Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stór sprengja fínnst í bandarískum skóla eftir blóðuga árás tveggja unglinga Taldir hafa ætlað að myrða hundruð manna Littleton, Washinglon. Reuters, The Daily Telegraph. LÖGREGLUMENN í Colorado hafa fundið stóra sprengju í eldhúsi framhaldsskólans í Littleton þar sem tveir vopnaðir unglingar urðu 13 manns að bana áður en þeir sviptu sig lífí á þriðjudag. Að sögn lögreglunnar leikur nú grunur á að tilræðis- mennimir hafi notið aðstoðar annarra ungmenna og að þeir hafí ætlað að drepa hundruð manna með því að sprengja skólann í loft upp. Lögreglan taldi í fyrstu að tilræðismennimir tveir hefðu verið einir að verki en rannsakar nú hvort þeir hafi skipulagt árásina með hjálp félaga sinna í svokallaðri „rykfrakkamafíu“, fámennum hópi illa liðinna nemenda við skólann. „Við útilokum ekki að fleiri hafí tekið þátt í þessu,“ sagði talsmaður lögreglustjórans í Jeffer- son-sýslu eftir að níu kg sprengja fannst í sjó- poka í eldhúsi skólans í fyrradag. „Þyngd og stærð sprengjunnar bendir til þess að tilræðismennirnirnir hafí fengið hjálp við að koma henni í skólann," sagði John Stone, lög- reglustjóri Jefferson-sýslu. „Við eram að yfir- heyra nokkra vini þeima, sem geta ef til vill hjálpað okkur.“ Lögreglumenn, sem rannsaka málið, sögðust ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að ung- lingarnir tveir hefðu borið svo stóran poka inn í skólann. I pokanum var própantankur, sem tengdur var við bensíntank og sprengihettu. „Engin sá þessa tvo unglinga bera slíkan bún- að inn í skólann," sagði Dave Thomas, umdæm- issaksóknari Jefferson-sýslu. „Ég veit ekki hvernig þetta var flutt þangað. Við ætlum að i'annsaka til hlítar hvemig þetta var skipulagt.“ Talsmaður lögreglunnar sagði það mikla mildi að sprengjan skyldi hafa fundist því hún hefði getað valdið mikilli eyðileggingu ef hún hefði sprungið. Lögreglan kvaðst ekki geta fullyrt að engar sprengjur væm nú í skólanum og sagði að sprengjusérfræðingar þyrftu að leita í öllum skólanum fet fyrir fet. Talsmaður lögreglustjórans sagði að rann- sóknin yrði tímafrek og erfíð. „Ljóst er að við munum safna saman þúsundum sönnunargagna og það tekur marga daga,“ sagði talsmaður lög- reglustjórans. Samtök byssueigenda hætta við byssusýningu Borgarstjóri Denver, Wellington Webb, hefur hvatt samtök bandarískra byssueigenda til að af- lýsa ársfundi sínum sem ráðgert er að verði hald- inn 1. maí í Denver, nokkmm kílómetrem frá Littleton. Samtökin neituðu að aflýsa fundinum en sögðust hafa ákveðið að hætta við byssusýn- ingu, námskeið og veislu sem samtökin ráðgerðu í tilefni ársfundarins. Arásin í Littleton hefur vakið mikla umræðu í Bandaríkjunum um „byssumenninguna“ í land- inu og blásið nýju lífí í deiluna um hvort setja Grunur leikur á að fleiri sóu viðriðnir tilræðið Reuters NEMENDUR við framhaldsskólann í Little- ton faðmast fyrir utan kaþólska kirkju þar sem nemendur skólans og foreldrar þeirra liafa leitað huggunar. beri strangari lög um byssueign landsmanna. Tugir fmmvarpa um að rétturinn til byssueignar verði takmarkaður bíða afgreiðslu á Bandaríkja- þingi en stuðningsmenn þeiiTa segja að samtök byssueigenda séu svo öflug að ólíklegt sé að vem- legar breytingar verði gerðar á byssulögunum. Stjórn Bills Clintons forseta kvaðst í fyrradag vonast til þess að blóðsúthellingamar verði til þess að þingið fallist á breytingar á byssulögun- um. Eric Holder, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnin myndi beita sér íyrir lögum, sem myndu torvelda ungmennum að útvega sér byssur, og skera upp herör gegn vopnasölu byssukaupmanna, sem hafa ekki tilskil- in leyfi til að selja skotvopn. Tengf ofbeldl í sjónvarpi? Clinton varpaði fram þeirri spumingu hvort of- beldi í sjónvarpi og kvikmyndum og greiður að- gangur ungmenna að upplýsingum um sprengju- gerð á Netinu kynnu að hafa stuðlað að blóðsút- hellingunum í Littleton. Umræðan í Bandaríkjun- um hefur einkum snúist um þöi’fina á því að stemma stigu við ofbeldi í samfélaginu og kenna börnum og unglingum að „tjá reiði sína í orðum en ekki með vopnum", eins og Clinton orðaði það á fyrsta blaðamannafundi sínum eftir árásina. Minna hefur hins vegar borið á kröfum um að sett verði strangari lög til að koma í veg fyrir að börn og unglingar geti útvegað sér byssur. Kennari fómaði lífi sínu Tilræðismennirnir vom vopnaðir fjómm byss- um og alls þrjátíu sprengjum. Árásin er sú mann- skæðasta sem gerð hefur verið í bandarískum skóla. Tilræðismennirnirnir í Littleton myrtu tólf nemendur og einn kennara áður en þeir sviptu sig lífi á bókasafni skólans. Kennarinn var í mötuneytinu á fyrstu hæð skólans þegar árásin hófst og er sagður hafa átt stærstan þátt í því að koma hundruðum nemenda út úr byggingunni. Hann var að reyna að bjarga fleíri nemendum á stiga, sem tilræðismennirnir fóru um á leið sinni frá mötuneytinu í bókasafnið á annarri hæð, þegar hann varð fyrir skoti í bringuna og beið bana. Nemendur skotnir af handahófí Tilræðismennirnir voru 17 og 18 ára og að sögn nemenda við skólann vom þeir mjög hugfangnir af nasistum og vopnum. Margir þeirra, sem urðu vitni að árásinni, sögðu að tilræðismennirnir hefðu sagst ætla að drepa þeldökka nemendur og vinsæla íþróttamenn við skólann. Einn skólabræðra þeima kvaðst hafa séð myndbandsupptöku sem þeir hefðu gert og sagði hana sýna viðhorf þeirra til íþróttamanna. Ung- lingar sáust þar ganga í skrokk á körfuknattleiks- manni. „Allir héldu bara að þeir væru að búa til bíó- mynd,“ sagði nemandinn. „Allii’ vissu að þeir vora furðufuglar og litu svo á að þeir hefðu gaman af svona myndum. Þetta var bara myndband og við töldum þetta ekkert merkilegt." Aðeins einn þeirra tólf nemenda, sem tilræðis- mennirnir myrtu, var blökkumaður. Þótt nokkrir hinna hefðu stundað íþróttir benti flest til þess að tilræðismennimir skotið nemenduma af handa- hófi. „Svo virðist sem flest fórnarlambana hafi verið drepin vegna þess að þau vora þarna, ekki vegna þess að þau hafí verið valin sérstaklega,“ sagði Thomas umdæmissaksóknari. „Ég veit ekki hvað fékk þá til að gera þetta, annað en reiði.“ A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, og eigin- kona hans ætla að fara til Littleton á sunnudag til að vera viðstödd athöfn til minningar um fómar- lömbin. Sex særast í skotárás á Englandi SEX manns særðust, þar af fjórir alvarlega, þegar tveir menn hófu skothríð úr bfl sín- um á fólk er beið eftir strætis- vagni við verslun í bænum Rochdale á Englandi í gær. Að sögn fjölmiðla í Bretlandi höfðu mennirnir rænt verslun í Rochdale og síðan tekið BMW- bifreið og eiganda hennar traustataki er þeir reyndu að komast undan á flótta. Lögregla hóf eftirför og það var á meðan eltingarleiknum stóð sem mennimir létu skot- unum rigna yfír fólkið á stræt- isvagnabiðstöðinni. Eltingar- leikurinn fékk hins vegar skjótan endi þegar ódæðis- mennirnir óku bfl sínum á ljósastaur og neyddust til að gefast lögreglunni á hendur. Gandhi fær tvo daga SONIA Gandhi, leiðtogi Kon- gressflokksins, sagði i gær að hún myndi fara að beiðni K.R. Narayanan, forseta Indlands, og reyna að mynda nýja sam- steypustjórn innan tveggja daga. Spenna í stjórnmálum landsins náði hámarki í vikunni er Gandhi tilkynnti að flokkur hennar hefði náð stuðning imeirihluta þingsins. Gandhi hefur sagt flokk sinn hafa stuðning 273 þingmanna af 543 í neðri deild þingsins og hyggst hún afhenda Narayan- an stuðningsyfirlýsingu þeima eftir tvo daga. Vagnorius og Adamkus takast á ÞINGIÐ í Litháen lýsti í gær yfír stuðningi við Gediminas Vagnorius, forsætisráðherra landsins, þegar 77 af 138 þing- menn greiddu atkvæði með því að rfldsstjóm Vagnorius sæti áfram. Vagnorius hafði sætt mikilli gagnrýni frá forseta landsins, Valdas Adamkus, og á þriðjudag sagðist hann reiðubú- inn til að segja af sér embætti ef þingið færi fram á afsögn hans. Verkamannaflokkurinn í mikilli sókn í Skotlandi Þjóðernissinnar boða breyttar áherslur SKOSKI þjóðarflokkurinn (SNP) varð fyrir miklu áfalli á fimmtudag þegar ný skoðanakönnun sýndi að fylgi flokksins, fyrir þingkosningar sem fram eiga að fara 6. maí næst- komandi, hefur minnkað vemlega. Er nú farið að hitna undir Alex Salmond, leiðtoga SNP, en hann brást þó skjótt við tíðindunum og til- kynnti strax á fimmtudagskvöld að flokksmenn myndu bretta upp ermarnar og breyta áherslum sínum í kosningabaráttunni í því augnamiði að styrkja stöðu SNP á nýjan leik. SNP berst fyrir sjálfstæði Skotlands og hefur heitið því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skilnað frá Bretlandi innan fjögurra ára, komist fiokkurinn til valda að aflokn- um kosningum. Sá möguleiki virtist hins vegar úr sögunni skv. skoðana- könnun sem The Glasgow Herald birti á fimmtudag en þar kom fram að Verkamannaflokkurinn hefði vemlega styrkt stöðu sína á kostnað SNP og væri nú ekki nema hárs- breidd frá því að tryggja sér hreinan meirihluta á nýju skosku heima- stjómarþingi, en næstum þrjú hund- rað ár em síðan Skotar áttu síðast sitt eigið þing. Fulltrúar Verkamannaflokksins vom varkárir í yfirlýsingum sínum á fimmtudag og Gordon Brown, fjár- málaráðherra bresku ríkisstjórnar- innar, neitaði í samtali við The Scotsman að velta vöngum yfir lík- unum á því að flokkurinn tryggði sér þau 65 þingsæti sem þarf til að hljóta hreinan meirihluta. „Ég held að við munum ná góðum árangri í kosning- unum ef við sofum ekki á verðinum," sagði Brown, sem er Skoti. SNP lofar snörpum endaspretti Verkamannaflokkurinn myndi, skv. könnuninni, hljóta 63 af 129 þingsætum, SNP ekki nema 34, Frjálslyndir demókratar 18 og íhaldsmenn 11. Framan af hafði virst lfldegt að Verkamannaflokkurinn og SNP myndu hljóta álíka mörg þing- sæti í kosningunum og var því þessi nýjasta skoðanakönnun mikið áfall fyrir SNP. Salmond hét því á fimmtudag að SNP myndi á næstu dögum birta op- inberlega stefnu sína í efnahagsmál- um sjálfstæðs Skotlands, en mjög hefur verið til umræðu í kosninga- baráttunni hvort Skotland geti í raun staðið fjárhagslega eitt og sér. í frétt The Scotsman segir að Salmond hafi lofað því að flokksmenn SNP myndu berjast eins og ljón, SNP myndi til- einka sér „Braveheart“-baráttuhug, en þar vísaði Salmond til viðurnefnis sjálfstæðishetjunnar Williams Wallace, og að baráttan þær tæplega tvær vikur sem eftir væm fram að kosningunum yrði „snörp, öflug og afdráttarlaus“. Connery til liðs við þjóðernissinna London. Morgunblaðið. SKOZKI þjóðernis- flokkurinn brýst nú um hart eftir að skoðanakannanir sýna minnkandi fylgi flokks og formanns. Hefur flokkurinn leitað til kvikmynda- leikarans Sean Connei'y um aðstoð og er hann væntan- legur í kosningaslag- inn eftir helgina. Samkvæmt skoð- anakönnunum er meirihluti á skozka heimastjórnarþinginu nú innan seilingar Verkamannaflokksins, en Þjóðernisflokkurinn naut lengi vel fylgis til jafns við hann og jafnvel meira fylgis, en leið- in hefur legið niður á við alla kosningabaráttuna. Connery er mikill þjóðernis- sinni, þótt búsettur sé á Spáni, og hefur fylgt Skozka þjóðernis- flokknum að málum, stutt hann bæði í ræðu og riti og gefið fé í sjóði hans. Það segir sína sögu um vinsældir hans með skozkum, að í fyrra, þegar Skotar greiddu atkvæði um það, hvort koma ætti á heimsljórn þar eða ekki, fékk ríkissijórn V erkamannaflokks- ins Connery í lið við sig til að fá Skota til að greiða stofnun heimasfjómarþings atvkæði sitt. Þá böðuðu ráðherr- ar Verkamamiaflokksins og for- ystumenn flokksins skozkir sig í fnegðarljóma kvikmyndaleikar- ans, sem nú grípur til vopna til að koma í veg fyrir stórsigur þeirra í kosningunum 6. maí nk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.