Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Sögulegt
tækifæri
/
I kosningunum á laugardag erum við í
vissum skilningi að kveðja 20. öldina og
marka stefnuna inn í 21. öldina.
S
„Þjóðarsálina" hringdi
um daginn öryrki - ekki
til þess að kvarta yfir
sínum hlut eða heimta
meira úr sjóðum samfé-
lagsins, nei, hann hringdi til
þess að minna á reynsluna af
þeim stjómmálamönnum sem
nú lofa á báðar hendur. Hann
sagðist muna vel kosningarnar
1978. Þá unnu vinstrimenn stór-
an sigur. Fylgi Alþýðuflokksins
jókst úr 9,1% í 22% og Alþýðu-
bandalags úr 18,3% í 22,9%.
Framsókn tapaði, en engu að
síður var mynduð vinstristjórn
með miklum loforðum. Hún ent-
ist ekki nema rúmt árið og þeg-
ar hún fór frá var skollin á óða-
verðbólga og nær óviðráðanleg-
ur efnahags-
VIÐHORF vandi blasti
_----- við. Ráðherrar
Eftir Jakob F. lýstu eitruðu
sgeirsson andrúmslofti
innan ríkis-
stjómarinnar og viðurkenndu
að þeim hefði ekki tekist að
koma sér saman um „nein þau
meginatriði sem varða stjórn
landsins“, eins og Benedikt
Gröndal, þáverandi fonnaður
Aiþýðuflokksins, komst að orði.
Þetta er sama fólkið og núna
þykist allt geta gert fyrir alla,
sagði öryrkinn í „Þjóðarsál-
inni“. Hann rifjaði upp erfið-
leika almennings á verðbólguár-
unum sem í hönd fóm þegar
fólk borgaði 30-40% vexti af
lánum sínum og margir misstu
húsin sín (sbr. Sigtúns-hópinn).
Hér er bent á kjarna máls.
Um þetta snúast í rauninni
kosningamar á laugardag. Vilj-
um við kalla yfír okkur verð-
bólgu og stöðnun, hærri skatta,
hærri vexti, auknar skuldir?
Viljum við búa við landsstjórn
sem einkennist af þeirri tor-
tryggni og óheilindum sem upp-
lýst hefur verið að ríkti við
myndun Samíylkingarinnar?
Eða viljum við byggja á þeim
gmnni sem þegar hefur verið
lagður og hefur fært okkur stöð-
ugleika og yfir 20% kaupmáttar-
aukningu á fjóram ámm?
Hver trúir því að sú draum-
sýn sem birt er í appelsínugul-
um bæklingum Samfylkingar-
innar geti orðið að vemleika?
Hvílíkur óravegur frá reynsl-
unni af þeim flokkum sem að
Samfylkingunni standa og því
draumaríki sem nú er boðað þar
sem bótaþegar og aldraðir búa
við allsnægtir og hagur allra
nema ríku kallanna stórbatnar.
Síðast þegar vinstriflokkar vom
við völd varð almenningur fyrir
stórkostlegri kjaraskerðingu og
kaupmáttur bóta almanna-
trygginga lækkaði um 20%!
Það er ekki hægt að gera allt
fyrir alla - og loforðin verður að
fjármagna. Þótt ekki væri efnt
nema brot af því sem Samfylk-
ingin nú lofar blasir við að
skattar á almenning myndu
hækka stórlega og kyrkingur
hlaupa í efnahagslífið með
skattpíningu fyrirtækjanna.
Það er ekki lengur hægt að
segja að fjármagnseigendurnir
og fyrirtækin eigi að borga
brásann. Sívaxandi fjöldi manna
hefur vaxtatekjur af sparnaði
sínum og flestir gera sér orðið
ljóst að ef tryggingagjald og
aðrir skattar á atvinnulífið
hækka, þá minnkar að sama
skapi svigrám fýrirtækjanna til
að hækka launin. Hagur launa-
fólks er samofmn hag fyrirtækj-
anna og „fjármagnseigendur“
em ekki einhver fámennur hóp-
ur ríkismanna, heldur allur al-
menningur og lífeyrissjóðir sem
launþegar eiga beina hlutdeild í.
I kosningabaráttunni hefur
linnulaust verið reynt að telja
okkur trá um að þúsundir
manna í landinu búi við fátækt
og séu nánast við sultarmörk.
Ekki alls fyrir löngu var því
meira að segja haldið fram að á
Islandi væra 37.000 manns und-
ir „fátæktarmörkum“! Með ólík-
indum er að tekið skuli undir
þennan þvætting í fjölmiðlum.
Hvar er þessi ískyggilega fá-
tækt? Hvemig væri að fjölmiðl-
arnir reyndu að hafa uppi á
þessu fólki og sýndu okkur
þessar þúsundir íslendinga sem
eiga ekki fyrir mat? Það er sí-
fellt kastað framan í okkur ein-
hverjum óljósum tölum sem við
eigum að tráa eins og nýju neti
þótt þær gangi þvert á almenn-
ar hagtölur. Hagur öryrkja er
ekki verri en svo að Öryrkja-
bandalagið telur stætt á því að
eyða milljónum í auglýsingar í
þágu Samfylkingarinnar í stað
þess að verja þeim fjármunum
til hjálpai- þeim sem búa við
kröpp kjör.
I öllum þjóðfélögum em hóp-
ar sem verða útundan - um
lengri eða skemmri tíma. Það er
hvergi í víðri veröld um að ræða
efnalegt jafnræði með fólki. Al-
þjóðlegur samanburður sýnir að
misskipting auðs er hvergi
minni en á íslandi. Vissulega
mætti hagur sumra bótaþega
vera betri, en því má ekki
gleyma að kaupmáttur bóta al-
mannatrygginga hefur hækkað
um 15-20% á undanfömum ár-
um. Aðeins með traustri efna-
hagsstjórn verður unnt að bæta
kaupmátt bótaþega meira.
Kosningarnar nk. laugardag
eru sögulegar. Þær em síðustu
kosningar 20. aldarinnar og
marka stefnuna inn í 21. öldina.
Við megum ekki í aldarlok
glutra niður þeim mikla árangri
sem náðst hefur í landsstjóm-
inni á síðasta áratug aldarinnar.
A þeim traustu undirstöðum
eigum við að byggja göngu okk-
ar inn í nýja öld. Við höfum nú
sögulegt tækifæri til að segja
skilið við stjórnmál fortíðarinn-
ar - verðbólgu, gengisfellingar,
bráðabirgðalög, kaupmátt-
arrýrnun, skattahækkanir,
skuldasöfnun. Við ráðum því
með atkvæði okkar hvort Island
nýrrar aldar verður land tæki-
færanna - eða hvort við snúum
á vit fortíðarinnar í takt við
sönginn úr Ögmundi og Jó-
hönnu. Er það eymdarvæl sú
leiðsögn sem við kjósum á okk-
ar fyrstu skrefum inn í 21. öld-
ina?
Það er yfirlýstur vilji lands-
manna að stöðugleikinn ríki og
núverandi stjórnarflokkar verði
áfram við stjórnvölinn. Sá vilji
verður ekki að veraleika nema
báðir flokkarnir fái góða kosn-
ingu.
UMRÆÐAN
Af sjálfu sér?
ATVINNA hefur
sjaldan verið meira í
framboði en nú. Um
allt land stendur at-
vinnulífið í miklum
blóma. Kaupmáttur
launa hefur vaxið und-
anfarin ár og kaup-
máttur á Islandi er
með mesta móti.
Styrk efnahagsstjórn
er undirstaðan
Andstæðingar Sjálf-
stæðisflokksins halda
því gjarnan fram að
þessi staða hafi komið
af sjálfu sér. Ríkis-
stjómin, hvað þá Davíð
Oddsson, hafi ekki búið til neitt
góðæri. Það hafi komið af sjálfu
sér.
Til hvers era þá ríkisstjórnir? Er
hægt að sleppa þeim ef í þeim sitja
sjálfstæðismenn, eins og manni
getur skilist af íyrrnefndum mál-
flutningi? Tæplega verður því trá-
að. Við sjálfstæðismenn teljum það
hlutverk ríkisstjóma, að skapa al-
menna umgjörð fyrir atvinnulíf,
sem það getur nýtt til sóknar.
Það er einmitt þetta sem styrk
forysta ríkisstjómar Davíðs Odds-
sonar hefur gert. Þegar hagstæð
ytri skilyrði ber að dyram, þá er
atvinnulífið tilbúið til átaka. Það
þarf ekki að byrja á að berjast við
þröngt regluverk og hindranir
skrifræðisins. Það þarf ekki að
bera þyngri skattbyrðar en keppi-
nautamir. Ríkisstjórnin hefur beitt
Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 •Reykjavík
sér fyrir því að styrkja
fleiri stoðir efnahags-
lífsins en sjávarátveg.
Þar sem verðbólga á
Islandi hefur verið
einna lægst af öllum
OECD-ríkjum síðustu
tvö kjörtímabil hafa
skapast skilyrði fyrir
hagvexti í okkar þjóð-
félagi, sem fyrirtækin
hafa getað fylgt eftir
og nýtt í þjóðarinnar
þágu.
Þessum varanlega
stöðugleika í efna-
hagsmálum má ekki
spilla. Samfylkingin og
vinstrigrænir, höfuð-
andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
í þessari kosningabaráttu, hafa nú
boðað stórhækkun skatta á at-
vinnulífíð, bæði beint og óbeint, í
Kosningar
*
Við Islendingar ættum
að vera orðnir reynsl-
unni ríkari, segir
Gunnar I. Birgisson,
hvað varðar árangur
vinstristjórna í efna-
hagsmálum.
formi umhverfisskatta, ásamt með
stóraukinni samneyzlu.
Fyrir mér, sem þátttakanda í at-
vinnulífínu og kjarasamningum til
margra ára, er þetta beinlínis ávís-
un á verðbólgu og lífskjararýmum.
Það er þetta sem ég sé í gegnum
púðurreyk loforðaflaums vinstri-
manna. Þjóðarinnar vegna vona ég
að við áttum okkur á þessu fyrir
kjördaginn 8. maí nk.
Við Islendingar ættum að vera
orðnir reynslunni ríkari hvað varð-
ar árangur vinstristjóma í efna-
hagsmálum. Þær hafa allar endað
með því að gefast upp á óloknum
kjörtímabilum sínum, atvinnuveg-
irnir þá að hrani komnir, tíðar
gengisfellingar þegar borga þurfti
brásann af óráðsíunni og kosninga-
loforðunum og síðan sigldi óða-
Gunnar I.
Birgisson
verðbólga í kjölfarið. Þetta viljum
við sem stóðum að þjóðarsáttinni
1990 ekki sjá endurtekið.
Til raunhæfra framtíðaráforma
fólks og fyrirtækja er stöðugleik-
inn nauðsynlegur. Um þessar
mundir háttar svo til, að ungt og
vel menntað fólk, sem búið hefur
erlendis og stundað vinnu þar, er
nú að flytjast aftur til heimalands-
ins til búsetu. Loksins bjóðast hér
á landi góð laun og lífskjör. Þetta
er gjörbreyting frá því sem var
fyrir nokkram áram þegar þetta
fólk flutti úr landi.
Lækkun skulda ríkissjóðs hefur
lægri vaxtagreiðslur ríkissjóðs til
útlanda í för með.sér. Vegna þess
að skattheimtu á einstaklinga og
fyi'irtæki hefur verið nokkuð í hóf
stillt og minnkuð á þessu kjörtíma-
bili hafa fyrirtækin dafnað og get-
að greitt starfsmönnum hærri
laun. Fjárfesting atvinnuveganna
hefur sjaldan verið meiri í íslenzku
samfélagi, sem aftur skapar fjölda
nýrra starfa til lengri og skemmri
tíma. Það er þarna sem það skiptir
máli hvers konar öfl era við stjóm-
völinn í ríkisstjóm.
Þessi ái-angur, sem náðst hefur
undir forsæti formanns Sjálfstæð-
isflokksins, Davíðs Oddssonar, er í
hættu ef yfirboð vinstriflokkanna
ná að blekkja fólk.
Loforðaflaumur
er ekki lausn
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
samið langa loforðalista fyrir þess-
ar kosningar. Við höfum hins vegar
bent á, að árangur hefur náðst fyr-
ir alla. Raunveralegur árangur. Við
getum haldið áfram að ná meiri ár-
angri með hófsemd og stillingu í
kröfugerð. Loforðaflaumur upp á
tugi milljarða - góðverk vinstriafl-
anna, þar sem fjármagnsins á að
afla með sköttum - er því miður
aðeins ávísun á versnandi lífskjör
þeirra sem hjálpa átti.
Stjórnmál snúast að endingu um
ábyrgð og traust. Sjálfstæðisflokk-
urinn stendur fyrir þetta tvennt.
Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokkn-
um tryggir áframhaldandi velferð
íslenzku þjóðarinnar. Atkvæði
greitt vinstriflokkunum er ávísun á
verðbólgu. Þess vegna treysti ég
Sjálfstæðisflokknum og vona að þú
gerir það líka á laugardaginn kem-
ur.
Höfundur sk/par 2. sæti á lista sjálf-
stæðismanna í Reykjaneskjördæmi.
Aðeins t
skamman
tíma.
f ^ W'-
ídýfur: Sýrður rjóml ffi/
eða tómatar oq chilipi
McDonaids
■ §
n\
Austurstræti 20
Suðurlandsbraut 56