Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Margit Elva Einarsdóttir Kappræður á Grandrokk • GRAND ROKK, Smiðjustíg 6, efnir til kappræðufundar með fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í hádeginu föstudag- inn 7. maí. Honum verður út- varpað beint á Bylgjunni. Að þessu sinni mætast Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. Stjórnandi um- ræðna verður Snorri Már Skúla- son, dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni. Fundurinn hefst kl. 12.10 og stendur u.þ.b. þrjá stundarfjórð- unga. Framboðsfundur í Hinu húsinu • HITT húsið og Félag fram- haldsskólanema standa fyrir framboðsfundi fyrir ungt fólk með ungum frambjóðendum að loknum síðdegistónleikum sem haldnir eru föstudag kl. 17 á Geysi-Kakóbar í Hinu húsinu. Big Band tónlistarskóla FIH spilar frá kl. 16.45-17.15. Eftir tónleikana byrjar framboðsfund- ur. Flutt verður stutt framsaga af hálfu fulltrúa allra flokka og síðan verða spurningar úr sal. Kappræður í Hraunholti • RÖKRÆÐUEINVÍGI verður milli tveggja frambjóðenda Reykjaneskjördæmis, þeirra Guðmundar Árna Stefánssonar og Hjálmars Árnasonar. Einvígið fer fram í kvöld, fimmtudaginn 6. maí, í Hraunholti, Dalshrauni 15 og er haldið á vegum JC Hafnarfjarðar. Einvígið er með ákveðnu formi þar sem þátttakendur halda fyrst stuttar framsögu- ræður, halda síðan ræður þar sem frammíköll eru leyfð og að því loknu verða fyrirspurnir úr sal leyfðar. Samfylking i S-inu sínu • SAMFYLKINGIN í Reykjavík býður borgarbúum á fjölbreytta menningar- og skemmtidagskrá í miðborginni í dag. I Iðno og við Tjarnarbakkana verður menningardagskrá allan daginn. Kaffi og kökuplatti Samfylkingarinnar verður í boði á vægu verði í Kaffihúsinu Iðnó. Þá taka Gospel-systur Kvennakórs Reykjavíkur og Kammerkór Grensáskirkju m.a. lagið undir sljórn Margrétar Pálmadóttur og Guðrún Ögmundsdóttir flytur ávarp. Kaffi og kleinur sem og umræður við frambjóðendur verða í boði í Kaffihúsinu Við sama borð í Templarasundinu og götuleikarar, eldgleypar og andlitsmálarar, svo fátt eitt sé nefnt, verða á ferðinni. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir FRJALSLYNDI flokkurinn gerði grein fyrir ijármálum sínum á blaða- mannafundi í gær. Frá vinstri. Helgi G. Þórðarson, formaður fjár- máladeildar flokksins, Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, Sverrir Hermannsson formaður flokksins og Valdimar Jó- hannesson efsti maður á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi. Fijálslyndi flokkurinn gerir grein fyrir fjárframlögum til flokksins Hæsta framlagið 359 þúsund krónur FRJALSLYNDI flokkurinn gerði grein fyrir fjármálum sínum á blaða- mannafundi í gær, en þar kom fram að stefnt væri að því að gjöld vegna rekstrar flokksins og kosningabar- áttu færu ekki yfír 5,5 milljónir króna að afloknum alþingiskosning- unum. Þá var skýrt frá þeirri stefnu flokksins að gera grein fyrir öllum stærri fjárframlögum til hans og að ákveðið hefði verið að miða við þá styrki sem væru hærri en 300 þús- und krónur. Að sögn Sverris Her- mannssonar, formanns Frjálslynda flokksins, hefur aðeins einn styrkur borist flokknum sem er yfir þeirri upphæð, en það er styrkur frá ís- lensk-amerískri konu ættaðri frá Vestfjörðum. Framlag hennar til flokksins hljóðar upp á 359 þúsund krónur. Samtals nema önnur fjár- framlög til flokksins rúmlega einni milljón króna, en aðrar tekjur flokksins eru 268 þúsund krónur vegna seldra skírteina. Flokkurinn gerir ráð fyrir því að verja einni milljón króna í auglýsingakostnað, 1,2 milljónum króna í prentun og póstburðargjald og 700 þúsund krónum í kynningarmyndband, svo dæmi séu tekin. Viðtekin venja á Norðurlöndum Sverrir Hermannsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sú ákvörðun að hafa reikningsbókhald flokksins opið væri jafngömul flokknum. Hann telur að aðrir flokkar eigi að gera slíkt hið sama. „Við teljum að stjórn- málaflokkum beri skylda til að birta almenningi öll stærri fjárframlög til þess að menn geti áttað sig á því hverjir í hlut eiga,“ sagði Sverrir. „Þetta er viðtekin venja á öllum hin- um Norðurlöndunum, þar sem ég þekki til, að flokkar verða að gera rækilega gi'ein fyrir öllum meirihátt- ar framlögum til starfsemi þeirra. Ella liggja þeir undir þeim grun að stóraðilar séu að kaupa sér völd og áhrif í viðkomandi stjórnmálaflokki og það þolir þingræðið ekld.“ Aðspurður hvers vegna Frjáls- lyndi flokkurinn hafi ákveðið að setja mörkin við þrjú hundruð þúsund krónur segir Sverrir að það sé auð- vitað álitamál hvaða tölur eigi að velja. „En við teljum að fjárhæð und- ir 300.000 krónum sé ekki fjárhæð sem geti skipt sköpum í þessu sam- bandi. Allar stærri upphæðir viljum við upplýsa um.“ Fjármála- og samgönguráðherra á fundi í Grímsey Ný flugstöð boð- in út á næstunni Grímsey. Morgunblaðið. GEIR H. Haarde fjármálaráð- heiTa og Halldór Blöndal sam- gönguráðheiTa héldu kosningafund í Grímsey í fyxrakvöld og sóttu hann liðlega 25 manns. Rætt var vítt og breitt um sjáv- arútvegs- og kvótamálin, m.a. var talsvert spjallað um nýliðun í sjáv- arútvegi og komu fram nokkrar fyrirspumir sem varða Grímsey sérstaklega. Einnig var rætt um hafnarmál Grímseyjar og fyrirhug- aða byggingu flugstöðvar, en fram kom í máli samgönguráðherra að ný flugstöð í Grímsey yrði boðin út á næstu dögum. Verið er að skoða kostnaðinn og einnig staðsetningu hinnar nýju flugstöðvar. Oddviti Grímseyjarhrepps, Þor- lákur Sigurðsson, þakkaði ráðherr- unum sérstaklega fyrir fram- kvæmdir við höfnina. Slegið var á létta strengi og impraði Halldór á því að fyrir hvert atkvæði fengju Grímseyingar eitt stórgrýti í höfn- ina, en þau þarf að flytja úr landi. Töldu menn þó að sanngjamt væri að fá tvö til þrjú grjót fyrir hvert atkvæði. Fjármálaráðherra kastaði að lokum fram vísu og bað Halldór að botna: Láki biður bara um grjót Blöndal lofar steinum Eyjarskeggjar bíða nú spenntir eftir að samgönguráðherra botni vísuna. Að fundi loknum skoðuðu ráðherramir höfnina í Grímsey í fylgd oddvita og var myndin tekin við það tækifæri, en frá vinstri em Þorlákur Sigurðsson oddviti í Grímsey, Geir H. Haarde fjármála- ráðherra, Halldór Blöndal sam- gönguráðherra og Garðar Olason í Grímsey. Ák LAUFÁS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 siMi.-533'lííl Fax533-1315 Til sölu: Klapparstígur, hæð og ris, 3 svefnh., verslun á götuhæð. Verð 9,7 m. Laus fljótlega. Fífusel, 4 herb. á 1. hæð, bíl- skýli. Verð 8,4 m. Laus 1. júní. Flúðasel, 4 herb. á 2. hæð, bílskýli. Verð 8,4 m. laus strax. Trönuhjalli, 3 herb. á 1. hæð, m/bílskúr. Háteigsvegur, 3-4 svefnh. 2. hæð, 117 fm. Verð 12,4 m. Laus strax. Hvassaleiti, 4 herb. á 2. hæð. Verð 8,5 m. Vesturbær, 2 herb. íbúð, 42,7 fm á 4. hæð m/bílskýli. Verð 5,9 m. Laus strax. Sungið á kosningahátíð KOSNINGAHÁTÍÐ Húmanista- ílokksins var haldin I. maí. Hörð- ur Torfason, fjórði maður á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, og Birgitta Jónsdóttir, annar maður á lista í Reykjavíkurkjör- dæmi, sungu á hát.íðinni ásamt móður Birgittu, Bergþóru Árna- dóttur sönglistakonu. /S> mbl.is VS' Davið Oddsson á fundi í Garðabæ Enginn hefur neitunarvald DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði á opnum fundi í Garðaskóla í Garðabæ í fyrradag að enginn einn aðili gæti haft neitunarvald um breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Markús Möller bar þetta mál upp á fundin- um og spurði formanninn hvort sú sátt sem talað væri um að þyrfti að nást í sjávarútvegsmálum þýddi það að þing Farmanna- og fiski- mannasambandsins og aðalfundur Landssambands íslenskra útgerð- armanna hefðu neitunarvald um breytingar á sjávarútvegsstefn- unni. „Eg er þeirrar skoðunar að það geti enginn einn aðili, hversu góður sem hann væri, haft neitun- arvald um neitt þessara mála,“ svaraði Davíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.