Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 83

Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 83 FÓLK í FRÉTTUM líf og störf William Shakespeares. John Madden leikstjóri segir að við lestur handritsins hafi hann ekki vitað í hvom fótinn hann ætti að stíga. Hann hafí verið með ann- an fótinn í lok sextándu aldar og hinn við aldarhvörf þeirrar tuttug- ustu. Hann hafi fyrst og fremst laðast af slungnum og skemmti- lega beinskeyttum húmor Normans og Stoppards sem aug- Ijóslega kunna leikritunarsögu þessa tíma spjaldanna á milli. Madden segir handritið einnig vera fullt af óvæntum uppákom- um. „Mér fannst skórkostlega heillandi að takast á við persónu- leika heimsþekktrar manneskju, sem í vitund okkar allra er orðin af einskonar íhaldssamri stofnun, með bullandi gamansemi og hrekkvísi án þess þó að smána persónu hennar á nokkum hátt. Erfiðasta verkefni mitt sem leik- stjóra myndarinnar var að stýi'a flóknum en snilldarlega skrifuðum samræðum leikaranna í aðgengi- legan og trúverðugan farveg," segir Madden. „Síðan var mikil- vægt að finna rétta leikara í hlut- verkin og mér varð strax ljóst að vanda þyrfti valið varðandi hlut- verk parsins. Við fyrsta lestur handritsins ímyndaði ég mér Gwy- neth Paltrow í hlutverki Violu - svo einfalt var það. Hún býr yfir útgeislun sem gerir henni kleift að leika gyðju á trúverðugan máta. Hún er þar að auki bæði einstaklega eðlileg og kynþokka- full og vart þarf að taka fram hversu ótrúlega falleg hún er. Leitin að réttum manni í hlutverk Shakespeares tók hins vegar langan tíma og kostaði miklar vangaveltur. Hlutverkið krafðist ekki aðeins hæfni til að leika ástríðufullan rómantískan karl- mann heldur þurfti sá sami að geta sannfært áhorfendur um að hann væri maður þeirrar orð- snilldar og gáfu sem hafa skipað hann í fremstu röð leikritaskálda allra tíma. Joseph Fiennes upp- fyllti allar þessar kröfur,“ segir Madden. „Eg er sannfærður um að sum hlutverk séu sérsniðin fyrir ákveðna leikara sem ég og sann- reyndi enn og aftur við vinnslu þessarar myndar." Norman og Madden ljúka viðtalinu með því að upplýsa viðstadda blaðamenn um að mesta hrósið sem þeir fengu fyrir myndina, auk þrettán tilnefninga til óskarsverðlauna, var hrifning leikaranna á við- fangsefninu. Sú hrifning hefur ef- laust orðið þess valdandi að myndin sópaði að sér öllum þess- um verðlaunum. Þeir sem fara jafn mjúkum höndum um heims- bókmenntirnar og spinna úr þeim jafn skemmtilega á hvíta tjaldinu eiga það fyllilega skilið að vera verðlaunaðir. LENGRI tíma tók að finna góðan Shakespeare, en Joseph Fiennes stóð undir öll- um væntingum sem til hans voru gerðar. SHAKESPEARE ást- fanginn er ein helsta rómantíska gaman- mynd tíunda áratug- arins þótt sögusvið myndarinnar sé um 1590. Að baki sögunnar um sköpun helstu ástarsögu alh-a tíma liggur fyndið, kynþokkafullt ævintýri sem gæti allt eins átt sér stað í dag. Já, eins og ritverkið Rómeó og Júlía stenst það tímans tönn. Marc Norman, sem ásamt Tom Stoppard, stjörnu bresks leikhús- lífs til fjölda ára, skrifaði handrit myndarinnar, segir með bros á vör að hann hafi gengið út frá því að ef William Shakespeare væri uppi á okkar tímum ætti hann Porsche 911, væri samningsbund- inn stóru kvikmyndaveri og byggi í Bel Air. Vísunin til eltingarleikja spennumynda nútímans sem sést í orðunum: „Eltu bátinn“ undir- strikar samsvörun ólíkra tíma. Sá sem skipar bátsmanninum að elta næsta bát er Will Shakespeare sem er á höttunum eftir hefðar- ungfrúnni Viola de Lesseps. Hann hefur fundið gyðju sína, ástina sem léttir af honum ritteppunni og verður innblástur að einu fræg- asta leikriti allra tíma. Hvernig varð leikritið til? Marc Norman fékk hugmynd- ina að myndinni þegar hann stundaði nám í leikhúsfræðum í London. „Ég velti fyrir mér spurningunni hvaðan hið unga skáld sótti orku og innblástur til að skrifa jafn stórkostlegt leikrit og Rómeó og Júlíu. Það sérstaka við Rómeó og Júlíu er margbreyti- leiki verksins. Það byijar sem ást- arsaga og gamanleikur en skiptir síðan um gír og endar sem harm- leikur sem var mjög róttæk hug- mynd á þeim tíma sem verkið var skrifað. Ég byrjaði að velta fyrir mér hvaða þættir lægju að baki hugmyndasmíð Shakespeares og þar kviknaði hugmyndin að ástar- sögu skáldsins." Hann segist vera þeirrar skoð- unar að ferill Shakespeares hafi í raun og veru byrjað með upp- færslu Rómeó og Júlíu, sem einnig kemur gi-einilega fram í myndinni. Norman fékk einnig hugmyndina að því að Shakespeare yrði ást- fanginn af leikara undir hans stjórn, af konu í gervi karlmanns. »Þegar Shakespeare verður ást- fanginn er hann kvæntur maður og frá byrjyn hvílir bölvun á ástar- ævintýi-i hans. Þær aðstæður eru sambærilegar við aðstæður í leik- ritinu Rómeó og Júlía.“ Norman segir að með aðstoð Tom Stopp- ai-d hafi honum tekist áætlunar- verk sitt. Þegar handritið var full- unnið var það allt í senn fullt af gantaskap og nútímalegri gaman- semi en skírskotaði á sarna tíma í PALTROW var óúmdeild sém aðalleikkona myndarinnar. LEIKSTJÓRINN John Madden við auglýsingaskilti myndarinnar. Shakespeare nútímans væri í Hollywood Stórmyndin Shakespeare ástfang- inn, sem hlaut fyrir skömmu sjö ósk- arsverðlaun, hefur far- ið sigurför um heim- inn. Rósa Erlings- dóttir spjallaði við John Madden leik- stjóra og Marc Norm- an handritshöfund á kvikmyndahátíð- inni í Berlín. HANDRITSHOFUNDARNIR Marc Norman og Tom Stoppard hampa óskarsverðlaununum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.