Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Rósa Dóra Helgadóttir fæddist að Botni í Eyjafirði hinn 16. desember 1940. Kún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Marzel- ína Kjartansdóttir, f. 7. júlí 1925, d. 30. nóvember 1989, og Helgi H. Haralds- son, f. 23. febrúar 1915, d. 28. ágúst 1998. Hún var elst sjö barna Marzelínu og Helga en systkini hennar eru: Hrafnhildur, f. 10. janúar 1948; Halldóra, f. 22. september 1949; óskírð systir, f. 1. október 1951, d. 11. desem- ber s.á.; Kjaitan, f. 3. nóvember 1952; Haraldur, f. 27. desember Á sofinn hvarm þinn fellur hvít birta harms míns. ' Um hið veglausa haf læt ég hug minn fljúga ti! hvarms þíns. Svo að hamingja þín beri hvíta birtu harms míns. (Steinn Steinarr) Elsku systir, þegar komið er að kveðjustund svo óvæntri sem nú er hugurinn fullur af minningum og söknuði. En þó er þegar grannt er skoðað fleira til að gleðjast yfir en gráta. Þrátt fyrir að lífsganga þín væri ekki löng tókst þér að marka spor og hafa áhrif á fleiri en margur sem skammtaður er lengri tími. Þú varst gæfusöm kona, bjóst í farsælu hjónabandi og eignaðist fallegan hóp yndislegra bama. Fyrir mér varstu stóra systir sem kunni skil á svo mörgu og alltaf var gott að leita til. Síðar þegar árin liðu og við nálg- uðumst í aldri varðst þú mér sá vin- ur sem ég mun ávallt eiga í ljúfri minningu. Þú varst ein þeirra lánsömu einstaklinga sem finna í stai-fí sínu tilgang og h'fsfyllingu. Kennslan og nemendur þínir voru þér ofarlega í huga fram til hins síð- asta. Þó að við hefðum vissulega - kosið að fá lengri tíma, þá huggum við okkur við að núna er þrautum 1957 og Sólrún f. 23. maí 1961. Hinn 17. október 1959 giftist Rósa Dóra Pétri Jósefs- syni, f. 13. júlí 1937 á Setbergi í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru Hólmfríður Halldórs- dóttir, f. 19. febrúar 1891, d. 4. nóvember 1979, og séra Jósef Jónsson, f. 24. desem- ber 1888, d. 20. júlí 1974. Börn þeirra eru: 1) Helgi, tölvun- arfræðingur, f. á Akureyri 24. september 1959, kvæntur Lísu Maríu Correa, f. í Bombay 10. ágúst 1960. Börn þeirra eru: Linda Dóra, f. 28. júní 1986, og Kristófer Róbert, f. 2. júní 1987. 2) Halldór, bygginga- verkfræðingur, f. 17. desember 1960 í Reykjavík, kvæntur Krist- þínum lokið og við tekur ný og bjartari veröld þér til handa. Rósa mín, ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra þegar ég segi að þú varst okkur systkinunum ómetan- legur styrkur þegar veikindi og ást- vinamissir undanfarinna ára voru hvað nærtækust og sárust. Þakka þér fyrir allt, við munum ætíð minn- ast þín. Þín systir, Halldóra. Við andlát Rósu mágkonu minnar leitar hugurinn aftur um aldarfjórð- ung. Mér er minnisstætt af hve mik- illi hlýju og einlægni hún tók mér þegar ég kom í fjölskylduna, en það viðmót einkenndi hana alla tíð í um- gengni við fólk. A þessum árum bjuggu Rósa og Pétur í Glerárgötu ásamt bömunum sínum sex og tík- inni Tátu. Aðdáunarvert þótti mér hve samhent þau voru um uppeldi barna sinna sem þau af ástúð og dugnaði studdu í námi og leik. Rósa var mikill leiðtogi í fjöl- skyldunni enda elst sex systkina. Hún var sterkur persónuleiki og góðum gáfum gædd. Á fullorðinsár- um lauk hún stúdentsprófí og síðan kennaraprófí. Rósa kenndi við Gagníræðaskólann á Akureyri mörg undanfarin ár og lagði hún sömu alúð og metnað í kennsluna eins og allt annað sem hún tók sér ínu Höskuldsdóttur, f. á Húsa- vík 7. nóvember 1960. Börn þeirra eru Höskuldur Pétur, f. 25. febrúar 1985, og Hólmfríður Rósa, f. 4. mars 1991. 3) Hildur, þýðandi, f. 16. febrúar 1963 í Reykjavík, gift Óliver J. Kent- ish, f. í London 25. júní 1954. Barn þeirra er Edda Þöll, f. 21. ágúst 1984. 4) Hólmfríður, sjúkraliði, f. í Reykjavík 11. maí 1964, gift Tryggva Pálmasyni, f. 2. febrúar 1960. Börn þeirra eru Pálmi Hrafn, f. 1. nóvember 1985, Pétur Orri, f. 11. október 1988, og Sunna Margrét, f. 7. janúar 1997. 5) Arnkell Logi, háskólanemi, f. á Akureyri 1. mars 1974, ókvæntur. 6) Þor- keil Máni, háskólanemi, f. á Akureyri 1. mars 1974, ókvænt- ur. Rósa Dóra varð stúdent frá MA 17. júní 1981 og útskrifaðist með kennararéttindi frá Kenn- araháskóla íslands vorið 1991. Hún kenndi við Gagnfræða- skóla Akureyrar (síðar Brekku- skóla) frá 1981 til dauðadags. títför Rósu Dóru fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fyrir hendur. Þrátt fyrir að Rósa hafi átt við mikla vanheilsu að stríða undanfar- in ár og nú legið á sjúkrahúsi um tíma, þá vonuðum við vinir hennar og frændfólk, að hún mundi enn á ný stíga út í vorið og fara að ferðast um lönd eins og hugur þeirra hjóna stóð til. En leiðir skilja um stund og Rósa er farin í ferðalag til annars heims. Ástvinum Rósu Dóru sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um góða konu mun lifa með okkur. Elín Margrét Hallgrímsdóttir. Kveðja frá samstarfsfólki við Brekkuskóla I dag kveðjum við kæran vin og samstarfsmann, Rósu Dóru Helga- dóttur. Hún hóf störf við Gagn- fræðaskóla Akureyrar haustið 1981 og kenndi við þá stofnun alla tíð síð- an og við Brekkuskóla eftir að GA sameinaðist Barnaskóla Akureyrar. Starfsvettvangur Rósu Dóru var ávallt meðal unglinga og kennslu- gi’einar hennar voru fyrst og fremst íslenska og enska. Hún gegndi störfum fagstjóra í íslensku við ung- lingadeildir skólans hin síðari ár. Þá sinnti hún brautryðjandastarfi við fjarkennslu fyrir nemendur erlend- is af miklum áhuga og ósérhlífni. Rósa Dóra átti lengi í erfiðum veik- indum, en það dró aldrei úr áhuga hennar á velferð og gengi nemenda. Hún var líka óþreytandi við að hvetja nemendur sína til dáða og minna þá á hve mikils virði góð frammistaða í grunnskóla væri fyrir nám þeirra og störf í framtíðinni. Nokkrum dögum áður en hún lést var henni fært eintak af samræmdu prófi í íslensku í 10. bekk, svo hún gæti fylgst með. Nemendur og starfsfólk Brekkuskóla munu minn- ast Rósu Dóru með söknuði, en einnig með þakklæti. Við söknum góðs vinar, kennara og samstarfs- manns. En við erum jafnframt þakkklát Rósu Dóru fyrir það sem hún hefur veitt okkur. Fyrir vináttu hennar, fyrir faglega hvatningu hennar og fyrir allt góða samstarfið. Requiescat in pace (hvíl í friði). Samstarfsfólk í Brekkuskóla. Þegar Rósa Dóra veiktist síðla vetrar óraði mig ekki fyrir því að hún kæmi- ekki aftur til starfa. Eg hóf að kenna íslensku með Rósu Dóru síðastliðið haust. Ég var reynslulítil og var í upphafi örlítið smeyk við að byrja að kenna. En betri leiðsögn gat ég ekki fengið. Ég naut ekki einungis ómetanlegr- ar leiðsagnar Rósu Dóru heldur umvafði hún mig með mikilli vænt- umþykju og góðsemi. Þegar ég var til dæmis að fara suður um jólin til að heimsækja fjölskyldu og vini var ég eitthvað að velta því fyrir mér hvort það yrði ekki örugglega flog- ið. Þá sagði Rósa Dóra eitthvað á þessa leið: „Dísa mín, ég er sko al- veg búin að ákveða það að ef þú kemst ekki suður þá kemurðu bara til mín. Þar er til nóg að borða og við getum haft það notalegt saman.“ Mér þótti líka mjög vænt um það hvað við náðum vel saman þó að rúmlega þrír áratugir væru á milli okkar. Það var mér mikils virði að hún skyldi þrátt fyrir reynsluleysi mitt leita álits hjá mér varðandi kennsluna og láta mig reifa hug- myndir mínar. Rósa Dóra var góður kennari sem bar hag nemenda sinna fyrir brjósti. Hún kemur ávallt til með að vera mér fyrirmynd og þá ekki ein- ungis í starfi. Ég dáðist að þeim styrkleika sem hún bjó yfir og hversu umhugað henni var um fólk- ið í kringum sig. Hún var mikil fjöl- skyldukona og átti góða að. Það sýndi sig í hvert skipti sem ég kom á Fjórðungssjúkrahúsið að heim- sækja hana. Ávallt var einhver hjá henni. Og alltaf tók hún á móti mér með bros á vör. Þó svo kynni okkar Rósu Dóru hafi ekki verið löng þá eru þau mér RÓSA DÓRA HELGADÓTTIR + Maðurinn minn, + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRN BJARNASON ELÍN ÞORGILSDÓTTIR, fyrrv. rektor, Hamrahlíð 31, er látin. Útförin hefur farið fram. er látinn. Erla Geirsdóttir. + Útför föður okkar, tengdaföður og afa, VILHJÁLMS H. VILHJÁLMSSONAR frá Sæbóli í Aðalvík, verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 7. maí, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysa- varnafélag íslands. Ásgeir Vilhjálmsson, Geir Viðar Vilhjálmsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Ingi H. Vilhjálmsson, Guðrún B. Vilhjáimsdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Guðrún S. Vilhjálmsdóttir og barnabörn. Fríða S. Kristinsdóttir, Haukur Geirmundsson, María Ellingsen, Hrönn Óskarsdóttir, Sigurgeir Már Jensson, Kristján Ásgeir Þorbergsson, Helga Þorbergsdóttir, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, Helga Loftsdóttir, Þorgils Hlynur Þorbergsson og barnabörn. + Faðir okkar, BJÖRN BJARNASON, Sæbóli, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 1. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Óskar Björnsson, Eðvarð Rafn Björnsson. mikils virði. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast henni því eftir þau kynni er ég mun ríkari. Elsku Pétur og fjölskylda. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ásdís Arnalds. Elsku Rósa Dóra, Nú er sál þín rós í rósagarúi Guós kysst af englum, döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir, aldrei fr amar mun þessi rós blikna að hausti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Eiginmanni, börnum og aðstand- endum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll. Fyrir hönd nemenda 10. bekkjar Brekkuskóla, veturinn 1997-1998. Ebba Særún. Vinkona mín, skólasystir og ná- gi-anni til margra ára, Rósa Dóra Helgadóttir, er látin. Við kynntumst vel fyrir tæpum tveimur áratugum er við stunduðum nám við öldunga- deild MA. Tvær húsmæður ofan af Brekku, sem töldu það forréttindi að vera sestar á skólabekk á ný. Dóra var ein þeirra kvenna, sem sönnuðu að fullorðinsfræðsla átti fullan rétt á sér, þótt enginn efist um það nú. Hún lauk stúdentsprófi á þremur árum með miklum glæsibrag. Á sama tíma sá hún um stórt heimili og barðist við illvíga sjúkdóma. Mér er minnisstætt þegar hún var að skrifa latnesku stflana sína með hvítu hönskunum, sem hún þurfti svo oft að nota þegar sjúkdómurinn lék hana sem verst. Þótt hún væri oft sárþjáð var hugurinn frjáls og öðrum eins jámvilja hef ég vart kynnst. Dóra lét ekki þar við sitja en hélt áfram námi næstu árin og kenndi við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar á sama tíma. Hún útskrifaðist með kennsluréttindi frá Kennarahá- skóla Islands vorið 1991 og kenndi síðan aðallega ensku og íslensku. ís- lenskar bókmenntir voru hennar eftirlætisgrein. í hinum heillandi heimi bókmenntanna var hún góður leiðsögumaður. Dóra var afskaplega gjöful og góð vinkona. Hún unni íslenskri tungu eins og áður sagði, var vel lesin og vel heima í flestum hlutum. Hún var stöðugt að benda á bækur sem vert væri að lesa og ljóð sem væri þess virði að íhuga. Dagarnir sem við bárum saman bækur okkar og lás- um saman eru dýrmætir í minning- unni. Hún var í raun eins og einn af kennui-um mínum. Við hjónin fómm í síðustu heimsókn til Dóra og Pét- urs fyrir nokkram vikum. Það var notaleg stund og við fundum aftur sömu gömlu alúðina og þann brenn- andi áhuga sem hún hafði á kennsl- unni þrátt fyrir þverrandi krafta. Eins og fólki á okkar aldri er gjarnt bárust bömin okkar og námsval þeirra í tal. Mér era minnisstæð orð Dóru er hún sagði: „Ég hef alltaf ráðlagt börnunum mínum að læra það sem þau hefðu mesta löngun til en umfram allt að gera vel það sem þau tækju sér fyrir hendur.“ Síðasti dagurinn sem Dóra dvaldi heima hjá Pétri var sumardagurinn fyrsti. Þann dag skein sólin skært á Ákur- eyri. Sú sama sól og Þorkell Máni vildi sitja undir síðustu stundir sín- ar, því hann trúði á þann sem sólina skóp. Hinsta kveðja mín til Rósu Dóra er úr bók, sem hún gaf mér á góðum degi: Vær geymir svefninn söknuð minn í lautu, með degi rís hann aftur úr djúpsins ró. (Snorri Hjartarson) Innilegustu samúðarkveðjur til Péturs og fjölskyldu. Hrefna Hjálmarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.