Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
________________FRÉTTIR_____
Þrír símastrengir slitn-
ir á einum sólarliring
FJÖLDI símastrengja hefur farið í sundur á
landinu undanfarna daga og valdið símasam-
bandsleysi víða. í öllum tilvikum fóru
strengirnir í sundur vegna framkvæmda á
ákveðnum svæðum. Talsmaður Landssímans
segir nauðsynlegt að framkvæmdaaðilar og
verktakar afli sér upplýsinga um legu síma-
strengja í jörðu svo komast megi hjá slíkum
óhöppum.
Svo óheppilega vildi til á þriðjudag að verktak-
ar sem vinna að stækkun Kringlunnar grófu í
sundur 200 lína streng við verslunarmiðstöðina.
Af þeim sökum urðu tugir verslana símasam-
bandslausir í um það bil þrjár klukkustundir. Pá
gerðist það síðar sama dag að bóndi gróf í sundur
símastreng á landareign sinni skammt frá Flúð-
um. GSM-stöð á Langholtsfjalli fór við óhappið
úr sambandi og einnig slitnaði samband við
nokkra bæi. Símasamband komst aftur á
snemma morguninn eftir.
Verktakar afli sér upplýsinga
Á þriðjudag fór einnig símastrengur í sundur
vegna framkvæmda við Vesturlandsveg. Það tók
starfsmenn Landssímans töluverðan tíma að
fínna orsakir sambandsleysisins sem gætti hjá
Tilraunastöð Háskóla íslands á Keldum. Síð-
degis í gær var nýr símastrengur leiddur fram-
hjá þessum framkvæmdum og verður notast við
hann meðan á framkvæmdunum stendur.
Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga-
og kynningarmála Landssímans, segir að komast
mætti hjá óhöppum af þessu tagi ef verktakar
öfluðu sér upplýsinga um legu símastrengja í
jörðu. „P'ví miður er mikill misbrestur á því að
menn kanni þessi mál áður en ráðist er í fram-
kvæmdir. Við hvetjum verktaka eindregið til
þess að afla sér upplýsinga og komast þannig hjá
þeim óþægindum og kostnaði sem svona óhöpp
valda. Hægt er að nálgast kort af legu síma-
strengja í jörðu á teiknistofu Landssímans í
Landssímahúsinu við Austurvöll,“ segir Ólafur.
Barnapíur
bregða
á leik
ÞÆR Aðalbjörg og Hörn voru að
passa Rósu litlu á þriðjudaginn,
en þá var blíðskaparveður og því
kjörið að fara út og láta sólina
skína aðeins á sig. Breitt var úr
teppi á Miklatúni, farið úr skóm
og brugðið á leik.
Svo virðist sem Rósa sé hálf-
undrandi á barnapíunum, enda æp-
ir Höm undan kith vinkonu sinnar,
sem er búin að koma sér 'vel fyrir
og virðist ekki ætla að hætta leikn-
um í bráð. Gert er ráð fyrir súld
eða dálftilli rigningu vestantil á
landinu í dag og einnig norðan-
lands á morgun, en skýjað með
köfhim suðaustan- og austanlands.
Karlmaður áreitti stúlkubörn í Elliðaárdal
Beraði kynfæn
og leitaði á
telpurnar
FULLORÐINN karlmaður áreitti
tvo átta ára gömul stúlkubörn í El-
liðaárdal á mánudaginn sl. og sýndi
kynfæri sín. Björgvin Björgvinsson
lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í
Reykjavík segir að telpurnar hafi
verið að leik í dalnum þegar þetta
gerðist. „Hann leitaði á þær og bað
þær að snerta sig og þar með er
fremur um kynferðisbrot að ræða en
blygðunarbrot," segir Björgvin.
Stúlkurnar hlupu undan og til-
kynntu þessa áreitni. Lögreglan í
Reykjavík hefur nú málið til rann-
sóknar, en viðkomandi hefur ekki
náðst.
Yfir 20 tilvik í fyrra
Ómar Smári Armannsson aðstoð-
aryfírlögregluþjónn í lögreglunni í
Reykjavík segir að í fyrra hafi borist
yfír 20 tilkynningar um áreitni af
sama tagi þar sem böm urðu fyrir
barðinu á einstaklingum með óeðli-
lega sýniþörf. Sum þessara tilvika
hafi verið kærð en önnur voru ein-
vörðungu tilkynnt.
Flest þessara tilvika hafí verið að
vor- og sumarlagi og virðist að sögn
Björgvins sem þeir sem hneigist til
slíks athæfís komi aðallega fram á
þessum árstíma.
Hann segir fjóra gróðursæla staði
innan borgarlandsins vera mest
áberandi hvað þetta varðar, miðað
við tilkynningar, Öskjuhlíð, Foss-
vogsdal, Elliðaárdal og Laugardal.
„Þeir virðast sækja í svæði þar
sem þeir geta dulist. Við fengum
talsvert margar tilkynningar um at-
hæfi af þessu tagi í fyrrasumar. Með
þessu fyrsta tilviki sumarsins er
ástæða til að benda fólki á að halda
vöku sinni.“
Böm hvött til varfæmi
Björgvin segir mjög brýnt að öll
slík tilvik séu tilkynnt lögreglu og
hvetur fólk til að hafa sérstaka aðgát,
ekki síst með tilliti til barna. „Það er
mikilvægt að þessi dæmi séu tilkynnt,
enda nauðsynlegt fyrir okkur að hafa
vitneskju um þau. Þetta á líka við um
þá sem verða vitni að þessu háttemi.
Við hvetjum einnig foreldra til að
brýna fyrir bömunum að láta ekld
ókunnuga menn lokka sig eða reyna
að hafa áhrif á sig,“ segir Björgvin.
Ómar Smári segir lögregluna líta
mál sem þessi mjög alvarlegum aug-
um og leggja mikla áherslu á að hinir
brotlegu náist.
„Þeir sem þetta stunda þurfa oftast
á einhvers konar meðferð að halda og
það er einnig mikilvægt að við höfum
hendur í hári þeirra til að auka líkur á
að viðkomandi aðilar fái meðhöndlun
við hæfí,“ segir Ómar Smári.
Sýknaður af ákæru um
manndráp af gáleysi
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær
mann af ákæra um manndráp af gá-
leysi með því að hafa ekið sendibif-
reið sinni á gangandi vegfaranda
sem lést af áverkum sínum eftir
slysið, sem varð á Suðurgötu í
Reykjavík árið 1997.
Ekki þótti sannað að maðurinn
hefði ekið of hratt miðað við að-
stæður og var talið að hann hefði
ekki haft tök á að afstýra slysinu.
Morgunblaðið/Ásdís
Fangelsisdómur
fyrir ad hafa fé
af aldraðri konu
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
20 mánaða fangelsisdóm héraðs-
dóms yfir 44 ára gömlum manni,
sem sakfelldur var fyrir að hafa
notfært sér bágindi aldraðrar konu
sökum heilarýrnunar, einfeldni
hennar og að hún hafi verið háð
honum, til að hafa af henni rúmar
30 milljónir króna á áranum
1996-1997.
Þá var ákærði ennfremur fund-
inn sekur um að hafa fengið konuna
til að gefa út yfirlýsingu, sem var
viðbót í erfðaskrá, þess efnis að
stæði eitthvað eftir af skuld ákærða
við hana þá er hún félli frá skyldi
skuldin falla niður að öllu leyti.
Samkvæmt gögnum málsins tók
konan á tímabilinu 11. aprfl 1996 til
3. febrúar 1997 átján sinnum út af
einum bankareikningi sínum og
einu sinni af öðram reikningi sam-
tals 28,4 milljónir króna. Þá fékk
ákærði hana til að afhenda við-
skiptafélaga sínum 2,4 milljónir
króna sem greiðslu upp í skuld
ákærða við hann.
Ákærði kannaðist við að hafa
keyrt konuna í bankann þegar út-
tektirnar fóra fram og hefði hún
farið ein inn og hann beðið í bifreið-
inni á meðan.
Auk fangelsisrefsingar 1 héraði
og í Hæstarétti var ákærði enn-
fremur dæmdur til að greiða kon-
unni alla þá fjárhæð sem hann var
fundinn sekur um að hafa haft af
henni.
Spænski skip-
verjinn ekki í
lífshættu
LÍÐAN spænska sjómannsins
sem þyrla varnarliðsins sótti a
Reykjaneshrygg í fyrrakvöld er
eftir atvikum samkvæmt upplýs'
ingum frá Landspítalanum. Mað-
urinn veiktist um borð í togara
sem hann er skipverji á og var
óskað eftir tafarlausri hjálp. Hann
mun ekki vera í lífshættu og eru
veikindi hans raunar ekki talin
mjög alvarleg.
Þyrla vamarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli sótti manninn þar seW
þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, bilaði skömmu eftir flugtak,
og lenti hún með manninn í Kefla'
vík á þriðja tímanum í fyrrinótt-
Þaðan var hann fluttur með sjúkra-
bfl til Reykjavíkur.
Bilun varð í sjálfstýringarbúnaði
TF-Lífar, svo kölluðum „auto-
pilot“. Viðgerð lauk um miðjan dag
í gær og gekk reynsluflug sem far-
ið var í kjölfarið að óskum.
www.mbUs
32 SÍDUR i 16 SfiDUR j 4 SÍDUR
• ••••••••••••••••••••••••••••••• ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«
fRwgttttÞIafrtfe -------i TTTi n nFT.I i
brúðkaupi BMafl m m KTtfa IBai I
. * Bjarki Gunnlaugsson á
ER HÆGT AÐ UNDIRBUA: ......
SIG FYRIR HJÓNABAND? i 11881 I l íslandsmeistaratitli / B2