku- sviðinu bjóði upp á ný tækifæri og geti gjörbreytt stöðu og hlutverki Landsvirkjunar á næstu árum. „Þess vegna er eðlilegt að fyrirtæk- ið skoði málin frá öllum hliðum og undirbúi þannig viðræður milli eig- enda um framtíð fyrirtækisins, en þær eiga samkvæmt fyrirliggjandi sameignarsamningi að leiða til nið- urstöðu fyrir árslok 2003.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, kvaðst í ræðu sinni þeirrar skoðun- ar að hætta verði að líta á orkugeir- ann sem framlengingu á í-íkis- og sveitarstjórnarsviðinu, ætli menn sér að gera orkugeirann að framtíð- aratvinnuvegi fyrir Islendinga og að hann haldi áfram að byggja sig upp sem meginstoð undir lífskjör hér- lendis. „Ríkið er að átta sig á þessu nú þessi árin. Ég hef hins vegar ákveðnar efasemdir um sveitarfé- lögin. Þar á bæ virðist vera tilhneig- ing til þess að líta á breytingar í orkugeiranum sem tækifæri til þess að hverfa að nokkru til fyrri tíma, þar sem hver virkjar og dreifir orku fyrir sig,“ segir Jóhannes Geir. Orkugeirinn „fyrirtækjavæddur" Hann kvaðst þeirrar skoðunar að „fyrirtækjavæða“ ætti orkugeir- ann til þess að ná þar fram aukinni hagkvæmni og ekki síður til að leysa úr læðingi það afl sem væri óbeislað í greininni sjálfri og kynni að fela í sér mikil verðmæti. Hann lét hugann reika um framtíðarsýn sína í þessum efnum en gat þess að hann gæti leyft sér að setja fram slíkar skoðanir án þess að túlka þyrfti þær sem stefnu þess fyrir- tækis sem hann væri í forsvari fyr- ir. „Ég get séð fyrir mér að orku- geirinn verði allur settur í hlutafé- lög. Fyrst um sinn að fullu í eigu núverandi eigenda. í þeirri flóru sé ég Landsvirkjun fyrir mér sem fyr- irtækjasamstæðu með starfsemi í orkuframleiðslu, flutningi og ráð- gjöf á þessum sviðum bæði á inn- lendum og erlendum markaði. Ég get séð þetta gerast á þann hátt að framleiðslusvið Landsvirkjunar verði „risinn“ í orkuframleiðslunni. Þar mætti hugsa sér að því litla fyr- irtæki sem Landsvirkjun hefur nú stofnað í samvinnu við aðra í orku- geirandum og ber nafnið íslensk orka ehf. yxi fískur um hrygg sem öflugu fyrirtæki í jarðvarmavinnslu á Norðausturlandi, þar sem Lands- virkjun legði inn sem stofnfé Kröfluvirkjun og undirbúnings- vinnu í Bjamarflagi og yrði væntan- lega meirihutaeigandi. Ég get séð fyrir mér að öflugu veitumar á suðvesturhominu, Hita- veita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkurborgar, tengist sterk- um eignaböndum í tveim fyrirtækj- um, annars vegar í framleiðslu og hins vegar í dreifingu. Ég sé fyrir mér meginflutningakerfi landsins sem hlutafélag í eigu þeirra aðila sem nú eiga flutningslínur yfir 30 kV. Um leið og það gerist þarf að liggja fyrir lausn á því hvemig stað- ið verður að dreifíngu rafmagns á strjálbýlli svæðum." Umsvif erlendis hugsanleg „Ég get séð fyrir mér að þau fyr- irtæki sem ég hef nefnt hér að framan tengist frekari eignabönd- um, m.a. í fyrirtæki á sviði ráðgjafar og framkvæmda sem gæti eitt sér eða í samvinnu við erlend fyrirtæki tekið að sér ráðgjöf og framkvæmd- ir á erlendri grund og jafnvel átt þar og rekið starfsemi á þessu sviði,“ segir Jóhannes. Skoðanakönnun DV Samfylking-- in tapar FYLGI Samfylkingarinnar er á niðurleið en Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri hreyfingin - grænt framboð bæta við sig, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar DV á fylgi stjómmálaflokkanna sem fram- kvæmd var síðasta vetrardag. Hins vegar era 27,5% óákveðin og 10,1% neitaði að svara. í könnuninni fékk Samfylkingin 24,1%, en fékk 31,9% í síðustu könnun DV, 18. mars. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk 43,6% en fékk í síð- ustu könnun 39,9%, Framsóknar- flokkurinn 17,9%, en var með 18,6%, Frjálslyndir 4,5%, en vora með 2,6% og VG 8,8%, en vora með 6,1%. Nauðsynleg áhugafólki um garðrækt • Jafnt fyrir byrjendur sem vana garðyrkjumenn. • 550 blaðsíður í stóru broti. • 3.000 litmyndir og skýringarteikningar. Sannkölluð alfræði garð <> FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Verðskrá Mánaðar- Frímínútur gjald á mánuði TALfrelsi 0 0 26,00 14/11 10,00 FríTAL kr. 500 0 22,00 10,00 10,00 AITAL 600 0 19,00 14,00 10,00 TímaTAL 30 990 309 19,00 14,00 10,00 TímaTAL 60 1.500 60 18,00 13,50 10,00 TímaTAL 200 3.500 200 15,00 12,50 10,00 TímaTAL 500 7.000 500 14,00 11,50 10,00 TímaTAL 1000 12.500 1.000 13,00 10,50 10,00 Verð, kr Dagtími TAL-GSM Kvöld-og í TAL GSM helgartími Mínútuverð Verðskrá LANDSSÍM! ÍSLANDS HF Kvöld-, nætur og helgartaxti Mánaðar- Alm. kerfið Innan Alm. kerfið Innan gjald og NMT GSM kerfis og NMT GSM kerfis Frístundaáskrift kr. 450 22,00 20,00 10,00 9,00 Almenn áskrift 550 18,00 16,00 13,00 12,00 Stjórnendaáskrift 1.250 13,00 11,00 11,00 10,00 Landssíminn og Tal Bæði fyrirtækin hafa lækkað verð undanfarið BÆÐI Tal og Landssíminn hafa lækkað gjaldskrár sínar vegna sím- tala í GSM-símkerfinu að undan- förnu. Tal lækkaði gjaldskrá sína á sumardaginn fyrsta í kjölfar lækk- unar Landssímans sem tók gildi um miðjan mánuðinn, en lækkunin var kynnt um síðustu mánaðamót. Svo dæmi séu tekin kostar mínútan nú 19 kr. á dagtíma hjá Tal miðað við 600 kr. mánaðargjald, en 18 kr. hjá Landssímanum á dagtaxta mið- að við 550 kr. mánaðargjald. Flókið er að bera saman verð- skrámar þar sem margs konar not- endapakkar eru í boði með mismun- andi þjónustu innifalinni, auk þess sem mínútuverðið er mishátt eftir því hvenær sólarhringsins hringt er eða hvort hringt er innan GSM-kerf- isins eða í almenna símkerfið. Eftir verðlækkunina hjá Tal er verðið á mínútunni á dagtíma frá 13 kr. og upp í 26 kr. eftir því hversu hátt mánaðargjald greiti er. Verðið á kvöld- og helgartíma er frá kr. 10,50 og upp í 14 kr., en ef hringt er úr Tal GSM-síma í Tal GSM-síma er verðið á mínútuna í öllum tilvikum 10 kr. Hægt er að velja um átta ólíka þjónustuflokka og er mánaðargjaldið frá því að vera ekkert upp í 12.500 kr. hæst, en þá eru innifaldar þúsund frímín- útur á mánuði. Hjá Landssímanum er verðið ólíkt eftir því hvort hringt er í almenna kerfíð og NMT-kerfið eða hvort hringt er innan GSM-kerfisins. I fyri'a tilvikinu er verðið á dagtaxta frá 13 kr. upp í 22 kr. eftir fjárhæð mánaðargjalds og á kvöld og helgar- taxta 10 kr. til 13 kr. í hinu tilvikinu, þegar hringt er innan GSM-kerfisins er verðið frá 11 kr. upp í 20 kr. á dagtaxta, en á kvöldtaxta frá 9 kr. og upp í 12 kr. Mánaðargjaldið er frá kr. 450 og upp í 1.250 kr. Andlát RICHARD BJÖRGVINSSON RICHARD Björgvins- son, fyrrverandi bæj- ai-fulltrúi í Kópavogi, er látinn á 74. ald- ursári. Richard var bæjarfulltrúi í Kópa- vogi fró 1974 til 1990 og sat í bæjarráði í mörg ár. Richard fæddist á ísafirði 1. ágúst 1925. Hann var sonur Björg- vins Bjarnasonar út- gerðamanns og Elínar Samúelsdóttur hús- móður. Hann varð stúdent frá MA 1946 og lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla ís- lands 1953. 1950 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónínu Júlíusdótt- ur, og áttu þau fjögur börn saman. Riehard var endurskoðandi bæjar- reikninga Kópavogs 1965-1974 og sat í ýmsum nefndum fyrir bæjar- félagið á vegum Sjálf- stæðisflokksins á sama tíma. Hann var í stjórn Heilsugæslu- stöðvar Kópavogs, í stjórn Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborg- arsvæðinu 1976-1983 og formaður frá 1982-1983. Hann var í stjórn Sjálfstæðisfé- lags Kópavogs 1966-1974 og formað- ur 1973-1974. Hann vann á fjármálaskrif- stofu Alþingis frá 1991-1998. Hann stundaði eig- in atvinnurekstur og rak með fóður sínum Niðursuðu- og hraðfrystihús Langeyrar um áratuga skeið. Fyrirtækið vann hinar ýmsu sjávarafurðir til út- flutnings og sá síðan um útflutning á sjávarfangi eftir að eiginlegum rekstri lauk. Richard Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.