Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 13
Morgunblaðið/Þorkell
ÓLAFUR B. Ólafsson gagnrýndi kjaradóm fyrir að leggja þróun
launa opinberra starfsmanna til grundvallar ákvörðunum sínum.
Vinnuveitendur tilbúnir að standa
að breytingum á fæðingarorlofí
Fæðingarorlof
verði hlutfall af
föstum launum
ÓLAFUR B. Ólafsson, formaður
Vinnuveitendasambands Islands,
sagði á aðalfundi sambandsins að ný
ríkisstjórn yrði að taka mark á
þenslumerkjum í efnahagslífínu og
grípa til aðhaldsaðgerða. Oraunhæft
væri að gera ráð fyrir að hagvöxtur
yrði jafnmikill á næstu árum og ver-
ið hefði. Hann lýsti þvi jafnframt yfir
að vinnuveitendur væru tilbúnir í
næstu kjarasamningum tO að standa
að breytingum á fæðingarorlofi með
það að markmiði að jafna réttindin
og að þau yrðu hlutfall af fóstum
launum.
„Hagvöxtur undanfarinna ára hef-
ur verið borinn uppi af miklum fjár-
festingum, en þó mest af aukinni
einkaneyslu í kjölfar mikillar kaup-
máttaraukningar. Að baki aukinni
neyslu og fjárfestingum er gífurleg
aukning útlána innlánsstofnana en
þau jukust um þriðjung á síðasta ári.
Útgjöld þjóðarinnar eru um þessar
mundir langt umfram þjóðartekjur
og það hefði þegar valdið miklum
verðbólguþrýstingi, ef eyðslan hefði
ekki fundið sér farveg í auknum inn-
flutningi, sem aftur hefur valdið
griðarlegum viðskiptahalla. Við-
skiptahalli í slíkum mæli fær ekki
staðist tO lengdar og kaOar á mark-
viss viðbrögð stjórnvalda. Hagvöxtur
á komandi árum þarf þvi að hvfla á
auknu aðhaldi hins opinbera því við-
skiptahallinn ógnar stöðugu gengi
krónunar og þar með stöðugleikan-
um í efnahagsmálum,“ sagði Ölafur.
Ytri skilyrði þjóðarbúsins
að versna
Ólafur sagði að ytri skilyrði þjóð-
arbúsins væru ekki eins hagstæð nú
og þau hefðu verið. Verð á loðnuaf-
urðum væri hrunið, rækjuverð væri
lágt og verð á bolfiskafurðum færi
lækkandi. Verð á áli og kísfljárni
væri einnig lágt. Þá hefði olíuverð
hækkað um þriðjung að undanfömu.
„Ónógt aðhald í opinberum fjár-
málum hefur leitt til þess að meginá-
hersla í stjómun eftirspurnar er lögð
á vextina. Á síðustu mánuðum hefur
Seðlabankinn tvívegis hækkað stýri-
vexti sína; úr 7,2% í 7,9%. Aðrir vext-
ir hafa fylgt í kjölfarið. Vextir er-
lendis hafa jafnframt farið lækkandi
þannig að vaxtamunur mflli Islands
og viðskiptalandanna hefur stórauk-
ist. Jafnvægisleysið í hagkerfinu
veldur því að stöðugt þarf meiri
vaxtamun til að styðja gengi krón-
unnar.“
Ólafur sagði að þenslumerkin sæj-
ust einnig í launaþróuninni. Laun
hefðu á síðustu 12 mánuðum hækkað
um 7,5%, en laun í helstu samkeppn-
islöndum okkar hefðu hækkað um
2,3%. Vinnuveitendur settu sér það
markmið í næstu kjarasamningum
að viðhalda stöðugleika og sam-
keppnishæfni atvinnurekstrarins.
Slæm reynsla af dreifðum samning-
um, bæði á einka- og opinberum
markaði, sýndi mikflvægi þess að að-
flar vinnumarkaðarins kæmu sér
saman um markmið í efnahags- og
kjaraþróun. Það væri einnig æski-
legt að í komandi samningum yrði
reynt að semja um að kjarasamning-
ar rynnu út á svipuðum tíma þannig
að þjóðfélagið yrði ekki þrúgað af
kjarasamningagerð langtímum sam-
an. Hann sagði að deilur um skipu-
lagsmál ASI væri áhyggjuefni því
þær gætu haft áhrif á samstöðu við
gerð kjarasamninga.
Þeir sem beita ólögmætum
aðgerðum sæti
fjárhagslegri ábyrgð
Ólafur sagði að mismunandi þróun
á launum opinberra starfsmanna og
launafólks á almennum markaði væri
slæm. Hann gagnrýndi kjaradóm
fyrir að vísa í forsendum sínum til
þróunar launa á opinberum markaði.
Embættismenn og alþingismenn
ættu að taka mið af þróuninni á
einkamarkaði. Það væri fráleitt að
mistök í launaákvörðunum ríkis og
sveitarfélaga ættu að verða vegvísir
um það hvaða launahækkanir fyrir-
tækin á einkamarkaðinum gætu bor-
ið.
Ólafur gagnrýndi kjarabaráttu
kennara harðlega og talaði um
„ógeðfefldar og ólögmætar aðgerðir“
í því sambandi. „Ég tel tímabært að
fara að fordæmi grannþjóða okkar
og láta þá sem grípa tfl ólögmætra
aðgerða af þessum toga sæta fjár-
hagslegri ábyrgð. Að öðrum kosti
mun þetta tveggja þrepa kerfi
margra starfshópa opinberra starfs-
manna festast í sessi og þá eru
kjarasamningarnir orðnir lítils
virði.“
VSÍ tilbúið til standa að
breytingum á fæðingarorlofi
„Staða barnafólks á vinnumarkaði
hefur fengið aukna athygli og einnig
sú staðreynd að mikill munur er á
gildandi löggjöf um rétt starfsmanna
tfl fæðingarorlofs eftir því hvort þeir
starfa á einkamarkaði eða hjá hinu
opinbera. Vaxandi þrýstingur er á
nýjar lausnir og hafa sjúkrasjóðir
verkalýðsfélaga tekið upp gi-eiðslur í
fæðingarorlofi sem hluta af sínu við-
fangsefnum. Þetta er eðlilegt og get-
ur gefið færi á lausn þar sem fleiri
leggja tfl. VSÍ mun leita eftir nýjum
lausnum á fyrirkomulagi fæðingar-
orlofs og munu samtökin í tengslum
við næstu kjarasamninga reiðubúin
tO að standa að breytingum, sem
miðist við að greiðslur nái tOteknu
hlutfalli reglubundinna launa, enda
náist samkomulag um fjármögnun
og fyrirkomulag fyrir allan vinnu-
markaðinn," sagði Ölafur.
FRÉTTIR
Varaformenn stjórnarflokkanna hefja málefnavinnu
Eiga ekki von á því
að vandamál komi upp
Morgunblaðið/Ásdis
VEL fór á með Finni Ingólfssyni, varaformanni Framsóknarflokks, og
Geir H. Haarde, varaformanni Sjálfstæðisflokks, í gær.
VARAFORMENN stjómarflokk-
anna ræddust við síðdegis í gær tO
að fara yfir þá málefnavinnu, sem
framundan er, og sögðu Finnur Ing-
ólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, og Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra eftir fundinn að þeir ættu
ekki von á vandamálum í undirbún-
ingi stjómarsamstarfs Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks fyrir
næstu fjögur ár.
Geir sagði að farið hefði verið yfir
helstu mál, sem fjafla þyrfti um í við-
ræðum sem þessum: „Það var ágæt-
ur andi í þessu og svo munum við
fara betur yfir málin á næstu dögum.
Við höfum fengið til liðs við okkur
tvo vana menn, Hrein Loftsson og
Jón Sveinsson, sem hafa unnið við
þetta áður, þannig að þetta lítur
ágætlega út.“
Lögmennirnir Hreinn og Jón vom
ritstjórar stjómarsáttmálans, sem
flokkamir gerðu fyrir fjóram áram.
Þeir vora þá fyrrverandi aðstoðar-
menn forsætisráðhema, hvor úr sín-
um flokki, Jón hjá Steingrími Her-
mannssyni og Hreinn hjá Davíð
Oddssyni.
„Við gefum okkur tfl mánaðamóta
eins og talað hefur verið um,“ ságði
Finnur í gær. „Það er ekkert, sem
liggur á, og við höfum nógan tíma.“
Finnur kvaðst ekki eiga von á
vandamálum í viðræðum fjórmenn-
inganna: „Flokkamir þekkja hvor
annan býsna vel eftir fjögurra ára
samstarf og vita um þeima áherslur.
Sumt á síðasta kjörtímabili var
þannig að mönnum sýndist sitt hvað
um einstök mál og leystu þau þá á
mflli flokkanna. Við höfum verið að
fara yfir þá hluti núna, áherslur
hvors flokks fyrir sig í kosningabar-
áttunni og lögðum mat á það hvar
gæti hugsanlega verið ágreiningur."
Finnur kvaðst ekki vflja nefna
nein einstök mál: „Það eru einhver
atriði þar sem áherslur era mismun-
andi, en það er ekkert, sem menn
telja sig ekki geta leyst.“
Geir sagði einnig að ekki væri
hægt að taka út úr einstök mál, sem
krefðust meiri vinnu en önnur í þess-
um viðræðum varaformannanna:
„Það er ekki hægt á þessu stigi máls-
ins. Síðast var búin tfl stefnuyfirlýs-
ing, sem var mjög stutt, og við höf-
um kannski ákveðna fyrirmynd í
henni.“
Hann sagði að á síðasta kjörtíma-
bili hefði margt af því verið fram-
kvæmt, sem nefnt hefði verið í
stefnuyfirlýsingu stjórnar Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
fyrir fjóram árum, en í granninn
yrði hún ekki frábragðin: „Ég sé
ekki fyrir mér að við munum reyna
að gera öllum sköpuðum hlutum skfl
í þessu, það er engin ástæða til
þess.“
Ekki flóknir samningar
Geir kvaðst vona að viðræður hans
og Finns myndu duga tfl að komast
að niðurstöðu. Flokkamir þekktu vel
afstöðu hvor annars og þetta væra
því ekki flóknir samningar, sem lík-
legt væri að yrði lokið um mánaða-
mót.
Hann sagði ólíklegt að stofnaðar
yrðu nefndir til að fjalla um hina
ýmsu málaflokka og það yrði þá ekki
fyrr en á síðari stigum.
„Nú snýr þetta að meginmarkmið-
um og hverju flokkamir muni beita
sér fyrir nái þeir saman,“ sagði
hann. „Það er engin óskapleg mál-
efnaleg vinna, sem þarf að fara í
gang. Hún hefur staðið yfir allt lqör-
tímabflið.“
Geir kvaðst eiga von á því að for-
menn flokkanna myndu koma beint
að skiptingu ráðuneyta milli flokk-
anna og öðra, sem því tflheyrði, lflrt
og venja væri.
Að sögn Finns er ekki farið að
ræða skiptingu ráðuneyta. Byrjað
yrði á að skrifa samstarfssamning
mflli flokkanna fyrir næstu fjögur ár.
Hann myndi í meginatriðum byggja
á tilteknum markmiðum, sem ríkis-
stjómin muni beita sér fyrir.
Fór tvær
ferðir á
vegum
Alþingis
ÓLAFUR G. Einarsson, for-
seti Alþingis, hefur sent frá sér
eftirfarandi fréttatilkynningu:
„í viðtali á baksíðu DV 12.
maí upplýsir Pétur H. Blöndal
alþingismaður að hann hafi
gefið Hjálparstofnun kirkjunn-
ar afgang af dagpeningum
vegna 8 ferða sinna til útlanda
á vegum Alþingis árið 1998
samtals að fjárhæð kr. 550 þús.
í tilefni fréttarinnar skal það
tekið fram að Pétur H. Blöndal
fór einungis tvær utanlands-
ferðir á vegum Alþingis árið
1998, samtals 8 ferðadaga, og
var útborgaður gjaldeyrir
vegna þeirra ferða kr. 94.110.
Einnig fór hann í tvær ferðir
til útlanda samkvæmt eigin
ákvörðun þar sem hann not-
færði sér heimild til að ráð-
stafa starfskostnaði sínum til
greiðslu ferðakostnaðar. Ráð-
stöfun á starfskostnaði er ekki
ákveðin af Alþingi heldur þing-
manninum sjálfum."
Akvæði um búsetuskilyrði í hluta- og einkafélagalögum
Almenn undanþága
frá skilyrði veitt 1997
Forvalsnefnd um varnarliðsflutninga tíndi til búsetu íslensks
eiganda Atlantsskipa er fyrirtækinu var hafnað í forvali
EIN af ástæðunum, sem tflgreindar
era í fundargerð forvalsnefndar utan-
rfldsráðuneytisins um flutninga fyrir
vamarliðið á Keflavíkurflugvelli fyrir
vanhæfi Atlantsskipa tfl að gegna
þeim, er sú að 49% hlutur sé í eigu ís-
lendings, sem búsettur sé í Banda-
ríkjunum. í hluta- og einkafélagalög-
um er ákvæði um búsetuskflyrði, en í
auglýsingu frá viðskiptaráðuneytinu,
sem gefin var út 1997, er veitt undan-
þága frá því fyrir aðfldarríki OECD,
þar á meðal Bandaríkm.
í lögunum, sem sett vora um einka-
hlutafélög 1994 og hlutafélög 1995, er
með svipuðu orðalagi kveðið á um að
meirihluti ríkisborgara og lögaðflja
skuli hafa búsetu hér á landi. Búsetu-
skflyrðið eigi þó ekki við um ríkis-
borgara og lögaðfla þeirra ríkja, sem
séu innan Evrópska efnahagssvæðis-
ins. Kveðið er á um að viðskiptaráð-
herra geti veitt undanþágu frá þessu
skOyrði.
Til hagræðingar fyrir aðila
innan OECD
í apríl 1997 var birt auglýsing frá
viðskiptaráðuneytinu þess efnis að
Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra
hefði ákveðið að veita ríkisborguram
og ýmsum lögaðOum aðildarríkja
Efnahags- og framfarastofnunarinn-
ar almenna undanþágu frá búsetu-
skilyrðunum. í auglýsingunni, sem
birtist í Stjórnartíðindum B 32, nr.
256-260, er þessi ákvörðun rökstudd
þannig að hún dragi úr skriffinnsku,
en sé einkum ætlað að vera tO hag-
ræðis ríkisborgurum og lögaðflum
frá öðram OECD-ríkjum, en séu að-
ilar að EES. Jafnframt geti undan-
þágan komið þeim ríkisborguram og
lögaðilum EES-ríkja að notum, sem
búsettir séu utan EES-svæðisins, en
það á við um íslenska ríkisborgar-
ann, sem nefndur er í fundargerð
foiyalsnefndarinnar.
I auglýsingunni segir að í þessari
ákvörðun felist nánar tfltekið að
„ríkisborgarar OECD-ríkja þurfa
ekki að vera heimflisfastir hér á
landi til að geta verið stofnendur,
stjórnarmenn og framkvæmdastjór-
ar íslenskra hluta- eða einkahlutafé-
laga [...] heldur nægir að ríkisborg-
ararnir séu heimilisfastir í einhverju
OECD-ríkja“.
Segir ennfremur að í vafatilvikum
geti hlutafélagaskrá, sem umsóknir
um skráningu hluta- eða einkahluta-
félaga era sendar tO, þó borið ein-
stök mál undir viðskiptaráðherra.