Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999
MORGUNB LAÐIÐ
________________FRETTIR______
Kröfiiniar um auð-
lindaskatt að gufa upp
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki draga úr opinberri
þjónustu til að geta lækkað skatta, að sögn formanns
flokksins, Davíðs Oddssonar. Hann segir að fái sjálf-
stæðismenn góða kosningu og verði í ríkisstjórn sé
eðlilegast að flokkurinn hafí þar áfram forystu.
SKÝRINGA á góðu efnahagsástandi á íslandi
er ekki að leita í góðæri heldur stefnunni síð-
ustu átta árin, að sögn Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks-
ins. „Við hvikuðum hvergi þegar við fórum
niður í öldudalinn fyrstu árin og ég sagði alltaf
að við værum að búa í haginn fvrir batann
sem kæmi. Við gerðum það, komum á frjálsari
fjármagnsflutningum og betri aðstæðum
handa fyrirtækjunum og gátum þess vegna
risið undir batanum. Margir hagfræðingar
reiknuðu þetta allt skakkt. Sumir þeírra, sem
skrifa mikið, sögðu fyrir tveim árum að hér
væri allt á leiðinni norður og niður vegna
þenslu. Þeir áttuðu sig ekki á því að búið var
að breyta hinu efnahagslega umhverfi í Iand-
inu; þess vegna fór ekki illa þegar batinn
kom.“
- Þú hefur sagt að þér þyki mestu skipta að
hugarfar fólks gagnvart ríksfjármálum, skött-
um og öðrum opinberum umsvifum hafi
breyst. Breyst hvemig?
„Núna hittum við ungt fólk og ræðum við
það um verðbólguna, hættuna á holskeflu og
það veit ekki um hvað er verið að tala. Það var
10 eða 12 ára þegar slíkh’ hlutir riðu hér yfír
síðast. Eldra fólk er líka farið að hugsa öðru-
vísi en það man hins vegar og vill ekki fara í
sama farið aftur, mun ekki líða það.
Þess vegna held ég að þessar miklu loforða-
auglýsingar, að Iáta þennan fá 20 milljarða og
hinn 30 milljarða, virki eins og gamaldags
kosningabarátta. Ef við hefðum keppt við
Samfylkinguna hefðum við átt að lofa 70 millj-
örðum, síðan hefðu Vinstrigrænir lofað 80
milljörðum. Sá hefði verið bestur sem hefði
lofað mestum peningum, rétt eins og þeir
renni bara úr ríkissjóði en aldrei þurfi að
leggja inn á móti.
Eg held að hugarfarsbreytingin komi fram í
því að fólk vilji þetta ekki. Það segi: „Verið
ekki að plata okkur, við erum ekki fífl!“ Þegar
verðbólgan og öll sú vitleysa óð áfram voru
svona tölur bara eitthvað sem bætt var við alla
hina vitleysuna."
Skattalækkanir og þjónusta
- Þið haldið ekki mikið á lofti loforðum um
skattalækkanir. Er enginn þungi í slíkum
kröfum núna?
„Við ætlum ekki að
hækka skatta en ef áfram
verður svigrúm til þess
munum við leitá leiða til að
lækka þá. Við segjum ekki
við fólk að við ætlum að
skera niður þjónustu í því
skyni að draga úr skatt-
heimtu. Fyrir kosningarn-
ar 1995 sögðumst við ekki
ætla að lækka skatta,
Reyndin varð sú að við
gerðum það.
Ef efnahagsbatinn heldur áfram munum við
nota svigrúmið til nokkurra þátta. I fyrsta lagi
munum við halda áfram að greiða niður er-
lendar skuldir vegna þess að þá lækka vaxta-
greiðslur ríkissjóðs og hann hefur úr meira að
spila. I öðru lagi lækka skatta á þeim sviðum
sem mikið hefur verið um slíkt talað. I þríðja
lagi auka þjónustu eins og t.d. í vissum þáttum
menntamála og heilbrigðiskerfisins.“
- Hvað viltu segja um jaðarskattana sem
margir kvarta undan?
„Vandamálið er að fólk talar í kross. Þeir
sem segjast vilja jöfnuð og um leið afnema all-
ar jaðartengingar þurfa að eiga langt og gott
samtal við sjálfa sig og reyna að ná sáttum,
því að þetta tvennt fer ekki saman. Til hvers
voru settar jaðartengingar? Til að hjálpa fyrst
og fremst þeim sem minnst hafa. Þegar tekj-
urnar voru orðnar háar, að mati jafnaðar-
manna, voru settar jaðarskattatengingar.
Þetta er ástæðan fyrir því að svona erfitt er að
fínna flöt á sátt; um leið og tekst að skera nið-
ur tengingarnar kemur þetta sama fólk sem
segist vilja þær niður og segir: Nú er verið að
auka ójöfnuðinn, það vildum við ekki.
Nú segir Samfylkingin að setja eigi mörg
skattþrep í tekjuskatti. Hvað eru skattþrep?
Þau eru jaðartengingar, ef menn bæta við sig
yfirvinnu eða færast upp um launaflokk
hækka þeir um skattþrep.
Við bendum á að tekjuskatturinn hafí verið
lækkaður um 4%. Barnabætur hafí að vísu
verið skertar en ekki hjá þeim sem eru neðst í
tekjustiganum og borga engan tekjuskatt, hjá
þeim voru þær hækkaðar. Skerðingin á bótun-
um til þeirra tekjuhæm jafnaðist að verulegu
leyti út vegna lækkunarinnar á tekjuskattin-
um.“
- Samstaríið við Framsóknarflokkinn hefur
gengið mjög vel, segir þú. Kom ekki til greina
að segja fyrir kosningar að á því yrði fram-
hald ef þingstyrkur fengist?
„Nei, það hefur aldrei verið rætt. Þetta hef-
ur verið hefð í meira en 30 ár, að flokkarnir
gangi óbundnir til kosninga og ég hugsa að
það sé ástæðan. Auk þess hafa kjósendur
fleiri kosti með þessum hætti.
Um embætti forsætisráðherra í næstu
stjóm segi ég aðeins að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur aldrei sagt að það sé heilög krafa að
hann verði með forystuhlutverk. Vilji kjósend-
anna er það sem mestu skiptir. í flestum lönd-
um sem ég þekki til kemur forsætisráðherr-
ann úr langstærsta flokknum ef hann á aðild
að stjórn þó að annað hafí gerst hér. Persónu-
lega er þetta ekkert atriði fyrir mig en ég tel
hins vegar að ef Sjálfstæðisflokkurinn fær
góðan stuðning meðal kjósenda eigi sá stuðn-
ingur að skila sér. Það eigi ekki að reyna að
ógilda kosningaréttinn.
Það er erfitt þegar við erum með hlutfalls-
kosningar og margi-a flokka kerfi að bjóða
upp á þessar skýru línur um stjórnarsamstarf
sem þú talar um. Jafnvel þótt yfirlýsing væri
gefin fyrir kosningar er þá víst að samstarfið
myndi endast út kjörtímabilið?"
Stóra málið horfið
- Þú sagðir á landsfundi að leita yrði sátta í
fískveiðistjórnunarmálunum. Ertu með tillögu
að slíkri sátt sjálfur, geturðu nefnt eitthvað
ákveðið sem þú heldur að gæti orðið skref íþá
átt?
„Undanfarin fimm eða
sex ár hefur umræðan um
sjávarútvegsmál snúist um
auðlindaskatt. Nú er allt
farið að snúast um að menn
séu að fara með fé út úr
greininni þegar þeir hætta.
Þetta er alveg nýtt. Og
Samfylkingin segir um
kerfið að það eigi að henda
því og gera bara eitthvað.
Fimm ára barn fengi ekki
einu sinni að tala svona við
foreldra sína.
Kröfumar um auðlindaskatt eni að gufa
upp. Samfylkingin talar um gjald upp á þrjá
milljarða mínus það sem útvegurinn greiðir
nú þegar. Það sem áður var „stærsta lífshags-
munamál þjóðarinnar" eins og þeir kölluðu
það er nú upp á svona 1,5 til 2 milljarða króna.
Miðað við 40-50 milljarðana sem þeir ætla að
eyða er þetta nánast innan skekkjumarka hjá
þeim.
Við segjum að við ætlum að byggja á núver-
andi kerfi en á því séu hins vegar agnúar. Við
tökum fram að við viljum að atvinnugreinin
greiði fyrir þá þjónustu sem hún fær, að eðli-
legt sé að auka þær greiðslur. Þannig að það
er í rauninni sáralítill munur á okkur og Sam-
fylkingunni hvað þetta varðar enda er stóra
málið þeirra, auðlindagjaldið, eins og horfið.
Fyrst veiðileyfagjaldið er ekki lengur aðal-
málið sé ég ekki að menn vilji yfirleitt gera
neinar grundvallarbreytingar.
Meginþátturinn hjá okkur er sáttin. Við
höfum ekki verið í fararbroddi þeirra sem
gagnrýna kerfíð en viljum taka öllum hug-
myndum opnum huga. En við setjum eitt skil-
Morgunblaðið/RAX
Davíð Oddsson
yrði: Ef menn koma með tillögur verður að
ríkja meiri sátt um þær en núverandi hug-
myndir.
Eg stóð fyrir því ásamt öðrum að tillaga
stjórnarandstöðunnar um auðlindanefnd allra
flokka var samþykkt. Þar voru skipaðir menn
af hálfu Sjálfstæðisflokksins sem við bárum
traust til en höfðu ólíkar skoðanir. Þangað var
ekki send einhver framvarðasveit flokksfor-
ystunnar til þess að knýja fram ákveðna nið-
urstöðu. Flokkamir sem skipa Samfylkinguna
sendu hins vegar menn sem hafa allir sömu
skoðunina og þó vitum við að innan þeirra
flokka eru auðvitað mismunandi skoðanir eins
og hjá okkur.
Samfylkingin vill binda í stjórnarskrá að
fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og finnst
það frumlegt. Þetta er í stjórnarsáttmála nú-
verandi ríkisstjórnar! Af hverju það hefur
ekki verið framkvæmt? Það var ekki gert
núna þegar stjórnarskránni var breytt vegna
þess að málin voru komin í nýjan farveg í auð-
lindanefndinni og þess vegna þótti rétt að fá
tillögur þaðan, klára málið þar, áður en slík
ákvörðun yrði tekin.“
-Þið segið í kosningastefnuskránni að hafn-
að sé aðild að Evrópusambandinu efhún kosti
að við verðum að afsala okkur yfírráðum físki-
miðanna. Mynduð þið þá ræða aðild ef einhver
opnun yrði íþessum efnum?
„Sjávarútvegurinn er meginhindrunin og
það er ekkert sem bendir til þess að þar sé
nokkuð að breytast en aðrir þættir hafa einnig
áhrif. Eg nefni vaxandi framsal á fullveldi,
sambandið er að þróast æ meira í þá átt að
verða sambandsríki í stað ríkjasambands. Mér
fínnst það nú dálítil ákvörðun að skerða svo
mjög sjálfstæði sem er ekki nema rúmlega 50
ára gamalt.“
Hófleg nýting og hálendið
- I kosningastefnuskrármi segir að fara
þurfí saman „náttúruvernd og hófíeg nýting
til orkuframleiðslu, beitar og ferðamennsku“.
Þetta er spurning um merkingu orða eins og
„hófíeg“, er það ekki?
„Það er rétt hjá þér en á hinn bóginn segja
þessi orð þó að ákveðin hugarfarsbreyting er í
gangi í þjóðfélaginu. Hér áður fyrr sagði Sjálf-
stæðisflokkurinn eins og aðrir flokkar: Við
eigum miklar orkulindir og erum ekki búin að
nýta nema 10% af því sem við getum auðveld-
lega nýtt. Tíðarandinn var þannig að eingöngu
var talað um það sem var tæknilega nýtan-
legt.
Við töldum áður að hægt væri að virkja tí-
falt meira á hálendinu en við gerum ráð fyrir
núna. Nú erum við búin að taka inn fleiri þætti
en þá tæknilegu eins og umhverfismál og töl-
um um hóflega nýtingu. Þetta er í raun og
veru gjörbreyting á stefnu flokksins."
-Ráðandi hluti í stórfyrirtækjum eins og
Samherja og Granda er á hendi nokkurra að-
ila, þrír menn ráða fyrrnefnda fyrirtækinu. Er
hægt að tryggja dreifða eignaraðild að einka-
væddum fyrirtækjum í markaðssæmfélagi?
„Bæjarútgerðin og ísbjörninn mynduðu
Granda, aðeins tveir aðilar réðu öllu í þessum
tveim fyrirtækjum, borgin og eini eigandi Is-
bjarnarins. Núna hafa þúsundir manna hag af
því að fyrirtækið Gí-andi gangi vel þótt það
séu ákveðnir einstaklingar eða einhverjir hóp-
ar sem stjórna, tíu manna hópar eins og þú
segir. Og hverjir eru þessir aðilar sem eiga
Granda? Það eru meðal annars Sjóvá-Almenn-
ar og ekki á einhver einn það fyrirtæki, eig-
endurnir eru fjölmargir.
Og jafnvel þótt þar og í Hampiðjunni og víð-
ar sé það líka fámennur hópur sem ræður er-
um við fljótt farnir að tala um tíu sinnum tíu
þegar við tölum um ráðandi einstaklinga hjá
Granda. Og svo má ekki gleyma öllum hlut-
höfunum í Sjóvá sem hafa allan hag af því að
þeir stjórni vel, mennirnir í stjórn Granda.
Ég held að það sé rétt að erfítt sé að
tryggja dreifða eign með lögum en þó hefur
það verið gert sums staðar. Stefnan um
dreifða eign á bönkunum hefur skilað árangri.
Og á Alþingi erum við búin að setja lög um að
ekkert fyrirtæki megi eiga nema tiltekinn hlut
í kvótanum."
Hann er spurður um hagsmunaárekstra
þingmanna sem eiga hlutafé t.d. í kvótafyrir-
tækjum. Davíð segist vera á móti því að fjöl-
miðlar birti skattframtöl manna sem eigi að
vera mál viðkomandi einstaklinga og skatts-
ins. Um stjórnmálamenn gildi öðru máli, mik-
ilvægt sé að almenningur viti hvernig þessum
tengslum sé varið.
„Ég er þeirrar skoðunar að setja ætti þá
reglu að skattframtöl allra þingmanna og
jafnvel þeirra sem bjóða sig fram í prófkjöri
séu birt. Ég vil ekki lög heldur ætti þetta að
vera siðferðisleg regla þingsins vegna þess að
fólk er að bjóða sig þar fram til ákveðinna
starfa. Þetta gætu líka dómstólar gert og fleiri
slíkir aðilar sem þurfa mikið að gæta að þess-
um málum.
Síðan gætu menn gætt sinna hagsmuna í
bak og fyrir á þingi og yrðu þá rassskelltir af
kjósendum ef þeir teldu að um misnotkun
væri að ræða. Fólk þarf hins vegar að vita að
þingmaðurinn hafí gert þetta.
Af þessum sökum tók ég sjálfur þá afstöðu
að kaupa aldrei hlutabréf, hef ekki einu sinni
notfært mér þessi afsláttarkjör sem ég er að
mæla með að aðrir geri og hef sennilega tapað
einhverjum milljónum á því. En ég hef sett
mér þessa reglu.“
Framlög til flokkanna
Hann ræðir um framlög í flokkssjóði sem
hann segir að eigi að byggjast á trúnaðarsam-
bandi gefanda og flokks. „Sumir hafa talað
sérstaklega um Sjálfstæðisflokkinn í þessu
sambandi en Margrét Frímannsdóttir hefur
komist upp með að segja: „Ég vil birta fram-
lög til flokkanna nema frá þeim sem vilja ekki
að ég birti þau.“
Framkvæmdastjórar allra flokka skiluðu í
mars skýrslu til þingsins þar sem þeir lögðust
allir gegn því að framlög yrðu upplýst. Svo
eru sumh' að þykjast vera eitthvað öðruvísi en
aðrir. Alþýðuflokkurinn birtir nokkrar línur
um stöðuna á hverju ári. En gjaldkeri Alþýðu-
flokksins sagði af sér fyrir nokkrum árum
vegna þess að hann fékk ekki að sjá alla reikn-
inga flokksins!
Félagi í Alþýðubandalaginu er búinn að
skrifa blaðagrein eftir blaðagrein um tiltekin
peningamál flokksins. Hvenær hefur Ulfar
Þormóðsson fengið svör? Margrét svarar
þeim aldrei en segist samt vera tilbúin að
birta alla reikninga! Og hver fær að sjá hver
er að leggja flokknum til fé? Þau birta nú
nokkrar línur um tekjur og gjöld, sömu hlutir
hafa verið opnir hjá Sjálfstæðisflokknum í
áratugi."
- Ríkisfjármál eru í góðu horfí, búið að
flytja rekstur grunnskóla til sveitarfélaganna,
setja ný lög um réttarfar og stjórnsýslu, ný
upplýsingalög. Hvað er eftir, hver verða bar-
áttumál þín næstu fjögur árin?
„Ég fer ekki í kosningabaráttu eins og sum-
ir aðrir sem hafa engin önnur baráttumál en
að eyða peningum. Mín mál eru fyrst og
fremst þau að gera ríkiskerfið enn skilvirkara
en áður og auka svigrúm einstaklinganna um-
fram það sem verið hefur. Þessi baráttumál
eru í samræmi við lífsskoðanir mínar, að okk-
ur vegni best þegar einstaklingurinn hefur
sem best tækifæri og fyrirtækin mest svig-
rúm. Ég vil skapa þau skilyrði."