Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 66

Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 66
MORGUNBLAÐIÐ '66 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 UMRÆÐAN Níðst á öldruðum og öryrkjum ÞAÐ er full ástæða til að kanna hvemig verk ríkisstjómar Da- víðs Oddssonar hafa talað gagnvart öldmð- um og öryrkjum á þessu kjörtímabili og í framhaldi af því, að svara þeirri spumingu, hvort þau hafi skilað árangri til allra. Hvort gott efnahagsástand, sem hefur vissulega _ komið mörgum okkar vel, hafi skilað sér til þeirra? Sjö prósentin eru um 600 krónur Staðreyndirnar tala sínu máli. Þó að menn hafi þrefað og þráttað um kaupmátt lífeyris og launa á kjörtímabilinu er reyndin sú að líf- eyrisþegar á fullum greiðslum frá Tryggingastofnun, með lítinn eða engan rétt hjá lífeyrissjóði, em langt undir framfærslumörkum. Hjón með fullar greiðslur, gmnn- lífeyri og tekjutryggingu, hafa að- eins 44 þúsund krónur á mánuði hvort um sig til framfærslu. Einbú- ♦ inn fær 20.600 krónur til viðbótar eða alls rúmar 64.600 krónur á mánuði eftir hækkunina á dögun- um, sem að hluta fer í skatt. Hækkun ríkis- stjórnarinnar til þessa fólks var nú, mánuði fyrir kosningar, 1.100 krónur, en um 500 krónur af henni fóm beint í ríkissjóð aftur í formi skatta. Tekjutenging ellilífeyris aukin í upphafi kjörtíma- bilsins var tekjuteng- ing grunnlífeyris aldr- aðra aukin. Ellilífeyrir skertist eins og örorkulífeyririnn um 25% við tekjur umfram frítekju- mark í upphafi kjörtímabilsins. Rík- isstjóm Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar taldi aldraða aflögufæra og jók tekjutenginguna í 30%. Það má einnig geta þess að tví- sköttun lífeyris úr lífeyrissjóði var hafin að nýju á þessu kjörtímabili eftir að hún var afnumin rétt fyrir síðustu kosningar fyrir fjómm ár- um, en hún bitnar á hluta lífeyris- þega. Þá var ekkjulífeyrir lagður niður 1996, en þær ekkjur sem höfðu hann fyrir þann tíma halda honum. Ríkisstjórnin „eignatengdi“ uppbótina Svokölluð frekari uppbót er bótaflokkur fyrir umönnunarþurfi lífeyrisþega með kostnað vegna lyfja og heilsufars. Uppbótin til þessa hóps lífeyrisþega, sem er verst settur í samfélaginu, var tengd, ekki tekjum, heldur pen- ingalegri eign í banka eða verð- bréfaeign lífeyrisþegans. Heil- brigðisráðherra ákvað að uppbótin skyldi felid niður við 2,5 milljóna króna eign í peningum eða verð- bréfum. Hún setti þessa skerðing- arreglu í upphafi kjörtímabilsins. Eftir nokkra umfjöllun Morgun- blaðsins og fleiri um þessa órétt- látu skerðingu á uppbótinni í vetur var reglunni breytt nú í mars og miðað við 4 miOjónir, en ekki af- numin eins og réttast væri. Lífeyr- isþegi sem á þessa upphæð eða jafnvel hærri, t.d. í fasteign, heldur uppbót sinni óskertri. Hænufet undir hótunum Við höfum búið við blómlegt Velferð Það er skiljanlegt að lífeyrisþegar mótmæli, segir Asta R. Jóhann- esdóttir, þegar skerð- ingar og álögur á kjörtímabilinu eru skoðaðar. efnahagslíf á þessu kjörtímabili. Engu að síður hafa álögur ríkis- stjórnarinnar á aldraða og örykja aukist. Gjöld fyrir sjúklinga í heilsugæslunni og hjá sérfræð- ingum hafa hækkað og ýmsir misst hlunnindi eins og niðurfell- inguna á afnotagjöldum RUV. Ráðherra heilbrigðismála hefur tekið örlítil hænufet í að minnka skerðingar vegna tekna maka eft- ir að Öryrkjabandalagið hóf mál- sókn vegna þessa mannréttinda- brots. Sömuleiðis breytti hún á dög- Ásta R. Jóhannesdóttir unum vinnureglum þannig að ekki skuli skerða heimilisuppbót ef líf- eyrisþegi býr með barni sínu eða börnum. Þetta er mál sem ég og fleiri þingmenn Samfylkingarinn- ar höfum barist fyrir án undir- tekta frá stjórnarliðum. Þetta gerir ráðherra eftir að einstæð móðir ákvað að höfða mál vegna þessarar túlkunar á lögunum og Tryggingaráð úrskurðaði í málinu í þessa veru. Afnám tekjutenging- ar við tekjur maka ber að afnema að fullu, það höfum við Samfylk- ingarmenn margoft lagt til á Al- þingi og það er eitt af helstu stefnumálum okkar í málefnum lífeyrisþega. Breytum rétt Það er skiljanlegt að lífeyrisþeg- ar mótmæli verkum ríkisstjórnar- innar þegar skerðingar og álögur á kjörtímabilinu eru skoðaðar. Það er ljóst þegar verk ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar hafa talað í þessum málum, að árangur efnahagslífsins góða á kjörtímabil- inu hefur ekki skilað sér til allra. Breytinga á áherslum í þessum málaflokid er vissulega þörf. Til þess að þær verði þarf Samfylking- in að koma sterk út úr kosningun- um í vor. Höfundur er þingnmður Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Vill þögli meirihlutinn láta niðurlægja sig? ÞEGAR þingmenn stjómarflokkanna settu hálendislögin í fymavor lá fyrir ótví- ræð vitneskja skv. skoðanakönnunum um að 73% almennings í landinu vom þeirri lagasetningu andvíg. Fjölmörg almanna- samtök óskuðu eftir nánari íhugun og um- fjöllun um málið. Því- líkur var hins vegar hroki og fyrirlitning stjómarforystunnar og þingliðs hennar gagnvart viðhorfum al- mennings, að fmmvörpin vom keyrð gegnum þingið með vísan til þess, að meirihluti þingsins ætti að ráða, eins og það var orðað, rétt eins og viðhorf almennings væm ekki svo mikið sem kusk á hvít- flibba forsætisráðherrans. Þessa umgengni stjórnarflokk- anna við skoðanir almennings er vert að rifja upp núna í aðdrag- anda kosninga, því að minni fólks er ekki alltaf nógu gott í slíkum efnum. Kosningar eiga að fela það í sér, að þingmenn séu kallaðir til ábyrgðar fyrir það, sem þeir hafa gert, jöfnum höndum því að snú- ast um það, sem þeir telja sig nú vilja gott gera síðar. Því þarf hinn þögli meirihluti þjóðarinnar að minnast þess, hvemig stjómar- flokkarnir virtu skoðanir hans ná- kvæmlega einskis við afgreiðslu þessara mikilvægu mála. I vax- andi mæli síðan 1990, að framsal og framleiga veiðiheimilda og þar með siðlaust kvótabrask var leitt í lög, hefur almenningur í landinu orðið meðvitaður um ágallana og óréttlætið, sem gildandi fyrir- komulagi fylgir. Mælingar hafa æðilengi gefið til kynna, að þrír af hverjum fjórum borgurum samfé- V lagsins séu ósáttir við ríkjandi skipan. Á þessu sviði sem hinu fyrrnefnda hafa viðhorf hins þögla meirihluta verið hundsuð. Gerðar hafa verið ótal tilraunir til að kaf- færa þessi viðhorf almennings með fokdýrum glansmyndaáróðri í blöðum, bæklingum og sjónvarpi, ”^ieð áróðursskýrslum, áróðurs- ráðstefnum og síendurteknum staðhæfíngum ráða- manna á þingi og í fréttaviðtölum, en hinn þögli meirihluti þjóðarinnar hefur haldið sinni skýru sýn á vandann og órétt- lætið, sem í gildandi skipan felst. Tilraun- um til opinberrar, málefnalegrar um- ræðu um vandann og eðli hans hefur verið mætt með þrautskipu- lagðri þögn þeirra stjómmálamanna, sem í hlut eiga. Þessi umgengni stjórnar- flokkanna við skoðanir almenn- ings á þessum málum undanfarin ár, er ekki sinnuleysi, heldur ber skýran vott um eindreginn ásetn- ing til að taka ekkert mark á þess- um skoðunum. Það hentar ekki Kvótinn Formenn stjórnar- flokkanna, segir Jón Signrðsson, ætla að gefa sameign þjóðar- innar endanlega að af- loknum kosningum. sérhagsmunum þeirra aðila innan sem utan þingliðs stjórnarflokk- anna, sem þeir dyggast þjóna, og því skal það ekki gert. Hrokafullt framferðið er eitt og hið sama og ríkti við setningu hálendislaganna. Núna í skugga kosninganna finna formenn stjórnarflokkanna loks nægilega á sér brenna ósættið við almenning, til að tala lítillega um það og leiðir til að koma til móts við það. Báðir eru þeir þó nógu heiðarlegir til að viðurkenna, að ekki komi til greina að breyta þeim grundvallaratriðum í hinni óviðunandi skipan, sem skipta máli. Þeir vilja ekki ráðast að rót- um orsakanna til þessa ósættis, en tala svolítið um fóndur við sumar afleiðinganna. Þetta er brýnt fyrir hinn þögla meirihluta þjóðarinnar að skilja eins og það er meint. For- menn stjórnarflokkanna ætla að gefa sameign þjóðarinnar endan- lega að afloknum kosningum, fái þeir til þess þingstyrk. Með þessum hætti er ráðgert að lítilsvirða einu sinni enn vilja meiri- hluta þjóðarinnar. Og ósvífnin, sem þeir félagar kalla eflaust pólitískt raunsæi, liggur í því, að þeir ætlast til að fá meirihlutaumboðið til verknaðarins frá þeim, sem þeir ætla að vanvirða af stakri fyrirlitn- ingu. Kostirnir, sem fyrir liggja í kosningunum, eru því orðnir býsna skýrir. Ætlar hinn þögli meirihluti þjóðarinnar einu sinni enn að veita stjómarflokkunum umboð til að kúska hann og niðurlægja og lítils- virða þær skoðanir sem hann hef- ur? Eða ætlar þessi þögli meiri- hluti að veita stjórnarflokkunum þá ráðningu, sem þeir hafa með gerðum sínum á þessum sviðum svo sannarlega unnið til? Menn hafa misjafnar skoðanir á tilurð Frjálslynda flokksins, mála- tilbúnaði hans og frambjóðendum. Hinu verður ekki neitað, að í þess- um flokki hefur safnast saman fólk, sem hafði til þess frumkvæði og kjark að búa til þennan nýja, lýð- ræðislega farveg fyrir heitar skoð- anir fólks á ágöllum fiskveiði- stjórnarinnar og sættir sig ekki við neitt minna en að þeim verði eytt. Flokkurinn er þannig ærlegur far- vegur fyrir þá fyrrverandi kjósend- ur stjórnarflokkanna, sem ekki geta sætt sig við, að sameign þjóð- arinnar verði gefin. Með sama hætti er flokkurinn farvegur fyrir þá fyrrverandi kjósendur gömlu stjómarandstöðuflokkanna, sem þykir nýju afsprengin þeirra bjóða upp á óskilvirkar leiðir í fiskveiði- stjóm, - einhvem ullarflóka af stefnu, sem engan vanda leysir. í kosningunum, sem framundan era, er flokkurinn einnig kjörinn farvegur fyrir atkvæði þeirra kjós- enda, sem ekki hafa geð í sér til að taka meiru af hrokafullum yfir- gangi stjómarflokkanna gagnvart viðhorfum hins þögla meirihluta þjóðarinnar. Greinin er samin að tilhlutan Frjálslynda flokksins. Höfundur er fv. framkvœmdnstjóri. Jón Sigurðsson Avöxtun Skóg- arsjóðsins Skógrækt: ábati og ávöxtun Fyrir þá sem nú lifa er margt í boði til ávinnings. Fjárfest- ing, ávöxtun, vinning- ur, gróði eru orð sem gjarnan er klingt hátt. Hið fljótfengna happ er lofað en síður hitt sem kemur hægt og á lengri tíma. Margir telja að í samfélaginu ráði meira viðhorf veiðimannsins en ræktunarmannsins. En þeir sem í alvöru vilja íhuga ávöxtunar- leiðir og ábata koma fyrr eða síðar að skógrækt sem einni öruggustu aflaleið sem þekkist. Þar er ávinningurinn tryggur. En er ekki dýrt að rækta skóg? Það mun reynast dýrt að gera það ekki, það er í reyndinni dýrt og óhagfellt að lifa frá hendinni til Skógrækt Fé til skógræktar er ekki útgjöld, segir —,------------------- Asgeir Svanbergsson, heldur arðberandi innstæða. munnsins, eyða jafnharðan því sem aflast. Hverri kynslóð ber að leggja nokkuð fyrir, setja nokkuð af afla sínum á vöxtu, leggja hönd að því að skila landinu sem við höf- um að láni, ögn betra til eftirkom- endanna. Skógrækt er ein jafn- besta aðferðin til þess. Er þá nauðsynlegt að stunda skógrækt? Eitt það helsta meðal sem verða má til að vinna gegn mengun and- rúmsloftsins er ræktun skóga og þar eiga Islendingar góðan leik á borði því landið er nú enn lítt vaxið skógi og víða auðnir og hölkn þar sem arðbær gróður mætti annars vera. Á Islandi er skóg- ræktin auk þess sér- stök nauðsyn til að bæta landið og nýta það til hags öldum og óbornum. Er auðveldara nú en áður að rækta skóg? Miklar breytingar hafa orðið síðustu tvo áratugina á ræktunar- tækni. Við vitum nú hvers konar skógarplöntur henta og hverrar gerðar og það er hægt að rækta plöntur árlega svo tugum milljóna skiptir. Plöntun er tiltölulega auð- veld og plönturnar sjálfar lækka í verði ár frá ári eða ættu að gera það. Þekking á meðferð plantnanna og allri umsýslu er meiri en nokkra sinni og fleiri vilja og geta tekið flag í fóstur eða hafa ráð á landi til ræktunar. Er skynsamlegt að leggja fé í skógrækt? Með því fé sem svo er ráðstafað er í raun stofnuð innstæða til langs tíma á háum vöxtum. Það era tryggir vextir og ekki háðir neinum hagsveiflum því tréð vex á hverju sem gengur og verð þess eykst. Innstæðan er fullkomlega verð- tryggð og hefjanleg hvenær sem er og útgjöld til skógræktar eru því mjög skynsamleg og ábatasöm fjárfesting. Eru þetta þá ný sannindi? Fjarri því, margir menn hafa vit- að þetta lengi og margt hefur áunnist. Skógrækt mætir góðum skilningi og er orðin fjöldahreyf- ing. Það sem nú þarf er stærri skref og helst mörg í einu. Hugsa í milljónatugum, ekki þúsundum. Horfa fram um aldir, ekki eitt kjör- tímabil. Fé til skógræktar er ekki útgjöld heldur arðberandi inn- stæða. Höfundur er áhugamaður um Skóg- arsjóðinn. Ásgeir Svanbergsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.