Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 31 ERLENT Halldór Ásgrímsson flytur erindi í Washington „Smáþjóðir geta oft skipt máli“ HALLDÓR Ásgi’ímsson utanrík- isráðherra flutti erindi í National Press Club í Washington í fyrra- dag í tilefni af 50 ára afmæli Atl- antshafsbandalagsins. I erindinu fjallaði ráðherrann m.a. um mikil- vægi Islands sem „brúar yfír Atl- antshaf‘ og sagði að smáþjóðir gætu gegnt veigamiklu hlutverki innan bandalagsins. Halldór sagði í erindi sínu að margir sagnfræðingar teldu að orrustan um Atlantshafíð hefði skipt sköpum í síðari heimsstyrj- öldinni. „Ef hershöfðingjar og flotaforingjar Hitlers hefðu náð yfirráðum yfir Islandi - eins og í nági-annalöndum okkar, Dan- mörku og Noregi - hefði það haft alvarlegar afleiðingar fyrir fram- vindu og niðurstöðu stríðsins. Ef þýskir kafbátar hefðu haft ör- ugga höfn í íslenskum fjörðum, hvernig hefði þá skipalestunum miklu, sem sáu Rússum og aust- urvígstöðvunum fyrir birgðum, farnast? Og hvernig hefði þá „vopnabúr lýðræðisins", Banda- ríkin, getað flutt mannafla og tæki með öruggum hætti yfir Atl- antshafið til að hefja innrásina í Normandí, sem réð úrslitum í stríðinu?" „Hitler hafði örugglega í hyggju að hertaka ísland,“ hélt Halldór áfram. „Hann vissi að sá sem hefur yfin'áð yfir Islandi ræður einnig yfir siglingaleiðun- um yfir Norður-Atlantshaf. Það var því afar mikilvægt fyrir stríðsrekstur bandamanna að þeir tryggðu sér herstöðvar á Is- landi.“ Halldór bætti við að Island væri enn viðurkennt sem mikil- vægur hlekkur í tengslunum yfir Atlantshaf, sem væru enn megin- stoðin í bandalagi lýðræðisríkj- anna í Evrópu og Ameríku. „Þetta er staða Islands á þessari stundu. Og hvað sem breytist í heiminum - og margt hefur breyst frá hruni sovéska stórveldisins - þá breyt- ist landafræðin ekki.“ Halldór sagði að með því að reyna að sjá Bretum fyrir mat- vælum á stríðsárunum hefðu Is- lendingar fært meiri mannfórnir, ef miðað er við höfðatölu, en flest þeirra ríkja sem áttu beina aðild að stríðinu, að Rússlandi undan- skildu. „Það var þessi erfiða reynsla sem sýndi okkur gagns- leysi hlutleysis, þar sem það var ekki virt; að fyrir smáþjóð, sem hefur ekki eigin her, er eini raun- hæfi kosturinn að tilheyra örygg- isbandalagi, sem byggist á sam- eiginlegum hagsmunum og gild- um.“ „Einræðisherra verður að stöðva“ Utanríkisráðherra fjallaði einnig um Kosovo-málið og árásir NATO á Júgóslavíu og kvaðst vona að þetta væri „síðasta stríð 20. aldarinnar, fremur en fyrsta stríð 21. aldarinnar“. Halldór sagði að NATO hefði tekið rétta ákvörðun með því að hefja hernaðaríhlutunina í Jú- góslavíu til að reyna að binda enda á þjóðemishreinsanir og fjöldamorð Serba í Kosovo. „Af- skiptaleysi frammi fyrir grimmd- arverkum myndi gera okkur sam- sek um glæpi Milosevic og þjóðar- morðstilraun hans.“ Ráðherrann bætti við að þjóðir heims hefðu lært af mistökum Nevilles Chamberlains, fyrrver- andi forsætisráðherra Breta, sem lýsti yfir „friði á voram tímum" eftir fund með Hitler áður en stríðið skall á. „Frá þeirri stundu hefur heimurinn vitað að friðkaup með undanlátssemi leiða að lokum til auðmýkingar, hörmunga og víð- Reuters HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra flytur erindi í Washington. feðmara stríðs, sem hægt hefði verið að afstýra með afgerandi að- gerðum áður en það var of seint. Einræðisstjóra verður að stöðva áður en þeir fá tíma og mátt til að breyta svæðisbundnum smáskær- um í stórstyrjöld. Þetta er ástæð- an fyrir því að NATO varð til.“ Utanríkisráðherra fjallaði einnig um vilja fyrrverandi kommúnistaríkja í Mið- og Aust- ur-Evrópu til að ganga í Atlants- hafsbandalagið og Evrópusam- bandið. „Þetta er sögulegt tæki- færi til að láta drauminn um „sameinaða og frjálsa Evrópu“ rætast. Evrópskur samrani innan ESB og stækkun NATO, sem myndi ná yfir stóran hluta Evrópu með óskiptanlegu efnahags- og ör- yggiskerfi, er mikilvægasta og já- kvæðasta þróunin í Evrópu sam- tímans sem miðar að því að tryggja frið og hagsæld á nýju ár- þúsundi." Halldór bætti við að þessi þróun ætti ekki að ógna þjóðarhagsmun- um Rússa, þvert á móti ætti friður og hagsæld í Austur-Evrópu að auðvelda Rússum að rétta efna- hag sinn við og endurreisa land sitt. Mikilvægi ríkja ræðst ekki af stærð Utanríkisráðherra lagði áherslu á að smáþjóðir gætu haft mikilvægu hlutverki að gegna í Atlantshafsbandalaginu. íslend- ingar og síðar Danir hefðu t.a.m. tekið málstað Eystrasaltsríkjanna innan NATO og Sameinuðu þjóð- anna meðan aðrar þjóðir hefðu þagað. „I ágúst 1991, nokkram dögum eftir misheppnaða valda- ránstilraun í Moskvu, varð Island fyrsta ríkið til að viðurkenna að lúllu endurheimt fullveldi Eystra- saltsþjóðanna og hóf þannig feril sem ekki var hægt að snúa við. Og seinna þegar Slóvenía og Króatía höfðu hrandið hemaðar- aðgerð, sem ætlað var að halda þeim í júgóslavneska sambands- ríkinu með valdi, tók Island aftur frumkvæðið með því að taka mál- stað þeirra og veita þeim viður- kenningu." „Stundum getur samstaða smá- þjóða, einkum ef þær vinna sam- an, skipt máli - ýtt undir það að stærri ríkin færist með semingi í rétta átt. Mikilvægi ríkja ræðst ekki af stærð þeirra eða völdum. Það ræðst af því hvernig þau nota völd sín og áhrif. Smáþjóðir geta oft skipt máli með því að beita sér fyrir því að samfélag þjóðanna haldi fram á við í anda réttarríkis, lýðræðis og mannréttinda.“ Kauptu þer 7up flösku og þú fcerð aðra f lösku í kaupbce+i! mm% ^af maísflöqum Ipþú fcerð annan pokecy • kaupbœti!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.