Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 92
I Imikl’ad Aðsendar greinar á Netinu Mcst splda og verðlaunaóa fartölva i hciminum <G> NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3010, NETFANG: RI1STJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK VIÐ gatnamót Öldugötu og Rcykja- nesbrautar í Hafnarfirði hafa orðið þrjú banaslys síðan árið 1977 auk annarra óhappa þar sem slys hafa orðið á fólki. A fjögurra ára tímabili frá 1991-1995 urðu 13 umferðar- óhöpp á sama stað og þar af hlutust af meiðsl á fólki í 4 tilvikum. Að sögn umdæmisstjóra Vega- gerðarinnar verða sett upp umferð- arljós við gatnamót Öldugötu og Reykjanesbrautar í sumar og enn- fremur stendur til að færa Reykja- nesbrautina til á þeim hættulega stað sem um ræðir. Sigurður Helgason, upplýsinga- fulltrúi Umferðarráðs, lýsir því sem skoðun sinni að vafasamt sé að hafa gangbraut á þessum stað á Reykja- nesbrautinni vegna slysahættu. „Ég set stórt spumingarmerki við það að vera með gangbraut á jafn fjölfarinni og hratt ekinni braut og Reykjanesbrautinni á þessum stað s og þetta er eitthvað sem ég held að Vegagerðin og bæjaryfírvöld í Hafn- arfírði hljóti að skoða á næstu dög- um og vikum,“ sagði hann. Unnið að skipulagi Að sögn Jónasar Snæbjömsson- ar, umdæmisstjóra Vegagerðarinn- ar í Reykjanesumdæmi, er verið að vinna að skipulagi Reykjanesbraut- ar í gegnum Hafnarfjarðarbæ. I því er gert ráð fyrir að færa Reykjanes- brautina til á kaflanum við gatna- mót Öldugötu og Reykjanesbrautar austur eða suður fýrir kirkjugarð- inn í Hafnarfírði. „Við erum að fínvinna áætlun um það hvar eigi að byrja á endurbót- ► um á Reykjanesbrautinni í gegnum bæinn í samvinnu við Hafnarfjarð- arbæ,“ segir Jónas. „Reykjanes- brautin á ekki að vera til frambúðar Vegagerðin var búin að samþykkja, að fmmkvæði Hafnarfjarðarbæjar, að sett yrðu upp umferðarljós á gatnamótunum í sumar. Það yrðu þá fyrstu umferðarljósin sem menn kæmu að þegar ekið er frá Keflavík. Fyrstu umferðarljósin eru núna við Lækjargötu og hugmyndin að nýju ljósunum kom til vegna aukinnar byggðar austan vegarins." Að sögn Jónasar er hugsanlegt að byrjað verði á því að færa Reykja- nesbrautina til við gatnamót Öldu- götu og Reykjanesbrautar strax á næsta ári, en verði ákveðið að færa brautina fyrst til annars staðar mun framkvæmdin dragast um nokkur ár. „Það gæti dregist í þrjú til fímm ár að flytja Reykjanesbrautina til á þessum kafla ef ákveðið verður að byrja annars staðar," segir Jónas. Hann segir að vel geti hugsast að reynt verði að grípa til annarra að- gerða en nefnd hafa verið til að draga úr umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda á Reykjanesbrautinni við gatnamótin en hins vegar sé það erfitt verkefni að fást við. „Það er mjög erfitt að draga úr hraða. Það væri helst að reyna að fá vegfarendur til að átta sig á því að þeir eru að aka í gegnum þétt- býh og umferðarljós eru kannski einn liður í því.“ Þriðja banaslysið á hættulegum stað á Reykjanesbraut síðan 1977 Breytingar fyrirhugaðar á Reykianesbrautinni _ m Morgunblaðið/Golli SKOLASYSTKIN stiílkunnar, sem lést í umferðarslysi á gatnamótum Öldugötu og Reykjanesbrautar á þriðjudag, minntust hinnar látnu, sem var nemandi í 10. bekk í Öldutúnsskóla, með því að leggja blóm að slysstaðnum í gær. á þeim stað þar sem slysið varð og Albönsku flóttamenn- irnir koma á laugar- dagskvöld Flogið frá Skopje til Egilsstaða Skojíje. Morgunblaðið. HÓPUR albanskra flótta- manna frá Kosovo kemur til landsins á laugardagskvöld með þotu frá íslandsflugi. Um er að ræða fimmtíu manns. Hópurinn dvelur fyrstu tvær vikumar á Eiðum og ákveðið hefur verið að þotan lendi á Egilsstöðum. Reiknað er með að lent verði um kvöldmatar- leytið á laugardag en sú áætlun hefur reyndar enn ekki verið staðfest. Eftir dvölina á Eiðum fer helmingur fólksins tU Dalvíkur og hinir tuttugu og fimm til Reyðarfjarðar þar sem þeir munu búa. Sigríður Guðmundsdóttir, yfirmaður alþjóðadeildar Rauða krossins, kom til Skopje í Makedóníu í gær og Hólm- fríður Gísladóttir er væntanleg í dag - en hún hefur með mál flóttamannanna að gera. A morgun, föstudag, verður haf- ist handa við að velja hvaða fólk kemur til íslands. Ekki er loku fyrir það skotið að ein- hverjir ættingjar þeirra flótta- manna sem þegar eru komnir til Islands verði með í för, fyrir utan þá fímmtíu sem valdir verða á morgun. Stefnt er að því að fara frá flugvellinum í Skopje áleiðis til Islands upp úr hádegi á laug- ardaginn. Þota Islandsfiugs fer til Rimini á Ítalíu á föstudag og þaðan til Skopje á laugardags- morgun. A leiðinni heim verður millilent í Frankfurt í Þýska- landi og þaðan haldið til Egils- staða. ■ Geta ekki gert/46-47 Lést í bfl- slysinu STÚLKAN, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á þriðjudag af völdum áverka, sem hún hlaut er hún varð fyrir bifreið á gangbraut á gatna- mótum Reykjanesbrautar, Öldu- götu og Kaldárselsvegar, hét Ása Pálsdóttir til heimilis að Einihlíð 12 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar eru Anna Margrét Pétursdóttir og Páll S. Kristjánsson. Hún var fædd 16. ágúst árið 1984 og var nemandi í 10. bekk í Öldutúnsskóla. Sænskur maður datt í lukkupottinn á flóamarkaði í Gautaborg Keypti verk eftir Kjarval á rúmar 500 krónur SÆNSKUR listamaður keypti á dögunum málverk á flóamarkaði í Gautaborg fyrir rúmar 500 krón- ur. Að hans sögn var það vandað handbragð verksins sem fékk hann til að festa á því kaup. Þeg- ar hann skoðaði málverkið nánar og tókst að lesa úr óskýrri undir- skriftinni sá hann að það var eftir Jóhannes Kjarval. Verkið var boðið upp i Stokkhólmi í síðustu viku en seldist ekki. Eigandi verksins býst við að hann reyni að selja það hér á landi á næstuimi. Karl Anderson er mikill áhuga- maður um málverk og fer reglu- lega á flóamarkaði, m.a. til þess að leita að málverkum eftir þekkta málara. Hann hefur nokkrum sinn- um fundið áður óþekkt verk eftir þekkta málara. Þegar Karl þekkti undirskrift verksins sem hann keypti um daginn á 500 krónur og hafði borið hana saman við undir- skriftir Kjarvals á öðrum mynd- um, vissi hann að hann hafði dottið 1 lukkupottinn. Karl þekkir vel til verka Kjar- vals. íslensk kunningjakona hans kynnti hann fyrir verkum hans í upphafi og í samtali við Morgun- blaðið sagðist Karl hafa fengið sí- fellt meira álit á verkum hans og handbragði, eftir því sem hann kynnti sér verk hans betur. Verk- ið sem Karl festi kaup á fyrir skömmu er 41 cm x 57 cm á stærð og er af landslagi með fossi. Var það boðið upp hjá Bukowskis-upp- boðshúsinu í Stokkhólmi f siðustu viku. Utgangsverð var 30.000 sænskar krónur sem samsvarar um 264.000 íslenskum krónum. Tilboð upp á 16.500 sænskar krónur barst í verkið en því var ekki tekið. Verður selt á uppboði á Islandi Karl segir að fáir Svíar þekki og kunni að meta verk Kjarvals. Af þeim sökum ætlar hann að MorgunblaðWBukowskis: Christer Carlsson LANDSLAG með fossi eftir Jóhanues Kjarval sem Karl Andersson festi kaup á á flóamarkaði í Gautaborg fyrir skömmu á rúmar 500 krónur. reyna að selja verkið á íslandi, svo íslendingar sem kunna að meta Kjarval fái að njóta þess, að hans sögn. „Ég ætla að senda verkið til íslands og reyna að selja það þar,“ segir Karl. Karl þekkir ekki upprunasögu verksins en það var, að sögn sölu- mannsins, gefið á flóamarkaðinn sem var til styrktar uppbyggingu í þróunarlöndunum. „Kannski seldi Kjarval það sjálfur hér á landi en ég veit að hann var í Gautaborg á þriðja áratugnum," segir Karl, en ekkert ártal er á verkinu. Hann segist ætla að láta ís- lenskan sérfræðing skoða verkið til þess að ganga úr skugga um að það sé örugglega eftir Kjar- val en hann segist hafa heyrt að mikil umræða hafi átt sér stað hér á landi um falsanir á mál- verkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.