Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR Frambjóðendur lýstu afstöðu sinni til Kísiliðjunnar í Mývatnssveit Mikilvægl að óviss- unni Morgunblaðið/Kriftján FRAMBJÓÐENDUR ræða málin fyrir stjórnrnálafund í Skjólbrekku í Mývatnssveit í fyrrakvöld. Frá vinstri má sjá Pétur Bjarnason, Sam- fylkingu, Halldór Hermannsson, Fijálslynda flokknum, Steingrún J. Sigfússon, Vinstrihreyfingunni, Orlyg Hnefil Jónsson, Samfylkingu, Daníel Árnason, Framsóknarflokki, og Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóra í Mývatnssveit. LEIFUR Hallgrímsson, oddviti Skútustaðahrepps, sagði að íbúar sveitarinnai' væru nú nokkru nær um afstöðu stjórnmálaflokkanna til Kísiliðjunnar, en sveitarstjórn boð- aði fulltrúa þeirra á almennan fund í fyrrakvöld til að ræða ýmis hags- munamál sem snerta íbúana. Leifur sagði að Mývetningar litu svo á að þeir væru að kjósa um Kísil- iðjuna og framtíð hennar. Námaleyfi hennar í Ytri-Flóa rennur út árið 2010, en talið er að hráefni þar verði linni uppurið eftir 3-4 ár og verði þá sjálf- hætt fáist ekki leyfi til töku kísilgúrs í Syðri-Flóa. „Eg er sannfærður um að fram- gangsmáti málsins verði sá að ný ríkisstjóm og Alþingi sem kemur saman í haust taki á þessu máli. Það verður að ná úrslitum í þessu máli í vetur. Það þarf nokkurra ára undir- búning til að undirbúa útför Kísiliðj- unnai- verði sú ákvörðun tekin og eins þarf nokkurra ára undirbúning eigi ekki að loka verksmiðjunni. Óvissunni verður að linna, við getum ekki búið við þessa óvissu lengur, hvom veginn sem menn svo ákveða að fara,“ sagði Leifur. Hann sagði að Ytri-Flói væri orðin forarvilpa hefði kísilgúr ekki verið dælt upp úr honum síðustu 30 ár. Fuglatalning hafi leitt í ljós að fugli hefur ekki fækkað og þá benti Leifur á að mjög góð veiði hafi ver- ið í Ytri-Flóa síðustu ár. Þannig hefði verksmiðjan komið ýmsu já- kvæðu til leiðar. „Eg held okkur beri skylda til að líta til þess hvern- ig ástandið í Ytri-Flóa væri hefði Kísiliðjan ekki komið til. Það dett- ur engum í hug að gera,“ sagði Leifur. Vilji til að endurskoða lög um verndun Mývatns og Laxár Leifur sagðist ánægður með að vel hefði komið í ljós í máli frambjóð- enda vilji til að endurskoða lög um vemdun Mývatns og Laxár, en þau vom sett árið 1974. Fram kom hjá frambjóðendum að lögin væru barn síns tíma og önnur lög sem nýlega hefðu verið sett um náttúmvernd myndu að mestu leyti leysa þau af hólmi. „Við væntum þess að það verði auðsótt mál á næsta þingi að endurskoða þessi lög,“ sagði Leifur, en mikið hefur verið reynt síðustu ár án árangurs. Skömmu fyrir þinglok samþykkti Alþingi heimild til Landsvirkjunar um stækkun á rafstöðinni í Bjam- arflagi en það er Mývetningum hags- munamál. Flestir frambjóðenda lýstu sig fylgjandi stækkuninni, en í kjölfarið skapast möguleikar til að efla ferðaþjónustu í sveitinni. Skoðanakönnun Gallup Sjálfstæð- isflokkur- inn með 43,2% fylgi Sjálfstæðisflokkurinn fær 43,2% atkvæða samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Mjög litlar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna frá síðustu könnun Gallup, sem birt var í fyrradag. Samkvæmt könnuninni fær Framsóknarflokkur 18% fylgi, Sjálfstæðisflokkur 43,2%, Frjálslyndi flokkurinn 3,4%, Samfylkingin 27,3%, Vinstri- hreyfingin 7,9% og Húmanist- ar 0,2%. Aðrir flokkar fengu ekki fylgi í könnuninni. Þær breytingar sem orðið hafa á fylgi flokkanna era allar innan við eitt prósentustig og teljast því ekki marktækar. Könnunin var gerð dagana 3.-4. maí. Úrtakið var 1.000 manns af öllu landinu 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 71%. 16,5% voru óákveðin eða neit- uðu að svara og 4,2% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Morgunblaðið/Kristinn Fjölmenni á menningarhátíð UM FJÖGUR hundruð manns voru á menningarhá- tíð Samfylkingarinnar á Reykjanesi sem haldin var í nýja tónlistarhúsinu í Kópavogi í fyrrakvöld. Efstu menn á framboðslistanum fluttu stutt erindi og boð- ið var upp á ýmis skemmtiatriði, meðal annars söng Kristján Jóhannsson óperusöngvari. BARNASTOLARNIR VINSÆLU Þeir eru sterkir og fjaðra sjálfstætt undir baminu, með fjögurra punkta öryggisbelti og vandaðri fótavörn. Bandarískar og evrópskar öryggisviðurkenningar. Hraðlosunarbúnaður, sem passar á flest hjól. Bögglaberi óþarfur. Fyrir börn 0-25 kg. Verð frá kr. 5.464 stgr. Opið laugard. kl.10-16 orninnF* Skeifunni 11, sími 588 9890 SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍIVII 5 400 : • Istraktor Framdrifinn eða DUCATO Átta til fjórtán farþega Lág- eða háþekja Framdrifinn eða 4x4 Stcsrrl mcfitor - Mojrl búngður - Lœgra Nýr 2,8 dísil mótor, gerir Ducato að einstaklega viljugum gœðingi. Ducato er fyrir stc: Ducato er fyrir fer Ducato er bíll fyrir Bensín eða dísil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.