Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sumargestir Bene- dikts Erlingssonar THOMAS Holmin í hlutverki sínu. NYLEGA frumsýndi leiklistarhá- skólinn í Málmey Sumargesti eftir Maxim Gorkí í uppsetningu Bene- dikts Erlingssonar. Eins og fram kom í frétt í blaðinu í gær hefur sýn- ingin á Fontánen í Málmey vakið at- hygli og hlotið góðar viðtökur hjá leiklistardómurum. Að sögn mun vera slegist um áhorfendasætin en sýningar eru aðeins áætlaðar fram til 11. maí næstkomandi. Þegar blaðamaður náði tali af leikstjóranum eftir frumsýningu til að heyra nánar um samvinnu hans við Svía og aðdraganda leikstjórnar- verkefnisins var honum annt um að nefna að Kjartan Ragnarsson hefði „plægt akurinn" sem íslenskur leik- stjóri í Málmey, seinast með upp- færslu á Platonov eftir Tjekóv. Benedikt, sem á heimili í Kaup- mannahöfn þetta leikár, hefur áður reynt fyi-ir sér leikstjóm, m.a. við Stúdentaleikhús Háskólans og Hafn- arfjarðarleikhúsið. „Eg er fyrst og fremst leikari,“ segir hann, „er að fíkra mig út í leikstjórn og þessi upp- færsla er kannski stærsta skrefíð á þeirri braut. Og þetta er í fyrsta sinn sem ég geri leikmynd.“ Hvað varðar aðdraganda verkefn- isins segist hann hafa átt þann draum að vinna áfram með leiklistar- prófessornum Marek Kostrzewski allt frá því að þann kynntist honum í samvinnu á Islandi. Veruleikagerð þess draums byrjaði á að hann gerð- ist aðstoðarkennari Mareks síðastlið- ið vor og í framhaldi af því var hon- um falið að setja upp lokaverkefni Sumargestir eftir Max- im Gorkí í Málmey í uppsetningu Benedikts Erlingssonar hafa vak- ið mikla athygli og ver- ið vel sóttir. Kristín Bjarnadóttir hitti Benedikt og fræddist af honum um leikhús sem þykist ekki vera neitt annað en leikhús. með nemendunum tólf í ár. „Þetta eru þeirra mastershlutverk og mikil- vægt að hver og einn njóti sín. Stund- um er lausnin að setja upp tvö verk og önnur að láta leikarana skiptast á um að leika sama hlutverkið. Nú vill svo til að í Sumargestum er nóg af hlutverkum, heilt gallerí af karakter- um, degenireruð intelligensía. Það er aldarlokastemmning í verkinu sem er ekki alveg óviðeigandi og tjekóvskur andi, fólk á verönd að drepast úr leiða.“ Fyrir fjórum árum fórstu sjálfur með hlutverk í Sumargestum í upp- færslu Kjartans Ragnarssonar við Leiklistarskóla Islands. Er nokkuð um sambærilegar sýningar að ræða... þú færir veröndina útá bryggju ... já hvað vakti helst fyrir þér frá listrænu sjónarmiði? „Uppfærsla mín er gjörólík upp- færslu Kjartans og kannski nokkurs- konai- listrænn mótleikur. Þar með verður að segjast að þessi uppfærsla sé undir áhrifum frá uppfærslu Kjartans á sama hátt og Sjálfstætt fólk er undir áhrifum af Gróðri jarð- ar eftir Hamsun. Verkið hefur alla tíð hér í Vestur-Ewópu verið sett upp í tjekóvskum anda með ljósum jakkafótum og períodusólhífum. Realísk leikmynd, nokkurskonar stofudrama. Uppfærsla Kjartans fylgdi þessum anda og gekk í raun skrefi lengra því leikmyndin var þéttriðin skógur af þurrkuðum blóm- um, blúndum, mublum og vegtepp- um... ef leikari hélt kyrru fyrir á sviðinu varð hann ósýnilegur eftir stutta stund! Þetta var óskaplega velheppnað. Mig langaði hinsvegar að brjótast út úr hinni tjekóvsku hefð og þeim aldamótastíl sem verður að óþarfa millistykki milli áhorfanda og texta. Samt er ekki hægt að módernisera svona verk. Verkið varð að gerast á „öðnim stað“ í „gamladaga", annað væri vitleysa. Svo hugmyndin fæddist útfrá orð- inu „sumargestir“ og þörf okkar Norðurlandabúa fyrir að sóla á bað- strönd eða „haf-baða“ eins það kall- ast. Eg og konan mín kynntumst reyndar á svona „haf-baðs-bryggju“ hér íyrir utan Kaupmannahöfn. Uppúr aldamótum var líka mikill áhugi á hafböðun og íþróttaiðkun allskonar. Ungmennafélagsandinn og fasisminn ekki langt undan þótt það sé auðvitað tvennt ólíkt. Að hafa bryggjuna svo mitt á milli áhorfenda skapar brectískan anda. Leikvangur þar sem mannlífið er sett á svið. Leikhús sem þykist ekki vera neitt annað en leikhús. Þetta er svona meginhugsunin með leikmyndinni. Kannski er þetta ekkert nýtt og sjáfsagt hefur þetta verið gert einhver tímann og ein- hvers staðar áður eins og allt undir sólinni en mér er alveg sama. Mér finnst þetta allavegana alveg frá- bært. Og af blaðadómum að dæma vekur það athygli og þótti einum gagnrýnandanum ástæða til að benda á að verkið héti „Sumargest- ir“ ekki „Baðgestir". Annars er áherslan á baráttu kynjanna nokkuð sem ég hef ekki orðið var við í fyrri umfjöllunum um Sumargesti Gorkís. Þetta spratt svona fram hjá okkur og varð stærra og stærra enda sjálfsagt liggur það í verkinu. Auk þess held ég að túlkun okkar á Maríu Lvovnu, málpípu Gor- kís í verkinu, sé alveg ný af nálinni og geri verkið aðgengilegra fyrir okkar tíma.“ Ólíkt að vinna með sænskum leikurum Benedikt lætur vel af reynslu sinni af sænskmenntuðum leikurum enda Málmeyjarskólinn hátt skrifaður meðal skandinavískra leiklistarskóla. Þegar ég spyr hvort þeir hugsi og vinni ólíkt íslenskum leikurum vefst ekki fyrir honum að hugsa svarið upphátt. „Jú, þeir vinna ólíkt, sænsku leikararnir eru varkárir, þarf bara að hvetja þá til að ganga lengra, kippa í þann endann á spott- anum. Þeir hafa fræðilega kröfu á sér, vilja gera hlutina rétt. Þeir búa að strangri skólun í aðferðafræði, skólinn í Málmey er með sterka St- anislavskí-línu sem grunn, án þess þó að einskorða sig við kenninngar hans - nemendur fá líka að spreyta sig á því sem aðrar stefnur bjóða uppá, það var rúmenski leikhúsmað- urinn Radu Penciulescu sem lagði línuna, hann var sá fyrsti sem fékk SIGRÚN Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson í hlutverkum Eisenstein- hjónanna og au-pair stúlkan Adele, Hrafnhildur Björnsdóttir. Leðurblökunni að ljúka Stórvirki SIÐUSTU sýningar á óperettunni Leðurblökunni eftir Johann Strauss verða laugardaginn 8. maí og sunnudaginn 9. maí kl. 20. Leðurblakan er í nýstárlegri og nútímalegri leikgerð leiksljórans David Freeman og er síðasta sýn- ing sem Garðar Cortes stýrir sem óperustjóri en hann er jafnframt hljómsveitarstjóri. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Þóra Einarsdóttir/Hrafn- hildur Bjömsdóttir, Loftur Erlings- son, Sigurður Skagfjörð Stein- grímsson, Þorgeir J. Andrésson, Guðnin Jóhanna Ólafsdóttir, Snorri Wium, Þómnn Día Steinþórdóttir og Edda Björgvinsdóttir leikkona. TONLIST Geislaplötur JÓN LEIFS Jón Leifs: Konsert fyrir orgel og hljómsveit op. 7, Variazioni pa- storale, op. 8, Fine II (kveðja til jarð- lifsins), op. 56, Dettifoss op. 57. Ein- leikur á orgel: Björn Steinar Sdl- bergsson. Einlcikur á víbrafón: Reyn- ir Sigurðsson. Einsöngur: Loftur Erl- ingsson (baritón). Kórsöngur: ’ Mótettukór Hallgrímskirkju. Kór- stjóri: Hörður Áskelsson. Hljómsveit: Sinfdníuhljómsveit íslands. Stjórn- andi: En Shao. Útgáfa: BIS-CD-930. Lengd: 56’02. Verð kr. 1.499. MANNI fallast nú eiginlega hendur þegar upphafsverk þessa disks fer að hljóma um stofuna. Áhrifin eru svo yfir- þyrmandi að þeim fá að sönnu engin orð lýst. Eg var reyndar einn af þeim heppnu tónleika- gestum sem hlustuðu á ógleymanlegan frum- flutning Orgelkonserts Jóns Leifs á Islandi í Hallgrímskirkju hinn 4. febrúar sl. þannig að það kom ekki á óvart að verkið væri magnað. En að upptökumönnum skuli hafa tekist að hljóðrita þetta tröllaukna verk svo glæsilega og án þess að svo mikið sem örli fyrir hinni minnstu bjögun - það hlýtur að teljast stórvirki ef ekki ki-afta- verk. Orgelkonsertinn er saminn á ár- unum 1917-1930. Hann er skrifaður fyrir stóra hljómsveit: piccolo- flautu, flautu, óbó, enskt horn, klar- ínett og bassaklarínett, fagott og kontrafagott, tvö hom, tvo trompetta, básúnu, túbu, mikið slagverk og stóra strengjasveit, auk einleiksorgelsins. Verkið er í þrem- ur köfium þar sem meginkaflinn er mögnuð passacaglía (tilbrigðakafli), en hana ramma svo inn tveir þrótt- miklir kaflar, inngangur og eftirspil. Passacaglían byggist á átta takta stefi sem er leikið alls 30 sinnum og nær hún hámarki sínu í ógnvekjandi túlkun Jóns Leifs á útfararsálmin- um „Allt eins og blómstrið eina“. Þetta er tónlist sem fær hárin til að rísa á höfði manns! Annað verkið á diskinum, Varí- azioni pastorale (1920-1930), kemur verulega á óvart. Þar hefur Jón Leifs tekið stef að láni hjá því tón- skáldi fortíðarinnar sem hann dáði hvað mest, Ludwig van Beethoven. Stefið er ættað úr æskuverki hins aldna meistara, þriðja kafla úr Ser- enöðu op. 8, sem líkast til var sam- in á árunum 1796-1798. Þetta er „léttari“ Jón Leifs en við eigum að venjast, og eitt til- brigðið (nr. IV) er sannkölluð skemmtitónlist þar sem finna má áhrif danstónlistar þriðja áratugarins. Eins er ritháttur gamla meistarans greinilega til staðar í tilbrigði III (sbr. skersó-kafla 9. sinfóníunnar) og þó er yfirbragð tilbrigð- isins mjög „íslenskt“. Sérkennileg blanda! Þriðja verkið er Fine II fyrir strengi og víbrafón. Það er mjög innhverft og einfalt og kveður þar við þjóðlegan tón sem er dæmigerður fyrir þann tónsmíðastíl sem einkenndi verk Jóns síðustu árin sem hann lifði. Frekar daufiegt en áferðarfallegt verk og vel leikið af strengjaleikur- um SI og slagverksleikara hennar Reyni Sigurðssyni. Dettifoss á ýmislegt sameigin- legt með öðrum náttúruverkum Jóns Leifs, s.s. Heklu og Geysi, þar sem hann málar hin hrikalegu nátt- úruundur landsins með stórum og breiðum strokum. En er þó frá- brugðið að því leyti að þar kemur einnig við sögu blandaður kór og einsöngur. Verkið er samið við fyrsta erindi í samnefndu ljóði Ein- ars Benediktssonar, þar sem Jón lætur skáldið (einsöngvarann) taia við fossinn (kórinn). Þetta er geysi- lega tilkomumikið verk sem nær hámarki sínu í samtali fossins og skáldsins. Að öðrum ólöstuðum má telja framiag organistans Björns Stein- ars Sólbergssonar hvað eftirminni- legast á þessum diski og skyldi engan undra. Það er ábyggilega ekki heiglum hent að ráða við þéttriðinn tónvef Jóns Leifs í Org- elkonsertinum og virðist Björn Steinar búa yfir nánast ofurmann- legri tæknilegri kunnáttu. Þetta hlýtur að teljast mikill listrænn sigur fyrir þennan unga organleik- ara. Söngur Lofts Erlingssonar er að vanda afar góður og syngur hann krefjandi einleikshlutverkið í Dettifossi á sannfærandi hátt. Vönduð vinnubrögð Mótettukórsins og stjórnanda hans eru tónlistarunnendum löngu kunn og bregðast þau ekki hér frekar en endranær. En furðulegt má teljast að nafn kórstjórans, Harðar Askelssonar, skuli ekki birtast með öðrum listamönnum utan á umslagi og í skrá yfir innihald disksins fremst í bæklingnum. Slíkum vinnubrögðum á maður ekki að venjast hjá svo vönduðu útgáfufyr- irtæki sem BIS er. Sinfóníuhljómsveitin undir stjórn hins kínverska En Shao er í sínu besta formi og hrein unun er að hlusta á innblásinn og nákvæm- an leik hljómsveitarmanna. Stundum verður maður stoitur af því að vera Islendingur! Eins og áður er getið er upptak- an afar tilkomumikil en nýtur sín varla nema í hljómflutningstækjum af bestu gerð. Geislaspilarinn í bílnum mínum átti frekar bágt þegar honum var boðið upp á Org- elkonsertinn og fékk ekki að spreyta sig á Dettifossi! Valdemar Pálsson Jón Leifs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.