Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Frásagnir af grimmdar- verkunum í Kosovo Karlar skotnir og líkum þeirra misþyrmt Kukes. Reuters. HATIXHE Gerxhaliu hélt grát- andi á tveimur steinvölum og lýsti því er hún fann son sinn, sem hafði verið myrtur og líkinu misþyrmt. „Þegar ég fann hann við ána voru þeir búnir að stinga augun úr hon- um og skera af honum nefíð. Ég setti augun aftur inn í tóftirnar,“ segir hún. „Svona.“ Flóttafólk frá bænum Studime í Mið-Kosovo hefur gefíð skelfilegar lýsingar á grimmdarverkum serbneskra hermanna en hópurinn, um 7.500 manns, kom til Albaníu á þriðjudag. Flóttafólk frá öðrum bæjum, sem fór um þetta sama svæði, segist hafa séð tugi eða hundruð líka á veginum milli Stu- dime og bæjarins Vushtri. Fólkið frá Studime segir, að serbnesku hermennirnir hafí skilið alla vopnfæra menn frá hópnum og síðan myrt þá, marga að fjölskyld- um þeirra ásjáandi. Flestir voru skotnir en sumir skomir með löng- um hnífum. „Þeir heimtuðu af mér 2.000 þýsk mörk, annars myndu þeir skjóta hann. Ég lét þá fá pening- ana en þeir drápu hann samt,“ sagði Hatixhe. Sonur hennar, Ka- dri, var 42 ára gamall og hafði ný- lokið læknanámi. Metije Gerxhaliu, ættingi Hatix- he, missti eiginmann sinn og son. Þegar hún leitaði að þeim innan um líkin, fann hún lík nágranna sinna, ungra hjóna og þriggja barna þeirra. Þegar hún loksins fann lík sonar síns var búið að skjóta hálft höfuðið af því. Skelfíleg dauðaóp Mevlyde Istrefi, 34 ára gamall, segir, að serbneskir lögreglumenn með hunda, skriðdreka og bryn- varða bfla hafi rekið brott alla íbúa bæjarins Shale e Bajgores. „Við vorum stöðvuð í þorpinu Ceceli. Þar tóku þeir alla karlmenn og skutu þá fyrir fram fólkið. Ef einhver virtist vera á lífi eftir skot- hríðina tróðu þeir á honum. Þegar þeir sáu ungan mann, sem var enn á lífi, óku þeir yfir hann á bryn- vörðum bíl, fyi-st einu sinni og svo aftur. Það var skelfilegt að heyi’a dauðaópin í honum.“ Bresks hermanns saknað í Kosovo París. Reuters. BRESKS hermanns hefur vei’ið saknað í Kosovo í 10 daga. Kem- ur þetta fram í frönsku frétta- bréfi, sem fjallar einkum og her- og vamarmál. Talsmaður breska varnar- málaráðuneytisins vildi ekkert um fréttina segja en hún birtist í frétta- eða vikurritinu TTU- Europe. Segir þar, að enskir og bandarískir sérsveitamenn séu handan júgóslavnesku víglínunn- ar í Kosovo og hafi fyrst farið þangað 21. mars eða fimm dög- um áður en loftárásir NATO hófust. I ritinu sagði, að hlutverk sér- sveitamannanna væri m.a. að auðvelda NATO-flugvélum árás- ir á serbnesk skotmörk. Þá sagði í ritinu, að dönskum, þýskum og ítölskum sérsveitamönnum hefði verið skipað að vera til taks vegna aðgerða í Kosovo en ekki er vitað hvort þeir eru þegar komnir þangað. ERLENT ■ ■' ■ 'IW^ fi| ^ ® í Reuters FLÓTTAFOLK frá Kosovo að koma inn yfir albönsku landamærin. Þangað hafa komið um 8.000 manns frá Vushtri í Mið-Kosovo frá því á þriðjudag. Umræðan í Bandaríkjunum um ofbeldi meðal unglinga Spjótin beinast að af- þreyingarfyrirtækjum Washinpton. Reuters. BLÓÐSÚTHELLINGARNAR í framhaldsskólanum í Littleton í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að bandarísk stjómvöld íhuga nú að gera kvikmynda-, sjónvarps-, tón- Ustar- og tölvuleikjafyrirtækjum sömu skil og tóbaksfyrirtækjunum. Orrin Hatch, formaður dómsmála- nefndar öldungadeildar Bandaríkja- þings, sagði í fyrradag að hann kynni að beita sér fyrir því að ViðsMptaráð Bandaríkjanna eða dómsmálaráðu- neytið krefðist gagna um markaðs- setningu afþreyingarfyrh’tækjanna til að rannsaka hvort þau noti ofbeldi af ásettu ráði til að ná til bama. Hatch líkti þessari tillögu við svipaða rannsókn á markaðssetn- ingu tóbaksfyrirtækjanna sem leiddi í ljós að böm og unglingar væru á meðal markhópa þeirra þótt fyrirtækin hefðu neitað því. Ráðgert er að öldungadeildin hefji á næstunni umræðu um laga- frumvarp, sem miðar m.a. að því að stemma stigu við glæpum barna og unglinga. Hatch sagði að hann kynni að leggja fram þá breytingar- tillögu að dómsmálaráðuneytið eða viðskiptaráðið hæfi rannsókn á af- þreyingarfyrirtækjunum. Landlæknir rannsaki ofbeldi meðal barna Ennfremur er búist við því að lagðar verði fram ýmsar tillögur um aðgerðir til að draga úr ofbeldi I fjölmiðlunum. Öldungadeildarþing- maðurinn Ernest Hollings hyggst til að mynda leggja til að lagt verði bann við ofbeldi í sjónvarpi á þeim tímum þegar börn eru líklegust til að horfa á það. Þessi tillaga hefur ekM notið miMls stuðnings á þing- inu til þessa en líkurnar á því að hún verði samþykkt hafa auMst eft- ir blóðsúthellingarnar í framhalds- skólanum Littleton í síðasta mán- uði, þegar tveir unglingar skutu 13 til bana áður en þeir sviptu sig lífi. ViðsMptanefnd öldungadeildar- innar hélt sérstakan fund um „mark- aðssetningu ofbeldis til bama“ í fyrradag og Jack Valenti, forseti samtaka bandarískra kvikmyndafyr- irtækja, lýsti þar yfir stuðningi við þá hugmynd að landlækni Banda- ríkjanna yrði falið að stjóma um- fangsmiMlli rannsókn á ofbeldis- hegðun bama og hugsanlegum áhiif- um ofbeldis í sjónvarpi á böm. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar- innar hyggst ennfremur fjalla um áhrif ofbeldis í fjölmiðlum á börn 13. maí. Þá hefur Bandaríkjaforseti boðað til fundar um ofbeldi meðal bama og unglinga á mánudaginn kemur. A meðal þeirra sem sitja eiga fundinn eru fulltrúar afþrey- ingarfyrirtækjanna og prestar, auk stuðningsmanna og andstæðinga strangari löggjafar um byssueign. GLÆSISÝNING [ LAUGARDALSHÖLL 28. TIL 31.MAÍ Meðal sýnenda verða: ABM heildverslun - Alno Panorama - Mi Casa - Bang & Olufsen - Duxiana - Gegnum glerið - Enjó á íslandi - Eurocard á íslandi - - Exo - Flísabúðin - GP húsgögn - Hljóðfæraverslun Leifs H. Magnússonar - í Húsinu - - íslandsbanki - íslensk vátryggingamiðlun - Jóhann Helgi & Co. - Leðuriðjan ehf. - Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann - Lumex - Metró Normann - Notre Dame - Persía - Ragnar Björnsson hf - Samtök iðnaðarins - Símabær - Skemmilegt Glói - - Sóldís - Sóló húsgögn - Sætir sófar - Toppgæði - Línan - Zeus Hvar verður þú ? SÝNINGAR ehf. AUSTURSTRÆTI 6 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 0600 NETFANG: lifsstiil@kom.is www.lifsstill.kom.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.