Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 35 LISTIR Nýráðnir stjórnendur fslensku óperunnar Morgunblaðið/Amaldur GERRIT Schuil, nýráðinn listrænn stjórnandi og aðalliljómsveif arstjóri fslensku óperunnar, og Bjarni Daníelsson, nýráðinn framkvæmdastjóri, á spjalli við Garðar Cortes, fráfarandi óperustjóra. Skemmtileg og ögrandi verkefni framundan NÝRÁÐNIR stjórnendur ís- lensku óperunnar fagna þeirri skipulagsbreytingu sem felur í sér að í stað þess að einn óperustjóri fari með alla yfirstjórn óperunnar séu ráðnir tveir stjórnendur; framkvæmdastjóri _ og listrænn stjórnandi. Stjórn Islensku óper- unnar gi’eindi frá því sl. föstudag að ákveðið hefði verið að ráða Bjarna Daníelsson í starf fram- kvæmdastjóra og Gerrit Schuil í starf listræns stjórnanda og aðal- hljþmsveitarstjóra. í stuttu samtali við Morgunblað- ið hugðu þeir báðir gott til sam- starfsins og sögðust hlakka mjög til að takast á við verkefnin framundan. Báðir eru þeir störfum hlaðnir á öðrum vettvangi og þurfa að ljúka þeim en Gerrit gerir ráð fyrir að mæta óskiptur til starfa 1. júlí nk. og Bjarni 1. október. Garð- ar Cortes, fráfarandi óperustjóri, sagði aðspurður að sér þættu þess- ar skipulagsbreytingar eingöngu af hinu góða. „Þetta eru góðir strákar sem koma í minn stað,“ segir hann. Þó að hann verði áfram í stjóm Óperunnar segist Garðar ekki ætla að verða þar eins og grár köttur en þeir Gerrit og Bjami muni hins vegar eiga að honum greiðan aðgang hvenær sem er. Gerrit segir of snemmt að gefa stórar yfiriýsingar um breytingar á listrænni stefnu og verkefnavali íslensku ópemnnar. Slíkt taki eðlilega sinn tíma og sé einnig háð því fjármagni sem til umráða sé hverju sinni. Islendingar eru fyrst og fremst syngjandi þjóð“ Bjarni tekur undir það með Gerrit að á þessari stundu sé best að segja sem minnst um breyttar áherslur en er á því að viðfangs- efnin framundan verði skemmtileg og ögrandi og möguleikarnir margir. „íslenska óperan stendur á vissum krossgötum og það mun reyna á það á næstunni hvert hlut- verk hennar verður, hvort hún öðl- ast fastan sess í reykvísku menn- ingarlífi. Auðvitað eru margir möguleikar sem verður að skoða og það sem við munum byggja á er sá áhugi og velvilji sem óperan nýtur eftir tuttugu ára brautryðj- andastarf. Mér heyrist að menn hafi áhuga á framtíð óperunnar og margir vilji leggja henni gott lið,“ segir hann. Gerrit kveðst vilja koma á sam- starfi við hinn mikla fjölda góðra söngvara sem starfandi eru hér á landi, auk þess sem hann vonast til þess að fá tækifæri til að fá „alla þá frábæru söngvara íslenska sem núna starfa erlendis til þess að koma heim og syngja fyiúr okkur. Ég veit að þá langar til þess og áheyrendur hlakka til að heyra í þeim. Allt er þetta fólk sem er á samningi við óperuhús víða um heim, svo þetta er spurning um skipulag langt fram í tímann. Það á eftir að taka okkur nokkur ár að sýna fólki hvað við stöndum fyrir“, segir hann og nefnir árið 2002 í því sambandi. Gerrit hefur orð á því hve mikið sé af hæfileikafólki á sviði sönglistar á íslandi. „íslend- ingar eru fyrst og fremst syngj- andi þjóð,“ segir hann. „Við flytj- um út söngvara í stórum stíl en það verður líka gaman að fá tæki- færi til að fá þetta fólk hingað heim og auðvitað einnig að fá er- lenda gestasöngvara hingað. Það er jú mikilvægt að áhrifin séu gagnkvæm," heldur hann áfram. Stemmning rýmisins í Ingólfsstræti 8 SÝNING á verkum Finnboga Péturssonar verður opnuð í Galleru Ingólfsstræti 8 í dag, fímmtudag, kl. 17. Hann hefur skapað sér sér- stöðu innan íslenskrar samtímalistar með verk- um sínum sem hafa vak- ið töluverða athygli er- lendis, segir í fréttatil- kynningu frá gallerunu. Finnbogi er að fást við grunnform hljóð- bylgjunnar á þessari sýningu. Verk hans eru unnin með stemmningu rýmisins í huga og notar hann hátalara, álplötur og rafmagn. Finnbogi er þátttakandi í stórri alþjóðlegri samtímalista- sýningu í Sete í Frakklandi og opnar ásamt Rögnu Róbertsdótt- ur og Kristjáni Guðmundssyni sýningu í Galleri Artek í Helsinki 12. maí næstkomandi. Auk þess tekur hann þátt í sýningu ásamt Tony Cragg, Ulf Roloff og Rögnu Róbertsdóttur í Galleri Stefan Anderson, Umeá í Svíþjóð, í byrj- un júní. Verk Finnboga vöktu athygli á listamessunni í Madrid og Stokk- hóhni fyrr á þessu ári, í fram- haldi af því hafa honum borist fjöltnörg sýningartilboð. Sýningin í i8 er opin fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14-18. Myndverk á Stokkseyri í NÁVIST náttúrunnar er yfirskrift sýningar Þórgunnar Jónsdóttur, ljóðskálds, sem opnuð verður í kaffi- húsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri á morgun, sunnudag. Á sýningunni eru myndverk unnin með vatnslitum á rekavið af ströndinni á Stokkseyri og Eyrarbakka, auk steina víðsveg- ar af landinu. Þetta er fyrsta einkasýning Þór- gunnar. Áður tók hún þátt í samsýn- ingu í Listasafni Árnesinga á Sel- fossi 1997. Þórgunnur er fædd í Reykjavík 22. desember 1948. Eftir stúdents- Söngnema- tónleikar í Fríkirkjunni VORTÓNLEIKAR söngnemenda Estherar Helgu Guðmundsdóttur verða í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Flutt verða ýmis innlend og er- lend sönglög undir stjórn Estherar Helgu Guðmundsdóttur. próf var hún um tíma í Myndlista- og handíðaskóla íslands, stundaði síðan nám í frönskum bókmenntum við Háskóla Islands, og naut jafnframt einkakennslu hjá Barböru Ámsson listmálara. Þórgunnur dvaldi um níu ára skeið í Kaliforníu þar sem hún vann fyrir Joint Publications Rese- arch Service. Ljóðabók hennar „The Wheel of Time“ kom út hjá Janus forlaginu í London 1997 og barna- bókin Helga og hunangsflugan hjá Máli og Menningu 1992. Sýningin á Stokkseyri stendur til 7. júní. Súrefnisvörur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14-18 í Breiðholts Apóteki, Mjódd og Lyfjabúð Hagkaups, Mosfellsbæ. ■ Kynningarafsláttur - Vilt þú okkur á lcjörclag samhent vinnum við sigur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík óskar eftir sjálfboðaliðum til margvíslegra starfa á kjördag, laugadaginn 8. maí. 7 Þeir sem eru reiðubúnirtil þess að rétta fram hjálparhönd eru beðnir um að hafa samband við hverfaskrifstofurnar, Kosningamiðstöðina Skipholti 19 í síma 5626353 / 5626518 eða skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 5151700. Akstur á kjördag - getur þú verið á bíl? ÁRAIMGU R/jTO’ALLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.