Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 46
46 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 47 ‘
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NATO A
TÍMAMÓTUM
LEIÐTOGAR þeirra nítján ríkja er aðild eiga að Atlants-
hafsbandalaginu, NATO, komu í gær saman í Washington
í Bandaríkjunum, til að minnast þess að fímmtíu ár eru liðin
frá því stofnsáttmáli bandalagsins var undirritaður í borginni.
Hátíðarfundurinn, sem upphaflega var boðað til í því skyni
að minnast þess árangurs er náðst hefur á undanfarinni hálfri
öld og fagna inngöngu þriggja nýrra ríkja í bandalagið, er
haldinn í skugga fyrstu vopnuðu átakanna sem NATO á beina
aðild að. Það er ljóst að átökin í Kosovo verða meginviðfangs-
efni leiðtoganna á Washington-fundinum en þau vekja ekki
síður upp spurningar um eðli NATO-samstarfsins í framtíð-
inni.
Hið pólitíska og hernaðarlega umhverfí Evrópu hefur tekið
breytingum og þær forsendur sem lágu til grundvallar stofn-
un NATO hafa líka breytzt. Vestrænu lýðræðisríkin standa
ekki lengur frammi fyrir þeirri ógn er stafaði af Sovétríkjun-
um, þótt pólitískt óvissuástand í Rússlandi skapi vissulega
ákveðna hættu. Vígbúnaðarkapphlaupið heyrir sögunni til.
Það er þó ekki þar með sagt að öryggisvandi álfunnar hafí
verið leystur í eitt skipti fyrir öll og að sumu leyti eru aðstæð-
ur í Evrópu flóknari og viðsjárverðari en þær voru á tímum
kalda stríðsins. Hin skýra ógn er horfin en þess í stað stafar
Vesturlöndum hætta af svæðisbundnum átökum, sem erfitt
getur verið að hemja og hætta er á að breiðist út.
Allt frá falli Berlínarmúrsins og upplausn Sovétríkjanna
hefur verið rætt um það hvernig Atlantshafsbandalagið eigi
að bregðast við þessum nýju aðstæðum og hvaða hlutverki
bandalagið eigi að gegna í framtíðinni. Engin endanleg svör
| hafa fengist við slíkum spurningum.
Með þeirri ákvörðun að hafa bein afskipti af Kosovo-deil-
unni og hefja loftárásir á Júgóslavíu hafa bandalagsríkin
nítján ákveðið að NATO verði beitt með virkum hætti til að
treysta öryggi álfunnar. Með árásunum er ekki verið að svara
árás á bandalagsríki heldur grípa í taumana og stöðva áform
ósvífins harðstjóra. Bill Clinton Bandaríkjaforseti orðaði það
svo í ávarpi sínu í Washington í gær að ekki væri hægt að láta
síðasta einræðisríki Evrópu á þessari öld komast upp með að
eyðileggja þann draum Evrópuríkja að lifa saman á grund-
velli friðar og frelsis.
Arásirnar á Júgóslavíu hafa vissulega verið gagnrýndar,
jafnt innan NATO sem utan. Margh’ úr hópi þeirra, sem talist
hafa til dyggustu stuðningsmanna bandalagsins, hafa dregið í
efa gildi þess að beita hernaðarlegum mætti bandalagsríkj-
anna í þeim tilgangi að tryggja hagsmuni þjóðar, sem ekki á
aðild að NATO. Bent hefur verið á hversu hættulegt fordæmi
það getur verið að ætla NATO að koma í veg fyrir að harð-
stjórar beiti þegna sína ofbeldi. Á móti má hins vegar spyrja
hvort hægt hefði verið fyrir NATO að standa aðgerðalaust
hjá á meðan Slobodan Milosevic murkaði lífíð úr Kosovo-Alb-
önum. Hver hefði staða bandalagsins verið þá? Hefði mark
verið takandi á NATO ef það hefði látið slíkt viðgangast í
Evrópu? Að Bosníustríðinu loknu var það mat flestra að of
seint hefði verið gripið til aðgerða. Að þessu sinni var tekin
ákvörðun um að láta til skarar skríða eftir að fjölmargar til-
raunir til að finna pólitíska lausn á Kosovo-deilunni höfðu
reynzt árangurslausar. Eftir að Milosevic hafnaði samkomu-
lagi á grundvelli Rambouillet-viðræðnanna urðu bandalags-
ríkin annaðhvort að standa við stóru orðin og fyrri yfirlýsing-
ar eða eiga á hættu að missa allan trúverðugleika í framtíð-
inni.
Það er hins vegar jafnframt ljóst að Atlantshafsbandalagið
verður að leiða málið til lykta og ljúka því verki sem hafíð er.
Ef aðgerðum verður hætt áður en markmiðum loftárásanna
hefur verið náð hefði það vafalítið örlagarík áhrif á NATO-
samstarfið. Flest bendir til að loftárásirnar einar muni ekki
skila tilætluðum árangri. Þrátt fyrir þá gífurlegu eyðilegg-
ingu sem þær hafa valdið á hei'vél Serba og samgöngukerfi
Júgóslavíu er ljóst að Milosevics hyggst þreyja þorrann.
Hann er á góðri leið með að ljúka þjóðernishreinsunum sínum
í Kosovo og þær lýsingar sem þaðan berast af fjöldamorðum,
nauðgunarbúðum og hrikalegri meðferð á flóttafólki eru
sönnun þess að rétt var að hafa afskipti af deilunni.
Líklega mun hins vegar reynast nauðsynlegt að senda
landher til Kosovo til að leysa deiluna og benda umræður
undanfarinna daga til að leiðtogar NATO-ríkja séu að komast
á þá skoðun að landhernaður sé óhjákvæmilegur. Átökin eru
ekki einungis farin að snúast um Kosovo heldur framtíð
NATO. Bandalagið hefur verið helsti hornsteinn friðar í Evr-
ópu í hálfa öld og mikilvægt er að svo verði áfram.
Rafiðnaðarmenn hóta úrsögn vegna deilna um skipulagsmál ASI
Er ASI ófært um að leysa
deilur um skipulagsmál?
s
Agreiningur hefur verið
s
um skipulagsmál ASI
í mjög langan tíma, en
sambandinu hefur ekki
tekist þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir að leysa
deiluna. Nú hótar Raf-
iðnaðarsambandið úr-
sögn úr ASI og því
vaknar sú spurning
hvort ASI sé ófært um
að leysa þessi mál.
Egill Ólafsson bendir á
að athyglisvert sé að
á sama tíma og tekist
sé á um þessi mál innan
s
ASI og tilraunir til að
sameina ASÍ og BSRB
hafa engu skilað séu
vinnuveitendur á góðri
leið með að sameinast
í ein heildarsamtök.
GEGNUM árin hafa verið til
Iumræðu ýmsar hugmyndir um
skipulag ASI. Sumir hafa viljað
skipta sambandinu upp í starfs-
greinasambönd. Aðrir hafa viljað
skipta því upp milli faglærðra og ófag-
lærðra og einnig hefur verið rætt um
að skipta því milli vinnustaða. Einnig
hefur verið tekist á innan sambands-
ins um hvernig eigi að meðhöndla nýja
hópa sem sækja um aðild að ASÍ. Á
við afgreiðslu nýrra umsókna að
ganga út frá gildandi skipulagi ASI,
vilja félagsmanna eða vilja stéttarfé-
laganna?
í dag skiptist Alþýðusambandið í
grundvallaratriðum upp í landssam-
bönd faglærðra og ófaglærðra félags-
manna. Nokkur verkalýðsfélög, eins
og t.d. Flugfreyjufélagið og Félag
mjólkurfræðinga, eiga beina aðild að
ASI, en sú stefna hefur verið mörkuð
að félög með beina aðild eigi að gerast
aðilar að ASÍ í gegnum aðild að lands-
samböndum.
Mál afgreidd án þess að framtíð-
arstefna hafí verið mörkuð
Vegna þess að Alþýðusambandið
hefur ekki náð að komast að niður-
stöðu í skipulagsmálum sambandsins
hefur það að sumu leyti þróast án þess
að fyrir liggi fyrirfram ákveðin stefna
um hvernig það eigi að þróast. Menn
hafa afgreitt einstök mál þegar þau
hafa komið upp í hendur á mönnum án
þess að fyrir hafi legið mörkuð fram-
tíðarstefna. Þetta gerir það að verkum
að t.d. þeir sem vilja breyta ASÍ í
starfsgreinasamband geta bent á ýmis
dæmi máli sínu til stuðnings um að
sum landssambönd ASÍ séu að hluta
til starfsgreinafélög.
Þeir sem telja að betra sé að skipu-
leggja ASÍ sem starfsgreinafélög
benda á að þjóðfélagið sé sífellt að
verða flóknara og margbrotnara. Störf
sem áður kröfðust lítillar eða engrar
menntunar kalli nú á aukna starfs-
menntun. Endurmenntun skipti
stöðugt meira máli. Mörg dæmi séu
um að mörkin milli starfsgi'eina séu
orðin óljós og skipting manna í verka-
lýðsfélög, eins og hún var ákveðin fyr-
ir miðja öldina, henti ekki nútímaþjóð-
félagi sem sé stöðugt að breytast.
Guðmundur Gunnarsson, formaður
RSI, hefur kosið að orða þetta með
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASI, ávarpaði þing rafiðnaðarmanna sl.
fimmtudag. Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ, hlustar á.
Félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ
Apríl 1999 Samtals Hlutfall
Landssamband iðnverkafólks 4.188 5,92%
Landsamb. ísl. verzlunarmanna 17.587 24,87%
Rafiðnaðarsamband íslands 2.482 3,51%
Samiðn, samband iðnfélaga i 5.294 3.875 7,48%
Sjómannasamband íslands \ 5,48%
Verkamannasamband íslands 34.128 48,25%
Þjónustusamband íslands 844 1,19%
Félög með beina aðild 2.331 3,30%
Samtals 70.729 100,0%
þeim hætti að skipulag sem ákveðið
var á 19. öld henti ekki verkalýðs-
hreyfmgu í upphafi 21. aldar.
Þeir sem vilja halda í núverandi
skiptingu milli faglærðra og ófag-
lærðra viðurkenna margir hverjir
þessi rök en benda á að ef opna eigi fé-
lög faglærðra fyrir ófaglærðu launa-
fólk sé óhjákvæmilegt að slíkt leiði til
fækkunar í félögum ófaglærðra og til
þess að það dragi úr þrótti þeirra. Þeir
benda jafnframt á að ef opna eigi félög
faglærðra með þessum hætti hljóti að
vera eðlilegt að félög ófaglærðra séu
opnuð með sama hætti fyrir einstök-
um hópum faglærðra. Opnunin megi
ekki vera í eina átt.
Óbreyttri umsókn Matvíss og
simamanna að ASI var hafnað
Það sem varð til þess að upp úr sauð
í vikunni var ákvörðun laga- og skipu-
lagsnefndar ASI varðandi umsókn
Matvíss og Félags símamanna um að-
ild að ASI. Matvís, sem er nýtt lands-
samband sem er ætlað að taka við
hlutverki Þjónustusambandsins, er í
eðli sínu starfsgreinasamband. Skipu-
lagsnefnd ASÍ komst að þeh’ri niður-
stöðu að Matvís gæti ekki fengið aðild
að ASI að óbreyttu þar sem í því væru
bæði faglærðir og ófaglærðir launa-
menn í matvælagreinum.
Mál Félags símamanna (FIS) er af
svipuðum toga, en það endurspeglar
einnig vel hversu erfitt er að aðlaga
þær breytingar sem eru að verða á
vinnumarkaðinum núverandi skipu-
lagi ASI. I FIS eru starfsmenn
Landssímans. Eftir að ákveðið var að
breyta Pósti og síma í hlutafélag
ákváðu félagsmenn í FÍS að ganga úr
BSRB og óska eftir aðild að Rafíðn-
arsambandinu, sem er eitt af lands-
samböndum ASÍ. í FÍS eru bæði fag-
lærðir og ófaglærðir félagsmenn. Þar
eru t.d. fast að 100 skrifstofumenn.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
telur að þessir skrifstofumenn eigi að
vera í VR og ritaði miðstjórn ASI
bréf þess efnis sl. haust. Miðstjórnin
svaraði bréfinu í vetur og í svarinu
segir að samkvæmt skipulagi ASI
eigi skrifstofu- og verslunarmenn að
vera í félögum verslunar- og skrif-
stofumanna.
Rafíðnaðarsambandið mótmælti
þessari niðurstöðu og var málið áfram
til umfjöllunar í skipulags- og laga-
nefndinni. Rafiðnaðarsambandið
þurfti nauðsynlega að fá skýr svör fyr-
ir landsþing sambandsins, sem hófst
sl. fimmtudag og var málið afgreitt
endanlega úr nefndinni degi áður en
þingið hófst. Niðurstaðan var neikvæð
fyrir RSÍ. Skipta verður Félagi síma-
manna upp áður en féjagsmenn þess
geta orðið aðilar að RSI.
Viðbrögð Guðmundar Gunnarsson-
ar, formanns RSI, voru mjög hörð.
Hann túlkar niðurstöðu skipulags-
nefndar með þeim hætti að ASI sé að
vísa ófaglærðum félagsmönnum RSÍ
úr ASI, en ófaglærðir eru um þriðj-
ungur af Itafiðnaðarsambandinu. For-
setar ASI sáu ástæðu til að senda frá
sér yfirlýsingu vegna þessara um-
mæla þar sem þeir leggja áherslu á að
úrskurður skipulagsnefndar varði að-
eins þá hópa sem eru að sækja um að-
ild að ASI, en ekki þá sem eru þar fyr-
ir. Þeir leggja síðan áherslu á að
skipulagsmál ASI séu til umfjöllunar
innan sambandsins og stefnt sé að
ákvörðun á þingi ASÍ árið 2000.
Ótti við að styggja VR
Það er hins vegar fleira sem liggur
á bak við þessa ákvörðun ASÍ. Kuldi
hefur verið í samskiptum Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkuiyog ASI um
nokkurt skeið. Á þingi ASI í Kópavogi
1996 varð uppnám við kosningar í
trúnaðarstörf, en forysta VR túlkaði
niðurstöðu þeirra þannig að önnur fé-
lögýnnan ÁSI vildu losna við VR úr.
ASI. VR hefur auk þess verið óánægt
með hlut sinn í skattgreiðslum til ASÍ.
Þá hefur VR verið mjög óánægt með
starfsemi Landssambands verslunar-
manna og hótaði á síðasta ári að segja
sig úr þeim, en það hefði jafnframt
þýtt að félagið hefði farið úr ASÍ.
Tvennum sögum fer af því hvort VR
hafi hótað úrsögn ef skrifstofumenn í
FIS fengju aðild að ASI í gegnum
Rafiðnaðarsambandið, en það ætti
ekki að þurfa _að koma neinum á óvart
að forysta ASI hafi við þessar aðstæð-
ur forðast að gefa VR tilefni til að
ganga úr ASÍ.
Þótt félög ófaglærðra launamanna í
ASI séu andsnúin kröfunni um að
breyta skipulagi sambandsins í starfs-
greinafyrirkomulag fer því fjarri að
þau séu að öllu leyti ánægð með nú-
verandi skipulag. Þessi óánægja nær
ekld síst til tveggja stærstu verka-
lýðsfélaga landsins, Eflingar í
Reykjavík og VR. í þessum tveimur
félögum eru samtals rúmlega 25 þús-
und félagsmenn sem eru um 38% fé-
laga í ASI. Þessi tvö félög eru það öfl-
ug að þau þurfa í reynd ekki á sér-
fræðiaðstoð að hakla_ hjá landssam-
böndunum eða ASÍ. Á skrifstofu VR
starfa t.d. um 25 starfsmenn eða
helmingi fleiri en starfa á skrifstofu
ASI. Á skrifstofu Landssambands
verslunarmanna starfa tveir starfs-
menn og á skrifstofu Verkamanna-
sambands íslands hafa starfað um
fimm starfsmenn.
Það er mat margra að landssam-
bönd ASÍ séu ekki nægilega sterkar
einingar. Vænlegi’a sé að efla grunn-
einingarnar, félögin, með sameiningu
félaga. Smærri félög úti á landi eru
ósammála þessari afstöðu enda geta
þau aldrei orðið jafnöflug og félögin í
Reykjavík jafnvel þó að farið verði út
í víðtækar sameiningar. Þau treysta
mikið á þjónustu landsambandanna.
Sum landssambönd hafa áhuga á
að fara þá leið að sameina í eitt félag
fámenn og veik félög, sem mörg hver
hafa ekki bolmagn til að veita félags-
mönnum sínum nauðsynlega þjón-
ustu. Dæmi um þetta er Sjómanna-
sambandið, en umræða hefur átt sér
stað innan þess um stofnun eins
verkalýðsfélags sjómanna. Breyting-
ar á vinnulöggjöfinni gera það að
verkum að þessi kostur er að mörgu
leyti áhugaverður fyrir sjómenn.
Eitt af því sem gerir stöðu Rafiðn-
aðarsambandsins sérstaka er að sam-
bandið rekur mjög öflugan skóla,
Rafiðnaðarskólann. Þangað hafa
ófaglærðir félagsmenn í Rafiðnaðar-
sambandinu getað leitað sér starfs-
menntunar og átt þar kost á að kom-
ast smátt og smátt í hóp faglærðra.
Þessi öflugi vettvangur fyrir endur-
menntun gerir það að verkum að raf-
iðnaðarmenn sætta sig ekki við að
vera í þeirri stöðu að þurfa að vísa
ófaglærðum félagsmönnum út úr
sambandinu meðan þeir eru að afla
sér menntunar.
Verkalýðshreyfingin að sundrast
og vinnuveitendur að sameinast
Á síðasta þingi ASÍ gáfu forseti
ASI og formaður BSRB yfirlýsingar
um nauðsyn þess að sameina verka-
lýðshreyfinguna í ein heildarsamtök,
en sem kunnugt er skiptist verkalýðs-
hreyfingin í dag í tvennt milli opin-
berra starfsmanna og launamanna á
almennum vinnumarkaði. Lítið hefur
gerst í þessum málum síðan. Færa
má rök fyrir því að gjáin milli ASI og
BSRB hafi ef eitthvað er breikkað á
allra síðustu ái’um. Búið er að lög-
festa ólíka stöðu þessara hópa í lífeyr-
ismálum. Ekkert hefur verið gert til
að reyna að samræma réttindi þess-
ara hópa eins og t.d. hvað varðar fæð-
ingarorlof. Þessir hópar fylgdust ekki
að við gerð síðustu kjarasamninga og
bendir ýmislegt til að næstu kjara-
samningar muni einkennast af tog-
streitu milli opinberra starfsmanna
og ASI. Nægir að minna á nýlega
ályktun Félags járniðnarmanna í því
sambandi þar sem kjarasamningar
opinberra starfsmanna voru harðlega
gagnrýndir.
Á sama tíma og ósamstaða virðist
vera að aukast innan verkalýðshreyf-
ingarinnar eru atvinnurekendur á
góðri leið með að sameina samtök sín
í ein heildarsamtök. Það er því ekki
furða þótt forystumenn í verkalýðs-
hreyfingunni hafi áhyggjur af því sem
er að gerast.
„Mér finnst skelfilegt að horfa upp
á þetta. Ég bara trúi því ekki að
menn geri eitthvað núna sem verður
til þess að veikja ASÍ. Við hljótum að
getað leyst þessi mál,“ sagði Halldór
Björnsson, formaður Eflingar, sem
var einn þeirra sem Morgunblaðið
ræddi við við öflun efnis í þessa
grein.
Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlefflir víða um land
M orgu nblaðið/Ásdís
FÓLK á öllum aldri fagnaöi nýju sumri á Ingólfstorgi sumardaginn fyrsta, þar sem haldnir voru tónleikar í tilefni dagsins.
Sumri fagnað
SUMARDAGURINN fyrsti var
haldinn hátíðlegur víða um land
á fimmtudag en útlit er fyrir
gott sumar ef marka má þá speki
að ef vetur og sumar frjósi sam-
an sé góð tíð í vændum. í
Reykjavík og nágrenni var mikið
um uppákomur í tilefni dagsins
en töluvert var um það að hverfi
tækju sig til og héldu sinn eigin
sumarfögnuð.
Skrúðganga skáta í Reykjavík
er án efa einn af vorboðunum, en
nokkur hundruð skátar gengu
saman frá Skátahúsinu við
Snorrabraut, niður Laugaveginn
og áfram upp Skólavörðustíg í
Hallgrímskirkju þar sem hin ár-
lega skátamessa var haldin.
Tónleikar á Ingólfstorgi
Risatónleikar, þar sem fram
komu hljómsveitirnar Skíta-
mórall, Land og synir, SSSól,
Buttercup og Sóldögg, voru
haldnir um miðjan dag á Ingólfs-
torgi.
I vesturbæ, Árbæ, Bústaða-
hverfi og Breiðholti var mikið um
að vera, skrúðgöngur og
skemmtiatriði fyrir unga sem
aldna. í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinum var Fuglaverndarfélag-
ið með vorboðasýningu og í
Tónabæ var haldið upp á 30 ára
afmæli staðarins með skemmtiat-
riðum og risaafmælisköku.
I Grafarvogi fóru hverfisbúar í
skrúðgöngu, sem endaði í íþrótta-
miðstöð hverfisins, en þar var
boðið upp á sérstaka skemmti-
dagskrá þar sem hljómsveitin
Geirfuglarnir steig m.a. á stokk.
Á staðnum var myndlistarsýning
þar sem sýnd voru verk grunn-
skólanema í hverfinu og þá var
börnum boðið upp á andlitsmál-
un. Um morguninn hélt íþróttafé-
lagið Fjölnir glímumót fyrir
grunnskólanema, þar sem keppt
var um farandbikar.
Skátaguðsþjónusta
í Hjallakirkju
Skátafélagið Kópur sá um dag-
skrána í Kópavogi og hófst hún
með skátaguðsþjónustu í Hjalla-
kirkju. Farið var í skrúðgöngu
frá Digraneskirkju að íþróttahús-
inu í Smáranum þar sem fram fór
skemmtun fyrir bæjarbúa.
Seltjarnarnesbúar voru einnig
með sína eigin skrúðgöngu þar
sem Lúðrasveit bæjarins gekk í
broddi fylkingar. Eftir skrúð-
gönguna var fylgst með 3. flokki í
knattspyrnu etja kappi við bæjar-
stjórnina, en Magnús Scheving
hitaði upp fyrir átökin. Eftir Ieik-
inn var börnum boðið að fara í
þrautaleik eða á hestbak við mal-
arvöllinn.
MARGIR fóru í skrúðgöngu sumardaginn fyrsta enda veður einstaklega
gott víðast hvar. það getur verið gott fyrir lítil kríli að fá að tylla sér í
hásæti á herðum mömmu eða pabba og hvfla lúin bein.
BÖRNUM var boðið upp á ýmislegt sér til skemmtunar sumardagmn
fyrsta og ýmsar þrautir voru reyndar. I sumum þeirra var eins gott að
hafa taktinn í lagi ef ekki átti illa að fara.
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
í VESTMANNAEYJUM var haldið upp á sumardaginn fyrsta í blíðviðri.
Farið var í skrúðgöngu frá Stakkagerðistúni að íþróttamiðstöðinni, en \
þar var létt skemmtun, m.a. söngur, fimleikar og leikfimiæfingar.