Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Birna Mjöll
SJOÐSSTJÓRNIN f.v.: Sr. Hannes Björnsson, Þórólfur Halldórs-
son, Jón Hákonarson og Sigurður Skagflörð.
Minningarsjóður um
Málfríði Guðbjartsdótt-
ur og Hákon Jónsson
Patreksflrði - Nýverið stofnaði
Jón Hákonarson rausnarlegan
sjóð til minningar um foreldra
sína Málfríði Guðbjartsdóttur og
Hákon Jónsson, fyrrum ábúend-
ur á Hnjóti í Örlygshöfn. Jón var
áður búsettur á Hnjóti en býr nú
á Patreksfirði.
Tilgangur sjóðsins er líknar-
starfsemi innan Vestiu-byggðar
eða innan Vesturbyggðar í V-
Barðastrandasýslu ef sveitarfé-
lögin í sýslunni verða gerð að
einu sveitarfélagi. Styrkir úr
sjóðnum verða veittir til fátækra
fjölskyldna eða einstaklinga þar
sem fátækt stafar af örorku eða
ill- eða ólæknandi sjúkdómi. Til
munaðarlausra barna sem ekki
njóta öruggrar framfærslu, til
þeirra sem orðið hafa fyrir frá-
falli fyrirvinnu og til þeirra sem
orðið hafa fyrir fjárhagslegum
áfollum vegna náttúruhamfara,
eldsvoða, slysa eða veikinga.
Stofnfé sjóðsins er 10 milljónir
króna.
Formaður stjómar er Sigurð-
ur Skagfjörð, útibússtjóri Lands-
banka Islands á Patreksfirði,
Hannes Bjömsson, sóknarprest-
ur á Patreksfirði og Þórólfur
Halldórsson, sýslumaður á Pat-
reksfirði em meðstjómendur.
Landsbanki
*
Islands
Útibúið
á ísafírði
95 ára
ísafirði - Útibú Landsbanka
Islands á Isafirði á 95 ára af-
mæli á laugardaginn, 15. maí,
en það tók til starfa þann dag
árið 1904.
Aðsetur Landsbankans á
Isafirði hefur verið á ýmsum
stöðum í bænum í tímans rás.
Fyrstu fjórtán árin var útibúið
til húsa við Bankagötu, eins og
hún hét þá, en heitir nú Mána-
gata. Árið 1918 fluttist útibúið
í safnaðarhúsið Hebron við
Steypuhúsgötu, sem nú er hús
H-prents við Sólgötu en var
löngum þekkt sem Góðtempl-
arahúsið. Árið 1926 var flutt
búferlum í Stjömuna við Pól-
götu, þar sem séra Sigurður
Kristjánsson bjó seinna, og
átta árum seinna í nýtt hús-
næði í eigu Tryggva konsúls
Jóakimssonar við Aðalstræti
24. Það var loks árið 1958 sem
bankinn fluttist í eigið húsnæði
að Pólgötu 1, en það hús var
byggt sérstaklega fyrir bank-
ann og ber hið dæmigerða
svipmót Landsbankahúsa. Þar
hefur nú verið haldið kyrru
fyrir í rúm 40 ár.
Fyrsti útibússtjóri Lands-
banka íslands á ísafirði var
Þorvaldur læknir Jónsson. Áð-
ur hafði Þorvaldur veitt for-
stöðu Sparisjóði ísfirðinga,
sem stofnaður var árið 1876 og
rann inn í útibú Landsbanka
fslands við stofnun þess. Árið
1897 var byggt sérstakt hús
fyrir sparisjóðinn, en það var
einmitt húsið við Bankagötu
sem dró nafn sitt af honum og
þar sem útibú Landsbankans
var síðan til heimilis mörg
fyrstu árin. Nú gegnir
Brynjólfur Þór Brynjólfsson
stöðu útibússtjóra Landsbank-
ans á ísafirði, tólfti maðurinn í
því starfi á 95 áram.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
FUNDARMENN á aðalfundi og málþingi Ferðamálasamtaka Suðurlands sem haldið var í Hrauneyjum, ásamt nokkrum sleðahundum og eigendum
þeirra, en þau stofnuðu nýlega fyrirtækið „Dog Steam“ um rekstur hundasleðaferða.
Markaðsskrif-
Hellu - Aðalfundur og málþing á
vegum Ferðamálasamtaka Suður-
lands vora haldin fyrir stuttu í Há-
lendismiðstöðinni í Hrauneyjum.
Að loknum hefðbundnum aðalfund-
arstörfum samtakanna, þar sem
Jóhanna B. Magnúsdóttir var end-
urkjörin formaður, hófst málþing
um stofnun markaðsskrifstofu, net
upplýsingamiðstöðva og afþrey-
ingu í ferðaþjónustu á Suðurlandi.
Viðræður standa nú yfir milli
Ferðamálasamtakanna og At-
vinnuþróunarsjóðs Suðurlands um
stofnun skrifstofu sem sinna myndi
stofa í
markaðssetningu hvers kyns fyrir-
tækja sem þar starfa. í framsögu-
erindum Óla Rúnars Ástþórssonar
framkvæmdastjóra Atvinnuþróun-
arsjóðs og Rögnvaldar Guðmunds-
sonar ferðamálafræðings kom
fram að markmiðið með stofnun
bígerð
slíkrar markaðsskrifstofu er að
styrkja jákvæða ímynd Suðurlands
gagnvart ferðamönnum, íbúum og
þeim sem áhuga hafa á að setjast
þar að eða hefja atvinnustarfsemi.
Einnig að efla samstöðu og sam-
vinnu sveitarfélaga, íbúa og at-
vinnufyrirtækja á Suðurlandi,
fjölga störfum og efla atvinnulíf á
Suðurlandi með áherslu á ferða-
þjónustu. Þá er einnig markmiðið
að samhæfa störf ferðamálafulltrúa
og starfsemi upplýsingamiðstöðva.
Á málþinginu flutti Úlfar Ant-
onsson frá Ferðaskrifstofu Islands
áhugavert erindi um afþreyingu
fyrir ferðamenn og samskipti
ferðaskrifstofunnar við aðila í
ferðaþjónustu. Líflegar umræður
spunnust í lok ráðstefnunnar sem
lauk með heimsókn þátttakenda í
Hrauneyjafossvirkjun.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
ALLIR nemendur og kennarar Laugagerðisskóla sungu fyrir gesti.
Eyja-og Miklaholtshreppi - Nem-
endur í Laugargerðisskóla héldu
sína árlegu hátíð í skólanum fyrir
nokkru. Hátíðin hófst á því að kór
skólans, sem allir nemendur og
kennarar eru í, fluttu nokkur lög.
Formaður nemendaráðs Anna
Sigrún Ásgeirsdóttir ávarpaði
gesti, sem voru vel yfir hundrað,
og bauð þá velkomna.
Síðan tók við samfelld skemmti-
dagskrá sem samanstóð af leikrit-
um og tónlistarflutningi. Allir
nemendur tóku þátt í að flytja
Nemendur
og kennarar
saman á
sviðinu
skemmtidagskrána. Helmingur
nemenda í Laugargerðisskóla er í
tónlistarkennslu sem Steinunn
Pálsdóttir sinnir tvo daga í viku.
Árshátíðinni lauk á því allir
drukku saman hátíðarkaffi og
höfðu foreldrar eldri nema í skól-
anum bakað meðlætið.
Almenn ánægja var með það að
árshátíðin var haldin í skólanum,
en ekki að félagsheimilinu Breiða-
bliki eins og undanfarin ár, en
vegna þess hve nemendum hefur
fækkað mikið var ekki talin
ástæða til þess að lialda skemmt-
unina annarsstaðar. Nemendur
stóðu sig með stakri prýði og
voru gestir ánægðir með kvöldið.
i
E*
RR
Hrunamannahreppi - Ungur
kaninubóndi, Sigfús Bryiy'ar Sig-
fússon í Vestra-Geldingaholti í
Gnúpveijahreppi, hóf fyrir
nokkru að rækta lioldakanínur
og nú er selt kjöt af þeim í ail-
mörgum verslunum.
Sigfús er með um 100 læður og
15 högna í ræktuninni. Miðað við
þennan meðalfjölda getur búið
framleitt 5.000 til 6.000 unga á
ári en nú fæðast um 300 á mán-
uði. Að jafnaði koma átta ungar í
goti en meðgangan er 31 dagur,
got eru 5-6 á ári hjá hverri læðu.
Ungarnir sjúga læðurnar í um
fimm vikur og eru þá teknir frá
þeim. Dýrin eru alin á sérstakri
fóðurblöndu sem er blönduð hér-
lendis. Kanínurnar eru um
tveggja og hálfs mánaðar þegar
þeim er lógað og vegur þá
skrokkurinn um 1 kg.
Slátrun fer fram í sláturhúsi
Hafnar-Þríhyrnings á Hellu.
Kjötið er selt í verslunum KÁ,
Nýkaups og Gallerís Kjöts og
segir Sigfús að því sé vel tekið.
Uppskriftir að matreiðslu fást í
þessum verslunum, en kjötið er
talið gott sem grillmatur.
Sigfús segir að búið sé að ná
tökum á að súta feldinn af dýrun-
um og vonast eftir að hann verði
einhvers virði. Hann segir kan-
ínubúskapiun vera nærri fullt
starf þegar allt er talið, bókhald
sem annað. Að auki stundar Sig-
fús tamningar heima hjá sér, en
hann er margverðlaunaður
hestamaður.
Sigfús hefur átt kanmur irá því
hann var sex ára, en fá dýr, þar til
honum datt í hug að gera þetta að
búskap. Hann ræktar ekki feld-
kanínur af tegundinni Castor Rex,
sem er ung búgrein hér á landi, en
á nokkur dýr af þeirri tegund.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
SIGFUS Brynjar Sigfússon kanínubóndi með fallega læðu.
Holdakanínukjöt komið á markað