Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsmálaráðherra tilkynnir hvaða verkefni fá styrki úr starfsmenntasjóði Áhersla lögð á styrki til aldraðra í TILEFNI af ári aldraðra fá verk- efni tengd umönnun þeirra 7,8 millj- óna króna styrk úr starfsmennta- sjóði félagsmálaráðuneytisins, en auk þess veitir starfsmenntaráð tveimur milljónum til starfstengdra tölvunámskeiða til Landssamtaka eldri borgara. Petta var tilkynnt á blaðamannafundi í félagsmálaráðu- neytinu í gær. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði að umsóknir um styrki hefðu aldrei verið eins margar og nú og að mörg góð verkefni hefðu þurft að sitja á hakanum. Ails sóttu 77 umsækjendur um styi’ki vegna 245 verkefna að upphæð 277 millj- ónir króna. Alls voru veittar 55.750.000 króna úr sjóðnum í ár og skiptist upphæðin á milli 53 styrk- þega eða alls 103 verkefna. Gissur Pétursson, fulltrúi félags- málaráðherra í starfsmenntaráði, sagði að við úthlutun styrkjanna væri reynt að horfa til þeirra sem minnstan kost ættu á starfsmennt- un, þ.e. stéttir ófaglærðra. Styrkir til starfsmanna í ferðaþjónustu Sem fyrr segir er sérstök áhersla lögð á verkefni tengd öldruðum, en önnur verkefni sem fá styrk eru t.d. verkefni á vegum Fræðsluráðs hót- el- og matvælagreina, en þar er um að ræða námskeið fyrir stai’fsfólk í ferðaþjónustu og skyldum greinum, en 4,5 milljónir króna eru veittar í það verkefni. Mennt, samstarfsvett- vangur atvinnulífs og skóla, fær 2 milljónir til að stofnsetja upplýs- ingaveitu um starfstengt nám. Pá fær verkefni á vegum ASÍ og VSÍ um evrópskt samstarf um starfs- menntun 2 milljónir króna. Sjö manna starfsmenntaráð fer Morgunblaðið/Golli PALL Pétursson félagsmálaráðherra tilkynnti í gær hvaða verkefni fá styrki úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins, en í ár var lögð sérstök áhersla á styrki til aldraðra, í tilefni af ári aldraðra. með framkvæmdavaldið í starfs- menntasjóði, en ráðið er skipað full- trúum samtaka atvinnurekenda og launafólks og fulltrúa félagsmála- ráðuneytisins. Auk þess á mennta- málaráðherra áheyi’narfulltrúa í ráðinu. Ráðið leggur tillögur fyrir félagsmálaráðherra um verkefni sem því þykir verðug til að hljóta styrki, en ráðherra úthlutar þeim síðan formlega. Markmið ráðsins er að hvetja til aukinnar starfsmenntunar í at- vinnulífmu, með stuðningi við skipu- lega starfsmenntun og frumkvæði og mótun heildsu’stefnu á sviði starfsmenntunar. Ákveðið hefur verið að endur- skipuleggja starfshætti ráðsins en 2 milljónir króna verður veittar í það verkefni. Guðný Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi menntamálaráðu- neytisins, sagði að með fyrirhuguð- um breytingum væri m.a. verið að leita til breiðari hóps, skilgi-eina ákveðin þemu og markhópa og ekki hvað síst ná til þeirra starfsstétta sem hefðu fengið minnst hingað til. Undirskriftasöfnun gegn loftárásum HÓPUR sem kennir sig við „Neyð- amefnd gegn stríðinu" heldur því fram að loftárásir Nató á Balkanskaga brjóti í bága við al- þjóðalög og hafi í raun aukið á þau vandamál sem þeim var ætlað að hamla gegn. Hópurinn stendur nú fyrir söfnun undirskrifta á áskorun til ríkisstjórnar Islands um að beita sér fyrir því að árásunum verði hætt. I áskoruninni kemur m.a. fram að hópurinn telur loftárásirnar, auk þess að vera andstæðar alþjóðalög- um, hafa leitt til stóraukinna þjóð- ernishreinsana og að þær eyðileggi lýðræðisbaráttu innan Serbíu, gi’andi saklausum borgurum, eyði- leggi gífurleg verðmæti og torveldi sambúð þjóða á Balkanskaga i framtíðinni. Morgunblaðið/Ásdís ÞJÓÐARÁTAK gegn stríðinu á Balkanskaga kynnt. (F.h.) Elías Davfðsson tónskáld og séra Axel Árnason sóknarprestur. Ríkisstjórn íslands er hvött til að stuðla að því að loftárásunum verði hætt, að málið verði fengið í hendur Sameinuðu þjóðunum, að leitað verði friðsamlegra lausna, að skipuð verði óháð alþjóðleg rannsóknar- nefnd til að kanna ásakanir um al- varleg mannúðarbrot, að aðildarríki Nató hjálpi þjóðunum á Balkan- skaga við enduruppbyggingu og að þau veiti fórnarlömbum átakanna ótakmarkað landvistarleyfi, án til- lits til þjóðernis. Undirskriftarlistar og nánari upplýsingar fást hjá nefndarmönn- um: Axel Árnasyni sóknarpresti, Birnu Þórðardóttur blaðakonu, Birni Baldurssyni lögfræðingi, Ein- ari Ólafssyni rithöfundi og Elíasi Davíðssyni tónskáldi. Yefskráning á áskorun: www.abotinn.is/askorun. Dómur um villidýraveiðar í Frakklandi Tæpast fordæmis- gildi hér á landi JÓN Steínar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um að Frakkland hafi brotið gegn mannréttinda- sáttmála Evrópu með lögum um villidýi-aveiðar, hafi tæp- ast fordæmisgildi hér á landi hvað varðar þann þátt sem fjallar um skylduaðild að veiðifélögum. I dómnum kom fram að í lögunum væri ekki tekið nægilegt tillit til eignaréttar landeigenda né til réttar þeirra til að standa utan fé- laga. Skylduaðild veiðiréttar- eigenda að veiðifélögum Jón Steinar segir að það sem hugsanlega geti verið skylt þessu í íslenskum rétti séu ákvæði lax- og silungs- veiðilaga um skylduaðild veiðiréttareigenda að veiðifé- lögum. „Það er hins vegar meira og nauðsynlegra samhengi milli nýtingar veiðarinnar milli staða í ánni en er á landi þar sem er verið að veiða villt dýr. Fiskurinn gengur upp ána sem getur legið yfir margar jarðir. Aðstæðurnar eru að því leyti frábrugnar. Mér finnst dómmúnn vera mjög at- hyglisverður að þvi er snertir hugleiðingar um aðild að veiðifélögum þótt mér sýnist hann áreiðanlega ekki hafa beint fordæmisgildi fyrir það. Með því er ég ekki að segja að það fyrirkomulag standist. Mér fínnst hins vegar munur- inn sá að líklegra sé að ís- lenska íyrirkomulagið um veiðiár standist fremur en frönsku lögin,“ segir Jón Steinar. Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins gagnrýna störf framkvæmdastjóra Starfsmenn Ut- varps óánægðir ÓÁNÆGJA er meðal starfsmanna Ríkisút- vai-psins með starfsaðferðir framkvæmda- stjóra Utvarpsins. Þetta kom berlega í ljós á starfsmannafundi, sem haldinn var í Ut- varpshúsinu í síðustu viku, en um 80 til 100 manns sóttu fundinn. Á fundinum var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Fundur Starfsmanna- samtaka Ríkisútvarpsins lýsir yfir fullri van- þóknun á starfsaðferðum framkvæmda- stjóra Utvarpsins, hvað varðar breytingar á dagskrá og áferð Ríkisútvarpsins. Fundur- inn krefst þess að fyrirhugaðar breytingar á starfi þula, þáttagerðarmanna og fleiri starfsmanna verði afturkallaðar, og rætt verði við starfsmenn og haft samráð um hagræðingu og fyrirkomulag dagskráa Út- varpsins." Ekki geðþóttaákvörðun Halldóra Ingvadóttir, framkvæmdastjóri Útvarpsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að um beinharðar rekstrarákvarðanir væri að ræða, en ekki geðþóttaákvarðanir, eins og sumir vildu meina. Hún sagði að ekki væri ráðgert að afturkalla breytingarnar á vinnu- skipulaginu, sem hún sagði að hefði átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu. Gissur Pétursson, hjá útvarpsráði, sat fund SSR í síðustu viku. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann legðist ekki gegn hagræðingu og bættum rekstri en að sh'kt yrði þó að gera í eins mikilli sátt við um- hvei’fið og starfsfólkið og mögulegt væri. „Það er mín skoðun að þetta mál hafi verið klaufalega unnið,“ sagði Gissur. Jón Ásgeir Sigurðsson, formaður SSR, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri heil brú í þeim skipulagsbreytingum sem ættu sér stað innan Útvarpsins. Hann sagði að rekja mætti óánægju starfsmanna í meginatriðum til mjög svo óljósra dagskrár- breytinga og fyrirhugaðra breytinga á starf- semi þula, sem hann telur í raun ekki neina hagræðingu því í raun sé verið að fjölga stöðugildum úr 5 í 5,5. Hann sagði að Einari Emi Stefánssyni þuli hefði m.a. verið neitað um framlengingu á samningi sínum sem hon- um hefði verið lofað þegar hann skrifaði und- ir árssamning við Útvarpið fyrir um ári. Halldóra sagði hins vegar að Einar hefði vilyrði fyrir samningi fram á haust. Þá sagði hún að í raun væri ekki um neinar dagskrár- breytingar að ræða aðrar en þær að nýr aðili tæki við morgunþætti Rásar 1. Fyrir um tveimur vikum var starfsmönn- um Útvarps tilkynnt að ráðinn hefði verið nýr starfsmaður, Vilhelm G. Kristinsson, til að lesa hádegisfréttir og sjá um morgunþátt. Jóni Ásgeiri finnst undarlegt að Vilhelm skuli vera ráðinn sem starfsmaður fram- kvæmdastjóra en ekki menningardeildar eins og aðrir þulir. Þá mun Vilhelm hafa að- stoðarmann og það skýrir fjölgun stöðugilda, sagði Jón Ásgeir. Halldóra sagði það misskilning að Vilhelm væri ráðinn sem starfsmaður framkvæmda- stjóra, hún sagði að vegna þess að aðalstarf hans yrði umsjón morgunþáttar yrði hann starfsmaður tónlistardeildar, en ekki fram- kvæmdastjóra eða menningardeildar eins og þulir. Jón Ásgeir sagðist alls ekkert hafa út á Vilhelm að setja persónulega, enda snerist umræðan ekki um persónu hans eða hæfni, heldur starfshætti framkvæmdastjóra. Jóni Ásgeiri fannst að sjálfsagt hefði verið að reyna fyrst að fá fastan starfsmann til að taka við því starfi, sem Vilhelm var ráðinn í, og þá fannst honum það afar slök vinnubrögð hversu seint starfsmönnum var tilkynnt að nýr starfsmaður hefði verið ráðinn, en hann sagði að búið hefði verið að ganga frá samn- ingi við Vilhelm í desember á síðasta ári. Vilhelm, sem nú hefur hætt störfum hjá Sambandi íslenskra bankamanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt sænningi hefði hann átt að hefja störf hjá Útvarpinu hinn 3. maí síðastliðinn. Hann sagði að í ljósi þess óróa, sem væri búinn að vera á Útvarpinu, hefði hann áskilið sér rétt til þess að bíða og sjá til hvort eða hvenær hann hæfi störf. Þegar Vilhelm mætti ekki til vinnu, sagði Jón Ásgeir að ný staða hefði skapast í málinu og því hefðu starfsmannasamtökin óskað eft- ir fundi með yfirstjórn Útvarpsins, en að þeirri ósk hefði verið hafnað. Þulur sagði upp störfum I kjölfar deilnanna hefur Stefanía Val- geirsdóttir útvarpsþulur sagt upp störfum og sagði Jón Ásgeir það bera vitni um hversu alvariegt málið væri. Stefanía, sem hefur unnið hjá Útvarpinu í 12 ár, sagði í samtali við Morgunblaðið að breytingar á vaktakerfi þula og þá staðreynd að nýr maður hefði ver- ið ráðinn til að lesa hádegisfréttir án þess að samráð hefði verið haft við þuli eða þeim boðið starfið, hefði leitt til uppsagnar henn- ar. Hún sagðist hafa frétt af ráðningu Vil- helms um miðjan aprfl og að það hefði í raun gert útslagið. Hún sagði að ný vaktatafla hefði í för með sér breyttan vinnutíma, þ.e. aukna helgarvinnu, og lakari kjör og að það væri eitthvað sem hún gæti ekki sætt sig við. Stefanía sagðist ósátt og því hefði hún ákveð- ið að nota „tækifærið" núna til þessa að hætta og snúa sér að einhverju öðru, en upp- sagnarfrestur hennar rennur út 1. ágúst. Halldóra Ingvadóttir sagði að búið væri að ræða lítillega við þuli um nýtt vaktakerfi, en að enn væri eftir að ræða útfærsluna í smá- ati’iðum. Hún sagði að nýju vaktakeríi yrði síðan komið á með mánaðarfyrirvara, eins og gert væri ráð fyrir í samningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.