Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
Geimveruræktun á
rannsóknarstöðvum
LEIKIR
Civil ization:
Call To Power
Civilization: Call to Power er nýjasti
leikurinn í Civilization-röðinni. Leik-
urinn er gefinn út af Activision sem
nýlcga náði höfundarréttinum af
Microprose.
í CIVILIZATION: Call to Power
(Civ 3) er markmiðið að byggja
upp háþróuðustu siðmenningu
heims eða útrýma öllum
hinum. Þetta er ekki eitt-
hvað sem tekst á minna
en degi heldur getur
þetta tekið margar
vikur eða jafnvel
mánuði. Vísinda-
menn leiksins geta
rannsakað næst-
um endalaust
magn af nýrri
tækni og nýjum
uppfinningum og
þar sem hinar
þjóðir leiksins eru
nokkum veginn jafn
fljótar og spilandinn
að rannsaka þær er
ekki auðhlaupið að út-
rýma þeim.
Lokatakmark leiksins er
að geta ræktað geimverur á
rannsóknarstöðvum í geimnum eða
á jörðinni. Þetta næst ekki nema
með þrotlausri þolinmæði og vinnu
þar sem leikurinn er byggður á lot-
um þar sem spilandi og aðrar þjóðir
leika á víxl. Þetta takmarkar hve
mikið hersveitir geta hreyft sig og
því getur tekið meira en fimm mín-
útur að komast yfir nokkurra senti-
metra svæði í leiknum.
I Civ 2 var helsta umkvörtunar-
efni aðdáenda leikjaraðarinnar að
ekki var nóg til af tækni til að rann-
saka. í Civ 3 er þetta ekki lengur
vandamál, Activision hefur bætt við
60 nýjum hersveitum og óteljandi
nýjum tækniframförum. í lok
leiksinns er spilandinn kominn með
fjölda
borga sem eru annað-
hvort í geimnum eða í sjónum
og aragrúa fljúgandi skriðdreka,
ósýnilegra njósnaflugvéla og
„Cyber Ninja“ sem geta komið fyrir
kjarnorkusprengjum í öðrum borg-
um.
Einhverjar þjóðir verða þó alltaf
útundan í tæknikapphlaupinu; þó
spilandinn sé kominn með allra
fremstu tækni þýðir ekki að þjóð
sem er bara með nokkrar skyttur
og gamlar fallbyssur geti ekki sigr-
að hann. Það er ekki vegna hæfi-
leika hersveitanna heldur vegna
galla í leiknum sem var einnig í Civ
eitt. Leikurinn virðist ekki geta séð
muninn á fljúgandi skriðdreka og
skyttu með gamla byssu.
Ekki er nóg að halda öðrum
þjóðum í skefjum og rannsaka
sína eigin tækni, ónei, það
þarf að halda fólkinu í
borgunum glöðu, ákveða
hvaða byggingar skal
byggja í hverri einustu
borg, passa upp á að lög-
fræðingar, þrælahaldarar,
njósnarar og fleiri
komist ekki að borg-
inni óséðir, búa til nóg
af hermönnum til að
hafa í hverri éinustu
borg, byggja bóndabýli,
námur og vegi ásamt
mörgu mörgu fleiru.
Þetta sér til þess að
alltaf er nóg að gera
og stundum finnst
spilandanum að það
sé verið að kæfa hann
með sífelldu flóði af
ákvörðunum sem geta
skipt þjóð hans öllu.
Þrátt íyrir galla leiksins,
sem skipta reyndar tugum, eru
kostir hans svo margir að hann
verður verulega ávanabindandi.
Ingvi M. Árnason
Bylta í
hermisglímu
SONY hefur undanfarið átt í stríði
við Connectix, fyrirtæki sem fram-
leitt hefur ýmsa herma, þar á meðal
leikjahermi fyrir PlayStation á
Macintosh-tölvum. Fyrstu lotu í
deilu fyrirtækjanna vann Connectix,
en á fimmtudag vann Sony.
Connectix hefui- meðal annars getið
sér gott orð fyrir PC-heimi sinn og
gerir kleift að keyra Windows 9x
stýrikerfl Microsoft nánast án vand-
kvæða á Macintosh-tölvum. Fyrirtæk-
ið kynnti síðan PlayStation-heimi á
síðasta ári og vakti þegar gríðai-lega
athygli. Sony-stjórar tóku þessu fram-
taki heldur illa og gerðu hvað þeir
gátu til að bregða fæti fyrir þá Conn-
ectix-menn, en án árangurs fram á
síðasta fimmtudag. Þá ákvað alríkis-
dómari að Connectix væri óheimilt að
svo stöddu að selja og dreifa PlaySta-
tion-herminum. Connectix-menn
hrósa happi yfir að hafa ekki verið
skyldaðir til að innkalla þau eintök
sem þegar hafa verið seld eða hefur
verið dreift, sem skipta þúsundum, en
þannig verður hugbúnaðui'inn fáan-
legur næstu mánuði víða um heim,
aukinheldur sem fyinrtækið hyggst
bjóða þeim sem keypt hafa og kaupa
eintök uppfærslm- á vefslóð sinni.
í niðurstöðu dómara tekur hann
undii' þær ásakanir að Connectix hafi
afintað BIOS PlayStation-tölvu Sony
til að auðvelda sér fi-amleiðslu herm-
isins og þó ekki sé verið að selja hluta
úr BlOSnum er afritunin sjálf ólögleg
og vara sem byggist á henni. Mála-
ferlum Sony og Connectix er ekki
lokið, því úrskurðurinn var aðeins til
bráðabirgða. Ekki er ljóst hvenær
endanleg niðurstaða fæst.
Connectix hefur ekkert gefið upp
um hvort fyrirtækið hyggist setja á
markað hermi fyrir PC-samhæfðar
tölvur, en slíkur hermir er til, kallast
Bleem og hann má nálgast á slóðinni
www.bleem.com.
Kosnmgaforrit
fyrir alþingis-
kosningar
EDDA hugbúnaður ehf. sendi á
dögunum frá sér fyrstu útgáfu nýs
kosningaforrits sem fengið hefur
heitið Kosningavaki X99. Það er
ætlað til að auðvelda notendum að
fylgjast með aðdraganda komandi
alþingiskosninga en í því er meðal
annars reiknilíkan sem reiknar út
skiptingu þingsæta á milli flokka í
samræmi við núgildandi kosninga-
lög.
Hægt verður að fylgjast með
framvindu kosninganna á kosninga-
vöku 8. maí næstkomandi. Þegar
nýjar tölur birtast frá kjördæmun-
um er hægt að setja tölvurnar inn í
Kosningavaka X99, sem reiknar út
skiptingu þingsæta og hvaða flokk-
ar og frambjóðendur komast að eða
voru næst því að komast að. Kosn-
ingavaki X99 sýnir myndir af fram-
bjóðendum sem hafa náð kjöri mið-
að við stöðu talningar hverju sinni
og niðurstöður bæði í tölum og á
myndrænu formi. Einnig er hægt
að skoða kosningaúrslit 1991 og
1995 og útreikninga fyrir skiptingu
þingsæta þá.
Einnig er hægt að slá inn tölur úr
skoðanakönnunum og meta eftir
kjördæmum hver staðan yrði ef um
kosningar væri að ræða. Forritið
reiknar út skiptingu kjördæmaþing-
sæta og uppbótarþingsæta og hvaða
frambjóðendur ná kjöri samkvæmt
könnunum fjölmiðla og kannanafyr-
irtækja, en notandi getur einnig
gert eigin athuganir og séð hvert
þær leiða.
Notandi getur gert kosningaspá
sem nýtist til að byrja með þegar
talning hefst að kvöldi 8. maí og
tekið þátt í samkeppni um hver er
með nákvæmustu kosningaspá þeg-
ar upp úr kjörkössum hefur verið
talið.
Forritið má nálgast hjá Eddu
Hugbúnaði ehf. í Kópavogi og á
heimasíðu fyrirtækisins, www.x99.is.
II
OAJEWOO
20" tæki á 14" verði!
• 20“ sjónvarp
• Islenskt textavarp
• SCART-tengi
• Audio / Video tengi
• Tenqi fyrir heymartól
• Fullkomin fjarstýring ofl. ofl.
AÐEINS UM HELGINA
My Best
Friends
iding erá
dagskrá i
kvöld.
38.990
1999 módelið. Þýskt tæki sem
slegið hefur í gegn!
• 28" Black FST myndlampi
• Nicam Stereo
• SCART-tengi
• Sjálfvirk stöðvaleit
• Tenqi fvrir hevrnartól
BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 • BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444
I
Ef þig vantar góða
ástæðu fyrir því
að kaupa sjónvarp
í dag erum við
með nokkrar
uppástungur.
O ftábærar myndir í sjónvarpinu
í kvöld.
©Pabbiætlaraö horfaá
Eurosport ísjónvarpinu
"sínu I allt kvöld.
©Það rýkur úr gamla siónvatpinu
þegar þú kveikir á því.
© Þú verður að hafa eitthvað
að gera og þið hjónin emð
búin að raeoa allt sem hægt
eraðræða.
©Verðið á sjónvöipum gerist
ekki betra en hjá BT í dag.
Topp tæki! Bestu kaupin i dag. . 28" Black Pearl myndlampi • 2 x SCART tengi
IA11PAH • Nicam Stereo • AV og S-VHS inngangur
| • innbyggðir 2x20W hátalarar • Navilight stýrikerfi ofl. ofl.
FACE0FF
er á dag-
skrá i