Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 53

Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 53 UMRÆÐAN Stj órnarskrár- varin atvinnu- réttindi Sunnlendinga UM ALDARAÐIR hafa Sunnlendingar sótt sjóinn af kappi þrátt fyrir hafnlausar strendur héraðsins. Arvissar fiskigöngur á vetrarvertíðum bættu upp búhokur sveitanna og smábýl- anna og gerðu lands- hlutann byggilegan. Menn hrintu áraskip- unum á flot úr vörum eða fjörusandi og settu í róðrarlok. Hafið tók sinn toll í skipum og mannlífum. Þann toll greiddu menn í baráttu um brauðið handa sér og sínum. Sem dæmi um sjósóknina má nefna að á vertíðinni 1916 reru um 30 skip frá Þorlákshöfn, eða á fimmta hundrað manns. Era þá aðrar verstöðvar á suðurströndinni ótaldar, allt frá Herdísarvík í vestri til Víkur í Mýrdal í austri. Þessum áraskipa- útvegi lauk um 1930. Sunnlendingar áttu sitt athafna- skáld og um miðja öldina er skrið- ur kominn á gerð hafskipabryggju í Þorlákshöfn, sem veitti nokkram smáum vertíðarbátum takmarkað skjól, þar sem þeir lágu við festar. Jafnframt var stofnað útgerðarfé- lagið Meitillinn hf. Hófst þá einnig myndun byggðar þar sem 12-1400 manns hafa nú búsetu. Utgerðin óx og dafnaði og byggðin að sama skapi enda fóra nú fleiri af stað með útgerð og fiskvinnslu sem Sunnlendingar í atvinnuleit nýttu sér í auknum mæli. Góð fiskihöfn var svo loks fullgerð 1976 og brá á Ölfusá miklu síðar, sem tengdi Eyrarbakka og Stokkseyri hinni nýjp lífhöfn. A þessum árum var Þorlákshöfn í röð stærstu löndunarhafna lands- ins í bolfiski, og framleiðsla í fryst- um og söltuðum afurðum strand- byggðanna þriggja, með því mesta á landsvísu miðað við íbúafjölda, og verðug sneið af heildarútflutningi landsmanna í sjávarvöru. Vertíðarbáturinn er að hverfa úr útgerð nútímans. Hann var at- vinnutækið, sem byggði upp blóm- legar sjávarbyggðir vítt um land, ekki síst á Suðurlandi, vegna langvarandi hafnleysis. Hann sá landvinnslunni fyrir vertíðarafla á vetram, síld og humri að sumarlagi og stundaði línu- og togveiðar að hausti. Kjarni áhafnar var skipaður heimamönnum viðkomandi byggð- arlags. Nýliðun var auðveld og eðlileg á skipunum. I góðæri voru tekjur áhafnar drjúgar og styrktu viðkomandi heimabyggðir. Hver vill skipta á stórum hópi vel stæðra einstaklinga og 2-4 sægreifum með vinnukonuútsvar? Fiskvinnslan þróaðist í takt við tímann og veitti konum og körlum oftast næga atvinnu, sem kom sér vel þegar menn reistu sér heimili í heimabyggð. Islenskur sjávarát- vegur býr við sveiflukennd skilyrði og stundum sló í baksegl í veiðum og vinnslu, og mun svo ætíð verða í þessari atvinnugrein. Þungir veltu- skattar og aðstöðugjöld sliguðu mörg fyrirtæki og einstaklinga. Miklir fjármunir fóru í endurnýjun flotans og byggingu fiskiðjuvera. Stjórnvöld ráku núll- stefnu lengi vel og arð- ur af umsvifum í grein- inni var illa þokkaður. Nú era breyttir og betri tímar hjá nýfrjáls- hyggjunni og mörg stórfýrirtæki í sjávar- útvegi nánast stikkfrí í skattamálum. Engu síður stóð sjáv- arátvegurinn undir mestu framfóram, sem þjóðinni hefur hlotnast, á seinni helmingi aldar- innar og lagði granninn að efnalegri velferð hennar. Nú era 15 ár liðin frá setningu fiskveiðistjórnunarlaga og úthlutun kvóta á hvert skip samkvæmt veiðireynslu. Þessi Kvótinn Auðunninn sigur er ekki í sjónmáli, segir Benedikt Thorarensen, en baráttan mun skila sigri innan tíðar. frjálsræðissvipting var nauðvörn stjómvalda vegna bágrar stöðu fískistofna. Almennt má telja að Sunnlendingar hafi farið með skarðan hlut frá borði í þessum uppskiptum, einkum í þorski. Ver- tíðarbáturinn þó sérstaklega, vegna sífellds niðurskurðar þorskaflaheimilda allt fram á þenn- an áratug. Bátaflotanum smá- blæddi því út, hafði ekki rekstrar- grandvöll. Ýsu- og ufsaheimildir hans vora ofmetnar og urðu að pappírsfiski í miklum mæli. Hu- markvóti var reiknaður til frá- dráttar þorskafla bátsins. Fleira kom þó til. Bátaflotinn átti ekki lengur málsvara í sínum eigin sam- tökum. LIU foi-ystan var löngu hætt að berjast fyrir rétti þeirra. Þar á bæ einbeittu menn sér að hagsmunagæslu stórátgerða og vinnsluskipa, þ.e. hinu ríkisvernd- aða sérréttindakerfi. Stórátgerð- irnar sölsuðu undir sig aflaheimild- ir bátaflotans í krafti auðs og að- stöðu, sem stigmagnast hefur frá setningu laga nr. 38 frá 1990 um frjálst framsal aflaheimilda. Nær væri þó að kalla þessa lagasetningu ólög vegna þeirrar ósvinnu að ragla saman eignar- og afnotarétti í stærsta hagsmunamáli þjóðarinn- ar. Sjávarátvegsráðherra sagði í blaðaviðtali fyrir nokkrum áram að nóg væri komið af vinnsluskipum í bili. Aldrei heyi’ðist meir um þessi ummæli hans og hefur honum ef- laust verið sagt að þegja. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja, að sjóvinnsluskipin njóti að lágmarki 20% betri kjara í skattalegu og kvótalegu tilliti held- ur en landvinnsla og útgerð henni tengd. Varla eða ekki berast fréttir af þeim skussa sem ekki græðir á vinnsluskipi, með því sjálfdæmi sem slík vinnsla býður upp á. Stjórnvöld hafa hins vegar viljandi eða óviljandi gleymt að kynna þessa sjóvinnslustefnu íýrir þjóð- Benedikt Thorarensen Fréttir á Netinu vóí> mbl.is ALLTAf= errTHXSAÐ l\IÝT~l inni og bera því ábyrgð á afleiðing- unum. Suðurland hefur á síðustu árum misst stóran hluta af aflaheimild- um sínum og á það nú undir geð- þótta sægreifanna hvort fiskur er unninn á svæðinu að einhverju gagni. Allt er þetta tilkomið vegna núverandi fiskveiðistjórnar t.d. þegar eigendur Meitilsins keyptu köttinn í sekknum með kaupum sínum á Vinnslustöðinni, sem var gjaldþrota fyrirtæki, meðan Meit- illinn hafði skilað góðum hagnaði ‘94 og ‘95. Þar með misstu Sunn- lendingar og Þorlákshöfn öll yfir- ráð yfir milli 4 og 5 þúsund þorskígildum, sem félagið hafði áunnið sér með þátttöku sjómanna sinna og fiskverkafólks. Þannig virkar núverandi kerfi, til byggða- flótta af landsbyggðinni til óþurftar bæði dreifbýlis og þéttbýlis. Eitt af aírekum LÍU-furstanna og ráðherra var atlaga að gamla, góða Fiskifélagi Islands, málsvara dreifðra byggða um sjávarátvegs- mál. Ráðherra svipti félagið verk- efnum, sem það gat þó unnið betur og ódýrar en aðrir. LIU þoldi ekki þær gagnrýnisraddir, sem fram komu í ályktunum Fiskiþings. Raunveraleg slit þess félags fóru fram þann 30/3 1998. Þorsteinn Pálsson hefur lýst því yfii’ á fund- um, að enginn sjávarátvegsráð- herra muni voga sér að breyta staf- krók í núverandi fiskveiðastjórnar- kerfi í framtíðinni. Allah sé með oss. Það var því tímabært og lofs- vert framtak Sverris Hermanns- sonar og félaga hans að stofna Frjálslynda flokkinn til baráttu við ranglætis- og landeyðingarstefnu kvótaflokkanna. Auðunninn sigur er ekki í sjónmáli, en baráttan mun skila sigri innan tíðar. Andóf Frjálslyndra hefur þegar vakið sterk viðbrögð þjóðarinnar og neytt foi-ystumenn kvótaflokkanna til yfirlýsinga um nauðsyn þjóðar- sáttar í málinu. Sunnlendingar til sjávar og sveita: Núverandi kerfi er á góðri leið með að svipta okkur dýrmæt- um atvinnuréttindum. Við megum ekki við því. Varla þökkum við kvótaflokkunum fyrir atlögu að at- vinnuöryggi okkar og mannrétt- indum. Varla þökkum við þeim fýr- ir að gera húseignir okkar verð- lausar og svipta okkur þeim lífeyri sem við byggðum upp undir frjáls- ræði undanfarinna áratuga. Styðj- um F-listann og kjósum Eggert Haukdal. Höfundur skipnr 11. sæti á lista Frjálslynda flokksins á Suðurlandi. Milljarður til forvarna Framsóknarflokk- urinn hefur í kosn- ingabaráttunni lofað milljarði á næsta kjör- tímabili til forvarna í vímuefnamálum. Ekk- ert hefur verið minnst á íþróttahreyfinguna þegar rætt er um út- hlutun þessara pen- inga. Þó ætti öllum að vera kunnugt um for- varnargildi íþrótta. Fræg rannsókn pró- fessors Þórólfs Þór- lindssonar hefur sýnt fram á að mun minni líkur eru á notkun fíkniefna hjá þeim sem stunda íþróttir og að þeir sem stunda íþróttir sýna betri árangur í skóla. Eins og staðan er í dag fá félög og íþróttabandalög í hverju héraði fjárframlög frá viðkomandi sveit- arfélögum, mismikið þó eftir því hversu mikinn skilning viðkomandi sveitarfélag hefur á íþróttastarf- inu. Jafnframt fá félögin og banda- lögin styrki frá Lottóinu og ís- lenskum getraunum. Sérsambönd sem starfa á landsvísu heyra undir ríkisvaldið og ættu að fá styrki þaðan. Raunin er hinsvegar sú að ríkisvaldið leggur ekki fram krónu til rekstrar sérsambanda. Sérsam- böndin fá hluta af hagnaði lottós- ins og eru það einu föstu tekjur þeirra. Hjá stærri samböndunum innan ISI eru tekjur af Lottóinu frá 1%-13% af heildarvéltu sam- bandanna. Afgangurinn er fjár- magnaður með eigin fjáröflunum. Enda er það svo að stór hluti af vinnu starfsmanna og stjórnar- manna sérsambanda fer í að afla fjár í stað þess að eyða tímanum í íþróttastarfið sjálft. Slíkt fjáröfl- unarstarf verður sífellt eifiðara, sérstaklega eftir að ríkisstyrktar menningarstofnanir og Reykjavík- urborg sjálf era í auknum mæli farnar að leita sér að styi-ktaraðil- um. Enn sem komið er nýtur þó íþróttahreyfingin velvildar hjá for- ystumönnum í atvinnulífinu. Allir vita að stór þáttur í að fá börn og unglinga til að stunda íþróttir er afreksmennirnir. Af- reksmenn draga vagninn. Nýjasta dæmið er Vala Flosa- dóttir og frábær ár- angur hennar. Það era sérsamböndin sem skapa afreksmönnun- um verkefni og bei’a af þeim verulegan kostn- að. Það að komast í unglingalandslið verk- ar hvetjandi á ung- linga og smitar út frá sér. Það era sérsam- böndin sem bera kostnað af því starfi. Slíkt starf skapar grundvöll fyrir kom- andi afreksmenn þess- arar þjóðar, fyrir- myndirnar sem börn og unglingar eiga eftir að líta upp til. Það er á ábyrgð sérsamband- anna að gefa út fræðsluefni fyrir Iþróttastarf Það er kominn tími til þess, segir Pétur Hrafn Sigurðsson, að ríkisvaldið viðurkenni skyldur sínar gagnvart sérsamböndunum inn- an ÍSÍ. íþróttagrein sína. Slíkt fræðsluefni er nýtt á íþróttabrautum fram- haldsskólanna. Engir styrkir fást frá ríkisvaldinu til slíkrar útgáfu. Það dugar ekki lengur að stjórn- málamenn komi færandi hendi með blómvendi eftir að íþrótta- menn hafa náð frábærum árangri í íþrótt sinni. Það er kominn tími til að ríkisvaldið viðurkenni skyldur sínar gagnvart sérsamböndunum innan ISI. Ríkisvaldið hefur setið eftir í þessum málum. Þeir era margir sem hafa áhuga á að vita hvort Framsóknarflokkurinn og aðrir þeir sem bjóða fram í þessum kosningum eru tilbúnir til að láta 100 milljónir af þessum milljarði renna til sérsambanda ISI og ti-yggja þannig forvarnarstarf íþróttahreyfingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri KKÍ. Pétur Hrafn Sig- urðsson AÐALFUNDUR Fimmtudaginn 20. maí 1999, kl. 17:15 í húsnæði íslandsbanka við Kirkjusand, 5. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum sjóðsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál. Þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar á samþykktum sjóðsins miða að því að aðlaga samþykktir sjóðsins lífeyrissjóðalögunum frá 1997 og reglugerðum sem hafa verið settar í kjölfar laganna. Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og geta sjóðfélagar nálgast þær þar eða fengið þær sendar í pósti. Einnig er hægt að nálgast samþykktirnar á vefnum á slóðinni www.vib.is undir lífeyrismál. Sjóðfélagar eru hvattir til að mceta á aðalfundinnl Boðið verður upp á kaffiveitingar. LÍFEYRIS- SJÓÐUR arkitekta og tæknifræoinga Kirkjusandur, 155 Reykjavík Sími: 588-9170 Myndsendir: 560-8910. Rekstraraðili: VlB Sími: 560 8900 Netfang: vib@vib.is Veffang: www.vib.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.