Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 71
MINNINGAR
ELIN
ÞORGILSDÓTTIR
+ Elín Þorgils-
dóttir fæddist í
Bolungarvík 24.
janúar 1932. Hún
andaðist 26. apríl
síðastliðinn á heim-
ili ddttur sinnar og
tengdasonar í Vík í
Mýrdal. Foreldrar
hennar voni Þorgils
Guðmundsson, sjó-
maður, f. 7. apríl
1898 á Gnmdum í
Bolungarvík, d. 6.
febrúar 1985, og
kona hans Katrín
Sigurðardóttir, f.
30. desember 1895 á Ljótarstöð-
um í Skaftártungu í Vestur-
Skaftafellssýslu, d. 21. ágúst
1975. Elín var yngst 5 systkina:
Guðmundur Janus (lést í
bernsku) f. 5. ágúst 1922, d. 5.
sept. 1924; Kristján, f. 8. mars
1924, d. 13. nóvember 1989,
kvæntur Sæunni Guðjónsdótt-
ur, f. 25. nóvember 1925; Mar-
grét, f. 12. apríl 1925, gift Þor-
keli Jónssyni, f. 8. júlí 1917, d.
15. nóvember 1976; Sigurþór, f.
30. mars 1928, kvæntur Jónínu
Jóhannsdóttur, f. 23. maí 1930.
Elín ólst upp í Bolungarvík.
Elín vann við verslunar- og
skrifstofustörf í Reykjavík þar
til hún giftist í háskólabænum
Durham á Englandi 16. apríl
1955 Þorbergi Kristjánssyni,
sóknarpresti í Bolungarvík sem
Látin er um aldur fram, heiðurs-
konan Elín Þorgilsdóttir, fyrrver-
andi prestsfrú í Kópavogi. Eg und-
irrituð átti því láni að fagna að
kynnast henni og manni hennar,
séra Þorbergi Kristjánssyni, sókn-
arpresti Digi-anessafnaðar, nokkuð
náið og öðlast vináttu þein-a, sem
var mér afar kær og mikils virði.
Þau hjónin stóðu fyrir stofnun
safnaðarfélags árið 1975 er hlaut
nafnið Kirkjufélag Digranespresta-
kalls. Frú Elín átti stóran þátt í
mótun þess félags og hafði frum-
kvæði að mörgum merkum og mik-
ilvægum málum, sem félagið hefur
staðið fyrir. Hún var formaður fé-
lagsins frá árinu 1987 til ársins
1995 eða þar til maður hennar lét af
störfum sem sóknarprestur Digra-
nessafnaðar. Það var lærdómsríkt
og þroskandi að starfa í þessum fé-
lagsskap, því öll störf þein-a hjóna
einkenndust af vandvirkni og voru
allar samverustundir undfr forystu
þeirra með hátíða- og virðuleika-
blæ. Voru þeim þökkuð leiðtoga-
störfin með því að gera þau að heið-
ursfélögum Kirkjufélagsins. Það
vakti athygli á fræðslu- og
skemmtifundum félagsins hversu
góða framsetningu frú Elín hafði,
er hún flutti heilu ljóðabálkana ut-
an bókar, svo unum var á að hlýða.
Frú Elín var listhneigð og mikil
hannyi’ðakona. Sem dæmi um það
má nefna altarisdúk er hún saum-
aði og færði Digraneskirkju að gjöf
sem prýðir nú altari kirkjunnar,
einnig er altarisdúkur unninn af
henni sem gjöf í kapellu hjúkrunar-
heimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi.
Hún var mikil ræktunarkona og
blómaunnandi eins og heimili henn-
ar og umhverfi þess ber vitni um.
Eg minnist ófárra ilmandi rósa,
sem hún færði til mín úr garði sín-
um, mér til gleði og huggunar á erf-
iðum stundum.
■XIIIXIXXXIIIH
H
H
Erfisdrykkjur jj
var þar við fram-
haldsnám. Foreldr-
ar hans voru Krist-
ján Ólafsson, bóndi
á Geirastöðum, f.
17. júní 1887, d. 14.
maí 1969 og kona
hans Ingveldur
Guðmundsdóttir, f.
3. nóvember 1893,
d. 17. júní 1992.
Elín og Þorbergur
eignuðust fimm
börn: 1) sveinbarn f.
13. janúar 1956, lést
13. janúar 1956. 2)
Kristján Asgeir,
Iögmaður í Reykjavík, f.
30.mars 1957, kvæntur Hrönn
Óskarsdóttur. Þau eiga þrjá
syni; 1. Róbert Marel, 2. Óskar,
3. Þorberg Ingva. 3) Helga,
hjúkrunarfræðingur í Vík í
Mýrdal, f. 26.7. 1959 gift Sigur-
geir Má Jenssyni, lækni í Vík,
og eiga þau fjögur börn; 1.
Harpa Elín Haraldsdóttir, 2.
Þorbergur Atli, 3. Margrét
Lilja, 4. Ingveldur Anna. 4) Sig-
urbjörn Arsæll, lögmaður í
Reykjavík, f. 28. desember
1964, kvæntur Helgu Loftsdótt-
ur, lögmanni. Þau eiga 2 börn,
tvíburana Elínu Sóleyju og
Markús Frey. 5) Þorgils Hlynur,
guðfræðingur, f. 17.3. 1971, nú
nemi í Kennaraháskóla íslands.
Útför Elínar hefur farið fram.
Frú Elín var glæsileg kona,
virðuleiki í fari hennar og fram-
göngu var eftirtektarverður. Hún
var trúuð kona og eflaust hefur
sannfærandi trúarstyi-kur hennar
létt henni baráttuna í stríðinu
stóra, sem engum er fært að vinna
þegar kallið kemur. Eg kveð frú
Elínu Þorgilsdóttur með söknuði,
þakklæti og virðingu. Börnum
hennar, tengdabörnum, barnabörn-
um og öllum, sem þótti vænt um
hana, votta ég mína dýpstu samúð.
Guð blessi minningu heiðurs-
hjónanna, frú Elínar Þorgilsdóttur
og séra Þorbergs Kristjánssonar.
Guðlaug Einarsdóttir.
Elín Þorgilsdóttir er látin eftfr
erfið veikindi. Hún var fædd í Bol-
ungai-vík og átti þar sín æsku- og
uppvaxtarár. Að lokinni hefðbund-
inni skólagöngu þess tíma var hún
við nám í húsmæðraskóla á ísafirði
og í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Elín starfaði síðan að námi loknu
við verslunar- og skrifstofustörf í
Reykjavík þar til hún giftist séra
Þorbergi Kristjánssyni sóknar-
presti í Bolungarvík en hann var þá
við framhaldsnám í Englandi og
þar fór hjónavígslan fram.
Elín og séra Þorbergur byrjuðu
að búa vestur í Bolungaivík, á
æskuslóðum beggja. Þar fannst
Elínu gott að búa og njóta samvista
við frændfólk og vini og þar átti
hún að eigin sögn sín bestu ár. Hún
studdi mann sinn sem best hún gat
í hans krefjandi og mikilvæga starfi
og hún tók virkan þátt í félagsmál-
um í Bolungarvík. Elín var í stjórn
kvenfélagsins Brautarinnar í
heimabyggð sinni og beitti sér þar
m.a. fyrir stofnun kirkjunefndar
innan félagsins. Kirkjunefndin
studdi við kirkjustarfið á ýmsan
hátt, beitti sér fýrir fjársöfnunum
og færði kirkjunni dýrmætar gjafir.
Kirkjunefnd kvenfélagsins, undir
forystu Elínar, færði Hólskirkju í
Bolungarvík m.a. útskorið „bibl-
íupúlt" en það var gert af lista-
manninum Ríkarði Jónssyni. Þá má
nefna að kirkjunefndin færði Hóls-
kirkju m.a. altarisklæði ti að nota á
hátíðum og hátíðarhökul. Elín stóð
um árabil fyrir starfi barna-
stúkunnar Lilju í Bolungarvík, en
þar voru sett upp mörg leikrit og
unnið að ýmsum þroskandi við-
fangsefnum.
Arið 1971 varð mikil breyting á
högum Elínar og fjölskyldunnar er
eiginmaður hennar séra Þorbergur
Kristjánsson tók við prestþjónustu
í Digi'anesprestakalli í Kópavogi. A
nýjum starfsvettvangi vann Elín
kirkjunni áfram af dugnaði og trú-
mennsku. Hún beitti sér fyi-ir
stofnun kirkjufélags Digranes-
prestakalls sem er sameiginlegt fé-
lag safnaðarfólks. Elín var í forystu
félagsins í um tvo áratugi og þar af
formaður í tíu ár. Kirkjufélagið
kom undir hennar forystu mörgu
góðu til leiðar. I því efni má nefna
að kirkjufélagið beitti sér í og tók
virkan þátt í uppbyggingu Sunnu-
hlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í
Kópavogi.
Elín var trúuð kona og hún
studdi sem best hún gat eiginmann
sinn, séra Þorberg Kristjánsson
hinn mikla kennimann og predikara
í hans erfiða og vandasama starfi,
en hann lést árið 1996. Elín átti við
erfið veikindi að stríða síðustu
misserin en hún tókst á við þau af
því æðruleysi og af þeirri stillingu
og reisn sem henni var eðlislæg. í
veikindunum eins og lífi hennar öllu
var trúin á almáttugan Guð, fóður
son og heilagan anda, þungamiðjan
og kjölfestan.
Einlægar þakkir eru hér færðar
fyrir samíylgd og samvinnu. Guð
blessi Elínu Þorgilsdóttur og vaki
yfir, blessi og styrki fjölskyldu
hennar, börn, barnabörn, tengda-
börn, systkini og aðra nána.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
L E: G S T E11 MAR
I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; 9S S.HELGASON Hvf&J ■ STEINSMIBJA W
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410.
t
Elskuleg dóttir okkar og systir,
ÁSA PÁLSDÓTTIR,
Einihlíð 12,
Hafnarfirði,
lést af slysförum þriðjudaginn 4. maí.
Anna Margrét Pétursdóttir, Páll S. Kristjánsson,
Kristján Pálsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNIJÓNSSON,
Skipholti 47,
Reykjavík,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 5. maí.
Jón E. Árnason, María Jónsdóttir,
Hjörtur B. Árnason, Unnur Halldórsdóttir,
Páll Ingi Árnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir,
Helgi Árnason, Mábil G. Másdóttir,
Hilmar Árnason,
Guðni Árnason, Lilja Loftsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir og amma,
JÓLÍN JÓELSDÓTTIR,
Álftamýri 22,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 4. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bjarni Magnússon,
Halldór Hauksson, Liv Sjornoen,
Jóei Einar Halldórsson,
Árni Óttar Halldórsson.
t
Elskuleg móðir okkar,
GERÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Leifsgötu 16,
Reykjavík,
áður til heimilis á Húsavík,
er látin.
Björn Kristjánsson,
Sigurbjörg Kristjánsdóttir,
Hulda Kristjánsdóttir.
t
Elskuleg móðir og fósturmóðir okkar,
JÚLÍANNA GUÐRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR
frá Móhúsum,
í Garði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi mið-
vikudaginn 28. apríl, verður jarðsungin frá Út-
skálakirkju föstudaginn 7. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd ættingja,
Þorleifur Matthíasson,
Guðrún Guðmundsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSDÍS G. EIRÍKSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Hagamel 25,
sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
1. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
á morgun, föstudaginn 7. maí, kl. 10.30.
Helga Ágústsdóttir, Björn T. Gunnlaugsson,
Hörður Jóhannsson, Sigríður G.B. Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.