Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 69 UMRÆÐAN Tungumál: Lykillinn að heiminum í BÓK sinni English as a Global Language leggur David Crystal áherslu á, þegar hann fjallar um þróun ensku og annarra tungumála næstu hálfa öldina, að annars vegar eflist enskan vegna vaxandi nauðsynjar á skilningi þjóða milli en hins veg- ar muni þörfin á sam- kennd innan samfélaga styrkja þjóðtungur og tungumál á smærri málsvæðum. Þetta er vert að hafa í huga þegar við ís- lendingar ræðum um framtíð íslensks máls og þöi-fina á að læra erlend tungu- mál. Þótt enska verði ef til vill helsta tungumálið í samskiptum þjóða á næstu áratugum eru önnur tungu- mál eins og þýska, franska, spænska og rússneska mjög mikilvæg í okkar heimshluta og t.d. kínverska, jap- anska og arabíska utan hans. Enskukunnátta mun ekki fieyta okkur alls staðar utan Norðurlanda. Þekking á a.m.k. einu Norðurlanda- málanna er hins vegar nauðsynleg íyrir öll samskipti okkar við grann- þjóðirnar. Um leið og lögð er meiri áhersla á góða kennslu í erlendum málum í skólum landsins, auk íslensku- kennslunnar, má auðvitað ekki gleyma því að sífellt fleiri nema ís- lensku sem annað mál hér af því þeir hafa flust til landsins eða eiga erlenda foreldra. Auk þess koma margir útlendingar hingað tO lands til að læra íslensku sem erlent mál. Þá eykst sá hópur útlendinga stöðugt sem vill læra íslensku í heimalöndum sínum, á námskeiðum eða í háskólanámi. Aldrei fyiT hafa fleiri útlendingar lagt sig eftir ís- lensku. Evrópusambandið leggur mikla áherslu á nauðsyn málakennslu. Leggur það fram mikið fé til alls konar tungumálasamstarfs. Er það stefna þess að viðhalda þeirri fjöl- breytni í tungumálum sem fyrir er í Evrópu svo sem framast er kostur. Þess vegna styrkir það ekki síst samstarf um kennslu í málum sem tiltölulega fáir tala. Við íslendingar höfum notið góðs af þessari stefnu sambandsins. En það skiptir raunar meira máli að við gerum okkur grein fyrir hví- líkur stuðningur það er fyrir framtíð íslensks máls að útlendingar vilja nema málið. Við verðum að efla kennslu í íslensku fyrir útlendinga, hvort heldur það er hér á landi eða erlendis. Það er einnig í samræmi við aukna áherslu á alþjóðasamstarf og gæslu hagsmuna okkar erlendis að styrkja hvers konar menningarsamskipti. Jafnframt ætti það að vera í sam- ræmi við íslenska málstefnu að veita sem flestum sem besta kennslu í ís- lensku, hvort sem þeir eru fæddir Is- lendingar, útlendingar sem hafa flust tO landsins eða erlendir ríkisborgarar sem vOja læra íslensku þar sem þeir telja sig hafa gagn og gaman af því. Á undanförnum árum hefur tals- vert miðað í því að bæta íslensku- kennslu útlendinga. Þannig er nú völ á miklu betri kennslu fyrir ný- búa en áður, sérstaklega á Reykja- víkursvæðinu. Þá hefur íslensku- kennsla fyrir útlendinga verið efld við Háskólá íslands. Þar er þeim boðið upp á ársnám, kvöldnámskeið og sumarnámskeið. Auk þess hefur meira fé verið varið til íslensku- kennslu við erlenda háskóla og í að styrkja erlenda námsmenn til ís- lenskunáms við Háskóla Islands. Þótt þessum málum hafi þokað fram á veg er nauðsynlegt að efla enn frekar kennslu í íslensku sem öðru máli og sem erlendu tungumáli hér á landi. Nú getur Háskóli íslands aðeins tekið hluta af þeim stúdentum sem sækja um nám í íslensku fyrir útlendinga. Námskeið á vegum Endurmenntun- ar Háskólans eru einnig fullsetin og meira en helmingi fleiri sækja um sumarnámskeið í ís- lensku en unnt er að taka á móti. Það er full þörf á að auka kennslu- framboðið og einnig að viðurkenna að kennsla í íslensku sem erlendu máli er sérstök kennslugrein sem sér- staka þjálfun þarf til að smna. Þá þyrfti að auka fjölbreytni í kennsluefni þannig að það hæfði sem best hverjum nemendahópi. Æskilegt væri að unnt reyndist að útbúa námsefni fyrir alnetið. Stofn- un Sigurðar Nordals vinnur nú að margmiðlunardiski fyrir byrjendur í íslenzka HI getur aðeins tekið hluta af stúdentum, segir Úlfar Bragason, sem sækja um íslenzkunám fyrir útlendinga. íslensku. Vonast er til að það efni verði tilbúið snemma á næsta ári ef nægjanlegt fjármagn fæst. Þessi kennsluefnisgerð er styrkt af Evr- ópusambandinu. Hins vegar væri unnt að ná til enn fleiri og skjótar ef unnt væri að útbúa gott efni fyrir al- netið. Helst þyrfti það að vera gagn- virkt og boðið upp á fjarkennslu í Háskólanum (eða annars staðar) í tengslum við það. Með því móti ættu miklu fleiri og víðar kost á að læra íslensku en nú. Það er þó ljóst að fjarkennsla kemur ekki í stað kennslu heima fyrir og þess vegna er t.d. nauðsyn- legt að áfram verði boðið upp á ís- lenskukennslu við erlenda háskóla og kennslan studd af íslenskum stjórnvöldum, þar sem nægur fjöldi stúdenta er. Þá er æskOegt að unnt verði að bjóða fram fleiri styrki til útlendinga sem vilja nema íslensku við Háskóla íslands, hvort sem það er í vetrarnámi eða á sumarnám- skeiðum. En um leið þyrfti að sinna kennslu í erlendum tungumálum miklu betur hér á landi og gefa þeim háskólastúdentum, sem ekki leggja beinlínis stund á tungumálanám, frekari kost á stuttum námskeiðum í sem flestum málum. Starfræksla tungumálamiðstöðvar Háskóla ís- lands er spor í rétta átt. Jafnframt því að bjóða upp á kennslu í tungu- málum sem fáir tala eins og japönsku og kínversku þyrfti að hlú miklu betur að þeirri kennslu sem þegar er stunduð og bæta aðstöðu þeirra sem kenna, hvort sem það eru Islendingar eða erlendir sendi- kennarar. Erlendar þjóðir, svo sem Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar, hafa kostað miklu til að kenna tungur sínar við Háskóla íslands. Um leið hefur námsframboð við skólann auk- ist og námsleiðum stúdenta fjölgað. Þetta hefur verið mikill kostur fyrir þá. Sá kostur þyrfti áfram að verða fyrir hendi jafnvel þótt íslensk stjórnvöld yrðu að leggja fram meira fé í því skyni. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Úlfar Bragason Dan Hansson atskák- meistari Grand-Rokks SKAK Skákfélag Grand-Rokks ATSKÁKMÓT GRAND-ROKKS DAN Hansson sigraði á fyrsta meistaramóti Skákfélags Grand- Rokks í atskák, sem lauk fyrir skömmu. Alls voru 19 keppendur mættir til leiks hjá þessu yngsta skákfélagi landsins. Tefldar voru níu umferðir eftir Monrad-kerfi og er óhætt að segja að keppni hafi verið jöfn og spennandi enda slapp enginn taplaus í gegnum mótið. Eftir sex umferðir voru fjórir skákmenn efstir og jafnir með 4% vinning: Dan Hansson, Sævar Bjarnason, Kjartan Guðmundsson og Bjarni Hjartarson. Dan Hans- son sýndi svo mest öryggi á enda- sprettinum og vann síðustu þrjár skákirnar. Helsti keppinautur hans, Sævar Bjarnason, tapaði hins vegar óvænt í áttundu umferð fyrir Pétri Atla Lárussyni. Þeir Dan og Pétur mættust í síðustu umferð, þar sem Dan hafði betur í snoturri sóknarskák og hlaut því alls 714 vinning. Hinn sænskættaði meistari tefldi af miklu öryggi í mótinu, þótt hann tapaði reyndar einni skák, fyrir Rúnari Berg. Sú skák var hins vegar í óformlegu kjöri valin besta skák mótsins. Röðin á meistaramótinu varð ann- ars sem hér segir: 1. Dan Hansson 71ó v. 2. Sævar Bjarnason 6'A v. 3. Kjartan Guðmundsson 6 v. 4. -7. Rúnar Berg, Kristján Örn Elías- son, Pétur Atli Lárusson og Bjarni Hjartarson 5'/ v. 8.-11. Jóhann Valdimarsson, Svein- bjöm Jónsson, Grímur Grímsson og Hrannar Jónsson 5 v. 12.-13. Páll Gunnarsson og Harry Honkanen 4 V/ v. 14.-16. Róbert Harðarson, Tómas Ponzi og Birgir Bemdsen 4 v. 17. Haraldur Blöndal 3 v. o.s.frv. Mótið heppnaðist í alla staði vel og eins og úrslitin bera með sér var það vel skipað og nokkuð um óvænt úrslit. Skákstjóri var Hrafn Jökulsson. Heimsmeistaraeinvígi í skáldsögu Heimsmeistaraeinvígi í skák er baksviðið í spennusögunni „Rea- lity Inspector". Bókin var upphaf- lega skrifuð 1982, en nú er hægt að nálgast hana á Netinu. Slóðin er: westgatehouse.com/rea- lity.html. Bókin er 180 síður og margar skákir eru birtar ásamt stöðu- myndum. Sonsbeek SNS skákmótið Sonsbeek SNS skákmótið stendur nú yfir í Arnhem í Hollandi. Mótið hófst 2. maí og því lýkur 9. maí. Tefld er tvöfóld um- ferð, allir við alla. Þátttakendur eru Viktor Korchnoi, Matthew Sa- dler, Xie Jun og Friso Nijboer. Eftir þrjár umferðir er staðan þessi: 1. Sadler 2'A v. 2. Korchnoi 2 v. 3. Nijboer 1 v. 4. Xie Jun 'A v. Okeypis fjöltefii í dag Hannes Hlífar Stefánsson, stór- meistari, núverandi Islandsmeist- ari og skákmaður Hellis 1998, tefl- ir fjöltefli við böm og unglinga 15 ára og yngi-i í dag, fimmtudaginn 6. maí. Áðgangur er ókeypis. Fjölteflið verður haldið í Hellis- heimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Greiðar strætisvagnaferðir eru að Hellisheimilinu, enda er það ör- stutt frá skiptistöðinni í Mjódd. Taflfélagið Hellir útvegar taflborð og taflmenn, þannig að þátttak- endur þurfa ekki að hafa neitt með sér. Þetta er einstakt tækifæri til að tefla við einn sterkasta skák- mann þjóðarinnar. Ollum 15 ára og yngri er heimil þátttaka í fjölteflinu, bæði byrjendum og lengra komnum. Hraðskákmót öðlinga Hraðskákmót öðlinga fer fram fimmtudaginn fi. maí og hefst tafl- mennskan klukkan 20. Rétt til þátttöku eiga allir skákmenn sem komnir eru á öðlingsaldurinn, þ.e. hafa náð 40 ára aldri. Mótið verður haldið í félags- heimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Þátttökugjald er kr. 400. Kosningaskákmót Taflfélagið Hellir heldur Kosn- ingamót Hellis nú í fyrsta sinn. Mótið verður eins og nafnið gefur til kynna teflt á sjálfan kosninga- daginn og verður haldið í göngu- götunni 1 Mjódd. Keppnin verður með því sniði að keppendur tefla fyrir fyrirtæki. Tefldar verða sjö skákir með 7 mínútna umhugsun- artíma. Þátttaka er ókeypis, en góð verðlaun eru í boði: 1. verðlaun kr. 12.000 2. verðlaun kr. 7.000 3. verðlaun kr. 5.000 Þar sem fjöldi keppenda tak- markast við fjölda fyrirtækja sem skrá sig í mótið er mikilvægt að skrá sig sem fyrst. Hægt er að skrá sig í gegnum heimasíðu Hell- is: www.simnet.is/hellir. Á þriðju- daginn höfðu 23 skákmenn skráð sig í mótið. Þeirra á meðal voru: Jón Garðar Viðarsson 2.355 Sævar Bjarnason 2.305 Róbert Harðarson 2.300 Davíð Ólafsson 2.230 Arnar Þorsteinsson 2.225 Snorri G. Bergsson 2.200 Davíð Kjartansson 2.095 Gunnar Björnsson 2.055 o.s.frv. Annars er breiddin mjög mikil og skákmenn í öllum styrkleika- flokkum hafa skráð sig til þátt- töku, allt frá þátttakendum í landsliðsflokki til stigalausra skákmanna. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sem eru á dagskrá má senda til umsjónarmanna skákþáttar Morgunblaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og at- hugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 10.5. Hellir. Atkvöld 17.5. Hellir. Fullorðinsmót (25+ ára) 28.5. Hellir. Helgaratskákmót 29.5. SÍ. Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson BRIPS Uinsjún Arnór G. Ragnarsson Kjördæmamót Brids- sambandsins á Akureyri 22.-23. maí KJÖRDÆMAMÓTIÐ verður að þessu sinni haldið á Akureyri dag- ana 22.-23. maí. Spilað verður í Fosshóteli KEA og verður móts- setningin á laugardag kl. 11 og spilamennskan hefst fjórðungi úr klst. síðar. Fyrri daginn verða spilaðar fjór- ar umferðir og er áætlað að spila- mennsku ljúki kl. 20.30. Á sunnu- deginum verður svo byrjað á sama tíma og spilaðar þrjár umferðir. Áætluð spOalok eru kl. 18.15 og verðlaunaafhending hálftíma síðar. Keppnisgjald er 8.000 krónur á sveit og er spilað um 4 gullstig í hverjum leik. Spilað er um farand- bikar sem Akraneskaupstaður gaf til keppninnar fyrir 5 árum en auk þess verða verðlaunapeningar fyrir 1. sætið. ísak Öm Sigurðsson verður keppnisstjóri mótsins. Þá er vert að vekja athygli á því að bridssam- böndin eru hvött til að senda inn nöfn spilara fyrir 10. maí en mikil undirbúningsvinna liggur að baki móti sem þessu. Boðið er upp á ýmsa gistimögu- leika á Akureyri. Má nefna Foss- hótel og Lykilhótel sem gefa afslátt vegna mótsins auk margra gisti- heimila í bænum. Bridsfélag Hveragerðis Vetrarstarfið hefur gengið vel og er því nú um það bil að ljúka. Síðast var spilaður tveggja kvölda ein- menningur. Keppni gat varla verið jafnari og urðu úrslit þessi: Bjarnþór Erlendsson 107 Garðar Garðarsson 106 Sigfus Þórðarson 105 Þá er einnig lokið útreikningi fyr- ir mánaðarmót félagsins, en það er tvímenningskeppni spiluð einu sinni í hverjum mánuðii og varð að þessu sinni sjö kvöld. Úrslit urðu eftirfar- andi: Garðar Garðarss. - Pétur Hartmannss. 614 Flóra Baldvinsd. - Valtýr Jónasson - Kjartan Kjartansson 608 Össur Friðgeirsson - Birgir Pálsson 590 Síðasta spilakvöld vetrarins verð- ur miðvikudagskvöldið 12. maí í golfskálanum og hefst kl. 19.30. Þá verður verðlaunaafhending og spil- aður léttur tvímenningur á eftir. Bridsfélag Kópavogs Vortvímenningur, þriggja kvölda Mitchel, hófst sl. fimmtudag. Árangur efstu para: N-S Guðni Ingvarss. - Þorsteinn Kristmundss. 258 Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 236 Loftur Péturss. - Garðar V. Jónsson 232 A-V Georg Sverrisson - Bernódus Kristinss. 259 MuratSerdar-Birgir Jónsson 251 Inga Lára Guðmundsd. - Unnur Sveinsd. 233 Önnur umferð verður spiluð fimmtudaginn 6. maí. Spilamennska hefst kl. 19.45. Spilað er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Bridsfélag Hafnarfjarðar Síðustu keppni starfsársins, sem var þriggja kvölda tvímenningur, lauk mánudaginn 3. maí. Það kvöld urðu þessir efstir: Hjálmar S. Pálsson - Gísli Steingrímsson 123 Högni Friðþjófss. - Gunnlaugur Óskarss. 121 Guðni Ingvarss. - Þorsteinn Kristmundss. 114 Guðm. Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss. 114 Þegar öll kvöldin þrjú. hafa verið reiknuð saman, hvert um sig með meðalskor 109, er heildarstaðan þessi: Guðm. Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss. 367 Hjálmar S. Pálss. - Gísli Steingrímss. /Steinberg Ríkarðsson 359 Jón N. Gíslason - Snjólfur Ólafsson /Gísli Hafliðason 349 Högni Friðþjófss. - Gunnlaugur Óskarsson /Halldór Stefánsson 343 Keppnisstjóri vill nota tækifærið og þakka spilurum og umsjónar- manni bridsþáttar fyrir veturinn og óskar þeim gleðilegs sumars. Minnt er á að aðalfundur félags- ins verður haldinn í Hraunholti mánudaginn 10. maí og hefst kl. 19.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður boðið upp á léttar kaffiveitingar og spilamennsku á eftir. Austurlandsmót í sveitakeppni Helgina 30.4. til 2.5. var aðal- sveitakeppni Austurlands í brids haldin á Hótel Höfn í Homafirði. 12 sveitir mættu til leiks og urðu úrslit þessi: Sveit Herðis frá Egilsstöðum 215 LÍ Breiðdalsvík, Stöðvarfírði 187 Blómaland, Homafirði 185 Keppnisstjóri var Sigurpáll Ingi- bergsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.