Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 74
74 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ „I hug minn datt, þá ég nam spinna ævi- þráðarins harða fluga „Heklur tók mér að hýrna í sinni, / hækkaði brún og léttist geð, / af því að ég á ævi minni / aldrei þóttist fyrr hafa séð / svo tíguleg- an tóskapsrekk / tilbúinn eftir dönskum smekk.“ Svo yrkir Guð- rún frá Klömbrum í fyrsta erindi af tíu í kvæðabálki sem hún nefn- ir Rokkvísur. Skemmtilegt nafn það og frekar nútímalegt sem minnir á rokkdans og rokktónlist. Hér er þó um annarskonar rokk að ræða. Hér er kona að yrkja um nýja rokkinn sinn „tóskapsrekk" sem er dansk- ur og greinilega einstakur. „I honum mikið ekki skrækir eins og svarfdælsku laupun- um,“ segir í 8. erindi. Þó að fáir myndu tengja orðið „rokk“ í merkingunni rokktónlist við „rokk“ í merkingunni spunaverkfæri þá má þó sjá að merkingamar eiga sitthvað sameigin- legt. Að minnsta kosti má tengja báðar merkingarnar við hraða og takt. Stundum er talað um að rokkurinn syngi og Guðrún lýsir söng hans við „voldugan veðrahvin". Hver samþykkir ekki að slíkt hið sama eigi við áðumefnda tónlist. Fleiri tengingar má sjá því óhætt er að segja að hin gamla kvöldvaka sem tilheyrði baðstofulífínu, með sínum foma rímnasöng og spunarokk- hljóðum þegar vinnufólk steig taktinn með fætinum sem knúði spunaverk- færið áfram, sé formóðir ýmis- konar tónlistar, einnig nútíma rokktónlistar. Þá eins og nú hafði fólk þörf fyrir afþreyingu hvers konar til að létta vinnuálagið. I dag hlustar fólk á tónlist og ýmis- konar þætti í útvarpi á meðan það vinnur og tíminn líður hraðar. Kvöldvakan hér áður fyrr var að mörgu leyti eins og útvarpið nú. Margir bændur, sérstaklega hinir efnameim, sáu að það borgaði sig fyrir þá að láta einn vinnumann sleppa við verk- lega vinnu og láta hann kveða rímur, lesa upphátt, fara með gátur, vísnaleiki og þess háttar í staðinn því að þá urðu afköstin meiri hjá vinnufólkinu og rokkurinn stig- inn hraðar. Fólk gleymir Iíkamlegri þreytu sinni þegar skemmtilegt andlegt fóður er í boði og tíminn nýtist aldrei eins vel og þegar bæði hugur og hönd spinna saman. Það er greinilegt að sumarið er á næsta leyti eins og litimir í þessari peysu, sem prýðir unga mey úr Hlíðunum, bera vitni um. Hún er pijónuð úr Sisu ullargarni sem hefur þann góða kost að vera passlega þykkt til að vera í bæði inni og úti. Þá er bara að setjast niður með prjónana, kveikja á „græjunum" og leyfa rokkinu að flæða. Gleðilegt sumar! FYRIRSÆTA: Katla Rúnarsdóttir PRJÓNIÐ úr Sisu fyrir sumarið. Stærðir á peysu: (1/2) 1 (2) 4 (6) ára. Yfirvídd: (59) 67 (70) 78 (85) cm Sídd: (27) 31 (34) 38 (42) cm Ermalengd: Garn: SISU (17) 20 (23) 26 (29) cm Rautt 627/4228: 2 2 3 3 4 d. Bleikt 754/4517: 2 2 2 2 3 d. 1 dokka í allar stærðir af: Órans 720/3308 Grænt 788/8514 Gult 716/2117 50 eða 60 cm hringprjónar nr. 2,5 og 3 . 40 cm hringprjónn nr. 2,5 Á Sokkapijónar nr. 2,5 3 tölur Teygja, mátulega löng í ermina. Pijónfesta fyrir Sisu: 27 lykkjur slétt prjón á prjóna nr. 3 = 10 cm Bolur: Fitjið upp með bleiku á hringpijón nr. 2,5 (144) 162 (180) 198 (216) lykkjur. Prjónið munstur A með bleiku, í 4. umferð í munstr- inu er prjónað hnútamunstur í þessari litaröð: * gult, órans, gult, grænt * endurtakið *-* hringinn. Klippið á þráðinn eftir hvern hnút og gangið vel frá endum. Þegar munstur A hefur verið prjónað er skipt yfír á prjóna nr. 3 og prjónað með rauðu. Prjónið slétt prjón jafnframt sem að aukið er út í annarri umferð um (16) 18 (10) 12 (14) lykkjur jafnt yfir pijóninn = (160) 180 (190) 210 (230) lykkjur á prjóninum. Setjið merki í hvora hlið með (81) 91 (95) 105 (115) lykkjur á framstykki og (79) 89 (95) 105 (115) lykkjur á bakstykki. Pijónið munstur B (byrjið við örina sem sýnir rétta stærð) munstrið er endurtekið upp allan bol- inn. Þegar bolurinn mælist (23) 27 (30) 33 (37) cm mælt frá kantinum fyrir neðan frá gulum hnút og frá miðju í efri boganum. Fellið af miðjulykkjumar á framstykkinu fyrlr háls- máli = (13) 15 (17) 19 (21) lykkju. Prjónið fram og til baka og fellið af við hálsmál í byrj- un prjóns þrjár lykkjur tvisvar sinnum, tvær lykkjur tvisvar sinnum og eina lykkju tvisvar sinnum, = (22) 26 (27) 31 (35) lykkjur eftir á öxl á framstykki að hliðarmerki. Pijónið þar til bolurinn mælist u.þ.b. (27) 31 (34) 38 (42) cm. Fellið af. Ermar: Fitjið upp með bleiku á sokka- pijóna nr. 2,5 (54) 54 (54) 72 (72) lykkjur. Tákn fyrir munstur A og C: □ = slétt 0= brugðið [0= sláið bandi upp á ptjóninn M= takið 2 lykkjur óprjónaðar, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum yfir sléttu lykkjuna = 1 lykkja. ■ = hnútar í ólíkum litum (sjá uppskrift). Hnúturinn prjónast þannig: Prjónið til skiptis 1 sl. framan í og I sl. aftan í sömu lykkjuna 5 sinnum (= 5 lykkjur) snúið og prjóníð lykkjurnar sléttar, snúið og prjónið lykkjumar sléttar, snúið og prjónið lvkkjiimar sléttar, snúið og prjónið 3 lykkjur snúnar sléttar saman, með því að fara framan í þær + 2 snúnar sléttar saman, steypið annarri lykkjunni yfir fyrstu lykkjuna = 1 lykkja. Klippið á þráðinn og hnýtið fastan hnút með endunum. (Gangið svo frá endunum). Prjónið munstur C, í 4. umferð er prjónað hnútamunstur í sömu litaröð á sama hátt og á bol. I umferðinni sem X merkið er á munstrinu, eru felldar af 4 lykkjur í hverju munstri þannig: * 1 brugðin, 2 sléttar sam- an, 2 brugðnar saman, 1 slétt, 1 brugðin, 5 sléttar, 1 brugðin, 1 slétt, 2 brugðnar saman, 2 sléttar saman.* Endurtakið * - * út um- ferðina, í næstu umferð eru 4 lykkjur færri í hverju perluprjónsmunstri = (42) 42 (42) 56 (56) lykkjur. Eftir munstur C er prjónað perluprjón með bleiku 2 cm. Skiptið yfir á prjóna nr. 3 og rautt. Prjónið 2 cm slétt og aukið út í annarri umferð jafnt yfir hringinn þar til að (54) 54 (54) 66 (66) lykkjur eru á prjóninum. Prjónið áfram randamunstur og hjörtu. ATHUGIÐ: Hversu mörg munstur eru á bolnum fer eftir hvaða stærð er prjón- uð og prjónfestu á síddina, endið á góðum stað í munstri. Prjónið munstur D og aukið jafnframt út 1 lykkju sitt hvoru megin við brugðna lykkju undir ermi með u.þ.b. (1) 1 (1) lVz (VÆ) cm millibili þar til að (76) 82 (82) 86 (92) lykkjur eru á prjóninum. Eftir munstur D prjónast hjartamunstur E og F. ATHUGIÐ: Miðjusetjið munstrið eftir miðjulykkjunni. Prjónið áfram munstur G og svo e.t.v. munstur D aftur. Prjónið þar til ermin frá kantinum fyrir neðan gulan hnút mælist u.þ.b. (17) 20 (23) 26 (29) cm. Snúið erminni við og prjónið 6 umferðir slétt prjón. Kantur til að hylja sárkantinn með. Fellið af. Frágangur: Mælið breidd ermar við hand- veginn og merkið við. Á bakstykkinu er merkt við miðjulykkjuna u.þ.b. 8 cm frá af- fellingunni í hálsmálinu (klauf að aftan). Saumið í saumavél 2 beina sauma með smáu spori í fyrstu og síðustu lykkjuna í handveg- inum og klaufina að aftan. Klippið á milli saumanna og sik-sakkið þétt yfir sárkantinn. Saumið axlir saman. Hálsmál: Byr-jið við klaufina að aftan og prjónið upp frá réttunni með bleiku á prjóna nr. 2,5 u.þ.b. 14 lykkjur á hverja 5 cm (endið á oddatölu). Prjónið (4) 4 (4) 6 (6) prjóna slétt prjón (slétt á réttu, brugðið á röngu) fram og til baka + 1 umferð gatamunstur frá röngu þannig: 1 br. * sláið bandi upp á prjóninn, prjónið 2 brugðnar saman * endurtakið * - * út prjóninn. Prjónið (4) 4 (4) 6 (6) prjóna inn- ábrot og fellið laust af. Brjótið innábrotið um gatamunstrið yfir á rönguna og saumið niður. Prjónið upp meðfram annarri hliðinni á klauf- inni og hálslíningunni u.þ.b. 14 lykkjur á hverja 5 cm. Snúið og prjónið slétt frá röng- unni, prjónið svo 3 prjóna slétt (slétt á réttu, brugðið á röngu). Brjótið líninguna yfir á rönguna þannig að aðeins sjáist í garða- prjónsumferðina og saumið niður. Prjónið eins hinu megin. Saumið 3 hneslur langsum öðru megin og festið tölur á móti. Saumið ermamar í þannig: Festið miðjuna á erminni (innan við kantinn efst á erminni) við axlar- sauminn og saumið til skiptis í emina og bol- inn innan við sauminn. Saumið kantinn niður. Klippið teygjuna mátulega langa í stroffið og saumið með krosssaum í ermarnar, yfir munstur C. Gangið frá endum. Saumið Sisu þvottamerki í peysuna. TON LISTDRH lí SZÐ KOPRVOGI 14. MAX WWW.TfiEKNIVflL.IS/RftDSTEFNUR CHECK2000 I Microsoft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.