Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 23

Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 23
ESSEM M MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 23 Dctgur1 nnxhxrerfiöin* VIÐBURÐIR Á DEGI UMHVERFISINS 1999 • Akranes Dagskrá við Blautós: Umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar býður bæjarbúum á fyrirlestur um fuglalíf, fuglaskoðun og skoðunarferð út á Innsta-Vogsnes. Kl. 14:00 Fuglalíf Blautóssins, Guðmundur A. Guðmundsson frá Fuglaverndarfélagi Islands heldur erindi í félagsheimili hestamanna Æðarodda. Kl. 15:30 Gengið frá Æðarodda út á Innsta-Vogsnes undir leiðsögn kunnugra. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lýsa 25. apríl ár hvert sérstakan Dag umhverfisins. Þessi dagur er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins og er hugsaður sem hvatning til skólafólks og almennings að kynna sér betur samskipti manns og náttúru. Dagurinn er einnig tækifæri fyrir stjórnvöld, félagasamtök og fjölmiðla til að efla opinbera umræðu um umhverfismál. Pað er von umhverfisráðuneytisins að sem flestir haldi upp á Dag umhverfisins, svo sem með þátttöku í einhverjum þeim viðburðum sem efnt er til í tilefni dagsins eða með því að heimsækja Umhverfisvefinn, en þar eru tengingar við yfir 100 íslenskar vefsíður um umhverfismál. Skoðaðu umhverfisvefinn www.umvefur.is UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ • Árborg Umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd vilja í tilefni dagsins hvetja íbúa Árborgar til að skilja bílinn eftir heima sé það mögulegt. Jafnframt hvetja nefndirnar til almennrar útivistar í sveitarfélaginu enda er fjölbreytt dagskrá í boði, sem hefst kl. 10:00 með skokki frá heilsuræktarstöðinni Styrk og fræðslugöngu frá ráðhúsi Árborgar um Hellisskóg. Ókeypis samgöngur eru í boði á milli þéttbýlissvæða Árborgarsvæðisins. • Egilsstaðir Félag um verndun hálendis Austurlands heldur fund með frambjóðendum til Alþingis í Golfskálanum að Ekkjufelli kl. 14:00 þar sem þeir kynna stefnu flokka sinna i málefnum hálendisins. • Hólmavík Opinber umræðufundur með umhverfisnefnd Hólmavíkurhrepps verður í Félagsheimilinu á Hólmavik, kl. 16:00. • Hveragerði/Ölfushreppur Opið hús verður í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í tilefni 60 ára afmæli skólans. Undirritaður verður samningur um umhverfisátak kl. 15:00. • Reykjavfk Umhverfisráðherra afhendir viðurkenningar ráðuneytisins til fyrirtækja og fjölmiðla á Café Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal kl. 13:00. • Reykjavfk Fuglaverndarfélag fslands í samstarfi við Magnús Magnússon býður almenningi á kvikmyndasýningu í Bíósal Hótel Loftleiða (við ráðstefnusali í Suðurálmu). Frumsýnd verður kvikmyndin Undir smásjánni - Mývatn, sem fjallar um lífríki Mývatns og starf Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Sýningartími er kl. 16:00 fyrir almenning (boðsgestir ki. 14:00). Einnig verður sýnd kvikmyndin Hinn helgi örn. • Reykjavfk Sýningunni Samspil Manns og Náttúru í Perlunni lýkur á Degi umhverfisins, 25. apríl og er opin frá 13:00-18:00 þann dag. Fjölmörg fyrirtæki og samtök taka þátt í sýningunni, en á henni er kynnt vara og þjónusta sem teljast má umhverfisvæn, auk þess sem fyrirlestrar um umhverfismál verða á dagskrá. Á Degi umhverfisins kynna m.a. Umhverfisverndarsamtök (slands og Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd starfsemi sína á sýningunni. • Reykjavfk/Suðurnes Ferðafélag íslands verður með tvær ferðir í tilefni dagsins. Kl. 10:30 Hvalsnes - Básendar - Djúpivogur. Gengið um gamla þjóðleið á Suðurnesjum. Kl. 13:00 Stafnes - Básendar - Sandgerði. Fjölskylduferð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.