Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 59 _________UMRÆDAN_______ Staða öryrkja lagfærð Á undanförnum mánuðum hefur margt verið rætt og ritað um stöðu og aðbúnað ör- yrkja hér á landi. Að mörgu leyti hefur um- ræðan verið til góðs og opnað augu margra fyrir því að ákveðinn hluti öryrkja býr við of kröpp kjör. Það hef ég áður tekið undir á opin- berum vettvangi en jafnframt beitt mér fyrir ýmsum lagfæring- um á kjörum öryrkja. í kjölfar breytinga sem urðu í lok síðasta árs, þegar svigrúm ör- yrkja og maka þeirra til tekjuöflun- ar var aukið verulega án þess að bætur lækkuðu, komu til viðtals við mig tveir af forystumönnum Ör- yrkjabandalagsins. Aherslur þeirra Þegar ég innti forystumennina eftir hver væru mikilvægustu rétt- indamál öi-yrkja að þessari leiðrétt- ingu fenginni var svarið þrjú atríði: 1. Hækka vasapeninga vist- manna á stofnunum. 2. Veita einstæðum mæðrum rétt til heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar. 3. Fjölga styrkjum til bifreiða- kaupa hreyfihamlaðra, ásamt því að hækka fjárhæð styrkja. Allar þessar lagfæringar hafa nú náð fram að ganga: 1. Vasapeningar vistmanna voru hækkaðir, frá og með 1. apríl sl., úr 12.535 kr. í 16.829 kr., sem er hækk- un um 4.294 kr. 2. Hinn 19. mars sl. var kveðinn upp tímamótaúrskurð- ur í Tryggingaráði þannig að einstæðir foreldrar eiga í fyrsta sinn rétt á heimilisupp- bót, og sérstakri heimil- isuppbót, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Það, hvort barn innan við 18 ára aldur býr á heimili öryrkjans, skipth- því ekki máli lengur. Með þessari breytingu getur ein- stætt foreldri því feng- ið allt að kr. 67.179 í bætur frá Trygginga- stofnun á mánuði, í stað 46.576 kr. áður. 3. Hinn 15. apríl sl. kynnti ég síð- an nýja reglugerð þar sem styrkj- um hreyfihamlaðra til bifreiðakaupa er fjölgað um 70 og fjárhæð þeirra jafnframt hækkuð. Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af nefndastarfi sem Öryrkjabandalagið og Sjálfs- björg áttu aðild að. Þeir hlutar til- lagnanna sem þarf lagabreytingu til að ná fram verða hins vegar að bíða næsta Alþingis. Með þessum aðgerðum sem hér er lýst hef ég nú náð fram brýnustu breytingum sem þessir forsvars- menn Óryrkjabandalagsins lögðu áherslu á í byrjun árs. Alltaf má gera betur Á þessu kjörtímabili hefur kaup- máttur bóta hækkað um 22%, eða meira en launavísitala, og fjölmarg- ar leiðréttingar og réttarbætur hafa náð fram að ganga. Það er hins veg- ar rétt sem kemur fram hjá fram- kvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins í Degi hinn 20. apríl sl., að enn hefur Kjaramál Ég hef náð fram brýn- ustu breytingum sem forsvarsmenn Öryrkja- bandalagsins lögðu áherslu á, segir Ingi- björg Pálmadóttir, í byrjun árs. ekki tekist að skila til baka öllum skerðingum sem á voi*u settar á ár- unum 1991-1995. Til þess nægir ekki eitt kjörtímabil, enda þarf mik- ið til. Þótt lífeyrisþegar hafi fengið kjarabætur sem eru fyllilega í sam- ræmi við launahækkanir á almenn- um markaði er ráðamönnum að sjálfsögðu ljóst að alltaf má gera betur. Það er lenska að gera lítið úr þeim réttarbótum sem náð hef- ur verið fram fyrir öryrkja. Það tel ég hættulega stefnu til framtíðar fyrir öryrkjana sjálfa, enda hefur ítrekað komið fram hjá hinum reyndari forystumönnum að þeir virða það sem vel er gert. Enda höfum við átt gott samstarf undan- farin fjögur ár, við höfum getað rætt hagsmunamál öryrkja í fullum trúnaði, unnið saman af heilindum og ég hef ávallt getað treyst orðum þeirra. Slíkt er mikils virði fyrir ráðherra en þó sérstaklega mikil- vægt fyrir skjólstæðingana. Fyrir það ber að þakka. Höfundur er heilbrigðisrádherra. Ingibjörg Pálmadóttir Félagsvist í Reykjavík FRAMSÓKNARFLOKKURINN Sunnudaginn 25. cxpríl kl. 14:00 verður haldin félagsvist f Súlnasal Hótel Sögu. Utanlandsferð og önnur vegleg verðlaun. Stutt óvörp frambjóðenda. Aðgangur og veitingar ókeypis. Allir velkomnir. Sumarkveðja Finnur Ingólfsson Ólafur Örn Haraldsson Jónfna Bjartmarz Vigdfs Hauksdóttir Benedikt Magnússon Birna Kr. Svavarsdóttir * AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is vfj> mbl.is I___ALL.TSkf= GITrH\SA£> A/ÝTT~ FILJAJT BRAVA Valinn af "auto motor & sport sem sá besti í sínum flokki eftir 100.000 km prófun. Eðalvagn frá Fiat. Verð: kr. 1390.000 BRAVO Lœgsta bilanatíðni í flokki þriggja ára bíla skv. þýska bílablaðinu "auto motor & sport". Sprœkur sportari. Verð: kr. 1.360.000 Fjölskyldubíll framtíðarinnar. Mikið pláss fyrir sex manns í sœti. Auðvelt að fjarlœgja sœti og breyta í flutningsrými. Verð: kr. 1.590.000 PALIO WEEKEND Rúmgóður skutbíll, hlaðinn búnaði. Sumargjöf sem inniheldur dráttarbeisli og burðarboga fylgir með. Verð: kr. 1.260.000 MAREA WEEKEND Glœsilegur fjölskyldubíll með miklum búnaði og miklu rými. Verð: kr. 1.550.000 SEICENTO Stórskemmtilegur smábíll með sportbílatakta og miklum búnaði. Verð: kr. 960.000 ístraktor B í L A R FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 • GARÐABÆ . SlTvl I 5 400 SOO
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.