Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Mikill áhugi á íslenska hestinum á Equine Affair í Qhio Þekkir ein- hver Gunnar Bjarnason? Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að kynn- ingarbásum íslenska hestsins á hestasýn- ingunni Equine Affair sem haldin var í Columbus í Ohio í Bandaríkjunum frá 8.-11. apríl síðastliðinn. Asdís Haralds dóttir fylgdist með þegar tvífættir fulltrú- ar reyndu að svara öllum hugsanlegum spurningum sýningargesta um hesta og ýmislegt sem tengist þeim, svo sem: Þekk- ir einhver Gunnar Bjarnason? SÁ SEM bar upp þessa spurningu reyndist vera sonur blaðamanns sem fylgdist með Ameríkureiðinni miklu árið 1976. Hann kynntist Gunnari Bjarnasyni íyrrverandi hrossaræktarráðunaut meðan á íerðinni stóð og héldu þeir sambandi um hríð. Þegar hann frétti að sonur sinn ætlaði á þessa stóru hestasýn- ingu rétti hann honum gamalt nafn- spjald Gunnars Bjarnasonar og bað hann að athuga fyrir sig hvort ein- hverjir Islendingar væru á sýning- unni og hvort þeir þekktu Gunnar. Hann langaði til að endurnýja kynn- in. Syninum var sagt frá því að Gunnar væri látinn en í staðinn var öllum spurningum hans um íslenska hestinn svarað eftir bestu getu. Það var greinilegt að áhugi hans var vakinn. Meðal 50 annarra hestakynja Sýningin hófst á fimmtudegi og fjölgaði fólki jafnt og þétt fram að helginni þegar flest var. Þrátt fyrir að hafa frétt af vaxandi áhuga Bandaríkjamanna á íslenska hestin- um kom það undirritaðri nokkuð á óvart hversu margt fólk lagði leið sína að íslensku básunum til að fræðast um hestinn og hestaferðir og fylgjast með sýningum þar sem hestarnir komu fram. Þeir sem voru með bása á sýning- unni voru Bandarísku íslandshesta- samtökin (United States Icelandic Horse Congress), Samtök eigenda íslenskra hesta í Ohio og má þar frægastan nefna Lanny Carroll frá Northstar Farm. Auk þess voru ferðaskrifstofan Horses North sem sérhæfír sig í hestaferðum til ís- lands og Marion Schorn og Götz Ge- orge frá Maple Leaf Icelandic Hor- se Farm í Nýju Brunswick í Kanada með bása. Nokkrir Islendingar voru á staðnum og þar á meðal Hulda G. Geirsdóttir markaðsstjóri Félags hrossabænda sem svaraði spurning- um gesta. Básarnir voru í einni af sjö stór- um byggingum á sýningarsvæðinu Ohio Expo Center. í byggingunni voru forsvarsmenn um 50 hrossa- kynja með bása en auk þess var þar sýningarhringur þar sem sýningar og námskeið fóru fram. I sýningarsalnum voru einnig bás- ar eða box þar sem hestar voru hafðir. Það var hesturinn Surtur frá Breiðholti sem lengst af var fulltrúi íslensku hestanna, en hann var val- inn besti þjálfunarhestur fyi-ir fatl- aða í Bandaríkjunum eins og sagt var frá á hestasíðunni fyrir nokkru. Það glumdu því öðru hverju við há- vær hnegg, en stundum brá manni í brún þegar asnarnir og múlasnamir létu í sér heyra. Og hvílík óhljóð! Þótti þá flestum betra að heyra há- vært hestahnegg. Eins og gefur að skilja eiga ís- lensku hestarnir í harðri samkeppni á bandarískum markaði. Á sýningu sem þessari kemur það kannski best í ljós. Þarna gefur að líta mikið úrval af óhemju fallegum hestum og það sem meira er, fjölbreytt úrval gang- hesta. Má þar nefna hina fallegu Rocky Mountain hesta sem ekki alls fyrir löngu hafa fengið viðurkenn- ingu sem sérstakt hrossakyn. Þeir eru glæsilegir á að horfa og komast nokkuð hratt á tölti, sem þó er held- ur skeiðbundið. Auk þeirra eru Mis- souri Fox Trotters, Kentucky Mountain Saddle hestarnir og Tenn- essee Walkers vinsælir. Öll þessi hrossakyn eru upphaflega blanda af nokkrum kynjum og sum hver búa yfir miklum fjölbreytileika í lit og þar á meðal vindótta litnum. Ekki má heldur gleyma Paso Fino hest- unum sem njóta mikilla vinsælda. En ekki vilja allir endilega gang- hesta og dæmi um vinsælt amerískt kyn er Morgan hesturinn sem not- aður er við alls konar reiðmennsku svo sem kúrekareiðmennsku, hlýðniæfíngar, kerruakstur og fleira. Þeir eru taldir hlýðnir og eru oft keyptir handa börnum og ung- lingum. Hinir gríðarstóru glæsilegu og kolsvörtu frísnesku hestar njóta sí- fellt meiri vinsælda í Bandaríkjun- um þó enn séu þar ekki skráð nema nokkur hundruð. Þessir hestar komu geysilega vel fyrir á sýning- unni og nutu mikillar hylli áhorf- enda. Sumir hafa engan áhuga á út- reiðum en vilja eiga hesta til að horfa á. Hjá þessum hópi fólks eru smáhestarnir, eða miniature-hestar, vinsælir. Þeir eru ótrúlega smáir en þrátt fyrir það geta þeir dregið vagn með tveimur fullorðnum manneskj- um í. Geta þeir borið fullorðinn mann? Þrátt fyrir þessa miklu sam- keppni var áhuginn á íslensku hest- unum greinilegur. í íslensku básun- um voru sjónvarpsskjáir þar sem spiluð voru ýmis kynningarmynd- bönd um íslenska hestinn auk mynd- banda frá síðasta landsmóti. Var gi-einilegt að þau vöktu mikla at- hygli og urðu eflaust til þess að fleiri stöldruðu við í básunum en ella. Þarna sást vel hvers íslenski hestur- inn er megnugur. Hversu kraftmik- ill hann er og sterkur og fjölhæfur á gangi. Það sannaði líka fyrir fólki að þrátt fyrir að hann sé smávaxnari en mörg önnur hestakyn getur hann auðveldlega borið fullorðinn karl- mann og farið hratt yfír. En spum- ingin um það hvort fullorðið fólk gæti riðið þessum hesti var senni- lega sú spurning sem oftast var spurt. Alls var boðið upp á 200 ólíka fyr- irlestra og námskeið. Þekktustu fyr- irlesaramir em eflaust Mark Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir HULDA G. Geirsdóttir, markaðsstjóri Félags hrossabænda, hafði nóg að gera við að svara fyrirspurnum sýningargesta um íslenska hestinn. GUÐRÚN Fjeldsted reiðkennari prófar einn stórglæsilegan, móvind- óttan Rocky Mountain hest. Phillips kapteinn, fyrrverandi eigin- maður Önnu Bretaprinsessu, John Lyons, einn frægasti boðberi nátt- úrulegra tamningaaðferða í Amer- íku, en mikil sölumennska er nú í kringum nafn hans og var heill salur á sýningunni fullur af vömm merkt- um nafni hans. Auk þess má nefna Lindu Tellington-Jones sem kennir TTEAM-tamningaaðferðina og nudd og er systir frægra eigenda ís- lenskra hesta, þeirra Susan Hodg- son og Robyn Hood. Fjallað var um allt milli himins og jarðar svo sem ýmsar tamningaað- ferðir, allt er varðar kúrekareið- mennsku, enda margir ekta kúrekar á sýningunni, hlýðniæfíngar, hindr- unarstökk, leikfimi á hesti, hesta- nudd, hvernig lesa á hugsanir hesta, líkamlega þjálfun reiðmanna, lækn- ingajurtir sem em góðar fyrir hesta, kermakstur, söðulreið, hvernig þjálfa á ganghesta og njóta þess, þjálfun kappreiðahrossa, járningar, leiðbeiningar um hrossaviðskipti, ásetu og undirbúning fyrir langferð- ir svo eitthvað sé nefnt. Áhorfendur og þátttakendur í námskeiðunum áttu þess yfirleitt kost að koma með athugasemdir og spurningar til fyrirlesaranna og sumir þeirra vom með bás á sýning- unni þar sem hægt var að ná tali af þeim. Margir þein-a hafa einnig gef- ið út bækur um efnið sem þeir fjöll- uðu um og var hægt að fá þær árit- aðar á sýningunni. Áhersla lögð á uppruna hest- anna og hefðir Kynning á hestakynjunum fór fram daglega á yfirbyggðum velli. Áberandi var hve mikill metnaður var lagður í að kynna uppruna kynjanna jafnt sem hæfileika þeirra. Búningar knapanna og reið- ver voru því oft í samræmi við hefð- ina í upprunalandi hestanna eða notkun þeirra. Þetta er nokkuð sem eigendur íslenskra hesta í Banda- ríkjunum ættu að athuga. Þó ættu kannski Islendingar sjálfir að kynna betur hefðina í kringum hestamennskuna hér á landi því knaparnir á íslensku hestunum vom yfirleitt í hefðbundnum reið- jökkum. Á kynningunum á daginn var einn meira að segja í kúrekaföt- um með kúrekahatt og í kúreka- hnakk. Einn knapi á íslenskum hesti tók þátt í kynningu á söðul- reið og hefði verið gaman að sjá hana í gamaldags íslenskum reið- fötum svo ekki sé talað um hefði hún verið í íslenskum söðli. Söðull- inn sem hún reið í var mjög ólíkur þeim sem notaður var hér á landi. Kunnu að meta kraft og snerpu I einni af stærstu byggingunum á svæðinu voru verslunarbásar. Þar sýndu og seldu vörur yfir 550 fyrir- tæki víðsvegar úr Bandaríkjunum. Vömflokkarnir vora margvíslegir, allt frá litlum eyrnalokkum upp í risastórar hestakeirur fyrir nokkra hesta og með sér afdrepi fyrir mannfólkið sem samsvaraði ágætis hjólhýsi að stærð með svefnaðstöðu, eldhúsi og klósetti. Sýningargestir notfærðu sér óspart alls kyns tilboð í tilefni sýningarinnar og var hægt að gera kjarakaup, hvort sem um var að ræða fóður, reiðtygi eða gallabuxur, rafknúin hlið, áskrift að tímaritum, leir til að hafa sem ofaní- burð í stíum og virkar eins og katta- sandur, eða kúrekastígvél. Þetta er sjötta árið sem Equine Affair sýningin er haldin, en hún er haldin tvisvar á ári, í Ohio á vorin en Massachusetts á haustin. Sýningar- gestir era yfirleitt um 60.000 í hvert skipti alls staðar að úr Bandaríkjun- um og einnig frá öðmm löndum. Hápunktur sýningarinnar var á laugardagskvöldið en þá var svoköll- uð „freestyle“ hátíð. Margvísleg sýningaratriði vom á boðstólum öll tengd tónlist. Reynt var að leggja áherslu á hæfileika hvers hestakyns. Atriðin vora mörg hver keimlík og eftir tveggja tíma setu í troðfullri sýningarhöllinni mátti búast við að áhorfendur væra farnir að þreytast. En þeii' sátu sem fastast þegar tvö atriði voru eftir. Næstsíðasta atriðið tókst mjög vel, en þar „dönsuðu" saman annars vegar kúreki á quart- er-hesti og hins vegar kona í klass- ískum búningi á vel þjálfuðum hlýðniæfingahesti. Mikil fagnaðar- læti bratust út þegar þau luku sýn- ingu sinni. Manni leist nú ekki á blikuna. Aðeins íslensku hestarnir voru eftir og eftirvæntingin var mik- il. Hvernig skyldi nú takast til? Tíu hestar og knapar komu inn á völlinn. Atriðið einkenndist strax af mun meiri krafti og snerpu en sést hafði um kvöldið. Þetta virtist fanga áhorfendur um leið. Undir tónum frá forleiknum að William Tell sýndu hestarnir hvað í þeim býr og knaparnir stýrðu þeim _ af öryggi í flókinni munstun’eið. I lok þessa fimm mínútna atriðis fóra klárhest- arnir einn af öðram út af vellinum á hröðu tölti en skeiðhestarnir á fljúg- andi skeiði og knaparnir með hend- urnar upp í loft. Ekki stóð á fagnað- arlátum áhorfenda sem gi'einilega kunnu vel að meta þessa smáu en kraftmiklu og hraðskreiðu íslensku hesta. Eftir sýninguna flykktist fólk að knöpunum fyrir utan sýningarhöll- ina og rigndi spurningum yfir þá. Sumir fengu að klappa hestunum og aðrir að setjast á bak. Hestarnir, sem skömmu áður höfðu verið að springa úr krafti, stóðu nú þarna og leyfðu hverjum sem var að klappa sér og kjassa, rólegir og yfirvegaðir. Knapamir stigu síðan á bak og stilltu sér upp fyrir myndatöku. Þegai' búið var að smella af nokkrum myndum hljóp galsi í mannskapinn og stóðu sumir þeirra upp á hestunum, aðrir sneru öfugt í hnakknum og einn af stóðhestunum, Kolskeggur frá Stærri-Bæ, lét sig hafa það þegar knapi hans, Sævar Leifsson, tók í framfæturna á hon- um og lyfti honum upp. Ekki nóg með það heldur tók hann svo í aftur- lappirnar á honum og lyfti. Þessi óvæntu sýningaratriði vöktu kátínu þeirra sem á horfðu og sýndu kannski enn betur gott geðslag ís- lensku hestanna. Líklega hefðu ekki margir sem sýndu hestana sína af öðrum kynjum þarna um kvöldið leikið þetta eftir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.