Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fundur leiðtoga NATO 1 Washingion „Ljúkum verkinu þótt það reynist erfitt og tímafrekt“ NOKKRIR af leiðtogum NATO klappa við setningu fundarins í Washington í gær. Á myndinni eru: Davíð Oddsson forsætisráðherra, Jacques Chirac Frakklandsforseti, Vaclav Havel, forseti Tékklands, Bill Clinton Bandaríkjaforseti, Javier Solana, framkvæmdasljóri NATO, og Suleyman Demirel, forseti Tyrklands. Eindrægni og samstaða einkenna viðræður á leiðtogafundi NATO að sögn talsmanns banda- lagsins. Asgeir Sverris- son er í Washington og fylgist með fundinum. JAMIE Shea, talsmaður Atlants- hafsbandalagsins (NATO), sagði á blaðamannafundi í Washington í gær að leiðtogar aðildaríkjanna 19 væru algjörlega sammála um nauðsyn þess að herförinni gegn Serbum í Kosovo lyki með sigri. Talsmaðurinn lét þessi orð falla er leiðtogamir ræddu um átökin í Kosovo en það var fyrsta málið á dagskrá þriggja daga fundar leiðtoga NATO sem hófst í Washington í gær. Kvað Shea mikla eindrægni og samstöðu ein- kenna viðræður leiðtoganna. ,jUgjör eining ríkir um að ljúka þessu verkefni og skiptir þá engu hversu erfitt það reynist né hversu tímafrekt,“ sagði Shea á blaða- mannafundi í Ronald Reagan-bygg- ingunni í miðborg Washington, en þar og í nálægum byggingum fara fundahöldin fram. „Við ætlum ekki að láta Slobodan Milosevic komast upp með þetta,“ bætti hann við en Milosevie Júgóslavíuforseta lýsti talsmaðurinn sem „einræðisherra“ sem níddist á þeim sem væru „minnimáttar" og stefndi að því að raska stöðugleika í nágrannaríkjun- um. Talsmaðurinn lét engar yfrlýsing- ar falla sem vísað gátu til þess að NATO hygðist hefja landhernað gegn sveitum Serba í Kosovo. Miklar getgátur og vangaveltur í þá veru hafa einkennt upphaf leiðtogafund- arins í Washington þar sem 50 ára afmæli bandalagsins er jafnframt fagnað. Þrátt fyrir fyrirferðai-mikinn fréttaflutning af hugsanlegum land- hernaði NATO í Kosovo hefur ekk- ert komið fram sem bendir til þess að leiðtogar aðildarríkjanna muni samþykkja slíka ákvörðun á fundin- um í Washington. „Tíminn vinnur með okkur“ Raunar fullyrti talsmaður banda- lagsins að loftárásir NATO væru að skila árangri. „Engin ástæða er til að breyta þeirri herfræði sem við höfum fylgt, hún er sú eina sem skila mun árangri,“ sagði Shea og bætti við að aðrir kostir, einfaldari og fljótvirkari, væru ekki fyrir hendi í Kosovo-deil- unni. „Við þurfum að sýna fram á að tíminn vinnur með okkur.“ Shea tók fram að NATO teldi að þörf væri á því að efla enn frekar herstyrkinn í nágrenni Kosovo og minnti á að öflugar árásarþyrlur af Apache-gerð hefðu nú verið búnar til átaka. Jafnframt hygðist NATO áfram ráðast beint að „taugakerfi“ einræðisstjómar Milosevic með áframhaldandi árásum á svonefnd „pólitísk skotmörk“ svo sem sjón- varpsstöðvar og stjómarbyggingar. Ennfremur þyrfti að tryggja að olíu- birgðir kæmust ekki til Serbíu. „Þolir mikið mótlæti" Mai-gir fréttaskýrendur og sér- fræðingar hafa lýst undrun sinni yfir því hversu mjög átökin hafa dregist á langinn. Jamie Shea vék að þessu og sagði að Milosevic væri „einræð- ishema sem þolfr mikið mótlæti". „Það breytfr hins vegar engu um nauðsyn aðgerðanna og allir hafa leiðtogarnir sagt að NATO megi ekki við ósigri í þessum átökum.“ I máli talsmannsins kom fram að NATO hefur eyðilagt sjötíu júgóslavneskar flugvélar frá því að átökin hófust. Pimm hafa verið skotnar niður. Þá fullyrti Shea að NATO hefði tekist að granda um 40% af loftvarnaskotpöllum Jú- góslavíuhers. NATO hefði tekist að tryggja sér algjöra yfirburði í lofti. Hátíðleg athöfn í gær var þess einnig minnst með hátíðlegum hætti að fimmtíu ár eru um þessar mundir liðin frá því Atl- antshafsbandalagið var stofnað. Fór sú athöfn fram í svonefndu Mellon Auditorium í gamalli stjómarbygg- ingu, Old Customs Building, stein- snar frá Hvíta húsinu. Þar var Atl- antshafssáttmálinn, stofnskrá NATO, undiiTÍtaður 4. apríl 1949. Athöfnin einkenndist af formfestu og hátíðleika. Hún hófst með því að fánar aðildarríkjanna, sem nú eru orðin nítján eftir inngöngu Tékk- neska lýðveldisins, Póllands og Ung- verjalands, voru bornir inn undfr lúðrablæstri í þeirri röð sem löndin gengu í bandalagið. Síðan flutti hver leiðtoganna stutt ávarp og mynda- taka fór fram. Um kvöldið snæddu leiðtogamir og makar þeima kvöldverð í Hvíta húsinu í boði Bills og Hillary Clinton en utanríkisráðherrar NATO-ríkj- anna, sem í gær funduðu með utan- ríkisráðherrum nágrannaríkja Kos- ovo, snæddu kvöldverð í boði utan- ríkis- og varnarmálaráðhema Bandaríkjanna. NATO hefur uppfyllt meginmarkmið sitt Hér fer á eftir ræða sem Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti við upphaf hátíðarfund- ar NATO í Washington BILL Clinton forseti, Javier Solana framkvæmdastjóri, forsetar, starfs- bræður, hemar mínir og frúr: Atlantshafsbandalagið (NATO) er einstakt í sinni röð. Sagan varðveitir engin dæmi um annað hernaðar- eða varnarbandalag frjálsra ríkja sem starfað hefur jafn lengi og af slíkri eindrægni. Það sem mestu skiptir er árangur starfsins. NATO hefur upp- fyllt meginmarkmið sitt um frið og öryggi aðildarríkjanna hnökralaust. Og nú gegnir bandalagið, í samstarfi við önnur samtök og ríkjahópa, lyk- ilhlutverki við að skapa undirstöðu- atriði nýmar Evrópu og varanlegan frið í álfunni. Hver er töfrauppskriftin að þess- um árangri? Þrjú orð segja allt sem segja þarf. Tiltrú, sannfæring og vilji. Tiltrú á málstað lýðræðis og friðar, sannfæringin um að lýðræði og friður séu gildi sem verðugt sé að verja miklu til að tryggja, og viljinn til að gera það og færa þær fórnir sem skila árangri. Innan NATO fara saman hags- munir stærsta herveldis heims og óvopnaðrar smáþjóðar, sem á lengsta þinghefð allra ríkja heims. Vináttubönd liggja yfii' Atlantshafið, varnarbandalag Evrópu og Amer- íku, bönd sem reynst hafa traust og tvisvar ráðið úrslitum á örlagatím- um. I fyma skiptið meðan á heims- styrjöld stóð og síðar 1 kalda stríð- inu sem fylgdi í kjölfarið. Og af tilviljun hefur NATO á fimmtugasta ári sínu axlað byi'ðar þess að verja hundelta þjóð á þrösk- uldi bandalagsins gegn grimmdar- verkum sem enginn annar gat brugðist við. NATO er ekki til vegna sjálfs sín. Tilvera þess grundvallast af stuðn- ingi og trausti aðildamíkjanna. Ríkja með tiltrú, sannfæringu og Reuters DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra undirritar áiyktun leiðtogafundar NATO. vilja til að tryggja frið og öryggi í NATO og að starfa með ríkjunum Evrópu. sem saman mynda hið einstaka Island er stolt af aðild sinni að bandalag. Cit' L í f s S T í L L STÓRSÝNING LAUGARDALSHÖLL 28.-30. MAÍ SÝNINGAR ehf AUSTURSTRÆTI 6 SÍMI 562 0600 NETFANG: lifsstill@kom.is www.lifsstill.kom.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.