Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 47 JltagiiidHÍfifeife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FÆREYSK KAUPSTEFNA FJÖLDI færeyskra fyrirtækja kynnir framleiðsluvörur sínar og þjónustu á færeysku kaupstefnunni RekTór ‘99, sem hefst í Perlunni í dag og lýkur næsta laugardag. Henni er ætlað að vekja athygli Islendinga á færeyskum vörum og stuðla að auknum viðskiptum milli landanna. Is- lenzk vörusýning, TórRek, var haldin í Pórshöfn í marz- mánuði á síðasta ári og tóku 24 íslenzk fyrirtæki þátt í henni. Frumkvæðið að þessum kaupstefnum höfðu Utflutn- ingsráð Islands og Eimskipafélag Islands, sem vildu efla viðskiptasamskipti þjóðanna á vestnorræna svæðinu, og var fyrsta kaupstefnan haldin í Nuuk á Grænlandi árið 1997. Hún nefndist NuukRek og þótti takast svo vel, að ákveðið var að efna til fleiri slíkra vörusýninga til skiptis í löndun- um þremur. Samskipti Færeyja, Grænlands og Islands hafa farið vax- andi undanfarin ár, ekki sízt á viðskiptasviðinu, og er það sérlega ánægjuleg þróun, sem mun gagnast íbúum allra landanna. Stjórnvöld eiga því að stuðla að þessum sam- skiptum og ryðja úr vegi hindrunum, sem kunna að draga úr þeim. Færeyskt þjóðfélag gengur nú í gegnum breytingaskeið eftir þrengingar í efnahagsmálum um árabil. Umrót er í stjórnmálalífinu og margir stefna að fullveldi eyjanna, þótt þær fari væntanlega ekki úr danska ríkjasambandinu. Fyr- irmynd þeirra í sjálfstæðismálinu er samband Islands og Danmerkur frá 1918, þegar Island varð fullvalda ríki í kon- ungssambandi við Danmörku. Miklar breytingar eiga sér einnig stað í færeysku atvinnulífi og geta Islendingar séð það með eigin augum í Perlunni næstu daga. MENNIN G ARTEN GSL VIÐ GRÆNLAND MENNINGARTENGSL íslendinga og Grænlendinga hafa ekki verið mjög mikil á undanförnum árum og áratugum. Saga þessara þjóða liggur víða saman og því eðlilegt að samskipti þeirra séu mikil. Islenskir menningar- dagar, sem hófust í gær í Katuaq, menningarhúsi Græn- lendinga, eru gott skref í átt að aukningu þeirra. Dagskráin er gjöf Norræna hússins í Reykjavík til menningarhússins, sem vígt var árið 1997. A menningardögunum, sem verða þrír, verður meðal annars kynnt íslensk tónlist, myndlist, bókmenntir, kvik- myndir, brúðuleikhús og matargerð. Fulltrúar Reykjavík- ur, menningarborgar 2000, munu taka þátt í kynningunni en ekki er ólíklegt að bæði menningarborgarverkefnið og Grænland gætu haft hag af nálægðinni hvort við annað á menningarborgarárinu. íslensk menningarkynning á Grænlandi er vel til fundin og verður vonandi til þess að stjmkja menningartengsl þessara tveggja grannþjóða. ÍSLAND - FUGLAPARADÍS Síðustu daga hafa fréttir af fugladrápi vakið viðbjóð landsmanna og athæfið verið fordæmt harðlega, ekki sízt af forráðamönnum Skotveiðifélagsins. í framhaldi af þessum fréttum hafa orðið töluverðar umræður um nauð- syn á auknu eftirliti með fuglaveiðum og þá ekki sízt á vor- in, sem er viðkvæmasti tíminn. Pessar umræður hafa orðið til þess að vekja marga til umhugsunar um það, að Island er á margan hátt einstök fuglaparadís. Hingað getur fólk komið til þess að fylgjast með fuglum, í sumum tilvikum við mjög sérstakar aðstæð- ur. Með sama hætti og fleiri og fleiri koma hingað ár hvert til þess að skoða hvali, sem nú lifa í friði í hafinu í kringum ísland, mundu aðrir hafa áhuga á að koma sérstaklega til þess að skoða fugla víðs vegar um landið. Víðtæk friðun fugla, víðtækari en nú er, mundi áreiðan- lega draga fleiri fuglaáhugamenn að. Fólk sem hefur áhuga á fuglum og ánægju af að skoða þá og fylgjast með þeim kann lítt að meta fugladráp. Það er áleitið umhugsunarefni fyrir okkur íslendinga hvort markviss umhverfisstefna vegna náttúru landsins og sterk verndarstefna gagnvart hvölum og fuglum, svo dæmi séu nefnd, geti fært okkur margfalt meiri tekjur en veiðar af þessu tagi geta nokkru sinni gert. Flóttamenn í Makedóníu um framgöngu Serba í Kosovo Geta ekki gert NATO mein og hefna sín því á okkur Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Kosovo yfír til Makedóníu. Skapti Hallgrímsson blaðamaður og Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari héldu í gær áfram að kynna sér ástandið í flóttamanna- búðunum á svæðinu, en á morgun verða valdir þeir 50 sem fluttir verða til Islands. Morgunblaðuð/Sverrir FLÓTTAMENN bíða eftir að komast í tjöld í Cegrane-flóttamannabúðunum. Þýskir hermenn vinna við að setja tjöldin upp, en fólkið hefur þurft að sofa úti undir beru lofti þar sem tjöld voru ekki tilbúin. DAGLEGT líf í flóttamannabúðunum í Cegrane. Heima er best MAÐUR um þrítugt segir blaða- manni í Cegrane-búðunum að hann ætli sér heim aftur en það er greinilega skoðun flestra að þeir eigi afturkvæmt. „Ég vil ein- faldlega ekki flækjast um heim- inn. ísland er til dæmis allt of langt í burtu fyrir mig,“ segir maðurinn, eftir að hafa spurt hvaðan blaðamaðurinn væri. „Ég fór ekki af fúsum og frjálsum vilja frá Kosovo og þangað vil ég fara aftur. Þó að allt verði ónýtt og ég verði að byrja upp á nýtt vil ég komast heim.“ Maðurinn bjó og starfaði um þriggja ára skeið í Þýskalandi en þrjú ár eru liðin síðan hann flutti heim á nýj- an leik. „Mér líkaði ágætlega í Þýskalandi en ég færi frekar til Kosovo upp á brauð og salt en að fara aftur til Vesturlanda.“ Og ástæðan er einföld: „Ég vil vera heima.“ ALBANSKIR flóttamenn frá Kosovo streymdu í Cegrane-búðimar í gær, en þangað er um klukku- stundar akstur frá Skopje. Þetta eru nýjustu flóttamannabúðirnar á svæðinu, í umsjá Þjóðverja; risastór- ar og stækka 014 því í gær var unnið við að setja upp fleiri tjöld. Ekki er nema vika síðan þessar búðir voru settar upp en þar búa nú þúsundir manna. Eitt af því fyrsta sem ber fyrir augu þegar komið er inn í búðirnar í Cegrane - sem draga nafn sitt af litli þorpi - er kona með ungabarn í fanginu. Hún er að gefa því brjóst úti undir berum himni. Nýkomin á staðinn og bíður þess að fá að vita í hvaða tjald hún á að fara. Skammt frá er önnur kona sem einnig er nýkomin. Lítið barn henn- ur liggur undir sólhlíf og drekkur úr pela. „Við komum í morgun. I gær, klukkan átta að morgni, komu þeir - og þar á hún við serbneska hermenn - og ráku okkur burt úr húsinu okk- ar. Svo var okkur skipað að fara upp í rútur og okkur var ekið að landa- mærunum,“ segir konan, Aferdita Krasniqi, 32 ára, við Morgunblaðið. Hún er frá bænum Glogovc, skammt frá höfuðborg Kosovo, Pristina. Hún segir að daginn eftir að NATO sprengdi upp verksmiðju í bænum hafi þeir komið til bæjarins, ráðist inn á heimili Albana og rænt skart- gripum af fólkinu, numið alla karl- menn á aldrinum 15-70 ára á brott og beitt þá ofbeldi. Sumir komu aft- ur - þar á meðal eiginmaður hennar, sem var í burtu í tvo sólarhringa og var barinn en hlaut ekki slæm meiðsli af. „Við heyrðum að farið hefði verið með suma til Pristina en vitum það ekki fyrir víst.“ En hún segir að margar konur, sem hafí orð- ið henni samferða, séu án eigin- manna sinna og viti ekkert hvað orð- ið hafí af þeim. Um 300 karlmenn hafi ekki skilað sér til baka eftir að serbneski herinn nam þá á brott. „Þeir hefna sín á okkur fyrir loft- árásimar; geta ekki gert NATO neitt mein og ráðast því á okkur í staðinn," segir hún. Þrátt fyrir heldur nöturlegar að- stæður og erfitt ferðalag var konan nokkuð kát að sjá. Brosti meðan hún talaði við blaðamann, allir í fjöl- skyldunni eru saman og hún kvaðst fegin að vera laus af hættusvæðinu í heimalandi sínu. En þegar Aferdita Morgunblaðið/Sverrir MEDIJE Mehmeti, lengst til hægri, ásamt nokkrum Ijölskyldumeðlinium sínum í tjaldi þeirra í Blace-flóttamannabúðunum við landamæri Kosovo. AFERDITA Krasniqi var nýkomin til búðanna í Cegrane, en Serbar ráku hana úr húsi sínu og rútur fluttu hana til landamæranna. var spurð hvemig henni liði eftir að hafa lent í því sem á undan er gengið réð hún ekki við tilfinningarnar. Tárin fóru að renna niður kinnamar. „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður. Þetta hefur verið hrylli- legt, en ástandið á vonandi eftir að batna. Það eina sem við getum gert er að vona að svo verði. Enginn veit hvað bíður okkar.“ Krakkarnir á svæðinu, þar á með- al þrjú bcrn Aferditu, glöddust þeg- ar blaðamaður gaf þeim nokkra tyggjópaka. „Þau hafa ekki séð sæt- indi í nokkrar vikur,“ sagði konan og þakkaði innilega íyrir. Trúðu því, svona lagað gerist Margar sögurnar, sem albanska flóttafólkið í búðunum í grennd við Skopje segir, em ótrúlegar. ,Að- faranótt fimmtudags í síðustu viku fóm þeir inn í hús í hverfi Albana í Léttir að vera laus af hættu- svæðinu „ÞAÐ tók mig tvo daga að átta mig á því hve það var mikill létt- ir að vera laus af hættusvæðinu heima í Kosovo,“ sagði ung, al- bönsk stúlka í samtali við Morg- unblaðið í Cegrane-búðunum í gær. „Ég held að þetta sé einmitt ástæðan fyrir því að andinn hér í búðunum er eins góður og sjá má; hvað fólk er ánægt þrátt fyr- ir allt. Að hræðslan er farin. En fólk er auðvitað ekki hamingju- samt, skárra væri það nú. Það vill komast heim og það sem fyrst.“ Konan segir að Kosovo-Alban- ana dreymi um sjálfstæði frá Jú- góslavíu og það hljóti að teljast raunhæft vegna þess að 90% íbúanna séu Albanar. „Serbar geta auðvitað búið þar líka ef þeir vilja en við viljum sjálfstæði. Það er aðalmálið. Serbarnir tala mikið um hve Kosovo-hérað sé þeim mikilvægt og heilagt, til dæmis út frá sögulegu sjónar- miði, en eitthvað verða þeir að segja. Bosnía og Króatía voru þeim einnig mikilvægar á sínum tíma, að þeirra sögn, en þeir gáfu eftir.“ bænum mínum, þar sem kona bjó ein með börnum sínum þremur. Þeir fleygðu börnunum út um glugga á annarri hæð, nauðguðu svo konunni og drápu. Ég heyrði þetta strax um morguninn þegar ég fór út að kaupa í matinn,“ segir maður í einum búðanna. Blaðamað- ur virkar líklega heldur vantrúaður á frásögnina vegna þess að ung stúlka segir mjög sannfærandi á jensku: Tiúðu því, svona hlutir ger- ast. Og það sprettur tár úr hvarmi hennar. Annar segir frá því að serbneskir lögreglumenn hafi hent 18 ára dreng út um glugga á þriðju hæð fyrir hálf- um mánuði í Pristina. Enn verður blaðamaður vantiúaður á svip - og þá skýtur upp konu, sem reynist vera Medije Mehmeti, 24 ára - sem hefur séð ýmislegt misjafnt að eigin sögn. „Ég sá þegar þeir myrtu Al- bana með köldu blóðu á götum mið- borgar Pristina-borgar.“ Hún er frá þorpinu Babinmovc í grennd höfuð- borgarinnar, þar sem hún segir 35 manns hafa verið drepna eða limlesta og í framhaldi þess hafí flestir Alban- ar drifið sig á brott, tilneyddir að vísu. „Það var höi-mulegt að sjá þetta gerast. Og þar kom að okkur var ekki líft í bænum. Þeir vildu reyndar að við hypjuðuðum okkur og gáfu okkur 15 mínútur til að taka okkur til.“ Þar af leiðir að margir voru ekki tObúnir þegar þeim var gert að fara, margir nánast aðeins í fötunum sem þeir voru klæddir. „Það er ótrúlegt að fyrrverandi nági-annar manns gangi í lið með lögreglu og hermönn- um og svæli fólk burt úr bænum sín- um, eins og kom fyrir okkur. Ótrú- legt. Það voru einmitt nágrannar mínir - fólk sem bjó mjög nálægt - sem kom til okkur og sagði að ef við yrðum ekki farin eftir stundarfjórð- ung myndi það sama gerast og átti sér stað í Racak - en þar fóru serbneskir hermenn, að sögn, með nokkra bæjarbúa upp á hæð skammt utan bæjarins og líflétu þá.“ Medije er tiúlofuð, en veit ekkert hvar unnustinn er niður kominn. Hann er ekki frá sama þorpi og hún, og fólki var skipt niður í hópa eftir uppruna þegar það var rekið burt. Hún kveðst hafa séð með eigin aug- um þegar Serbar myrtu fólk úr hennar þorpi, en enginn ættingja hennar hafi verið þar á meðal og þegar hún var stödd í þorpi nærri hennar eigin tíu dögum áður en hún yfirgaf heimih sitt, segist hún hafa séð fjóra Albana myrta. „Engin ástæða var fyrir þeim atburðum önnur en að umræddir menn voru Albanar.“ Hún bendir á höfuð sitt og segir ímyndunaraflið ekki hafa verið svo frjótt að nokkur maður hefði getað ímyndað sér það sem gerst hefur upp á síðkastið. „Ef einhver hefði tiúað að þetta gæti gerst hefð- um við örugglega verið farin fyrir löngu.“ UNNIÐ við að reisa tjöld í Cegrane-flóttamannabúðunum. Gestrisni Albana í Makedóníu mikil NAFNIÐ Obilic gæti minnt ís- lenska knattspyrnuáhugamenn á Evrópukeppni meistaraliða fyrir nokkrum misserum, en Islands- meistarar IBV kepptu þá við sam- nefnt lið. Eigandi þess er enginn annar en Arkan, sá hinn sami og á og stjórnar illræmdum sveitum hermanna og mun eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Morgunblaðið hitti í gær stúlku frá Obilic sem dvelur nú hjá albanskri íjölskyldu í þorp- inu Radiovc, skammt frá Skopje. Mikið er um að flóttamenn séu á heimilum Albana á svæðinu. „Sam- staða Albana er mikil. Það er ekki hægt að horfa upp á fólkið á göt- unni - því líður miklu betur hér þjá okkur en í flóttamannabúðun- um,“ sagði ung kona við Morgun- blaðið, en á heimili hennar eru sex flóttamenn. Fólkið undirstrikaði að einungis Albanar á svæðinu biðu flóttamönnum til sín, Serbar og Makedóníumenn gerðu það ekki. „Þeir hata Albana og okkur alveg sérstaklega nú fyrir að hleypa flóttafólkinu inn í þorpið okkar,“ sagði stúlkan. Stúlkan frá Obilic, sem er 18 ára og heitir Afrodita Retkoceri, segir svo frá: „Þeir limlestu og drápu um 20 manns í húsi skammt frá mínu. Það mun hafa gerst um svipað leyti og við fórum frá Prist- ina - við fengum fréttir af atburð- inum um leið og við komum á Ieið- arenda. Þá brenndu þeir hús frænda míns.“ Hún kom ásamt ljölskyldu sinni í bíl frá Pristina, en varð að skilja bílinn eftir við landamærin. „Við komum 30. mars og höfum því ver- ið hér í rúman mánuð. Bróðir minn býr í Þýskalandi og vonast til að geta fengið okkur til sín. Við megum hins vegar ekki fara eins og er vegna þess að við erum flóttamenn - við megum fara úr búðunum ef við fáum gistingu ann- ars staðar, en ekki lengra. Ég vil auðvitað helst fara heim sem fyrst aftur en nú kysi ég helst að kom- ast til Þýskalands. En um leið og ástandið batnar vil ég fara heim.“ Hún sagði auðvitað mjög slæmt að hafa þurft að fara, en gestrisni Albananna í Makedóníu væri mikil og „gestimir" því ánægðir. „En ég er mjög sorgmædd yfir ástandinu. Ég á þá ósk stærsta að komast aft- ur hcim; ég heyrði reyndar nýlega Morgunblaðið/Sverrir AFRODITA Retkoceri ásamt lambhrút albanskrar fjölskyldu í Radiovc í Makedóníu, bænum þar sem hún dvelur nú. að kveikt hefði verið í húsinu okk- ar og það algjörlega eyðilagst - en það er betra að fara heim þó að allt verði brunnið en vera einhvers staðar annars staðar. Við erum al- veg tilbúin að byrja aftur frá gmnni ef með þarf.“ Hún sagði engin orð fá lýst því hvernig ástandið hefði verið í Kosovo upp á síðkastið; fólk yrði að koma sjálft á staðinn til að skynja það sem gerst hefði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.