Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 11 Morgunblaðið/Árni Sæberg JON Þórðarson, formaður Apótekarafélags Islands, afhendir Þóri Haraldssyni, aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra, og Sigurði Guð- mundssyni landlækni eintök af nýrri útgáfu Islensku lyfjabókarinnar. Islenska lyfjabókin kemur út í fjórða sinn Ný og endur- bætt útgáfa UPPLÝSINGAR um mörg hundruð ný lyf er að finna í nýrri útgáfu ís- lensku lyfjabókarinnar sem nú er komin út í fjórða sinn. Bókin kom síðast út 1992 en í nýju útgáfunni hefur fjöldi lyfja fallið út og upplýs- ingar um önnur hafa breyst. Þá eni í bókinni nýir kaflar, m.a. um breyt- ingaskeið kvenna og um náttúru- lækningar. A kynningarfundi kom fram að nýr aðili stendur að útgáfu bókar- innar, í höndum Lyfjabókaútgáf- unnar ehf. Apótekarafélag Islands keypti útgáfuréttinn af frumkvöðl- um bókarinnar, Helga Kristbjarn- arsyni, Magnúsi Jóhannssyni og Bessa Gíslasyni, og gefur hana nú út í tilefni af 70 ára afmæli félags- ins. Jón Þórðarson, formaður Apó- tekarafélagsins, og jafnframt for- maður núverandi ritstjórnar, þakk- aði fyrverandi aðstandendum fyrir aðstoð við nýju útgáfuna. Auk ritstjóra hefur fjöldi iækna og lyfjafræðinga komið að þessari fjórðu útgáfu Islensku lyfjabókar- innar. Að sögn Jóns er bókin byggð á sama grunni; í bókinni eru núna öll ski'áð lyf og hafa nú bæst við um 340 ný. „Þá er búið að bæta við nýj- um köflum um náttúrulyf og nátt- úruvörur; um hormón og breyting- arskeið kvenna. Kafli um hjarta- og blóðþrýstingslyf hefur verið bættur. Kaflinn um ferðamenn, bólusetning- ar og ónæmisaðgerðir hefur verið endurskoðaður af landlækni. Þá er nýr kafli um nýjungar í lyfjameð- ferð.“ Jón benti ennfremur á kafla um bólusetningar sem skýrir nákvæm- lega hvernig ætlast er til að bólu- setningar fari fram. „Þetta er atriði sem fólk veit almennt lítið um,“ sagði Jón. Hann gat einnig um upp- færðan og endurbættan lausasölu- lyfjalista. „Hann er áhugaverður fyrir þá sem viija vita hvaða lyf þeir geta keypt án lyfseðils,“ sagði Jón. Að öðru leyti er Islenska lyfja- bókin áþekk og hún hefur verið, að sögn Jóns. Bókin sé fyrst og fremst uppsláttarbók með möguleikum' að aíla sér frekari vitneskju. Islenska lyfjabókin, sem er 640 síður, fæst í apótekum og ýmsum bókaverslunum. í apótekum kostar bókin 2.990 krónur og þar gefst þeim sem eiga eldri útgáfu bókarinnar kostur á að skila henni og fá nýju bókina með afslætti, eða á 1.990 kr. Sigmundur Guðbjarnason tekur áskor- un Kára Stefánssonar Vilja að kappræðurnar fari fram í sjónvarpssal SIGMUNDUR Guðbjarnason, for- maður Mannverndar, samþykkti í gær í bréfi til Kái'a Stefánssonar, forstjóra Islenskrar erfðagi'eining- ar, að taka áskorun hans um að mæta til kappræðna um lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði. I bréfinu segist Sigmundur kjósa að þeir Kári ræðist við í sjónvarpssal í beinni útsendingu um næstu mán- aðamót. I samtali við Morgunblað- ið tók Kári undir að besti kosturinn væri sá ef kappræðurnar færu fram í sjónvarpssal. I bréfi sínu til Kára segii' Sig- mundur m.a.: „Ég undrast ósannar og órökstuddar fullyrðingar þínar um að fulltrúi Mannverndar hafi verið að_níða IE hjá fjármálastofn- unum. Ég þakka hins vegar boð þitt til umræðufundar um gagna- grunninn. Ég vil gjarnan fá tæki- færi til að afla meiri upplýsinga frá þér um fyrirhugaðan gagnagiunn og svo er um fleiri landsmenn." Viðurkennir að hafa varað fjár- málafyrirtæki við IE „Einn ötulasti talsmaður Mann- verndar, Skúli Sigurðsson, viður- kennir í samtali við Dag í morgun að hann hafi ásamt kollega sínum, dr. Alfreð Arnasyni, farið á fund fjármálafyrirtækis og varað það við Islenskri erfðagreiningu sem fjárfestingarkosti," sagði Kári Stefánsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það er auðvitað hreinn orðhengilsháttur að halda því fram að slíkar erindagjörðir séu óháðar Mannvernd, enda mennirnir þar innstu koppar í búri.“ „Ég fagna því hins vegar að Sigmundur vilji hitta mig I kapp- ræðum. Sjónvarpssalur væri besti kosturinn ef hann stendur okkur til boða. Aðalatriðið er hins vegar að tími verði nægur til þess að ræða málið ofan í kjölinn og auð- vitað hefði verið best ef formaður Læknafélagsins hefði treyst sér til þessa fundar einnig. Hann getur ekki í öðru orðinu Jarætt fyrir að standa í stríði við Islenska erfða- greiningu og staðið samtímis að baki langri greinargerð og margra klukkustunda umræðum á fundi alþjóða læknafélagsins, þar sem stór hluti greinargerðarinnar og mikill hluti af umfjöllun er um fyr- irtækið. Það er að vissu leyti óá- byrgt og í alla staði út í hött hjá formanni læknafélagsins að víkja sér undan þessum fundi,“ sagði Kári. FRÉTTIR DAGBOK Sjálfstæöisflokkurinn á Vestfjörðum Eyþór Arnalds fundar með ungu fólki • Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri Oz, verður á fundi Sjálfstæð- isflokksins í Edinborgarhúsinu á sunnudag kl. 15 og er fundurinn ætlaður ungu fólki á Vestfjörðum. Á fundinum „gefst tækifæri til að hlusta á og ræða við Eyþór Arn- alds um hvað er helst að gerast á sviði tölvu- og fjarskiptatækni og hvaða möguleikar standa okkur tii boða,“ segir í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Þá mun Einar Snorri Magnússon frá Þróunarfélagi Vestfjarða fjalla um hvaða nýir atvinnumöguleikar munu bjóðast á svæðinu í upphafi nýrrar aldar og Kristrún Lind Birg- isdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Önundarfjarðar, mun m.a. velta fyrir sér væntingum og möguleikum ungs fólks á Vest- fjörðum. Kosninga- vefur ÍU • íslensk upplýsingatækni hefur nú sett upp kosningavef sem bein- ir sjónum sínum að kosningabar- áttunni á Vesturlandi. Viðræður eru í gangi um þátt- töku allra stjórnmálaflokkanna í þessum vef. Slóðin er http://www.kasm- ir.is/x99 Fundur um vimuefnavand- ann • Landssamband framsóknar- kvenna boðar til fundar um vímu- efnavandann í Kornhlöðunni laug- ardaginn 24. apríl kl. 14. Á fundinum kynnir Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Vímuvarnaráðs nýjar áherslur í vímuvörnum og Guðmundur Guð- jónsson yfirlögregluþjónn kynnir nýjungar í löggæslumálum. Sigur- björg Björgvinsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins á Reykjanesi kynnir síðan áherslur leikmanns. í hléi syngur Margrét Ásgeirsdóttir sópran ísiensk lög við undirleik Kolbrúnar Ó. Óskarsdóttur. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Stjórnandi umræðna verður Jó- hanna Engilbertsdóttir formaður LFK. Samfylkingin í Reykjavík Málefni útlendinga á íslandi • Málefni útlendinga á íslandi verða til umfjöllunar á sérstökum fundi Samfylkingarinnar í Reykja- vík á sunnudag kl. 14 í Ármúla 23. Stjórnendur verða þau Guðrún Ögmundsdóttir og Heimir Már Pét- ursson, frambjóðendur Samfylking- arinnar til Alþingis. Ingibjörg Hafstað flytur erindi um útlendinga á íslandi. Guðjón Atlason fjallar um atvinnuréttindi innflytjenda. Síðan verða fyrir- spurnir og umræður. Inn á milli verður skotið léttum dagskrárat- riðum. Tii dæmis mun danshópur- inn Extremety frá Filippseyjum sýna listir sínar. Borgarafundur með ungum frambjóðendum • JCI, Junior Chamber ísiand, boð- ar til borgarafundar í Háskólabíói í dag kl. 14. Yfirskrift fundarins er: Hvað ætla flokkarnir að gera fyrir ungt fólk á nasta kjörtímabili? Fyrir svörum verða ungir fram- bjóðendur allra stjórnmálaflokk- anna. Á fundinum verður óvænt uppákoma þar sem frambjóðendur fá erfitt verkefni að glíma við. Undirbúningur og stjórn fundar- ins er aifarið í höndum Junior Chamber íslands. Samfylkingin í Reykjavík Málefni eldri borgara til umræðu • Málefni eldri borgara verða til umræðu í kosningamiðstöð Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, Ármúla 23, í dag, laugardag, kl. 14. Þing- mennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir verða á fundinum og fara yfir stefnu Samfylkingarinnar í þessum málum. Jóna Einarsdóttir harmon- ikkuleikari og Jóhannes Kristjáns- son eftirherma létta fundarmönn- um lund. Framsóknar- samba á Suðurlandi • Nú þegar kosningar nálgast óð- fluga grípa frambjóðendur til ým- issa ráða í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér og flokknum. Einn þessara frambjóðenda er ísólfur Gylfi Pálmason, sitjandi þingmaður Sunnlendinga fyrir Framsóknarflokkinn. ísólfur Gylfi tók sig til og samdi „Framsóknarsömbu", lag í suðræn- um anda. Hann samdi sjálfur lag og texta og tók upp ásamt Helga Hermannssyni í stúdíói þess síðar- nefnda á Hvolsvelii. ísólfur Gylfi færði Útvarpi Suð- urlands fyrsta eintak disksins við mikla viðhöfn þegar vinnslu á honum var lokið. Hann var ánægður með útkomuna og von- ast til þess að lagið muni blása Sunnlendingum framsóknaranda í brjóst. Ungir framsóknarmenn A Itreka breyt- ingar á nú- verandi skattalögum FUNDUR miðstjórnai- Sambands ungra framsóknarmanna, sem hald- inn var 10. apríl sl., lýsir yfír ánægju með áherslu Framsóknarflokksins á menntamál í verkefnaskrá flokksins fyrir næsta kjörtímabil og hyggst beita sér af alefli fyrir efndum þeh'ra fyi'irheita sem þar koma fram fái flokkurinn fylgi til þess að taka þátt í næstu ríkisstjórn. Ungir framsóknarmenn hafa einnig samþykkt að ítreka kröfur sínar um breytingar á núverandi skattalöggjöf og vilja að hún verði endurskoðuð „svo hún styrki fjöl- skylduna í stað þess að sundra henni“. „A kjörtímabilinu sem er að líða fór lítið fyrir efndum í jaðarskatta- málum, sem báðh' ríkisstjórnarflokk- arnir lofuðu fyrir síðustu kosningar. Jaðarskattanefnd forsætisráðherra lagði upp laupana án þess að gera til- lögur um úrbætur til að draga úr jaðaráhrifum skatta og fjármálaráð- heira hefur ekki heldur léð máls á breytingum. Tekjutengingar barna- bóta fólu í sér aukna skattbyrði hjá barnafólki með meðaltekjur og þar yfír. Núverandi skattkerfi er fjand- samlegt hjónum og samvistarfólki og hvetur til skilnaða," segir einnig i samþykkt ungra framsóknarmanna. Lloyds-TSB leitar út BRESKI bankinn Lloyds-TSB er á höttunum eftir samstarfs- aðila í bankageiranum utan Bretlands. „Það er ekkert leyndarmál að við myndum vilja stækka með samruna eða kaupum á tryggingafyrirtækj- um, fbúðalánasjóðuin og svip- uðum aðilum,“ segir Peter Ellwood aðalbankastjóri Lloyds-TSB. Hann bætti við að allir stórir samningar af því taginu niyndii líklega verða stöðvaðir af sam- keppnisyfirvölduin í Bretlandi, þar sem engum einum aðila er leyft að ráða yfír meiru en 25% af neinum einstökum hluta fjár- málageirans. Suðurland Ungt Sam- fylkingarfólk stofnar félag VAKNING, félag ungs Samfýlk- ingai'fólks á Suðurlandi, var stofnuð á Selfossi 21. apríl sl. Samkvæmt upplýsingum félags- ins hafa um eitt hundrað manns gerst stofnaðilar að félaginu. Olav Veigar Davíðsson var á fundinum kjörinn fýrsti foiTnað- ur Vakningar á Suðurlandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.