Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 53 UMRÆÐAN Stj órnarskrár- varin atvinnu- réttindi Sunnlendinga UM ALDARAÐIR hafa Sunnlendingar sótt sjóinn af kappi þrátt fyrir hafnlausar strendur héraðsins. Arvissar fiskigöngur á vetrarvertíðum bættu upp búhokur sveitanna og smábýl- anna og gerðu lands- hlutann byggilegan. Menn hrintu áraskip- unum á flot úr vörum eða fjörusandi og settu í róðrarlok. Hafið tók sinn toll í skipum og mannlífum. Þann toll greiddu menn í baráttu um brauðið handa sér og sínum. Sem dæmi um sjósóknina má nefna að á vertíðinni 1916 reru um 30 skip frá Þorlákshöfn, eða á fimmta hundrað manns. Era þá aðrar verstöðvar á suðurströndinni ótaldar, allt frá Herdísarvík í vestri til Víkur í Mýrdal í austri. Þessum áraskipa- útvegi lauk um 1930. Sunnlendingar áttu sitt athafna- skáld og um miðja öldina er skrið- ur kominn á gerð hafskipabryggju í Þorlákshöfn, sem veitti nokkram smáum vertíðarbátum takmarkað skjól, þar sem þeir lágu við festar. Jafnframt var stofnað útgerðarfé- lagið Meitillinn hf. Hófst þá einnig myndun byggðar þar sem 12-1400 manns hafa nú búsetu. Utgerðin óx og dafnaði og byggðin að sama skapi enda fóra nú fleiri af stað með útgerð og fiskvinnslu sem Sunnlendingar í atvinnuleit nýttu sér í auknum mæli. Góð fiskihöfn var svo loks fullgerð 1976 og brá á Ölfusá miklu síðar, sem tengdi Eyrarbakka og Stokkseyri hinni nýjp lífhöfn. A þessum árum var Þorlákshöfn í röð stærstu löndunarhafna lands- ins í bolfiski, og framleiðsla í fryst- um og söltuðum afurðum strand- byggðanna þriggja, með því mesta á landsvísu miðað við íbúafjölda, og verðug sneið af heildarútflutningi landsmanna í sjávarvöru. Vertíðarbáturinn er að hverfa úr útgerð nútímans. Hann var at- vinnutækið, sem byggði upp blóm- legar sjávarbyggðir vítt um land, ekki síst á Suðurlandi, vegna langvarandi hafnleysis. Hann sá landvinnslunni fyrir vertíðarafla á vetram, síld og humri að sumarlagi og stundaði línu- og togveiðar að hausti. Kjarni áhafnar var skipaður heimamönnum viðkomandi byggð- arlags. Nýliðun var auðveld og eðlileg á skipunum. I góðæri voru tekjur áhafnar drjúgar og styrktu viðkomandi heimabyggðir. Hver vill skipta á stórum hópi vel stæðra einstaklinga og 2-4 sægreifum með vinnukonuútsvar? Fiskvinnslan þróaðist í takt við tímann og veitti konum og körlum oftast næga atvinnu, sem kom sér vel þegar menn reistu sér heimili í heimabyggð. Islenskur sjávarát- vegur býr við sveiflukennd skilyrði og stundum sló í baksegl í veiðum og vinnslu, og mun svo ætíð verða í þessari atvinnugrein. Þungir veltu- skattar og aðstöðugjöld sliguðu mörg fyrirtæki og einstaklinga. Miklir fjármunir fóru í endurnýjun flotans og byggingu fiskiðjuvera. Stjórnvöld ráku núll- stefnu lengi vel og arð- ur af umsvifum í grein- inni var illa þokkaður. Nú era breyttir og betri tímar hjá nýfrjáls- hyggjunni og mörg stórfýrirtæki í sjávar- útvegi nánast stikkfrí í skattamálum. Engu síður stóð sjáv- arátvegurinn undir mestu framfóram, sem þjóðinni hefur hlotnast, á seinni helmingi aldar- innar og lagði granninn að efnalegri velferð hennar. Nú era 15 ár liðin frá setningu fiskveiðistjórnunarlaga og úthlutun kvóta á hvert skip samkvæmt veiðireynslu. Þessi Kvótinn Auðunninn sigur er ekki í sjónmáli, segir Benedikt Thorarensen, en baráttan mun skila sigri innan tíðar. frjálsræðissvipting var nauðvörn stjómvalda vegna bágrar stöðu fískistofna. Almennt má telja að Sunnlendingar hafi farið með skarðan hlut frá borði í þessum uppskiptum, einkum í þorski. Ver- tíðarbáturinn þó sérstaklega, vegna sífellds niðurskurðar þorskaflaheimilda allt fram á þenn- an áratug. Bátaflotanum smá- blæddi því út, hafði ekki rekstrar- grandvöll. Ýsu- og ufsaheimildir hans vora ofmetnar og urðu að pappírsfiski í miklum mæli. Hu- markvóti var reiknaður til frá- dráttar þorskafla bátsins. Fleira kom þó til. Bátaflotinn átti ekki lengur málsvara í sínum eigin sam- tökum. LIU foi-ystan var löngu hætt að berjast fyrir rétti þeirra. Þar á bæ einbeittu menn sér að hagsmunagæslu stórátgerða og vinnsluskipa, þ.e. hinu ríkisvernd- aða sérréttindakerfi. Stórátgerð- irnar sölsuðu undir sig aflaheimild- ir bátaflotans í krafti auðs og að- stöðu, sem stigmagnast hefur frá setningu laga nr. 38 frá 1990 um frjálst framsal aflaheimilda. Nær væri þó að kalla þessa lagasetningu ólög vegna þeirrar ósvinnu að ragla saman eignar- og afnotarétti í stærsta hagsmunamáli þjóðarinn- ar. Sjávarátvegsráðherra sagði í blaðaviðtali fyrir nokkrum áram að nóg væri komið af vinnsluskipum í bili. Aldrei heyi’ðist meir um þessi ummæli hans og hefur honum ef- laust verið sagt að þegja. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja, að sjóvinnsluskipin njóti að lágmarki 20% betri kjara í skattalegu og kvótalegu tilliti held- ur en landvinnsla og útgerð henni tengd. Varla eða ekki berast fréttir af þeim skussa sem ekki græðir á vinnsluskipi, með því sjálfdæmi sem slík vinnsla býður upp á. Stjórnvöld hafa hins vegar viljandi eða óviljandi gleymt að kynna þessa sjóvinnslustefnu íýrir þjóð- Benedikt Thorarensen Fréttir á Netinu vóí> mbl.is ALLTAf= errTHXSAÐ l\IÝT~l inni og bera því ábyrgð á afleiðing- unum. Suðurland hefur á síðustu árum misst stóran hluta af aflaheimild- um sínum og á það nú undir geð- þótta sægreifanna hvort fiskur er unninn á svæðinu að einhverju gagni. Allt er þetta tilkomið vegna núverandi fiskveiðistjórnar t.d. þegar eigendur Meitilsins keyptu köttinn í sekknum með kaupum sínum á Vinnslustöðinni, sem var gjaldþrota fyrirtæki, meðan Meit- illinn hafði skilað góðum hagnaði ‘94 og ‘95. Þar með misstu Sunn- lendingar og Þorlákshöfn öll yfir- ráð yfir milli 4 og 5 þúsund þorskígildum, sem félagið hafði áunnið sér með þátttöku sjómanna sinna og fiskverkafólks. Þannig virkar núverandi kerfi, til byggða- flótta af landsbyggðinni til óþurftar bæði dreifbýlis og þéttbýlis. Eitt af aírekum LÍU-furstanna og ráðherra var atlaga að gamla, góða Fiskifélagi Islands, málsvara dreifðra byggða um sjávarátvegs- mál. Ráðherra svipti félagið verk- efnum, sem það gat þó unnið betur og ódýrar en aðrir. LIU þoldi ekki þær gagnrýnisraddir, sem fram komu í ályktunum Fiskiþings. Raunveraleg slit þess félags fóru fram þann 30/3 1998. Þorsteinn Pálsson hefur lýst því yfii’ á fund- um, að enginn sjávarátvegsráð- herra muni voga sér að breyta staf- krók í núverandi fiskveiðastjórnar- kerfi í framtíðinni. Allah sé með oss. Það var því tímabært og lofs- vert framtak Sverris Hermanns- sonar og félaga hans að stofna Frjálslynda flokkinn til baráttu við ranglætis- og landeyðingarstefnu kvótaflokkanna. Auðunninn sigur er ekki í sjónmáli, en baráttan mun skila sigri innan tíðar. Andóf Frjálslyndra hefur þegar vakið sterk viðbrögð þjóðarinnar og neytt foi-ystumenn kvótaflokkanna til yfirlýsinga um nauðsyn þjóðar- sáttar í málinu. Sunnlendingar til sjávar og sveita: Núverandi kerfi er á góðri leið með að svipta okkur dýrmæt- um atvinnuréttindum. Við megum ekki við því. Varla þökkum við kvótaflokkunum fyrir atlögu að at- vinnuöryggi okkar og mannrétt- indum. Varla þökkum við þeim fýr- ir að gera húseignir okkar verð- lausar og svipta okkur þeim lífeyri sem við byggðum upp undir frjáls- ræði undanfarinna áratuga. Styðj- um F-listann og kjósum Eggert Haukdal. Höfundur skipnr 11. sæti á lista Frjálslynda flokksins á Suðurlandi. Milljarður til forvarna Framsóknarflokk- urinn hefur í kosn- ingabaráttunni lofað milljarði á næsta kjör- tímabili til forvarna í vímuefnamálum. Ekk- ert hefur verið minnst á íþróttahreyfinguna þegar rætt er um út- hlutun þessara pen- inga. Þó ætti öllum að vera kunnugt um for- varnargildi íþrótta. Fræg rannsókn pró- fessors Þórólfs Þór- lindssonar hefur sýnt fram á að mun minni líkur eru á notkun fíkniefna hjá þeim sem stunda íþróttir og að þeir sem stunda íþróttir sýna betri árangur í skóla. Eins og staðan er í dag fá félög og íþróttabandalög í hverju héraði fjárframlög frá viðkomandi sveit- arfélögum, mismikið þó eftir því hversu mikinn skilning viðkomandi sveitarfélag hefur á íþróttastarf- inu. Jafnframt fá félögin og banda- lögin styrki frá Lottóinu og ís- lenskum getraunum. Sérsambönd sem starfa á landsvísu heyra undir ríkisvaldið og ættu að fá styrki þaðan. Raunin er hinsvegar sú að ríkisvaldið leggur ekki fram krónu til rekstrar sérsambanda. Sérsam- böndin fá hluta af hagnaði lottós- ins og eru það einu föstu tekjur þeirra. Hjá stærri samböndunum innan ISI eru tekjur af Lottóinu frá 1%-13% af heildarvéltu sam- bandanna. Afgangurinn er fjár- magnaður með eigin fjáröflunum. Enda er það svo að stór hluti af vinnu starfsmanna og stjórnar- manna sérsambanda fer í að afla fjár í stað þess að eyða tímanum í íþróttastarfið sjálft. Slíkt fjáröfl- unarstarf verður sífellt eifiðara, sérstaklega eftir að ríkisstyrktar menningarstofnanir og Reykjavík- urborg sjálf era í auknum mæli farnar að leita sér að styi-ktaraðil- um. Enn sem komið er nýtur þó íþróttahreyfingin velvildar hjá for- ystumönnum í atvinnulífinu. Allir vita að stór þáttur í að fá börn og unglinga til að stunda íþróttir er afreksmennirnir. Af- reksmenn draga vagninn. Nýjasta dæmið er Vala Flosa- dóttir og frábær ár- angur hennar. Það era sérsamböndin sem skapa afreksmönnun- um verkefni og bei’a af þeim verulegan kostn- að. Það að komast í unglingalandslið verk- ar hvetjandi á ung- linga og smitar út frá sér. Það era sérsam- böndin sem bera kostnað af því starfi. Slíkt starf skapar grundvöll fyrir kom- andi afreksmenn þess- arar þjóðar, fyrir- myndirnar sem börn og unglingar eiga eftir að líta upp til. Það er á ábyrgð sérsamband- anna að gefa út fræðsluefni fyrir Iþróttastarf Það er kominn tími til þess, segir Pétur Hrafn Sigurðsson, að ríkisvaldið viðurkenni skyldur sínar gagnvart sérsamböndunum inn- an ÍSÍ. íþróttagrein sína. Slíkt fræðsluefni er nýtt á íþróttabrautum fram- haldsskólanna. Engir styrkir fást frá ríkisvaldinu til slíkrar útgáfu. Það dugar ekki lengur að stjórn- málamenn komi færandi hendi með blómvendi eftir að íþrótta- menn hafa náð frábærum árangri í íþrótt sinni. Það er kominn tími til að ríkisvaldið viðurkenni skyldur sínar gagnvart sérsamböndunum innan ISI. Ríkisvaldið hefur setið eftir í þessum málum. Þeir era margir sem hafa áhuga á að vita hvort Framsóknarflokkurinn og aðrir þeir sem bjóða fram í þessum kosningum eru tilbúnir til að láta 100 milljónir af þessum milljarði renna til sérsambanda ISI og ti-yggja þannig forvarnarstarf íþróttahreyfingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri KKÍ. Pétur Hrafn Sig- urðsson AÐALFUNDUR Fimmtudaginn 20. maí 1999, kl. 17:15 í húsnæði íslandsbanka við Kirkjusand, 5. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum sjóðsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál. Þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar á samþykktum sjóðsins miða að því að aðlaga samþykktir sjóðsins lífeyrissjóðalögunum frá 1997 og reglugerðum sem hafa verið settar í kjölfar laganna. Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og geta sjóðfélagar nálgast þær þar eða fengið þær sendar í pósti. Einnig er hægt að nálgast samþykktirnar á vefnum á slóðinni www.vib.is undir lífeyrismál. Sjóðfélagar eru hvattir til að mceta á aðalfundinnl Boðið verður upp á kaffiveitingar. LÍFEYRIS- SJÓÐUR arkitekta og tæknifræoinga Kirkjusandur, 155 Reykjavík Sími: 588-9170 Myndsendir: 560-8910. Rekstraraðili: VlB Sími: 560 8900 Netfang: vib@vib.is Veffang: www.vib.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.