Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 65

Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 65 Þjóð í vanda ÞAÐ þarf ekki að skyggnast um víða í veröldinni til saman- burðar til að sjá og skilja hversu gæfusam- ir íslendingar geta talið sig. Ekki þar fyrir að ýmsar þjóðir eru vel settar um sinn hag, en fáar betur en við. Á hálfri öld hefir okkur tekizt að brjót- ast úr viðjum fátæktar og úrræðaleysis til þess að geta búið þegn- um landsins hin beztu kjör, efnalega og and- lega. Og engin ástæða er til að efast um fram- hald framfaranna ef skynsamlega og réttlátlega er á málum haldið. En - blikur eru á lofti. Blikur A hálfri öld hefir okkur tekizt að brjótast úr viðjum fátæktar og úr- ræðaleysis, segir Sverrir Hermannsson, til þess að geta búið þegnum landsins hin beztu kjör, efnalega og andlega. Engum efa er undirorpið, að ör- lögum hefir ráðið um hagsæld þjóð- arinnar að áhrifa Sjálfstæðisflokks- ins hefir gætt mest á þessu skeiði í stjórn landsins. Forysta hans undir merkjum einkaframtaks og lýð- frelsis væru meginstoðir glæsilegr- ar framþróunar, þar sem rík áherzla var lögð á samheldni þjóð- arinnar undir kjörorðinu: Stétt með stétt. Jafnrétti til orða og athafna var undirstaðan. Nú er því miður öldin önnur. Enski boltinn á Netinu ® mbl.is 4KLLTAf= GITTH\SAÐ A/ÝT7 Á örskömmum tíma hefir forysta Sjálf- stæðisflokksins verið teymd af nýjabrums- mönnum inn á allt aðr- ar brautir. Brautir sér- hyggju og miðstýring- ar þar sem frelsi og jafnrétti er gjörsam- lega fyrir borð borið og sú trú boðuð að þá muni þjóð farnast bezt að auður hennar sé kominn á sem fæstar hendur. Skýrustu dæmin um þessa nýju stefnu er framkvæmd Sjálfstæð- isflokksins í fískveiði- málum þar sem þess verður skemmst að bíða að örfáum útvöld- um hafi verið afhentur til umráða og eignar lunginn úr langverðmæt- ustu auðlind íslands: Sjávargullið dýrmæta. Af sömu rótum er runnin eigna- upptaka stjórnarherranna á öllu há- lendi Islands, þar sem fámennum sveitahreppum er í raun afhentur sá stórkostlegi auður til meðferðar og fénýtingar sér. Til þessara óhæfuverka hefír Sjálfstæðisflokkurinn gengið undir jarðarmen með Framsóknarflokkn- um, hinni ógeðfelldu sérhags- munaklíku, sem forysta þess flokks hlýtur að teljast. Þess vegna er þjóð okkar í mikl- um vanda stödd. Undirritaður hlýt- ur að binda vonir við að hans gamli flokkur nái áttum og hverfi aftur til þeirrar stefnu, sem reyndist okkur svo vel og yfirgefi nýfrjálshyggjuna. En - það eru litlar líkur á að menn þar á bæ átti sig nema kjósendur gefi flokknum alvarlega áminningu í kosningunum 8. maí n.k. Og alvar- legust myndi stjórn Sjálfstæðis- flokksins þykja sú áminning, sem kjósendur veittu honum með því að ljá Frjálslynda flokknum verulegt fylgi- Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Sverrir Hermannsson 'JiJjjhif ntm Adidas Copa Mundial skórinn sem er ... 30 ára á þessu GUlUGS ári. Fáir skór hafa verið jafnlengi til talað um eins og Skórinn er hreint og mest seldi fótboltaskór i heimi. Vtra byrðið er úr K-leðri, styrkt með þremur röndum sem gefur aukinn stuðning. Sólinn er úr PU með föstum tökk'" Herra og dömustærðir, Venjulégt verð 9.990, Nú 7.490,- OKKAR FAG Ift, ÉiManii m I SPORT Bíldshöföa 20 •112 Reykjavík • 510 8020 • www.lntersport.is Umbro Leage Fast. Fótboltaskór úr kálfaleðri með fasta takka fyrir gras. Staerðir 3-12. Tegund: SANDALI Litur: Svart Stærðir: 28-38 Verð: 2.495- Tegund: 1013 MEÐ LJÓSUM Litir: Svart m.hvítu Stærðir: 26-35 LAr GEAR' STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ímtgardagfrá kL10-16 r r tlag FPSIiPi atnEii ■ : ■ TIL ALLT AÐ S6 MÁNABA mGPMSiun \TI L 36 MÁNADA • vy* 1. fl. Eikgegnheil 10 mm 1. fl. Eilí Classic 14 mm l.fl. Eílí 2 St. 14 mm 1. fl. EikAccent.i4mm 1. fl. Eik Nature 14 mm kr. ■m pr. m stgr. pr. m stgr. pr. m2 stgr. 1. fl. EikNature4sti4mm kr. pr. m" stgr. pr. m stgr. pr. m2 stgr. úrval HARÐVISARVAL EHF. Krókhálsi4 llOReykjavík Sími: 567 1010 Veffang: http://www.parket.is E-mail: parket@parket.is ÍL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.