Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 92

Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 92
 ÞREFALDUR l.VINNINGUR MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 24. APRIL 1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK 5.700 manns óskuðu eftir að kaupa 3,1 milljarð króna í Baugi hf. Oskað eftir þrefaldri upp- hæðinni sem í boði var ÞEGAR sölu á hlutabréfum í al- mennu útboði í Baugi hf. lauk í gær höfðu 5.729 skráð sig fyrir hlut í fyr- irtækinu. Áskrifendur óskuðu sam- tals eftir að kaupa um 311,5 milljónir króna að nafnverði á genginu 9,95 eða 3,1 milljarð að söluverði. I boði voru 10% af hlutabréfum í fyrirtæk- inu, 100 milljónir króna að nafnverði, eða 995 milljónir að söluverði. Þannig var óskað eftir þrefalt þeirri fjárhæð sem í boði var. Hof hf. seldi í ŒrTHítboðinu 2% af hlut sínum í Baugi, seld voru 4% af hlut Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. og 4% af hlut Kaupþings hf. Svanbjörn Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá FBA, sagði í samtali við Morgun- blaðið að niðurstaða útboðsins væri ánægjuleg. „Við erum komnir með góðan hlut- hafahóp eins og stefnt var að með þessu verkefni. Þetta sýnir að áhug- inn á þessu félagi er verulegur," . sagði Svanbjörn. Hann sagði að niðurstaða útboðs- ins sýndi að markaðurinn hefði áhuga á Baugi hf. á því verði sem fram hefði verið boðið. „Þetta sýnir að markaðurmn hefur tekið þessu félagi vel og því verði sem í boði var, og eftirspum urnfram framboð leggur grunn að því að í framtíðinni geti orðið mikil viðskipti með þetta félag á þessu verði og hærra,“ sagði Svanbjörn. Hámarkshlutur 24.000 kr. að nafnvirði Þar sem um umframáskrift er að ræða skerðist hámarksnafnverð það sem hverjum áskrifanda er heimilt að kaupa fyrir, en skerðing er ekki fc hlutfallsleg. Þannig verður hámarks- hlutur 24.000 krónur að nafnverði, c 238.800 krónur að söluverði. Lægri hlutir skerðast ekki. Greiðsluseðlar verða sendir áskrifendum á næstu dögum, og er síðasti greiðsludagur 19. maí. I útboðinu gafst áskrifendum tækifæri til að skrá sig fyrir hlut á Netinu, á heimasíðum FBA, Kaup- þings og Baugs. Þriðjungur áskrif- enda skráði sig beint á Netinu, eða 1.910. Jafnframt skráðu söluaðilar, sem voru bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki um land allt, söl- una á Netinu. 7. stærsta fyrirtækið á Verðbréfaþingi Hlutabréf í Baugi verða skráð á Aðallista Verðbréfaþings íslands næstkomandi miðvikudag og verður Baugur þar með fyrsta verslunarfýr- irtækið sem skráð er á Verðbréfa- þinginu. Markaðsverð félagsins mið- að við útboðsgengi er 9.950 milljónir króna og verður félagið því 7. stærsta fyrirtækið á Verðbréfaþingi Islands sé miðað við markaðsvirði hlutafjár. Með sölunni lýkur hlutverki FBA og Kaupþings í uppbyggingu Baugs hf. Réttir 10 mánuðir eru nú liðnir frá því fyrirtækin festu kaup á 75% hlut í Hagkaupi og Bónusi með það að markmiði að sameina fyrirtækin, og mynda stærsta verslunarfyrir- tæki landsins. I tilkynningu frá FBA og Kaupþingi kemur fram að með sölunni í almennu útboði séu upp- fylltir skilmálar sem eigendur Hag- kaups settu við söluna, en það var ósk Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups, að fyrirtækið yrði gert að almenningshlutafélagi. Þannig gæf- ist viðskiptavinum og starfsmönnum kostur á að eignast hlut í fyrirtæk- Öllu tjaldað til TELJA má víst að ávöxtur mök- unar tjaldaparsins á myndinni líti dagsins ljós snemma f júnimánuði er ungar skríða úr tveimur til þremur eggjum. Tjaldurinn verp- ir í byijun maí og eftir að ung- arnir hafa skriðið úr eggi njóta þeir umönnunar foreldra sinna sem mata þá í 7-10 daga. Um það leyti ættu ungarnir að vera farnir að geta leitað sér að æti. Morgunblaðið/Sigurgeir Ólæti í vél Atlanta sem var í þjónustu Nigerian Airways Áhöfnin líkti ástandinu um borð við gíslatöku UM 350 af 450 farþegum um borð í . ^Boeing 747-júmbóþotu Atlanta- flugfélagsins, sem er leigð frá félag- inu til Air Afrique, voru með upp- steyt um borð í vélinni hinn 13. apríl sl. þegar á daginn kom, að vélin hafði ekki lent með þá á áfangastað, Sokoto í Nígeríu, heldur í Kano. Að sögn Arngríms Jóhannssonar, ann- ars eiganda og stjórnarformanns Atlanta, er mál þetta litið alvarleg- um augum og í skýrslu félagsins um atvikið lýsir áhöfn vélarinnar ástandinu á þann veg, að um gísla- töku hafí verið að ræða, en áhöfnin forðaði sér öll upp á efra dekk vél- ^arinnar þegar ólætin voru sem mest. Að sögn Amgríms voru tólf Is- lendingar í fimmtán manna áhöfn vélarinnar. Vélin var framleigð af Air Afrique til Nigerian Airways til þess að fylla upp í samningsbundinn lágmarksflugtímafjölda. ,Áhöfnin ’* aítóð sig með miklum sóma og sýndi æðruleysi og stillingu við erfiðar að- Áhöfnin sýndi stillingu og stóð sig með miklum sóma, að sögn Arngríms Jó- hannssonar, stjórnarformanns Atlanta stæður,“ sagði Amgrímur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég flaug fyrsta flugið sjálfur, til Sokoto, og þá vom um borð 109 far- þegar sem ekki áttu að fara til Sokoto heldur til Kano og þeir vom auðvitað óánægðir með það. I næsta flugi á eftir, sem er flugið sem hér um ræðir, var þetta á hinn veginn, þannig að um 350 farþegar sem flogið var með til Kano ætluðu til Sokoto. Þeir vom mjög óánægðir," sagði Arngrímur, „og vom með há- vaða og læti, þannig að áhöfninni fannst sér stafa ógn af. Flugstjórinn taldi rétt við þessar aðstæður að halda áhöfninni allri saman og fór hún öll upp á efra dekk.“ Aragrímur segir að svo hafi far- þegamir róast, þegar þeir urðu þess áskynja að á flugvellinum í Ka- no biðu vélar sem áttu að fljúga með þá áfram til Sokoto. Þeir hafi þá hætt róstunum og farið niður land- ganginn og yfir í flugvélarnar sem biðu. Líta atburðinn alvarlegum auguin Amgrímur segir Atlanta líta þennan atburð alvarlegum augum, „og í skýrslugerð okkar, þegar við vomm að kvarta við Nigerian Airways, lýstum við þessu á þann veg, að við litum á þetta sem gísla- töku. I raun og vem veit maður aldrei á hveiju hægt er að eiga von þegar svona stendur á“, sagði Am- grímur. Hann sagði að einhveijir farþegar hefðu einnig haft í hótun- um um að vera með skemmdarverk á vélinni, en til þess hafi þó ekki komið. Hann segist á vissan hátt skiija óánægju farþeganna, sem allir vom Nígeríumenn. Þeir skilji ekki alltaf hvað er á seyði, þeir séu hræddir um farangur sinn og verði að von- um órólegir þegar Nigerian Air- ways lendir með þá á stað, sem er fjarri þeirra áfangastað. „Slíkt skrifast auðvitað alfarið á Nigerian Airways," sagði Arngrímur, „því eini þáttur okkar í þessu flugi var sá að við lögðum til áhöfn og vél.“ • „Við höfum ekki verið ánægðir með það, að þeir hjá Air Afrique hafa leigt vélina áfram til Nigerian Airways, en létum það þó eftir þeim, en það verður ekki um frekara flug frá okkur að ræða fyrir þá. Þetta var síðasta flugið, því við vildum ekki taka neina áhættu í þessum efnum, hvorki vegna fólks- ins okkar né vegna okkar sjálfra," sagði Arngrímur Jóhannsson. Atlantsskip ehf. Samstarf skoðað LÖGMAÐUR Atlantsskipa ehf. og Transatlantic Lines í Bandan'kjun- um, sem séð hefur um flutninga fyrir vamarliðið á Miðnesheiði, hefur sent upplýsingar um samstarf Eimskips og Samskipa um Ameríkusiglingar sem félögin áttu árið 1997, til athug- unar hjá bandaríska dómsmálaráðu- neytinu. Lögmaðurinn, Matthew D. Schwarts, hjá lögmannsstofunni Dyer, Ellis & Joseph í Washington D.C., telur að samstarf Eimskips og Samskipa, sem fól í sér að Samskip lögðu af Ameríkusiglingar og skuld- bundu sig til að flytja 80% flutninga sinna til og frá Norður-Ameríku með skipum Eimskips, hafi verið í and- stöðu við bandarísk lög. Á íslandi hafði samkeppnisráð ákvarðað hinn 2. júlí 1997 að sam- komulag skipafélaganna bryti í bága við samkeppnislög, en veitti undan- þágu með heimild í 16. grein sam- keppnislaga. Forráðamenn Atlantsskipa og lög- maður þess benda á að slík undan- þáguákvæði sé ekki að finna í banda- rískum lögum. Matthew Schwarts sagði í samtali við Morgunblaðið að athugun gæti leitt til þess að banda- ríska dómsmálaráðuneytið ákvæði að hefja formlega rannsókn á sam- komulaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.