Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
um atvinnutækifærum. Mig langar
samt að lýsa þeirri skoðun minni
að orkufrek málmbræðsla sé alls
ekki það sem koma skal. Okostirn-
ir eru ekki aðeins þeir að mikil
mengun og umhverfisspjöll hljót-
ast af slíku, heldur líka að þannig
stóriðja notar upp framleiðslugetu
þeirra virkjana sem til eru og kall-
ar á fleiri slíkar. Eru menn nokkuð
búnir að gleyma glæstum fyrirætl-
unum um að gera ísland að sjálf-
bærri orkunýlendu þar sem bílar,
skip og flugvélar era knúin áfram
af vistvænum orkugjöfum? Til að
framleiða vetni eða metanól þarf
mikla raforku. Hvers vegna ekki
að slá tvær flugur í einu höggi og
hefja framleiðslu metanóls í stað
þess að byggja fleiri álver? Væri
ekki skynsamlegra að draga úr
menguninni en að auka við hana?
Við erum rétt við þröskuldinn á
nýrri öld og þróun á notkun vist-
vænna orkugjafa er orðin afar
hröð eftir að ákveðið var á heims-
vísu að draga úr sleppingu koltví-
sýrings út í andrúmsloftið og þar
með að draga úr svokölluðum
gróðurhúsaáhrifum. Eftir tíu ár
mun fólk tæpast þora að kaupa sér
bensín- eða díselknúinn bíl af ótta
við að geta ekki selt hann aftur.
Bjartsýni? Já, en ekki óraunsæi.
Eg býðst fúslega til þess að éta
lambhúshettuna mína ef mér
skjátlast.
Höfundur starfar við kvikmynda-
gerð í Kaupmannahöfn.
mennings benda til þess að Sam-
fylkingin hafi mikinn meðbyr á
Vesturlandi og að félagshyggjufólk
eigi þess nú kost í fyrsta sinn að
verða forystuafl í kjördæminu.
I því sambandi er vert að rifja
upp niðurstöður kosninganna á
Vesturlandi fyrir fjóram ái-um. Þá
fengu félagshyggjuflokkarnir sam-
anlagt um 40 af hundraði atkvæð-
anna. Vegna sundrungar þeirra
fengu þessir flokkar þó aðeins einn
þingmann. Stjórnarflokkarnir
fengu alla fjóra kjördæmakjörnu
þingmennina en félagshyggjufólk
sat eftir með einn uppbótarþing-
mann. Samanlagt fylgið hefði hins
vegar nægt til þess að gera tals-
mann jöfnuðar og jafnréttis að
fyrsta þingmanni kjördæmisins og
tryggja okkur tvo kjördæmakjörna
fulltrúa á Alþingi. í þessu ljósi ætti
engan að undra sú ást sem stjórn-
arflokkarnir og þó einkum Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa fengið á
framboði fólks sem kennir sig við
vinstri stefnu og umhverfisvernd
en taldi sig ekki geta átt samleið
með Samfylkingunni.
Nú þegar kosningabaráttunni er
að ljúka skora ég á þá Vestlend-
inga sem aðhyllast jöfnuð og jafn-
rétti að beina nú krafti sínum í einn
farveg og brjótast til raunveru-
legra áhrifa í stjórnmálum. Það
gerum við aðeins með því að greiða
Samfylkingunni atkvæði okkar. Nú
er komið að því að breyta rétt!
Höfundiir leiðir listn Samfylkingar-
innar á Vesturlandi.
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 6f£
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra
IÐNAÐARMENN
Við upphaf þessa kjörtfmabils gengu þúsundir Islendinga um atvinnulausir,
ekki sfst iðnaðarmenn. Við framsóknarmenn lofuðum 12.000 nýjum störfum
fyrir aldamót og höfum staðið við það. íslenskir atvinnuvegir voru
f klakaböndum, fjárfesting Iftil og hagvöxtur enginn. Nú blómstra atvinnuvegir
og kaupmáttaraukning hefur hvergi orðið meiri.
A laugardaginn óskum við framsóknarmenn eftir þfnum stuðningi til að
halda áfram á sömu braut.
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík.
aðeins
fyrir konur
TMZEMC. framleiðir ekki bara venjuleg fjallahjól
heldur líka sérstakar útgáfur af hjólum fyrir konur á
öllum aldri með sérhönnuðum hnakk og stýri. Ævilöng
ábyrgð á stelli og gaffli.
mlar gotur síðan /925
Skeifunni H - Sími 588 9890 - Netfang orninn@mmedia.is Opið 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga
TMZEMC. COJrSHlFT. (4KLEIN CATEYE SUimnnD-
SLv