Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 42

Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 42
42 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 Hákon sigraði í Mouton Cadet- keppninni Mouton Cadet-matreiðslukeppnin var haldin öðru sinni nú í vikunni og fylgdist Steingrímur Sigurgeirsson með því sem þar fór fram en þegar stig höfðu verið talin kom í ljós að yfírmatreiðslumeistari Hótel Holts hafði sigrað ÞAÐ var einvalalið ungra mat- reiðslumanna sem kom saman í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi á sumardaginn fyrsta til að taka þátt í Mouton Cadet-mat- reiðslukeppninni. Keppni þessi, sem haldin er í sam- vinnu við franska vín- framleiðandann Baron Philippe de Rothschild í Bordeaux, var fyrst haldin árði 1997 og bar þá Elmar Gíslason, matreiðslumeist- ari í Perlunni sigur úr býtum. Nú var Elmar hins vegar meðal dómaranna í keppninni og sjö aðrir matreiðslumenn kepptu um titilinn, þeir Bjai-ni Sigurðsson og Einar Geirsson frá Lækjarbrekku, Jón Daníel Jónsson frá Fjörukránni, Bjarni Gunnar Kristinsson og Sig- urður Gíslason frá Grillinu á Hótel Sögu, Hákon Már Örvarsson frá Hótel Holti og Jónas Björgvin Ólafsson frá Café Óperu. Hver þeirra hafði einn aðstoðarmann og var eina skilyrðið að nota skyldi bleikju í forréttinn, ferskan kjúkling í aðalréttinn og að hvítvín og rauðvín frá Mouton Cadet kæmu einhvers staðar við sögu í matreiðsl- unni. Um kvöldið komu síðan rúmlega hundrað manns saman til hátíðar- kvöldverðar á Grand Hotel en þar var það franski kokkurinn Philippe Gauffre, sem eldaði fyrir gesti og borin voru fram nokkur af bestu vínum Rothschild-fyrirtækisins, m.a. hvítvínið Ail d’Ai’gent 1995, Mouton- Rothschild 1988 og Chateau Coutet 1990. Gauffre, sem rekur Michelin- stjömustaðinn Les Plaisirs d’Auso- ne í miðborg Bordeaux, kom hingað einnig fyrir tveimur ámm og líkt og þá hélt hann námskeið fyrii’ þátttak- endur í keppninni. Gauffre er mikill listamaður í matargerð og líkt og fyrir tveimur ámm lék hann sér að íslenska lambinu en reyndi nú einnig við ferska íslenska skötu með góðum árangri. Að loknum kvöldverði var til- kynnt um úrslit og kom þá í ljós að það var Hákon Már Örvarsson sem hafði verið hlutskarpastur í keppn- inni og tók hann við verðlaununum úr hendi Bjöms Bjarnasonar, ráð- Sælkerinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAÐ var handagangur í öskjunni í eldhúsi Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi. herra mennta- og menning- ai-mála. Hákon er yfírmatreiðslu- meistari á Hótel Holti og hefur einnig starfað um skeið á veitingastað Leu Linster í Lúxemborg. Þá sigraði hann í keppninni um matreiðslumann ársins, þeg- ar hún var haldin á síðasta ári. Það var samdóma álit að Hákon væri vel að sigrinum kominn en forréttur hans var „Stökk bleikja með maukuðum gulrótum og gljáð bleikja confit“. Þegar að aðalréttinum kom bauð Hákon upp á „Kjúklinga- bringur eldaðar sous vide með hvítlaukskrydd- jurtasósu". Vakti Hákon at- hygli fyrir fagmannleg Draumur förusveins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson LYKILL að drauini. SVIÐ draumsins eru mörg og vísa bæði til liðins tíma þar sem minningar hvíla sem fljótandi form í sal minninganna og ríki dauðans sem sýnist í hvítu ástandi, yfír til framtíðar sem ekki er komin en virðist þó til. Draumurinn gefur í skyn með hátterni sínu að þessi svið séu bæði raunveruleg og „til“, þó ver- aldleg skynjun okkar megni ekki að meðtaka þá „óra“ sem eðlileg- an hlut. Veraldarsagan geymir frásagnir manna af draumfórum þeirra til vitundar handan þessa lífs, sem og ferðum til ókunnrar framtíðar. Flestir sem skyggna framtíðina gera það í draumi um nætur en til eru menn sem upplifa þetta ástand í vöku. Þýska skáldið Goethe (1749-1832) „sá“ í vöku atburð er henti hann síðar. „Eg var á leiðinni ríðandi eftir veginum til Drusenheim, þegar nokkuð mjög skrýtið kom fyrir mig. Eg sá, þó ekki með augum líkamans, sjálfan mig koma ríð- andi á móti mér, klæddan í föt, sem ég hafði aldrei átt. Jafnskjótt og ég gat hrist mig upp úr þessum órum, hvarf sýnin, en átta árum síðar reið ég þessa sömu leið og var þá í fótunum, sem ég hafði séð í sýninni, og það ekki af ásettu ráði, heldur af tilviljun." Draum- urinn eða sýn Goethe ýjar að því að innan vitundarinnar á því sviði sem draumurinn situr, liggi vegur framtíðar þegar troðinn. Ef grannt er skoðað gefur draumur- inn vísbendingu um að þann veg sé að fínna innan veggja svefnsins á því sviði draumsins þar sem tákn mannsandans „Akn-lykil“ er að fínna og hann opni leiðina til framtíðar, hér og nú. „Auði“ dreymdi I nóv.-des. 98 dreymir mig að dóttir mín sem heitir María segi mér að hún eigi von á barni í mars. Þegar hún segir mér þetta erum við fyrir utan húsið mitt í bíl og hún er að fara í skólann, þessi dóttir mín er í skóla, með heimili, á tvö börn og yngra bamið hennar 7 mánaða, frekar erfíð. Mér fannst þetta nú ekki beint gæfulegt en hún tók þessu bara vel og sagði að þetta mundi ganga vel. Svo núna í febrúar dreymir mig að kona sem vinnur með mér og heitir María, segir mér að önnur kona sem vinnur með okkur og heitir Auður (ég heiti Auður) eigi von á barni í mars. Þegar hún er að segja mér þetta, hleypur kona sem vann með okkur og heitir María, niður stigann þar sem við stöndum. Mér var nú eiginlega al- veg sama um þessa frétt, nema ég var svolítið hissa af því að í draumnum fannst mér vera búið að taka móðurlífið úr henni. Ráðning Draumar era þannig að ef mann dreymir draum með ákveðinn boð- skap en táknin eru misvísandi, gerist það oft að í kjölfarið komi draumur þar sem táknin mis- vísandi hlaðast upp í bland með áhyggjum um eðli fyrri draums. Þannig er með þessa drauma og því ætla ég ekki að hafa fleiri orð um seinni drauminn en snúa fyrri draumnum upp. Þar eru það fjög- ur tákn sem standa uppúr og þau gefa í skyn að draumurinn snúist ekki um fæðingu í bókstaflegum skilningi heldur nýjan þátt í lífi dóttur þinnar. Táknin eru: María sem merkir hagnað, barnið sem táknar eitthvað nýtt, mars sem framkvæmdavilja og bílinn sem merki um hreyfanlega orku. Þeg- ar svo draumurinn og táknin eru skoðuð í heild þá virðist sem já- kvæð orka þín (Auður) ýti á þá miklu orku sem býr í dóttur þinni til að framkvæma hug sinn og ná þeim árangri sem hún hefur lengi ætlað sér. Draumar „Cody“ Desember ‘98. Sambýlismaður minn kemur og sýnir mér hring úr stáli sem hann hafði smíðað sjálf- ur og segir við mig: „Nú eigum við eins hringa,“ og svo setur hann hringinn á sig. Febrúar ‘99. Ég missti hring sem ég á í gólfíð og hann brotnaði í þrennt. Sambýlismaður minn tekur hann upp og segir við mig: „Ég smíða bara nýjan, þessi var ekki nógu góður.“ Ráðning Lengi hefur hringur verið tákn samheldni og ráðvendni í sam- skiptum manna, frægur er draum- ur Guðrúnar Ósvífursdóttur í Lax- dælu þar sem hringar koma mikið við sögu. Þar merkja hringar Guð- rúnar maka hennar, gerð þeirra tilfínningalegt mat og hvað um hringana verður lýsir afdrifum maka hennar. Fyrri draumur þinn lýsir sam- býlismanni þínum sem köldum (stálhringurinn) og ráðríkum („Nú eigum við eins hringa,“ og svo set- ur hann hringinn á sig) einstak- lingi. Seinni draumurinn áréttar fyrri drauminn en nú virðist sem yfírgangur hans hafí brotið trúnað þinn þrisvar. Hann lætur þó sem ekkert sé og „Ég smíða bara nýj- an, þessi var ekki nógu góður,“ bendir til að hann ætli sér að hafa þig og hlutina sem honum þóknast. %Þcir lesendur seni vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt beimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Einnig má senda bréfín á netfang: krifri@xnet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.