Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðardóttir og ábyrgð í stjórnmálum LITIL sjónvarpsstöð á höfuð- borgarsvæðinu, Skjár 1, hefur kall- að stjórnmálamenn til umræðna í kosningabaráttunni undir stjórn Egils Helgasonar blaðamanns. í einum þessara þátta ræddum við Jóhanna Sigurðardóttir, leiðtogi fylkingarinnar í Reykjavík, og Olafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um spillingu í hinu opinbera kerfi. Jafnlítið er að marka málflutn- ing fylkingarmanna um hin svo- nefndu spillingarmál og önnur. Forystumennirnir eru ósammála fyrir utan að segja eitt og gera annað. A móti bönkum Jóhanna Sigurðardóttir hallmæl- ir ríkisbönkum en hún má hins vegar ekki heyra á það minnst, að þeim sé breytt í einkafyrirtæki. Mætti helst ætla af orðum hennar, að fjármálastofnanir séu eðlislægar gróðrarstíur spilling- ar og einkennist stjómendur þemra af því. Sé hlutur í bönk- um seldur telur Jó- hanna, að það leiði aðeins til aukinnar spillingar. Hún sér ofsjónum yfir öflug- um einkafyrirtækjum og telur þau leiða til spillingar. Tekur ekki þátt í nefnd Jóhanna Sigurðar- dóttir vill, að stjórn- málaflokkar opni bók- hald sitt samkvæmt sérstakri löggjöf, sem um þá verði sett. I þingkosningum vorið 1995 bauð Jóhanna fram undir merkjum Þjóðvaka og var þá mjög með spill- ingu annaiTa stjórnmálamanna og flokka á vörunum. í september 1995 skipaði Davíð Oddsson forsætisráðherra nefnd til að gera tillögur að reglum um fjárhagsleg- an stuðning við stjórn- málaflokka og þá þætti, sem slíkum stuðningi tengjast. Þá gerðist það, að Þjóðvaki, flokk- ur Jóhönnu, neitaði að tilnefna fulltrúa í nefnd- ina. Aðrir þingflokkar áttu fulltrúa í nefndinni, sem skilaði samhljóða áliti hinn 18. desember 1998. Nefndin mælir ekki með löggjöf um starf- semi stjórnmálaflokka, þótt skiptar skoðanir þafi verið um málið innan hennar. I áliti nefndarinnar segir, að verði nafnleynd styrktaraðila við stjórnmálaflokka aflétt muni það draga mjög úr fjárframlögum Kosningar Stjórnmálamenn eiga að leggja verk sín undir kjósendur, segir Björn Bjarnason, en ekki skjóta sér undan ábyrgð. til flokkanna, sem aftur geri þá enn háðari ríkisframlögum en ella og hætta skapist á því, að þeir festist í fjárhagslegum viðjum hins opin- bera. Án nafns og númers Þrír flokkar, sem mynda fylking- una, eru aðilar að þessu nefndará- liti með undirskrift fulltrúa Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Björn Bjarnason Pólitísk endurvinnsla JAFNRÉTTISMÁL kynjanna mynda þungamiðjuna í kosn- ingaáróðri Samfylking- arinnar. Skilaboðin til kjósenda eru þau að reisa verði úr öskustó Sjálfstæðisflokksins velferðarkerfi fjöl- skyldunnar auk þess að skjóta styrkari stoð- um undir jafnréttis- baráttuna. Með hlið- sjón af þessum stór- yrtu ásökunum skýtur skökku við að lunginn úr stefnuskrá Samfylk- ingarinnar í jafnréttis- og fjölskyldumálum er tekinn nánast beint upp úr ýmist framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum eða frumvarpi rík- isstjórnarinnar til nýrra jafnrétt- islaga! Leitað í smiðju ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar Helsti Akkilesarhæll félags- hyggjuflokkanna í jafnréttismálum hefur verið óraunhæf markmið ásamt framtíðarsýn sem snýst að- allega um að þenja ríkisvaldið út til að fullnægja hinu félagslega rétt- læti. Þetta virðast forvígismenn gömlu vinstriflokkanna hafa skynj- að þegar þeir ákváðu að breyta um nafn. Bregður nú svo við að allt kapp er lagt á að sannfæra kjós- endur um að markmiðin séu raun- hæf. Það hlýtur á hinn bóginn að teljast neyðarlegt fyrir Samfylk- inguna hve bersýnilega hún þarf í þessum efnum að leita í smiðju rík- isstjómar Davíðs Oddssonar. Er jafnréttislögga það sem við viljum? Sem dæmi um þessa pólitísku endurvinnslu má nefna jafnréttis- mat á lagafrumvörpum og aðgerðir sem miða að því að auðvelda Jaun- þegum að samrýma atvinnuþátt- töku og fjölskyldulíf. Á hinn bóginn hefur Samfylkingunni ekki tekist að hrista fortíðardraugana af sér. Til marks um það eru fyrirheit um svo- nefnda jafnréttisstofn- un, sem er vel að merkja það eina bita- stæða sem Samfylking hefur að eigin frum- kvæði til málanna að leggja. Tillögur um slíka stofnun líta vissulega vel út á pappírnum. Það dylst hins vegar engum sem kynna sér þessar hug- myndir að þetta er ekkert annað en ný- yrði fyrir nokkurs kon- ar jafnréttislögreglu; jafnréttislöggu sem mun afreka lítið annað en að skapa úlfúð og tortryggni í samskiptum kynjanna á vinnumarkaðnum og Jafnrétti Það hlýtur á hinn bóg- inn að teljast neyðar- legt fyrir Samfylking- una, segir Helga Guð- rún Jónasdóttir, hve bersýnilega hún þarf í þessum efnum að leita í smiðju ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. verða sannkallaður dragbítur á jafnréttisbaráttuna í heild sinni. Þrátt fyrir góðan ásetning og heilmikið af pólitískri enduivinnslu er stefna Samfylkingarinnar í jafn- réttismálum byggð á þeim hefð- bundna gnmdvallarmisskilningi fé- lagshyggjuflokka að enn ein lög- gjöfin og enn ein ríkisstofnunin leysi vandann. Höfundur skipur 7. sæti framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjn- neskjördæmi. Helga Guðrún Jónasdóttir Fasteignir á Netinu ýg> mbl.is 4Í.Í.WF 6/7T//l^l£7 iMÝTl Hver eru kjör lífeyrisþega? HAGFRÆÐINGUR ASÍ, Edda Rós Karls- dóttir, spyr í Mbl. hinn 30. apríl sl. „Hver segir satt?“. Þar segir hún m.a.: „Umræðan um kjör lífeyrisþega er skólabókardæmi um það hvernig hægt er að fá næstum hvað sem er út úr „góðu“ reiknings- dæmi. Hér fyrir neðan eru dæmi um sex „rétt- ar“ niðurstöður úr töfl- unni fyrir ofan.“ í töfl- unni birtir Edda Rós svo útreikninga sína, sem sýna aukningu kaupmáttar hinna ýmsu bóta Almannatrygginga frá 10% upp í 22%. Burtséð frá því að það er sennilega leitun að landi, sem getur státað af 10% aukningu kaupmáttar lífeyrisbóta á fjórum ár- um, má staldra við þessa töflu af tveimur ástæðum. Þó ekki væri nema til að hafa í heiðri þá frómu ósk Eddu Rósar að „það væri mjög til bóta ef við settum okkur þá reglu að nota einungis útreikninga um kaupmáttarauka sem einhver núlif- andi íslendingur hefur fengið, þó ekki væri nema að meðaltali". Þess- ar tvær ástæður eru nýtilkomnar húsaleigubætur og lífeyrir frá lífeyr- issjóðunum. Nýjar húsa- leigubætur Þeir lífeyrisþegar, sem erfiðast hafa kjörin, eru þeir, sem leigja á al- mennum leigumarkaði. Þetta fólk fær nú húsaleigubætur, sem voru teknar upp á öllu landinu á þessu kjörtímabili en hófust í lok fyrra kjörtímabils hjá nokkrum reynslu- sveitarfélögum. Húsaleigubæturnar eru að lágmarki kr. 8.000 á mánuði en geta verið hærri ef leigan er há. Það munar um minna þó að þær séu skattskyldar. Þetta eru nýjar bætur og hækka prósenturnar hennar Eddu Rósar umtalsvert fyrir þennan hóp bótaþega, sem býr einn eða í 32% til 36% kaupmáttaraukningu fyrir skatt (21%^-27% eftir skatt)! Hámarksbætur frá Almannatrygg- ingum með eingreiðslum og húsa- leigubótum á mánuði verða því kr. 76.433 til þeirra, sem leigja og njóta húsaleigubóta fyrir skatta eða kr. 70.460 eftir skatt. Hámarksbætur Almannatrygginga eru um leið lágmarkstekjur viðkom- andi lífeyrisþega, því bætur hans skerðast aðeins ef hann hefur aðrar telqur; at- vinnutekjur, lífeyri frá lífeyrissjóði eða fjár- magnstekjur. Þeir lífeyrisþegar, sem búa í eigin hús- næði, fá annaðhvort vaxtabætm- eða eiga íbúðina skuldlaust og hafa ekki annan kostnað af húsnæði en rekstur og skatta og eru því oft betur settir. Sömuleiðis þeir, sem leigja félags- lega íbúð. Lífeyrir lífeyrissjóðanna Hitt atriðið, sem Eddu Rós sést yfir, er að lífeyrir frá flestum lífeyrissjóðum hækkai- eins og neysluverðlag en ekki eins og laun. Þar er 0% kaupmáttaraukning. Þetta veit hún mæta vel sem og Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, en Benedikt er jafnframt formaður stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins og hefur átt öðrum mönnum stærri þátt í að hanna lífeyrissjóðakerfið. Þau vita einnig að þessu verður ekki breytt nema takist að verðti-yggja eignir lífeyrissjóðanna, t.d. húsbréf, miðað við laun. Er þá hætt við að einhverjum skuldaranum bregði. Fyrir meii'a en áratug var tekin um það meðvituð ákvörðun hjá lífeyris- sjóðunum að lífeyrisréttindi sjóð- anna skuli halda kaupmætti sínum en EKKI hækka eins og laun. Nú greiða lífeyrissjóðirnii' tæp- lega helming þess lífeyris, sem greiddur er hér á landi. Það eru því vissulega „núlifandi íslendingar", sem fá 0% kaupmáttaraukningu á þennan hluta lífeyris síns. Rafvirki eða sjómaður með t.d. 170 þkr. á mánuði í örorkulífeyri fær mjög litl- ar bætur frá Almannatryggingum og því sáralitla kaupmáttaraukningu. Sá síðarnefndi má meira að segja sæta skerðingu vegna lágs ellilífeyr- isaldurs o.fl. þátta hjá lífeyrissjóði sínum. Gleymdu börnin ... Það er skondið að hagfræðingur ASI virðist í öllum útreikningum sín- um ekki reikna með lífeyrissjóðun- um, sem verkalýðshreyfingin stýrir þó ásamt Vinnuveitendasambandi Islands og hafði forgöngu um að stofna fyrir 30 árum. Sjóðir með 400 milljarða í eignum, sem greiða um 15 Pétur H. Blöndal Kvennalista. Undirskriftirnar segir Jóhanna einskis virði, flokkarnir bjóði ekki fram. Þarna er komið að kjarna máls- ins, þegar rætt er um stjórnmála- menn og aðhald kjósenda að þeim - bestu trygginguna gegn spill- ingu í stjórnmálalífi. Stjórnmála- menn leggja verk sín og flokka sinna í dóm kjósenda. Jóhanna vill ekki, að neitt slíkt gildi um sig. Á þessum eina áratug hefur hún ver- ið í framboði fyrir þrjá flokka: Al- þýðuflokkinn, Þjóðvaka og fylk- inguna. Jóhanna Sigurðardóttir skiptir um nafn og númer til að komast undan þeirri ábyrgð, sem fylgir því að vera sjálfum sér samkvæmur í stjórnmálum. Hún neitar að eiga fulltrúa í rökræðum stjómmála- fiokkanna um þau málefni, sem hún setur á oddinn fyrir kosningar. Margrét Frímannsdóttir, talsmað- ur fylkingar vinstrisinna, segir í sjónvarpsviðtali, að virða verði nafnleynd styrktaraðila fylkingar- innar. Jóhanna Sigurðardóttir læt- ur eins og hún viti ekki af þessari afstöðu talsmanns síns og segir hana ganga þvert á kosningastefnu fylkingarinnar. Höfundur er nwnntaniálaráðherra. milljarða í lífeyii á ári og búa við skylduaðild, virðast gleymast. Er hún þó að ræða almennt um kjör ör- yrkja og ellilífeyrisþega. Fólk, sem starfar á vinnumarkaði og greiðir til lífeyrissjóðs eins og lög standa til, er mjög vel tryggt gegn örorku. Maður með 80 þki'. tekjur á mánuði, sem greitt hefur í lífeyris- sjóð frá 20 ára aldri og verður ör- yi'ki, hefur að jafnaði 17-20 þkr. HÆRRI örorkulífeyri á mánuði frá Almannatryggingum og lífeyrissjóði en hann hafði áður í tekjur! Fólk með hærri tekjur fær jafnan yfir 75% af tekjum sínum í örorkulífeyri. Þau dæmi, sem rakin hafa verið í umræðunni um bág kjör öiyrkja, virðast öll snúa að fólki, sem EKKI hefur greitt til lífeyrissjóðs af ein- hverjum ástæðum þrátt fyiir laga- skyldu að greiða til lífeyrissjóða frá 1974 eða á í fjárhagsvandræðum af allt öðrum toga. Flókið kerfi Allur þessi prósentu- og talnaleik- ur segir mér að þetta kerfí er orðið Lífskjör Hagfræðingur ASI, segir Pétur H. Blöndal, virðist ekki reikna með lífeyrissjóðunum, sem verkalýðshreyfíngin stýrir þó ásamt VSI. allt of flókið og að það sé verðugt verkefni á næsta kjörtímabili að reyna að einfalda það og fara ofan í kjölinn á þeim dæmum sem nefnd hafa verið til sögunnar af bágum kjörum einstakra lífeyrisþega þannig að þau megi lagfæra. Þegai' lágmarkslaun voru hækkuð úr tæp- lega 50 þkr. á mánuði í 70 þkr. var það sameiginlegt átak allra aðila og háð því að önnur laun og bætur færu ekki af stað af þeim sökum. Þetta hefur tekist, enda voru lágmarks- launin skammarlega lág. Ég get ekki séð að lífeyrisþegar Almannati-ygg- inga, sem hafa fengið umtalsverða hækkun eins og Edda Rós sýnh' fram á, séu verr settir þó að kaup- máttur lágmai'kslauna hafi hækkað um 37%. Mest er um vert að laun og bætur hafa hækkað sem aldrei fyrr, atvinnuleysið er horfið, skattar hafa lækkað og verðbólga er með því lægsta sem gerist. Og ríkissjóður er hallalaus. Þennan árangur þarf að varðveita og halda áfram á sömu braut. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavík og trygginga- fræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.