Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 69 .
UMRÆÐAN
Kristnihátíðin 2000
- þakkarhátíð
í LÍTILLI grein hér
í blaðinu 31. f.m. greindi
ég frá eftirminnilegum
atburði á Þingvöllum,
Lögbergi, í byrjun 6.
áratugarins. Þessi frá-
sögn var hugsuð sem
ábending til hugljómun-
ar fyrir þá, sem undir-
búa hátíðina þar á
næsta ári. Og hér kem-
ur síðari bending mín til
þeirra, sem undirbúa
hátíðina á landsvísu.
Árið 1983 var ég í 4ra
manna föruneyti bisk-
ups Islands á heims-
þingi kirknanna, Al-
kirkjuráðsins, í Vaneou-
ver á Kyrrahafsströnd Kanada. Ég
var þama sem „observer" - augu og
eyru - ísl. kirkjunnar. Þingið stóð
yfir dagana 24.7.-10.8. og fór fram í
víðáttumiklum stúdentabæ í borg-
inni. Þingað var í veglegri ráð-
stefnuhöll á svæðinu. Um 4.000
manns voru þama samankomin frá
um 300 kirkjudeildum, auk mikils
fjölda fréttamanna frá öllum heims-
hornum - nema íslandi. Að beiðni
ritstj. Mbl. greindi ég frá þessu
þingi í blaðinu í sex greinum í
ágúsL-október 1983 undir samheit-
inu „Gjörvöll Kristí kirkja kveður
oss með sér“. - Um þessar mundir
var Rauði herinn að athafna sig í
Afganistan. Þegar hnjóðsyrðum tók
að fjölga í garð Bandaríkjanna og
forseta þeirra, svo og Israel, þá
vildu, sérstaklega skandinavískir
fulltrúar, segja nokkur orð og
álykta um aðfarirnar í Afganistan,
en við það var ekki komandi. Aðal-
ráðamenn Alkirkjuráðsins sögðu að
það myndi leiða til þess að klippt
yrði á tengslin milli rússnesku
kirkjunnar og annarra kirkna.
Þetta háttalag hugnaðist ekki öllum
og varpaði nokkrum skugga á þetta
þing. Frá þessu greindi ég gjörla
hér í blaðinu 14.9. og 5.10. 1983.
Nokkrum áram síðar og eftimæsta
þing í Ástralíu mátti lesa í Reader’s
Digest grein um alkirkjuráðið eftir
„senior editor“ Joseph A. Harriss,
sem nefnist „The Gospel According
to Marx“. Þar segir í fyrirsögn:
„Why have the interests of the
World Couneil of Churches strayed
so far from Christianity?" Og loka-
orðin: „Perhaps the Spirit“ he (Rev.
G. Austin) states, „is saying to the
Churches that the WCC has served
its purpose and now must die.“
Þetta var „dökka hlið-
in“. en hér kemur
„bjarta hliðin“ á
V ancouver-þingi
heimskirkjunnar og sú
er kristnin á íslandi
gæti dregið lærdóm af
nú á miklum tímamót-
um. - Á stórri, grænni
flöt þarna í háskóla-
bænum var reist stórt
og mikið tilbeiðslutjald
þar sem allt helgihald
fór fram þessa 18 daga
samverannar; morgun-
og kvöldbænir, sam-
komur og guðsþjónust-
ur. Það hefur orðið mér
ógleymanlegt að njóta
þessara stunda í tjaldbúð gjörvallr-
ar Kristí kirkju. Það var rík og
blessuð viðbótar trúarreynsla. I
gleði minni greindi ég hér í Mbl. 2.9.
1983 sérstaklega frá þessu helgi-
haldi í „Tjaldbúð Guðs í Vancou-
ver“. Ég hafði löngun til þess að við
hér heima lærðum að tileinka okkur
Kristnihátíð
Lokasamveran við til-
beiðslutjaldið í Van
couver á sínum tíma,
segir Hermann
Þorsteinsson,
gleymist ekki.
a.m.k. eitthvað af þeim gleðigjafa,
sem þama var svo ljós og ríkjandi.
Biskup okkar tók með sér heim
nokkuð af gögnum og upplýsingum
um þetta allt, sem hann talaði um að
koma á framfæri sérstaklega hjá
kórstjórum og tónlistarfólki. En
betur má og nú er lag á aðventu-
tíma komandi stórhátíðar kristninn-
ar í landinu, að kynnast aftur og
betur hvemig gjörvöll Kristí kirkja
söng fullum hálsi - og allra þjóða
menn frá 300 kirkjudeildum sam-
hljómuðu í sannri gleði og miklum
fögnuði þarna á strönd Kyrrahafs-
ins síðsumars 1983. Ég endurlifði
þarna unaðsstundir af sama toga í
minni söfnuði í tjaldborginni góðu í
Vatnaskógi á fyrri tíð, að sungið
var:
1. Sterk eru andans bðnd,
sem eru’í Guði knýtt
Þau laða’ og tengja sál við sál
í samband lífsins nýti
2. í Kristi Jesú knýtt
hið kristna bræðralag,
það felur í sér fyrirheit
um Mðar sælan hag.
3. Hve dýrleg dvöl er æ '
í Drottins bræðrasveit,
því yndi verður aldrei lýst,
það aðeins reyndur veit
4. Þar hverfur munur hver,
þarhvereröðrumjafn,
því sömu tign þar sérhver á
og sama dýrðar-nafn.
5. Hér tengist þjóð við þjóð,
og þrótt sú eining ber.
Því stéttarmunur, menntun, eign
ei mismun veldur hér.
6. Þótt skilji lögur lönd,
ei lýð Guðs skilja höf.
I álfurn heims sú eining sterk
er andans sigurgjöf.
Og um feðranna trú:
Þú ert hin mikla eining sú
sem eina gerir kirkju á jörð
og milli alda ertu brú
og allra þjóða sáttargjörð
Victoría — Antík
Antík og gjafavörur
— sígildar vörur kynslóð eftir kynslóð.
★ Antík er fjárfesting ★ Antík er lífsstíll. ★
Ný vörusending
Sölusýning í dag frá kl. 11 — 18, sun. kl. 13-18, mán. 12—18,
á Sogavegi 103. Sími 568 6076, einnig utan opnunartíma.
Hermann
Þorsteinsson
Þú niðja vorra verður skjól
uns veröld feret og slokknar sól.
Það var hinn eldlegi, kristni leið-
togi, sr. Friðrik, sem svo kvað og
sagði einnig og fullyrti að marg-
breytileikinn í kirkju Krists væri
blessun en ekki bölvun.
Og kjörorðið var og er „Allir eiga
þeir að vera eitt“ - ekki eins. Á
komandi stórhátíð kristninnar í
landinu sé ég fyrir mér veglegt til-
beiðslutjald á Miklatúni við Kjar-
valsstaði á vegum hinna rúmlega 30
kristnu safnaða og trúfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu. Þar skiptist þeir
á - í einn mánuð sumarið 2000 - að
flytja hreint, klárt ogkvitt evangelí-
um / fagnaðarerindi / gleðiboðskap
Biblíunnar og leika og syngja himna
Guði sætlega lof og dýrð (Sálm.
150). Þar gæfist tækifæri til að
tjalda því besta sem til er hjá okkur
af boðberam, söngkröftum og tón-
listarfólki kristni okkar. Rækilega
mundi sannast að „Hin ljúfa söng-
list leiðir á lífið fagran blæ, hún
sorg og ólund eyðir og elur himin-
fræ“. Þarna gætu og mundu þúsund
þakkir brjótast fram til Hans, sem í
1000 ár hefur varðveitt og blessað
ísl. þjóð og leyft henni „að ausa
vatni með fögnuði úr lindum hjálp-
ræðisins“ svo ríkulega, að augljóst
má vera öllum, sem sjá vilja. -
„Tjaldbúð Guðs“ á og þarf auðvitað
að rísa í öllum landsfjórðungum,
hinn glaði boðskapur að heyrast
tár-hreinn og lofgjörðin að hljóma
og endur-óma sm víðast. Tjald mik-
ið og veglegt á höfuðstaður Norður-
lands, sem notað var á afmælishátíð
Háskólans í september 1997 (sjá
mynd í Degi 6.9. 1997. - Hinir
landsfjórðungamir ættu ekki að
vera í vandræðum með að útvega
tilsvarandi. Fái þessi hugsun hljóm-
grann þurfa menn kirkjunnar, safn-
aðanna, trúfélaganna að sam-stilla
strengi og undirbúa mjög vel þenn-
an þátt Kristnihátíðarinnar. - Dauf- -
heyrist þeir, væri ráð að lesa vand-
lega þátt í nýlegum Víðförla, er
nefnist „Hálfvelgja á Norðurlönd-
um“, en lokaorðin þar eru: „Pegar
fólk hættir að trúa á eitthvað, fer
það ekki að trúa á ekkert, heldur
hvað sem er.“ Og Orð Guðs segir:
„Vakna þú, sem sefur og rís upp frá
dauðum, og þá mun Kristur lýsa
þér.“ (Ef. 5:14).
Eflaust verður mikið um sýning-
ar alls konar og list-viðburði á kom-
andi hátíð eins og vera ber, en þátt-
taka fjöldans, bæði yngri og eldri, í
þessari þakkar og gleðihátíð, hlýtur
að vera og verða meginatriði,
þannig að landsmenn - helst allir -
glaðvakni og endumýtist í lifandi,
kristinni trú og búi áfram að þeirri
endurnýjun til heilla, gleði og bless-
unar fyrir allt samfélag okkar á
komandi tíð. - Kristnihátíðinni á
„að fylgja eftir með einhverjum
hætti,“ segir í frétt hér í blaðinu 9.3.
sl. á bls. 9. Undirbúum því jarðveg-
inn og þá aðgerð vel. - Lokasam-
veran við tilbeiðslutjaldið í Vancou-
ver á sínum tíma gleymist ekki, því
þá tók hinn stóri söfnuður höndum
saman og dansaði syngjandi og
fagnandi kringum þessa miklu
„tjaldbúð Guðs“. Já, við skulum llka
láta eftir okkur að fagna og gleðjast
í einlægni - eins og börn - á hinni
nálægu 1000 ára hátíð okkar íslend-
inga.
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri.
BOURJOIS
-- P A R I S -
v-5
.;v.-
Jónfna Bjartmarz
er lögfræðingur og þekkt
bardttukona fyrir umbótum
f fjölskyldu- og menntamdlum
Reykvfki nga.
Jónfna ó erindi ó Alþingi.
Ný framsókn til nýrrar aldar
FRELSI FESTA FRAMSOKN
w w w . x b . i s / r ey kj av ik
B